Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.11.2006 at 23:21 #566722
Nú þarf ég að reyna að koma óskipulögðum hugsunum mínum skipulega fram. Það er nefnilega svo að umræðan hér fær mann til að hugsa um fleiri hluti en bara áætlanir ríkisvaldsins til að skilgreina vegi og hvar má aka og hvar ekki.
Það er vinsælt hér að negla varnagla áður en maður tjáir sig, best að kafreka einn slíkan með því að það sé líklega verið að vinna vel að þessu innan 4×4 og það er ekki skoðun mín að upplýsingar um það hvað er verið að gera séu ekki til staðar það finnst mér koma fram í þessari umræðu, hinsvegar finnst mér stefnuna vanta.
Umræðuvefurinn er fínn til skoðana skipta ég aftur á móti sem nýr félagi skil ekki með nokkru móti hver er hvað hér og hvað eru upplýsingar frá forystu 4×4 og hvað eru skoðanir annarra félagsmanna. Þetta finnst mér skipta máli þegar ég er að reyna að lesa út hver sé stefna 4×4 í þessu máli, hvað fór stjórn með inn á fund hjá ráðuneytinu því í upphafi skal endinn skoða.
Fundargerðir stjórnar. Finnst mér að eigi að vera hægt að nálgast hér á vefnum. Þar ætti að vera hægt að fá yfirsýn yfir stefnu félagsins í ýmsum málum.
Fyrirætlanir ríkisins.
Ég sé ógnun í gerræðislegum vinnubrögðum einstakra sýslumanna en ekki þessu blessaða korti sem eins og margt annað sem mér finnst koma frá LMÍ var hálf dapurt, nú hefur komið í ljós að það er aðeins til viðmiðunar og er það gott og hentar þá flestum almennu ferðafólki sem getur sætt sig við takmarkanir kortsins. Skilgreining á hvað er vegur skiptir hér öllu máli fyrir mig. Ég er því sammála að ekki skuli aka utan vega í þeim skilningi sem ég hef á því hvað er vegur. Ég get auðveldlega ferðast innan þess ramma sem bæði núverandi lög og umhverfisboðorðin gefa. Það getur hinsvegar breyst ef það verður ákveðið að vegur sé fyrirbæri sem verði að vera í umsjón einhvers og hafa skýran tilgang. Það finnst mér svo aftur fyndið, hafa vegir ekki þann tilgang að koma manni frá A til B? Ef svo er þá hafa allir slóðar og vegir tilgang A er þá þar sem þú ert og B er sá staður sem þú villt enda á, einfalt og líklega hægt að skýra þetta út fyrir meira að seigja framsóknarmönnum.09.11.2006 at 21:11 #567436Er þetta ekki UN bíllinn, allavega var hann ekki með fjölventlavélinni sá og það þurfti einhverjar breytingar á vél til að komast í gegnum skoðun vegna mengunar. Ef ekki þá er þetta áhugaverður kostur
28.10.2006 at 15:18 #564808Ég fór á mánudag frábært færi. Frá sleðunum lá slóðin töluvert vestar en ég er vanur að fara en hún var fín, trackið mitt frá í sumar var líklega 200-300 metrum austar og í þessum hefðbunda boga. Ég fór þó bara upp á bungu en færið var gott þar.
25.10.2006 at 23:02 #564632IAMSAR reglurnar eru alþjóðareglur um leit og björgun á sjó og leit að loftförum. Aðeins er um reglur að ræða og hafa ekki nein lög verið brotin. Ég sé ekki hvað álit RNS hefur með hvaða fjarskiptakerfi 4×4 skulu stefna að í framtíðinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur þegar tekið fyrsta skrefið í átt að TETRA með undirskrift samnings við TETRA fyrirtækið. Ég skil ekki hvernig er hægt að bera saman CDMA 450 og TETRA þar sem annað er símkerfi með einhverjum talstöðvarmöguleikum en hitt er talstöðvarkerfi með einhverjum símamöguleikum = epli og appelsínur.
21.09.2006 at 16:27 #560902Ég er LC 90 með VHF og CB. VHF stöðin er framan við gírstangirnar þar var hólf sem ég skar botninn úr og Icom stöðin passaði beint þar í. CB stöðin er þar sem öskubakkinn var. Ég er ekki með micana fasta á stöðvunum nema ég sé að nota þær og þá eru þeir milli stanganna. Ég á ekki mynd af þessu en það væri ekki mál ef einhver hefur áhuga
17.09.2006 at 22:20 #560482Ég held að það sé nauðsynlegt að klúbburinn geri kort sem okkar innlegg inn í umræðuna.
Þetta er ekki fyrsti þráðurinn um svipað efni og líklega ekki sá síðasti en ég er ekki neinu nær um það hvað er utanvega akstur eftir að hafa lesið mig í gegnum það sem skrifað hefur verið. Einhverjum finnst í lagi að aka til hliðar við merktan slóða á Sprengisandi því vegagerðin stendur sig ekki vel í viðhaldi og svo gera aðrir það sama. Ég er ósammála þessu ég legg mig fram við það að aka stikaðan veginn ekki til hliðar við hann. Að vísu er hann stundum verri en er það ekki allt í lagi. Ég bendi þeim jeppamönnum á sem telja sig þurfa að aka við hliðina á merktum slóða að því hann sé svo slæmur að aka þjóðveg númer 1.
Mér finnst að það þurfi ekki að taka það fram að ef ferðir mínar utan vega marka ekki för í landið eða hverfa með næsta flóði, roki eða öðru þá telst það ekki utanvega akstur það verður ekki vandi að rökræða það í réttarsal eða annarstaðar. Skoðanir manna á því hvað er í lagi og hvað ekki eru semsé mjög mismunandi. Það sem við þurfum ef það er ekki til eru siðareglur jeppamannsins góðir siðir ferðamennsku verða listaðar og skora ég nú á stjórn vora að ganga í málið.08.09.2006 at 23:41 #559458Það er hægt að skæla yfir þessu lengi, undarlegt að menn skuli hafa áhyggjur af loftræstingu það má þá opna glugga ef einhver fer að svitna.
Þetta er eðlilegt skref í þróun klúbbsins að mínu mati.
Aftur á móti hefur maður hefur svo margar spurningar varðandi klúbbinn sem tengjast þessu máli, maður er jú ansi grænn ný byrjaður og allt það. Til dæmis hvort starf sem þetta sé styrkt af opinberum aðilum F4x4 er að taka þátt í verkefnum í almanna þágu eins og utanvegaaksturs verkefninu. Hafa menn velt því fyrir sér að fara með starfsemina í annað bæjarfélag þar sem yfirvöld gæru hugsað sér að koma á móts við okkar þarfir varðandi húsnæði, manni hefur oft sýnst nágrannasveitarfélög Rvk standa sig betur í stuðningi við félagsstarf.
Annars fagna ég samstarfi við FBSR, þar fer fram fín starfsemi en munið að Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er skammstöfuð FBSR.05.09.2006 at 22:08 #559408Mér fannst kynningin á fundinum nokkuð og án þess að taka afstöðu til þessa tilboðs þá finnst mér að það eigi að kalla húsnæðisnefndina saman til að skoða þetta mál en það er jú einhver ástæða fyrir því að leiga var ekki ein af niðurstöðum nefndarinnar. Tvær spurningar, var nefndin stjórnskipuð eða skipuð á aðalfundi eða félagsfundi ? Og hvað hefur verið gert við niðurstöður nefndarinnar?
Mér finnst vanta skjalasafn á heimasíðuna þar sem fundargerðir eru settar inn ásamt örðum sjölum. Sem nýr félagi þá er ekki auðvelt að kinna sér málefni nefnda og stjórnar.
18.08.2006 at 15:00 #557988Fín umræða, Varðandi eftirlit lögreglu með utanvega akstri og notkun þyrlu í því þá það líklegt að það eftirlit sé partur af almennu eftirlit með hálendinu ekki bara verið að skoða akstur utan vega. Það er svo annað mál að reglur um það verða að vera skýrar og ég held að það sé verið að taka menn á hæpnum forsendum við utanvega akstur í dag sérstaklega vegna þess, eins og hefur komið hér fram að lítið er til um gögn varðandi slóða. Það finnst mér svo undarlegt að þessi stofnun Landmælingar getir ekki verið með þessi gögn á tæru þær framfarir sem hafa orðið í kortamálum undanfarin ár koma frá einkafyrirtækjum til hvers þá að vera með svona stofnun.
Varðandi þessa fínu línu þá er ég ekki að skilja, í hvaða tilfellum er það leyfilegt að skilja eftir sig sár í landinu, utanvega akstur þarf ekki að skemma landið ef rétt er að farið og við ákveðnar aðstæður en ég fatta ekki í hvaða tilfellum það er í lagi, kannski að menn skýri það aðeins betur.
17.08.2006 at 15:29 #557976Ég er ekki viss um að utanvega akstur hafi aukist í réttu hlutfalli við aukna jeppa og mótorhjóla eign sem er orðin gríðarleg, það er jú misjafn sauður í mörgu fé og því hefur þessi umræða farið af stað. Aðalega sér maður skemmdir í nágreni við byggð og er Úlfarsfellið gott dæmi um það ásamt ýmsum svæðum á Reykjanesfólksvangi, svo á fjölfarnari fjallvegum. Það sem fer mest í taugarnar á minni smásál er þegar ekið er til hliðar við slóða eða veg. Þetta var slæmt að mér fannst á Skagafjarðarleið á Sprengisandi, frá Fjórðungsvatni að Laugafelli, og hélt áfram niður að brúnum Eyjafjarðar. Smásál mín tekur líka kipp þegar slóðar eru gerðir í framhjá smápollum eða öðrum hindrunum eins og algengt er á Kili. Líklegast eru þetta aðalega vandamál á þessum fjölfarnari slóðum/fjallvegum og nærri byggð eins og ég skrifaði hér að ofan. Varðandi uppbyggingu Kjalvegar þá er það nú svo að sá vegur er tapaður ef svo má segja þarna fara venjulegir fólksbílar um eins og ekkert sé og líklega ekki aftur snúið.
13.08.2006 at 21:07 #557704Ég hef ekki verið hrifin af Glopalstar vegna þess að þeir hafa ekki virkað sem skildi norðan heiða og í djúpum dölum, það er þó verið að bæta það kerfi skilst mér sem gerir það hentugt. En í Glopalstar er hægt að setja símakort og hann fer yfir á GSM ef hann nær því. Ég hef notað Iridium og reynst nokkuð vel það fer þó í taugarnar á mér að talið hljómar bjagað og eins og viðmælandinn sé drukkinn. Ég efast um að Iridium sé að fara á hausinn frekar en Glopalstar þetta eru fyrirtæki með gríðarlega stóra viðskiptavini en Bandaríkjaher notar mikið Iridium. Tetra hef ég notað við mína vinnu og það er frábært kerfi og ekki flókið í notkun og vonandi landsdekkun í sjónmáli. Ekki má gleyma þeim mörgu möguleikum sem eru í TETRA eins og gagnasendingar og möguleiki á því að staðsetning fari til viðbragðsaðila þegar ýtt er á neyðarhnapp.
26.07.2006 at 22:08 #556830Er Safalinn ekki með þetta?
04.07.2006 at 23:16 #554044Líklegast eru ekki allir bílarnir sem eru í hálendisverkefni Slysavarnafélagsins Landbjargar með 4×4 rásirnar einhverjar rásir eru sameiginlegar og það er ekki víst að menn séu með þær. Besta leiðin til að ná í björgunarsveit er í gegnum 112 hvort sem um leit björgun eða aðstoð björgunarsveita er þörf. Varðandi þá umræðu sem hefur orðið hér á þessum vef um fjarskiptatæki til að senda frá sér neyðar eða aðstoðarbeiðni þá hefur það komið fram og ég tek undir það að gervihnattasími er besta lausnin í dag. Nokkrir gallar á þeim helst þá að maður hljómar alltaf eins og drukkinn, hljóðið er frekar bjagað
Varðandi verkefnið sjálft þá snýst það um að 4 bílar frá björgunarsveitum verða á ferðinni á Sprengisandleið, Kili, Fjallabaki og norðan Vatnajökuls í allt sumar. Sveitirnar skipta þessu á milli sín og þetta er að sjálfsögðu gert í sjálfboðastarfi. Við þetta tækifæri er verið að prófa nýtt ferilvöktunarkerfi sem byggir á því sem heitir Sjópóstur og er þjónusta sem veitt er skipum og snýst um að skip geta sent og tekið við tölvupósti skoðað ákveðin gögn á netinu ásamt því að ferilvöktun er á þeim. Við snúum þessu á landið og erum með hugbúnað sem tekur meðal annars inn gögn frá GPS og sendir í gegnum GSM, NMT, TETRA eða gervihnattasíma allt eftir því hvað er mögulegt eða ódýrast. Einnig er hægt að fá verkefni frá stjórnstöð og skrifa inn atburði. Eins og staðan er í dag er þetta sýnt í gegnum Ozi en verður vonandi opið öllum í gegnum heimasíðuna hjá okkur í nánustu framtíð.
-
AuthorReplies