Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.03.2011 at 20:56 #721564
Sæl öll.
Ég verð að segja að maður er hálf dofinn. Hvernig er hægt að láta fámennann hóp göngumanna loka fyrir aðgengi almennings að stórum hluta hálendisins. Það, að ráðherra skuli staðfesta þetta er dæmi um yfirgang og hroka gagnvart meginþorra landsmanna.
Það er verið að loka á fullt af fólki sem hefur gaman af að ferðast, en getur ekki eða vill ekki ferðast fótgangandi. Hvernig á barnafólk að ferðast, ekki ber það ungviðið langar leiðir á bakinu um svæði þar sem ekkert húsaskjól er að fara í.
Það er bara verið að loka þessum svæðum, það er niðurstaðan úr þessu. Líklega gleymast þau í tímans rás þar sem enginn getur farið um, nema örfáir útvaldir sem ferðast á mjög svo takmörkuðu ferðatímabili (júlímánuður).
Það er alveg ljóst að þetta er bara byrjunin, nú eiga bara fleiri svæði eftir að koma.Ég spyr
Fyrir hvern er verið að loka ? Þetta er eins og í James Bond mynd þar sem menn loka eyðimörk,
til þess eins að geta falið í ró og næði, úrgangi.
Hverjar eru viðbótartekjurnar fyrir Ísland að gera þetta mikla "víðerni"?
Hafa menn séð áætlanir um fjölda göngumanna um þetta svæði og því hverju hver göngumaður skilar í búið fyrir Íslendinga?Þetta er svo mikið bull að ég á erfitt með mig.
Við verðum að fylgja þessu fast eftir.
kveðja
Friðrik
19.02.2011 at 18:03 #720500Sæll Palli
Takk fyrir að halda okkur "sófariddurum" upplýstum um framgang mála í dag.
Alltaf gaman að fá fréttir frá ferðamönnum til fjalla.kv
Friðrik
13.02.2011 at 20:47 #719080Sælir félagar
Gaman væri að sjá hve margir hópar eru skráðir, hvaða hópar það eru og hve margir eru í hvaða hóp?
Þetta verður örugglega gaman og saga til næsta bæjar, enda áhug mikill bæði fyrir sunnan og ekki síður fyrir norðan.Kveðja
Friðrik
13.10.2010 at 20:46 #705828Sælir
Það er alveg óþolandi hvað Páll Ásgeir Ásgeirson stjórnarmaður í Ferðaféalgi íslands og einn af ritstjórum í nýju blaði Útivera hefur mikið horn í síðu almennrar ferðamennsku.
Það er með ólíkindum ef maðurinn telur það að hans einkaskoðun blandist ekki inn í Ferðafélag Íslands þar sem hann situr í stjórn. Hver á að trúa því að þegar hans skoðun breytist eitthvað þegar hans sest við stjórnarborðið hjá Ferðafélaginu.Ég tel að nú þurfi að berjast gegn skoðunum hans, sem gengur út á það að göngufólki verði einum heimilt að njóta hálendis íslendinga. Ég sé ekki betur en að hann telji best ef við fyllum hálendið af "goritex útlendingum", sem koma með allt fæði í þurrpakkningum.
Ég mælist til þess að við hættum öll að kaupa blaðið Útiveru á meðan Páll Ásgeir kemur þar nærri. Einnig eigum við félagsmenn alls ekki að leggja blaðinu til efni eða myndir.
Einnig legg ég til að Ferðaklúbburinn 4×4 hætti að leigja sal fyrir félagsfundi af Ferðafélagi Íslands á meðan Páll Ásgeir situr þar í stjórn.
Einnig þurfum við á öflugum mönnum til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri nú, áður en Umhverfisráðherra fellir sinn dóm. Mikil vakning varð vegna aðgerða okkar í Vonarskarði og við þurfum að fylgja því eftir.kveðja
Friðrik R11
29.09.2010 at 20:59 #214872Sælir félagar
Oft hefur verið þörf en nú þarf að taka á því.
Við hér félagar í Ferðaklúbbnum 4×4 á Höfuðborgarsvæðinu þurfum að sameinast um það að fjölmenna með útivistasamtökum lansdins til þess að sýna kraft okkar og mátt um að hafna því að stórum hluta af landinu verði lokað fyrir umferð annara en göngufólks.
Ég tel þetta mestu árás sem átt hefur sér stað á frelsi einstaklings til þess að ferðast um landið okkar.Mætum á Select á laugardagsmogun 2. október 2010 kl 07,30 og keyrum þaðan samna inn að mynni Vonarskarðs þar sem útivístafélög landsins sameinast um að setja niður KROSS ( sem tákn þess að eitthvað okkur kært hverfur okkur sjónum) til minningar um freslið til að skoða eigið land.
ps.
Ljóst er að þetta er ekki ferð fyrir hvaða bíl sem er en allir jeppar komast þessa ferð óháð dekkjastærð.
Menn verða samt að passa að víða á Kvíslarveituvegi hefur vatnsflaumur rofið skarð í hluta vegar, svo þar þarf að passa sig.kveðja
Friðrik Halldórsson
R 11
06.11.2009 at 18:37 #665124Sælir
Hárrétt Rúnar, auðvitað er bíllinn eldri en árgerð 1984 , Snorri getur svarað því betur. Ég átti nefnilega 1985 bíl og átti að vita betur.
Ég get staðfest að bíllinn hjá Snorra var duglegur og í raun á undann sinni samtíð. Enda tók það Toyota alveg til 1989 að átta sig á að markaðurinn vildi meira en ca 80 hö í þessa bíla.
ps. Sá gaml bílinn um daginn í skúmaskoti hjá Fossberg í Dugguvogi. Í minningunni leit hann betur út og yngri dæturnar sem höfðu ekki séð þenna bíl áður trúðu því ekki að ég hefði nokkru sinni ekið þeim bíl
kv
Friðrik
04.11.2009 at 18:52 #665114Sælir
Margt við þennan bíl sem minnir á þenna bíl sem Snorri Ingimarsson félagi okkar átti á árunum ca 1987 til 1989
Þetta var 1986 árgerð ef ég man rétt. Duglegur og skemmtilegur bíll og notaði Snorri hann mikið.[attachment=0:5jr4q6w0]snorri.jpg[/attachment:5jr4q6w0]
26.09.2009 at 17:38 #658890Sælir
Kom Kjalveg frá Kerlingarfjöllum um síðustu helgi og þá var hann mjög góður. Eini leiðinlegi kaflinn var á Bláfellshálsi ca 4 km kafli að Beinakerlingu (leiðinlega miklar holur). Annars var hann bara mjúkur og fínn.
Þetta er örugglega allt breytt núna ef marka má myndir frá Hveravöllum.
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/vef … ir/#teg=sn
kv
Friðrik
08.04.2009 at 23:15 #645472Förum upp í Kerlingarfjöll í fyrramálið. Verðum á tveimur bílum (einn á litlum dekkjum og annar á stórum dekkjum), sá litli á 46". Verðum við Geysi um kl 11,00 og verðum á rás 45. Ef einhver vill verða samferða þá er það velkomið.
– Friðrik og Bjarni blikk
kv Friðrik R11
15.03.2009 at 10:54 #643570Sælir
Fórum nokkrir saman inn í smá vinnuferð í Kerlingarfjöll í gær og til baka sama dag. Færðin var mjög góð, ótrúlega lítill snjór og hvergi fyrirstöður. Mættum félögum úr Skagafjarðadeild á norðuleið sem voru að bruna norður í land, því líklega var Kjalvegur fljótasta leiðin. Það var +2 gráðu hiti þarna í gær en enginn krapi.
Kveðja
Friðrik R11
09.03.2008 at 21:25 #615908Þar sem staðarhaldari í Kerlingarfjöllum umrædda helgi er komin til landsins, þá ætla ég að birta hér í heild sinni hans hlið á máli því sem hér hefur verið til umræðu. Staðarhaldari var Páll Gíslason stjórnarfomaður Fannborgar ehf., sem rekur ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum. Yfirlit þetta var sent í tölvupósti til leiðangursstjóra ferðarinnar fyrr í kvöld.
Póstur hefst:
Sæll Sigvaldi – minnir reyndar að þú hafir kallað þig Svala þegar við heyrðumst síðast.Ég vil með þessu emaili koma nokkrum atriðum á framfæri, atriðum sem ég held að rétt sé að halda til haga varðandi okkar samskipti, en þannig man ég atburðarrásina:
Aðdragandinn:
1 Við ræddum saman eftir hádegi á föstudag, ekki viðvikudag. Þegar þú hringdir þá var ég á leið í Kerlingarfjöll, nánar tiltekið um það bil að detta útúr GSM sambandi við Sandá.
2 Þú spurðir um undirbúning sleðamótsins og hvort allt væri fullt. Ég sagði að mér þætti seint pantað, einkum vegna matarbirgða. En eins og þú væntanlega veist og fram kemur á heimasíðunni okkar, þá var pakkaverð í gangi þessa helgi gisting + matur á laugardagskvöldi á kr 6.000 pr mann. Menn réðu hvort þeir voru eina eða tvær nætur. Þetta kemur allt fram á netinu og þér átti að vera þetta ljóst hefði ég haldið.
3 Þú sagðir síðan samkvæmt mínu minni "við erum 2 – 3, reddar þú okkur ekki?" ég svaraði að ég myndi eflaust geta það, ég væri reyndar með hús sem væri afsíðis og gæti ennþá skotið mönnum þangað inn, þótt seint væri pantað. Húsið heitir La Plata og þar geta 8 manns gist. ég minnist þess ekki að þú hafir nefnt jeppamenn og ef þú hefðir nefnt 4 hjón með barn hefði ég að sjálfsögðu sagt nei á stundinni, það eignlega segir sig sjálft?? Það er ekki það sama að fá 2 – 3 kalla á sleða eða 4 fjölskyldur og ég hefði örugglega ekki sett konur og börn í umrætt hús – það er að mínu mati tæplega konum og börnum bjóðandi undir þessum kringumstæðum.
4 Við ræddum eitthvað meir, ekki ætla ég að tíunda það, ég man ekki eftir að þú segðist koma seint, eflaust hefur þú sagt það, en eftir miðnætti á laugardagskvöldi er nú fjandi seint í góðu veðri og draumafæri??
5 Ég sagði samferðamanni mínum Jóhanni Sigurðssyni frá samtali okkar, næst þegar við stoppuðum. Hann sagði "já – ætlar Svali að koma, hann er hörku sleðamaður.." Þessvegna tel ég mig geta tímasett símtalið og ályktað aftur að þú kæmir á sleða. Fyrir helgina hafði ég fyrir reglu að segja öllum að senda mér tölvupóst með pöntun, svo ég hefði á hreinu hvað sagt var, menn voru svosem miskátir, en ég get sýnt þér tölvupósta frá meirihluta þeirra sem koma, að frátöldum fastagestum, kem ávallt panta hús að ári fyrir brottör. Það var einfaldlega of seint að biðja þig um tölvupóst, þar sem ég var farinn af stað. Það er væntanlega skaðinn, þeas við getum ekki í dag séð svart á hvítu hvað þú baðst um?
6 Hvað átti ég að halda klukkan 23.00 á laugardagskvöldi, ég hafði ekkert heyrt frá þér?? Settu þig í mín spor. Ég átti kanski von á 1 – 3 sleðamönnum, sem Ebba, sem hafði samþykt að sinna starfi staðarhaldara eftir að ég fór að sofa, vissi að hún gat komið fyrir
Mér finnst þetta atvik mjög leiðinlegt og bið afsökunar á því að hafa ekki skilið betur þitt erindi, þá hefði þetta aldrei komið til, en afsökun er væntalega létt í vasa eins og komið er??………..
Svo er það afgreiðslan.
Ebba var beðin um að líta til með hlutunum og hún hafði því fullt umboð staðarhaldara, það sem hún bauð var í mínu nafni og ég held ég hefði ekki boðið neitt annað, enda ekki neitt annað að bjóða en gistingu í á lofti aðalbyggingar, eins og hún gerði eða reyna að hola hluta hópsins í önnur hús, sem þegar voru upphituð.
það að ég kom ekki er auðvitað heldur peysulegt, ég get reynt að afsaka mig, en sleppi því… Verð að lifa við athugasemdir sem þegar eru komnar á netið og bera þann kaleik sem mér er réttur þar. Það er reyndar umhugsunarefni hvað menn missa sig, held ég að sumum muni finnast þegar frá líður.
Hinsvegar er vert að spyrja sig hversvegna þú komst ekki á minn fund. ‘Eg hef séð það sem þú skrifar en…. Skilaboðin sem ég fékk voru að það væru jeppamenn á ferð sem spyrðu um gistingun, en sættu sig ekki við að sofa í salnum.
Kjarni málsins er þessi, ykkur var boðin lausn, hver sem bauð hana, ég eða Ebba. Miðað við umtalið um mig á netinu, þá voruð þið væntanlega bara heppin að þurfa ekki að mæta þessu skelfilega manni? Sem hefði í besta falli boðið ykkur að vera "holað niður" í einu eða fleiri húsum, eða í köldu, röku og óupplýstu husi, sem auðvitað hefði hitnað með tímanum. Og svo bendi ég á að öllum átti að vera ljóst að staðurinn var frá tekinn fyrir sleðamenn, á föstu verði pr mann, 6.000 kr, óháð því hvort gist var eina eða tvær nætur. Hefði ég getað verið með annað verð fyrir ykkur? ´Þetta stóð á netinu og átti þér að vera fullkunnugt um það?
Að lokum:
Ég er svosem ekki viss um að þessir harðorðu menn sem hafa tjáð sig á netinu viti mikið hvað þeir eru að tala um, það verð ég að segja. Það er lærdómsríkt að vera ljóti strákurinn þessa dagana:-) Hvað reka margir þeirra ferðaþjónustu? Eða hefur þú gert það? Ferðaþjónustu sem er afskekkt eins og Kerlingarfjöll.
Veist þú – eða þeir vísu menn sem hafa tjáð sig af tilfinningahita – hve oft við höfum fengið pantanir manna sem svo ekki mættu?? Mér er vorkun held ég, klukkan 23:00 var ég hættur að eiga von á ykkur (1 – 3 sleðamönnum).
Sambandsleysið er bagalegt, það er reyndar mun verra fyrir okkur heldur en þú gerir þér grein fyrir.
Ég írteka afsökunarbeiðni mína og get ekki spólað tímanum til baka en boðið ykkur gistingu án endurgjalds síðar, þú lætur vita ef það er eitthvað sem þú eða þitt fólk hefur áhuga á
Með kveðju
Páll Gíslason
Pósti lýkur:Frá sendanda: Ég get ekki annað en undrast þau stóru orð og skítkast sem fallið hafa hér á þessum þræði (og yfirleitt undir dulnefni). Af skrifum að dæma þá virðist þessi uppákoma hafa verið ein mesta mannraun sem þessi hópur hefur lent í á fjöllum, ef svo er þá eigi þeir margt eftir ólært í fjallaferðamennsku.
Kveðja; Friðrik Halldórsson R-11
06.09.2007 at 21:39 #564036Hér er mynd af bílnum hans Hjálmars sem tekin var í fjögra ferða ferðinni sem farin var 2002.
http://www.pbase.com/fridrikh/image/1424350
Mjög snyrtilegur og vandaður bíll hjá honum og hann hefur bara batnað síðan þessi mynd var tekin.
Kv. friðrik
21.02.2006 at 19:35 #543570komið, gott framtak
Kveðja
Friðrik R11
-
AuthorReplies