Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.01.2015 at 21:00 #77636128.01.2015 at 20:49 #776359
Sælir
Já kallinn er aldeilis farinn að slá um sig.
ég datt nú samt út her:
<span style=“color: #303438; font-family: ‘Open Sans’, serif; font-size: 12px; line-height: 19.2000007629395px; br: #fbfbfb;“>font-family:” style=ont-size: 1200px; liner: #minor-latin;</span>
Kveðja
Friðrik
27.01.2015 at 23:28 #776343Sælir
Nú (þann 27/1) eru 28 aðilar búnnir að skrá sig
Þessir hópar eru skáðir ( eftir tímaröð skráningar á hópstjóra) og núverandi fjöldi í hóp.
Hafliði S. Magnússon – KASSAR – 1
Gunnar I. Arnarsson – JEPP GENGIÐ – 12
Kjartan Björnsson – FJALLAGENGIÐ -5
Friðrik S. Halldórsson – FÚLAGENGIÐ – 2
Baldur Harðarsson – BIRNAN – 2
Árni Braga – DREKAR – 2
Magnús Skóg – BARBIE – 2
Síðan vantar hópstjóra og eða nöfn fyrir tvo.
Alls 28.
Annars gengur undirbúningur bara vel. Eitt helsta vandamál ferðastjórnar er að búa til skemmtilega veðurspá. Annað vandamál er að skíðamót er á Akureyri þessa helgina þannig að erfiðara er að fá gistingu.
Kveðja
Friðrik
ps.
Læt þrjár myndir frá Akureyri fylga, þar af tvær úr keppni hinna mörgu hestafla.
26.01.2015 at 23:31 #776324Sælir
Aldeilis flott myndband.
Flott ferð, veðri eins og best er á kosið og fínir félagar á ferð.
Hlakka til næstu ferðar.
kv
Friðrik
22.01.2015 at 23:26 #776266Sælir félagar
Varð að opna nýjan þráð þar sem fyrri þráður er skárður á Austurlandsdeild og ég hafði ekki aðgang þar.
En
Nú er búið að opna fyrir skráningu í Stórferðina.
Undirbúningur er í góðum gangi
Eftirfarandi hópstjórar eru búnir að skrá sig fyrir sinn hóp
Hafliði S. Magnússon fyrir Kassar
Gunnar Ingi Arnarson fyrir Jepp Gengið
Kjartan Björnsson fyrir Fjallagengið
Friðrik S. Halldórsson fyrir Fúlagengið
Baldur Harðarsson fyrir Birnan
Síðan eru mismargir búnnir að skrá sig í hvern hóp en Jeep Gengið trjónir á toppnum með 6 skráningar.
Endilega látið vita hér ef skráning gengur ílla, en allavega er skráin flott sem við höfum aðgang að gegnum kerfið.
kv
Friðrik
19.01.2015 at 19:37 #776169sælir
Er enginn kominn í skriffæri sem fór í Setrið ?
kv
Friðrik
17.01.2015 at 17:14 #776135sælir
Eru ekki einhverjar fréttir úr ferðinni ?
kv
Friðrik
06.01.2015 at 17:30 #776015Sælir
Þetta er skemmtileg mynd hjá þér Sigurður og verður gaman að sjá þessa bílar á fjöllum. Þá vonandi þurfa þeir ekki að vera að kippa í þig svona afturábak
kv. Friðrik
30.12.2014 at 19:23 #775502Sælir
Svona þræðir finnst mér mjög skemmtilegir og hvet menn til að halda áfram með bæði til upplýsingar fyrir okkur sem komast ekki og hina sem hefðu viljað fara en fóru ekki.
En allavega setti ég saman smá upplýsingar til að botna þennan þráð.
Kom heim til mín aftur kl 07,54 í morgun ( þann 30/12) eða rétt tæpum 24 tímum síðar en ég lagði af stað.
Þetta var sko alvöru krapaferð og ef ég hefði fengið að velja í upphafi ferðar aleinn, þá hefði ég frestað um einn dag. Sjaldan verið í annari eins rigningu. og í raun var sumarveður, hiti og sunnlenskt rok. En þetta var mikið basl og barátta við að komast áfram. Flestir ferðaþjónustubílar sem við hittum og voru á ferð upp í Skálpanes snéru fráen þeir fengu allt fyrir peninginn við Grjótá. Baslið byrjaði reyndar við enda malbiksins á Kjavegi en það var nú bara forsmekkurinn á því sem kom ( mynd 2181+86). Eftir Skálapanes urðum við að búa til okkar eigin för. Oft kom í ljós að dekk 38″ bílanna sem voru með í ferð, voru of stutt, þ.e. þau náðu ekki til jarðar( mynd 2196) . Við þessar aðstæður hefði eina vitið verið að vera á slöngubát með 100 ha mótor og taka þetta með stæl. Við komumst í Kerlingarfjöll um 11,30 þetta kvöld, fengum okkur að borða og fórum að stað aftur um klukkutíma síðar, á tveimur bílum. Annan bílinn þurftum við að skilja eftir með bilaða túrbínu milli Skúta, en áfram héldum við einbíla.
Þegar við komum niður fyrir Skálapnes blöstu við þvílíkir skurðir, eins og hamfarir hefður orðið. Það voru hreinlega sprengigígar, líklega eftir trukkinn hans Herberts og voru sumir hverjir all rosalegir. Ég reyndi við einn, en vegalengdin „barmur í botn“ var ca 2 metrar, sem kom í ljós að var of mikið fyrir minn bíl. Fengum að njóta smá stundar í einum svoleiðis.
Heim komumst við sælir og glaðir.
Kveðja
Friðrik
ps- vonandi sjást myndir en það tekst ekki alltaf hjá mér
28.12.2014 at 20:49 #775408Sælir
Er að fara upp í Kerlingarfjöll á morgun ( og ekki góð spá).
Frétti af mönnum á Kili sem voru að koma úr Setrinu, en veit ekki hverjir það voru.
Veit einhver hvernig snjóalög eru þarna og hvers má vænta ?
kv
Friðrik
23.12.2014 at 23:10 #774954Sælir félagar og vinir
Óska ykkur öllum og fjölskyldum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
kv
Friðrik
30.09.2014 at 23:38 #771917Sælir
Aldeilis flott hjá þér.
Það verður spennandi að sjá þetta halda áfram.
Til hamingju að vera komin í hjólin. Það er góður áfangi að klára.
kv
Friðrik
09.09.2014 at 08:53 #771544Sæl
Aldeilis flott kvöld í gær. Um 20 manns að vinna og mikið gekk á. Klárað að taka niður timburveggi og glerveggi. Byrjað að brjóta niður hlaðnar geymslur. Ein kerra fyllt af timburdóti og rusli sem fer í Sorpu.
Ekkert smá dugnaðarfólk að störfum.
Takk fyrir flott kvöld.
Kv
Friðrik
14.08.2014 at 18:32 #770646Sæl
Ég mæti á laugardegi og sef úti í bíl
Kveðja
Friðrik
17.07.2014 at 23:07 #770053Sælir
Verið er að leggja lokahönd á kostnaðaráætlun sem liggja mun fyrir ekki síðar en á mánudag.
Tilboð um lánveitingar frá fjármálastofnunum liggja fyrir.
Formaður hefur boðað til fundar með stjórn og fasteignakaupanefnd á mánudag eftir vinnu og þar verður tekin endanleg ákvörun um hvor þetta sé allt ásættanlegt.
17.05.2014 at 19:31 #768399Sælir
Vorum að koma í bæinn eftir vel heppnaða ferð. Það komu ekki eins margir í ferðina og áætlað hafði verið en við mættum með fylktu liði og enduðum með lausa bíla. Nokkrir okkar manna fengu því frí. Veður var bara fínt hjá okkur og mikil gleði allra sem komu með. Færið var leiðinlegt. Vorsnjór, frekar vatnsósa með fullt af krapapyttum. Fórum ekki upp á jökul, það hefði tekið allt of langan tíma.
Við vorum að skila af okkur ánægðu fólki eftir góðan dag.
Takk fyrir mig. Þetta var mjög gaman, flottur hópur og gaman að taka þátt með skemmtilegum félögum
Kveðja
Friðrik
26.03.2014 at 22:46 #454610Flott mynd og augljóslega gamall slóði.
Þegar ég sá myndina litla ( áður en ég stækkaði hana) þá hugsaði ég, þetta er Mjóifjöður, fyrir austan.
En þaðan er þessi mynd ekki.
Ótrúlega grænar hlíðar.
Niðurstaða mín að ég veit ekki alveg en kaupi alveg tillögu Harðar í þessu, en ég hef samt ekki séð þenna fjörð frá þessu sjónarhorni.
Maður á alltaf eitthvað eftir
kv
Friðrik
10.03.2014 at 10:33 #453917Sæl
Ég vil þakka öllum þeim sem komu að því að aðstoða mig við að ná bílnum mínum upp úr lækjarfarveginum á laugardaginn. Það var ómetanlegt að finna viljann og hjálpsemina við að klára það verkefni. Það gekk alveg ótrúlega vel að ná bílnum upp og með því að gefa verkefninu góðan tíma þá var hægt að spá og útfæra þetta þannig að ekkert sér á bílnum.
Enn og aftur, takk kærlega fyrir aðstoðina.
Kveðja
Friðrik
04.03.2014 at 22:35 #453645Meðfylgjandi er punktaskráin með nýtti endingu til að hægt sé að setja hana inn hér.
Vinsamlegast taka skránna og vista hana á tövlunni ykkar ( td á desktop).
fara svo í F2 ( rename)
breyta endingu á nafninu úr .txt í .gdb
og þá á að vera hægt að tvíklikka og opna í MapSource eða vista á SD kubb.
04.03.2014 at 22:24 #453642Meðfylgjandi eru handhægar upplýsingar um talstöðvarrásir og tengiliði sem gott er að prenta út of hafa með sér í bílnum
-
AuthorReplies