Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.07.2012 at 22:10 #755361
Skelltum okkur í áburðarferð í Sultarfit. Þegar komið var um hádegisbil á laugardag voru þeir Þórir Þórarinsson, Jósep Geir og Árni Eiríksson að hefjast handa. Til taks var 600 kg áburðarpoki frá Afréttarfélaginu. Þeir félagar eru svo stórtækir að ekki dugar minna en gamall áburðardreifari. Svæðin eru líka orðin svo stór að ekki dugar að bera á með höndunum. Í landgræðslu er notaður talsvert minni áburður en við grasræktun.
Þá voru núverandi grasblettir stækkaðir. Var það undirbúið með slóðadrætti fyrir og eftir áburðar-og frægjöf. Þá voru 3 jeppar notaðir til að "valta" yfir. Auk mín og Óskars komu Veigar,Sigrún og Gaui og Hrefna. var þessu öllu lokið um 4 leytið. Gott hefði verið að hafa meiri áburð og bera á "gamla" grasið.
Heitt var í veðri og mikil fluga. Krakkarnir léku á alls oddi og óðu og böðuðu sig í Stóru-Laxá.
24.06.2012 at 21:35 #223774Þórir Þórarins og velunnarar ætla næstu helgi í Sultarfit í áburðarferð ef aðstæður leyfa. Það er helgin 30,06- 01,07,2012. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þegar hafa nokkrir pantað gistinu. Sjálfsagt verður dittað að einhverju eins og gengur og gerist. Áhugasamir láti vita af sér hér á spjallinu.
29.05.2012 at 22:57 #223612Aðalfundur var s.l. föstudagskvöld. Stjórn er óbreytt nema Steinar Erlingsson kemur inn í stað Hjalta. Varamenn í stjórn eru Sigurður Óli og Davíð
Einnig var endurnýjun í Kofaráði, nýjir menn eru Guðjón Stefánsson og Magnús Már, Ragnar Pálsson og Helgi Jóhanns gáfu ekki kost á sér til frekari starfa. Fyrir eru Veigar, Gústi Sigurjóns og Óli
Ákveðið var að taka Fell ekki aftur á leigu
03.05.2012 at 15:10 #753789Fram eru komnar hugmyndir af stjórnarmönnum sem eiga a ðganga út. Stebbi býður sig fram til formanns.
Hefðbundnar bjórveitingar að loknum fundi.02.04.2012 at 16:24 #752015Orðsending frá Óla:
Var að fá ferskar fréttir af færð fyrir vestan.
Mikill snjór á fjöllum en þó krapi á leið á jökul frá Steingrímsfjarðarheiði.
Fær í Unaðsdal og hægt að fara þaðan upp á jökul. Jafnvel hægt að fá gistingu í Dalbæ.
Enginn snjór í Reykjafirði og því illa séð að fara á bílum þar niður.26.03.2012 at 16:11 #223052Næsti félagsfundur er 3. apríl n.k. í Karlakórsheimilinu Eyravegi 67 á Selfossi, kl: 20:00
Fundarefni:
Myndasýning og frásögn frá Kvennaferðinni í Gíslaskála, stuðboltarnir í Suðurlandsdeild segja frá.
Vestfjarðaferðin, skráning
Páskaferðir ??
Hugað að aðalfundi
Kaffi, gos og kex-drasl í boði
23.03.2012 at 16:55 #750615Heyrði aftur í Árna, stefna í Bárðardal, skyggni orðið lítið eftir sólskynið í Nýjadal, nokkuð blautt. Þokkalega gekk að komast yfir ána í Nýjadal en hún er byrjuð að bólgna upp.
23.03.2012 at 14:18 #750613Var að heyra í Árna bró. Þeir eiga um 9 km eftir inn í Nýjadal. Skyggni er lítið en þó vongóðir um að það sé að lagast. Tími fer í að þræða fram hjá kröpum. Norðanmenn komu í Gæsavötn í gærkvöldi um Bárðardal. Taka á stöðuna á málum í Nýjadal og ákveða með framhaldið.
06.03.2012 at 15:12 #750030Minni á fundinn í kvöld kl 20:00 í Karlakórshúsinu
Island Rover og kynning frá MT-dekk, mæta með dekk að staðinn til að sparka í
04.03.2012 at 22:07 #749574Ferðasagan:
Lagt var af stað um klukkan hálf sjö á föstudagskvöldinu og var hugmyndin að fara í Jökulheima. Brunað var upp eftir og eftir um 20 km ofan við Hrauneyjar var ákveðið að snúa við. Þá voru dæmi um bíla sem stóðu á 2 hjólum í verstu vindkviðunum. Vindur var meiri en spár gærdagsins bentu til, yfir 33 metrar. Komið var í Hrauneyjar rétt eftir 10 um kvöldið og gist þar. Aftur var lagt af stað um 8:45 og komið í Jökulheima rétt eftir 12 á hádegi, eftir krapasull. Veður var nú gengið niður og menn enn sáttari við ákvörðun gærkvöldins vegna krapapyttanna sem nú var auðveldari að greina og sneiða hjá.
Gert var smá matarstopp í Jökulheimum og haldið á Grímsfjall. Enn tók við krapi og var gengið yfir Tungnaána með jarnkarl og ákveðið að fara yfir. Var þetta soldið vatnssull en gekk vel. Enn einn krapinn tók við á jöklinum en síðan ekki meir. Gekk ferðin bærilega framan af. Í um 1250 metra hæð tók veður og skyggni að versna og ganga á með éljum. Fór nú að bera á því að bílar festust hvað eftir annað í förunum og var þetta orðið æði tafsamt. Um hálf fimm leytið var tekin ákvörðum um að snúa við og halda aftur í Jökulheima. Þó voru enn eftir um 28 km og búið að keyra um 20 km. Gekk það bærilega en vatnssullið í kringum Tungnaána hafði aukist talsvert, en hafðist þó. Grilluð læri með mikilli og góðri rjómaostsósu voru á borð borin um 9 leytið um kvöldið og gerð góð skil. Kvöldið hefðbundið með spjalli og gamansögum. Ræs um um 8 leytið um morguninn og farið að keyra um hálf níu. Komið var stillt veður og um 8 gráðu frost. Hrímþóka færðist yfir svæðið en þó ekið út úr henni síðar. Enn var glímt við minni háttar krapa. Gömul viðgerð á dekki gaf sig sem tókst ekki að gera við og var dekk sent frá Selfossi. Veðrið var með besta móti en skyggni ekki að sama skapi.
02.03.2012 at 00:07 #749570Já þetta er ótrúlegt, vindur verður komin í 4 metra um hádegisbil á laugardag. Þó er 15-20 metra vindur á föstudagskvöld. Þessu fylgir líka all nokkur snjókoma á jöklinum.
01.03.2012 at 19:38 #749566Lærin komin í álpappír og ferðafær.
29.02.2012 at 09:17 #749558Eftir opna húsið er þátttökulistinn þessi:
Stefán Haukur +2=3
Steinar Erlings og Ömmi á laugardagsmorgun
Veigar + 1 = 2
Guðbjörn + 1
Gaui Stef og Hrefna
Siggi Mopar +1
Einar Stefáns + 1
Óskar Jóns + 1
Jón og Árni
Guðjón Smári + 1
Lárus Hjartarsson
Magnús Más + 1
Geir Evert + RúnarLagt verður af stað kl 17:30 á föstudag frá Olís
Sameiginlegur matur á laugardagskvöld, grilluð læri með ostasósu. Annar matur á vegum hvers og eins.Þátttökugjald verður rukkað eftir eða í ferð, sem verður kr 5,100 þ.e. gistigjöldin í Jökulheimum og Grímsfjalli + matur á laugardagskvöld.
Varaáætlun er Landmannahellir, veðurhorfur ekki með besta móti.
28.02.2012 at 16:38 #749552Munið opna húsið í kvöld í Karlakórsheimilinu kl 20:00
Þar verður ákveðið þátttökugjald og spáð í sameiginlegan mat.
24.02.2012 at 19:58 #750028Svo öllu sé haldið til haga þá heitir félagið Ísland Rover. Þeir koma alvaskir á fundinn 6. mars
23.02.2012 at 16:41 #222692Ekki fallegar fréttirnir úr Laugunum frá helginni. Vonandi ekki fólk í Ferðaklúbbnum 4×4 eða í nafni hans sem var þarna á ferðinni. Urrandi fyllerí alla nóttina og meint rán frá göngufólki sem þarna var á ferð.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/23/svartir_saudir_a_halendinu/
23.02.2012 at 14:05 #222689Opið hús í Karlakórsheimilinu á Selfossi þriðjudagskvöldið 28. febrúar n.k. kl: 20:00. heitt á könnunni, gos og kex. Grímsfjallafarar hvattir til að mæta og ganga frá greiðslu á gistigjaldi. Annars má búast við að skráning falli niður. þá verða matarmálin hugleidd og spáð í sameiginleg innkaup.
Spáð í veðurhorfur helgarinnar og aðstæður metnar.
Skjávarpinn verður í gangi, sjálfsagt að koma með myndir.
Félagsfundur 6 mars, sjá þráð
17.02.2012 at 16:15 #749528Staðfest er að gist verður í Jökulheimum á föstudagskvöld. Vaknað við fyrsta hanagal og haldið á Grímsfjall.
Það eru fleiri gistirými í Jökulheimum en Grímsfjalli.
14.02.2012 at 16:47 #222570Næsti félagsfundur er 6. mars í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi kl: 20:00 stundvíslega.
Fundarefni:
Kynning á starfsemi Iceland Rovers, sem eru samtök Land Rover eigenda og unnenda. Sjálfsagt ekki til stærri adáendahópar annarra bílgerða á heimsvísu.
Kynning á Micky Thomsen dekkjum, dekk til sýnis og spáð í framtíð 15″ dekkjanna.
10.02.2012 at 21:10 #222512Fjölmennur fundur var hjá Suðurl.deild s.l. þriðjudagskvöld. Þar mættu 3 starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðar og kynntu skipulag og starfsemi þjóðgarðsins. Þórður framkv.stjóri mætti auk Kára Kristjánssonar og svæðisstjóra vestursvæðis sem ég man ekki nafnið á. Þeir svöruðu spurningum greiðlega og kom mér aðeins á óvart að þau öfgasjónarmið sem mest fer fyrir, koma ekki fram í málflutningi þessara manna.
Þeir virðast þvert á móti allir að vilja gerðir til að koma á málamiðlunum sem hægt er að una við.
Nú fer fram úttekt á Vonarskarðssvæðinu og er niðurstöðu að vænta um mitt ár. Endanleg ákvörðun verður í kjölfar hennar, hafi ég tekið rétt eftir.
Að vísu virðist vaxandi vægi á svæðinu og sérstöðu þess.
Í þjóðgarðinum gilda í meginatriðum sömu reglur og annars staðar hvað varðar akstur á snjó. (Einhver svæði þó undarskilin)
-
AuthorReplies