Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.12.2004 at 13:12 #511674
Við skemmtum okkur konunglega.. þurfum bara að endurtaka leikinn og fara alla leið
Verður varla þyngra færi en þetta.
Posta myndum í kvöld vonandi..Kveðja,
Gummi & Co
26.12.2004 at 08:17 #511662Er ennþá leikur í mönnum ? Hvernig líst ykkur á veðurútlitið ?
25.12.2004 at 22:18 #511650Og klárir fyrir brottför kl 9:30.
VHF rás 45 ?
CB rás 12 ?
25.12.2004 at 22:11 #511648Við mætum 2 á Esso í Mosó kl 9:30..
Hilux 38"
LC 80 38"Eða eru menn að leggja af stað 9:30, við amk verðum mættir fyrir það.
Hvaða rásir á að nota ?
23.12.2004 at 17:16 #5115708 BÖR ?
Ég hefði haldið að það væri fullmikið, amk er talað um að ARB taki 80-105 Pund.. og ekki sé ráðlagt að setja meiri þrýsting en það.. (getur skemmt pakkningar ofl)
22.12.2004 at 23:58 #511420Ég var með fjarstart í bílnum sem ég átti á undan Hiluxinum..
Lét setja þetta í sjálfur, og var þá sett VIPER kerfi í hann sem var með þessum möguleika. Kostaði líklega um 35þús íkomið með öllu. Þekki marga sem hafa látið setja svona í. Virkaði mjög vel, og ég notaði þetta bæði áður en ég fór út í bíl, og einnig á meðan t.d. aðrir voru í bílnum og ég þurfit að nota lyklana t.d. til að hlaupa inn í vinnu. Það var hægt að kveikja á þessu með bílinn í gangi og taka lykilinn úr.
Ég held að þetta sé betri lausn heldur en hitari, bæði út af smurningi á vél, og þar sem þetta minnkar þann tíma sem vélin gengur á starkari bensínblöndu Í AKSTRI.
Annars læt ég bílinn alltaf ganga áður en ég tek af stað þannig að hún sé ekki alveg ísköld, þó svo að ég sitji þar sjálfur í smá stund, ekki ráðlagt að þenja kalda vél, oft talað um líka hitamismuninn á stálblokk og álheddi.
Ég heyrði þetta að þetta væri ólöglegt, áður en ég lét setja þetta í, en hef ekki heyrt það aftur, fékk engar athugasemdir í skoðun, þó það væri viðvörun í vélarrýminu sem sagði að þessi bifreið væri með fjarstarti.
Kerfið er líka stillanlegt, og sjálfgefið var að hann væri í gangi í 7 mín og svo dræpi á sér. Enda er það nóg til að hita hann.
Þó má segja að svona olíumiðstöðvar séu sniðugar líka, sérstaklega fyrir fjallamenn, þó ég viti ekki nákvæmlega hvað þær geri, hvort þær hiti kælivatnið eða bara innanrými bílsins.
17.12.2004 at 17:44 #511226Hver verður fyrstur til að ná í umboðið fyrir þessu ?
Held að þetta sé ekki vitlaust, held að margir myndu kaupa þetta þar sem menn eru að eyða stórpeningum í dekk..
Kostar um $200 sett af 4, passar í ferðatösku, hmm hvern get ég fengið til að koma þessu heim fyrir mig
Held þetta hljóti að vera öflugra en að setja eitthvað í dekkin, þar sem dekkin eru ekki endilega hringlaga.
17.12.2004 at 11:48 #511216Vandamálið við vatnið er að það er á stöðugri hreyfingu, og sest ekki, þannig að það er mjög háð að bíllinn sé alltaf á sömu ferð… annars hringsnýst það bara held ég. (rennur of vel). Einnig frekar eðlislétt miðaðvið þann salla sem er notaður í þetta.
Sallinn sem menn eru að setja í dekkin, sest eftir að bíllinn er kominn á ferð, og því myndi maður halda að það væri lang besta lausnin.
En ég er enginn sérfræðingur
Bara hugleiðing…
16.12.2004 at 21:40 #511212…
http://www.off-road.com/toyota/tech/balancers/Þetta er örugglega sniðugt fyrir þá sem vilja ekki troða málmsalla eða öðru í dekkin hjá sér.
16.12.2004 at 15:07 #511206… einnig eru til úti hringir sem settir eru uppá áður en dekk er sett (sett á bak við dekkið undir bílinn).
Á þessu er gúmmíhringur, sem inniheldur málmsalla, sem að mótast við smá hraða.. þe verður ekki virkt fyrr.
Eins lesið að vörubílsstjórar hafi gert þetta með því að setja svipað efni inn í dekkin, og gerir það nokkurn vegin það sama.
Þar eru menn ekki að leysa bara ballanceringu á dekkjum heldur líka ójöfnum í drif og stýrisbúnaði.. þe allan skjálfta.
Eini fylgikvillinn er smá hiss hljóð í efninu, áður en það nær að móta sig þegar menn eru ekki á mikilli ferð, en held það sé nú ekki vandamál fyrir jeppa og trukkakarla
16.12.2004 at 09:54 #511158.. þá þarf dælan bara að hafa nægan þrýsting / flæði fyrir vélina. Veit ekki betur en að það sé í góðu lagi að hún sé stærri.
Þannig að ef þú ert nú þegar með stærri en original dælu, þá myndi ég bara prófa það, efast um að það sé nokkuð sem skiptir máli. Held þú getir bara grætt á því.
16.12.2004 at 00:05 #511152.. því hvort að vélin þurfi meiri þrýsting en sú dæla gefur sem þú varst með fyrir..
Menn telja oft ágætt að vera með sterkari dælu en original fyrir vél, þar sem að vél líður þá aldrei skort. Fer líka eftir því hvernig mix þú er með, EFI / blöndung og hvort þú sért með original innspýtingu eða með hærra flæði…
EFI bílar eru held ég yfirleitt eða alltaf með hringrásarkerfi.
Svo er líka hægt að fá dót til að láta original dæluna snúast hraðar.. (og þá dial til að stilla hversu mikið auka)
14.12.2004 at 14:26 #511024Mér er nokk sama nánast um það hvernig felgan er, svo lengi sem dekkin haldast á
Er einhver staður sem að maður finnur þessar felgur á ódýrt svo þið vitið ? Ég tel mig nægja að nota 12" áfram.. það skiptir mestu að finna felgur fyrir lítinn pening.
13.12.2004 at 22:18 #195049Sælir
Er að spá í kaupum á nýjum dekkjum (GH 38″), og vildi athuga í leiðinni hvort að sniðugt væri að setja breiðari felgur á þetta.
Er með 15×12 felgur í dag. Veit til þess að einn fyrri eigandi notaði alltaf 14″ á honum með góðum árangri.
Er ekki erfitt að nálgast þetta ? Dýrt/ódýrt, einhver með til sölu hér fyrir slikk ?
Er svo líka að hugsa þetta sem hagræði, varðandi að þurfa ekki að kosta upp á umfelgun 2x á ári, ef ég myndi vera með annan gang fyrir sumardekk (núverandi gang).
Þetta þýðir að það skiptir mig svotil litlu hvort þetta yrðu 12,13 eða 14″…
Eitt að lokum.. hefur breidd á felgu ekki áhrif á endingu á hjólalegunum ??
13.12.2004 at 22:17 #511004Þetta átti sko alls ekki að lenda hérna :þ
Set þetta á sér post..
13.12.2004 at 22:17 #511002Sælir
Er að spá í kaupum á nýjum dekkjum, og vildi athuga í leiðinni hvort að sniðugt væri að setja breiðari felgur á þetta.
Er með 15×12 felgur í dag. Veit til þess að einn fyrri eigandi notaði alltaf 14" á honum með góðum árangri.
Er ekki erfitt að nálgast þetta ? Dýrt/ódýrt, einhver með til sölu hér fyrir slikk ?
Er svo líka að hugsa þetta sem hagræði, varðandi að þurfa ekki að kosta upp á umfelgun 2x á ári, ef ég myndi vera með annan gang fyrir sumardekk (núverandi gang).
Þetta þýðir að það skiptir mig svotil litlu hvort þetta yrðu 12,13 eða 14"…
Eitt að lokum.. hefur breidd á felgu ekki áhrif á endingu á hjólalegunum ??
13.12.2004 at 10:05 #508766.. ég treysti mér einn í þetta, þyrfti að fá einhvern reyndari með mér í lið í þessu.
13.12.2004 at 00:29 #508762Ég kíki þá á þetta.. jafnvel á morgun
Sé til hvernig tíminn verður.
1. Væntanlega einhver pakkning á þessu, kítta svo í væntanlega þegar ég loka þessu aftur ?
2. Svo þarf ég að vera búinn að kaupa rör fyrir loftið, er það eitthvað spes .. ? (ef að maður ætlar að skipta um það)
3. Eitthvað vesen að losa gamla rörið úr læsingunni eða segir sig sjálft ?… ætla amk að vona að þarna sé læsing ! :-0
12.12.2004 at 23:33 #508758Sælir,
Hversu mikið mál er að taka drifið í sundur. Ég er búinn að skipta um olíupakkdósina og get gert það, en hvernig tek ég drifið í sundur… bara losa allar rær af drifinu og taka þetta úr hásingunni ? Kemur þetta út í einu stykki eða þarf að gera þetta einn hlut í einu og stilla drifið svo upp á nýtt eftir allt saman ?
Það er ekki hægt að opna drifið aftan frá, bara hásingar megin.. Ég amk þori ekki að rífa þetta í sundur sjálfur nema að geta sett þetta saman aftur sjálfur. Ef að þetta kemur út í heilu lagi þá hef ég engar áhyggjur af þessu. Þarf ekki að taka öxlana aðeins út líka til að ná þessu af ?
Ausið úr viskubrunnum ykkar, ég vil endilega fara að geta sett loft á þetta, búinn að ganga frá rofa og lögn.
10.12.2004 at 12:50 #510734Var búinn að lesa þetta, hef reyndar lesið heilmikið um þessa vél.
Þessi ás /cam sem ég var að spá í, er í lagi fyrir þessa uppsetningu á vél. (þe samhæft við tölvuna í vélinni) Aðrir stærri, þurfa ýmsar aðrar breytingar á vél, svosem nýja tölvu ofl.
Það sem mig langaði að vita, var hvort að einhver hafi gert þetta hér heima, og hver reynsla viðkomandi var af þessu. Og jafnframt hvað viðkomandi gerði samhliða þessu, þá hvort skipt var út einhverju öðru í leiðinni og hve mikið mál þetta var.
Ég hef ekki hugsað mér að fara út í þetta nema að þetta hafi verið gert áður og sé þekkt, já og ekki of dýrt
-
AuthorReplies