Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.02.2003 at 15:38 #467670
Keypti svona tæki eins og sýnist vera auglýst hjá Elko. Tækið er frábært. Fylgir vegum og vegslóðum óaðfinnanlega. Helst ókostur hvað skjárinn er smár. Ekkert útiloftnet þarf og tækið nýtist einnig til gönguferða með rafhlöðu.
Aðalkosturinn er sá að eftir jeppaferð ferð með tækið inn til þín og lagar ferla og tröck eins og þú vilt, þeas ef þú ert ekki tölvutengdur. Upplagt að geyma tækið á náttborðinu að taka smá æfingar til að halda sér við. Sló td. alla skálaskrána inn á nokkrum korterum. Getur dundað við að taka upp punkta og búið til rútur af fyrirhuguðum ferðum.
24.07.2002 at 17:45 #462116Gaman í heyra í ykkur Páll og Kjartan. Það var nokkur óánægja með þetta rukkeri á okkur. Lítillega var leitað eftir styrkjum fyrir tjaldinu í heimabyggðunum en ekki tókst að fá styrktaraðila. Já tjaldið kostar kr. 100,000 og gerði svo sannarlega sitt gagn.
Það er erfitt að ákveða verð aðgöngumiðans, þegar ekkert er vitað um þátttöku og veður. Kannski að tjaldið hafi orðið til þess að fleiri hafi mætt en ella og er það þá hið besta mál.
Við fyrstu sýn, virðist að nokkurt tap hafi orðið á hátíðinni, en vonandi er það ekki meir en svo að Suðurnesja-og Suðurlandsdeild láti sig hafa það að greiða það.
Bíltúrinn kom mér á óvart. Í Hrafnagili í fyrra fóru hér um bil allir í bíltúrinn og nú fóru aðeins 6 bílar.
Um 43 tjöld voru á svæðinu, þannig a.m.k.150 manns hafa verið á svæðinu.
18.07.2002 at 18:37 #462110Já söngheftið er tilbúið og gætir þar ýmissa grasa. Letrið er stórt, það er rétt. Nú er vitað um 5 gítarleikara. Gerð verður leit í bílum sem á svæðið koma og kannað hvort ekki leynist þar fleiri hljóðfæri, því auðvitað eiga allir að spila með
Unnið er að því að kenna Suðurnesjamönnum að syngja um annað en Pattana (Patrólana). Að vísu er búið að endurbæta vísuna því Smári setti low-gír í bílinn og loftpúða. Það verður að dásama þetta líka í söngnum
18.07.2002 at 09:09 #462106Nú er allt að smella saman með undirbúninginn. Veðurguðirnir lofa sæmilegasta veðri, svo nú er um að gera að drífa sig. Risatjaldið verður reist í kvöld, söngheftin eru tilbúin með gítarhljómum.
Sipulagður hefur verið ca 1 klst reiðtúr kl 14,00 á laugardag, sem kostar kr. 2,000 pr mann
Hvað segja norðanmenn t.d. um mætingahorfur ??
08.07.2002 at 11:40 #462104Jæja, nú er undirbúningur að fara að hefjast fyrir alvöru. Ég heyri að það verði mikil mæting frá Suðurnesja-og Suðurlandsdeild á hátíðina. Í deildunum hefur ekki verið hefð fyrir sumarstarfi, svo þetta er nýlunda hjá okkur. Asskoti er menn eitthvað daufir í dálkinn að tjá sig um hátíðina. Væntanlega eru bara allir sáttir við dagsskrána ??!! Eru ekki samt eitthvað sem menn vilja segja.
Hvað segja t.d. norðanmenn með þátttöku ??03.07.2002 at 10:56 #191579Suðurlands-og Suðurnesjadeild eru að undirbúa sumarhátíðina.
Hvað eigum við nú að gera til að hátíðin verði sem veglegust ? Eru svona bíltúrar nauðsynlegir ? Gera meira fyrir börnin ? Áfengisbann ? Allir í háttinn fyrir miðnætti ? Meira af þrautum og leikjum ? Varðeldur ómissandi ? Hvað segja menn í deildum um þátttöku ? -
AuthorReplies