Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2007 at 22:43 #599488
Það er ekkert í þessum lögum nema að þau vísa i gjaldskránna, þar stendur að leyfishafi stöðvarinnar skuli borga. Er búið að vísa þessu til þessarar úrskurðanefndar sem talað er um í lögunum eða eru menn kannski sáttir við þetta fyrirkomulag, aðeins ósáttir við gögnin frá P&FS
09.10.2007 at 21:23 #599482Getur einhver bent mér á þá lagagrein eða reglur sem P&FS er að styðjast við í þessum gjörningi. Ég er ekki að sjá annað en í gjaldskránni sé talað um að skráðir eigendur leyfisbréfa radíóstöðva á landi skuli greiða samkvæmt gjaldskrá á gjalddaga f4x4 er ekki skráður leyfishafi þessara 1064 leyfa. Ef það er verið að brjóta á f4x4 þá þarf að skoða það.
Líklega er búið að ræða þetta annarstaðar en samt ef menn eru með þetta í kollinum væri gaman að kynna sér þetta frekar.
07.10.2007 at 18:21 #598594Til að svara spurningu Ofsa. Fjarskiptaráð björgunarsveitanna hefur með fjarskiptamál bjsv að gera, ég veit ekki til þess að það sé búið að taka ákvörðun um annað en VHF verði áfram fjarskiptakerfi björgunarsveitanna. Sumarið var mikið notað í prófanir á TETRA það reyndist vel það var reyndar veriða að setja upp senda í allt sumar og er en verið. Svo eru það þessir 50 sendar sem eftir eru og á að nota til að stoppa upp í göt. Ég held að TETRA hafi komið öllum á óvart í sumar með það hvað landið er nú þegar orðið vel dekkað. Varðandi símafídusinn þá veit ég að björgunarsveitum hefur verið uppálagt að nota hann ekki vegna þess að það tekur mikið pláss á sendunum. Mikið hefur verið sett af IRIDIUM símum í björgunarsveitarbíla undanfarin misseri og þó nokkuð er um að menn séu að sleppa VHF stöðinni aðrir eru að taka VHF módulinn í Cleartón stöðvarnar og keta því bæði svissað yfir í VHF eða TETRA og gáttað. Ég sé að það geti verið vandamál að vera ekki notandi með forgang í kerfinu, ef tveir aðilar eru að hringja út úr kerfinu þá ná TETRA stöðvar sem ekki eru með forgang ekki neinu sambandi ef ég skil rétt, og geta ekki slitið þessum símtölum, viðbragðsaðilar aftur á móti geta mundu slíta þessum símtölum með því að lykla inn.
06.10.2007 at 22:47 #598558Ég er alveg ósammála því að neyðarfjarskipti ferðafólks standi og falli með ferilvöktun. Ég er þó á því að gert hafi verið vel með samningi um TETRA burt sé frá því hver framtíðin verður.
Án þess að beina umræðunni frá TETRA þá held ég að ef menn vildu tryggja að geta alltaf kallað eftir hjálp þá mundi ég mæla með PLB sendi sem sendir bæði á 406 mhz og 121.5 eða einhverju álíka. Ég var búin að heyra það að tilraunir í USA sýndu að 121.5 sendingin nái upp úr sprungum meðal annars og það eru til miðunartæki hér til að miða út þessar sendingar. Móttaka byggist á COSPAS SARSAT kerfinu. Tveir vankantar eru á þessu:
A) almenningur má ekki kaupa sér þessi tæki
B) Það á eftir að prófa viðbragðstímann hér.
Slysavarnafélagið Landsbjörg mun fljótlega bjóða upp á þá þjónustu að fá þessa senda leigða.
04.10.2007 at 23:21 #598518Málið er Tryggvi að það verður ekki auðvelt fyrir þig sem notanda að bregðast fljótt við ef þú verður var við misnotkun á kerfinu, ég veit ekki til þess að f4x4 hafi fengið aðgang að elítu til að stjórna kerfinu,annars er hægt að nótera hjá sér hver er að misnota kerfið því það verður fyrir allra augum þar sem númer þess sem er að tala kemur upp á öllum stöðvum sem eru að hlusta. En svo þarf það væntanlega að fara í einhvern feril. Annars var þetta dæmi sett upp sem spaug og sýnir kost TETRA fremur en annað.
04.10.2007 at 22:56 #598514Ég hef prófað CDMA 450, þar eru fín gæði, símarnir eru eins og GSM, erf notkunin verður á svipuðu verði þá verður óþarfi að vera með tvennskonar síma nóg að vera með CDMA 450, gagnaflutningsgetan er kostur en ekki nauðsynleg reyndar skrítið að geta verið á hálendinu í allþokkalegu netsambandi. Ég hef alltaf sagt að TETRA sé frábært talstöðvarkerfi en lélegt símkerfi, öfugt við CDMA sem er frábært símkerfi en lélegt talstöðvarkerfi. Sem fjarskiptakerfi fyrir viðbragðsaðila, veitustofnanir verður TETRA það sem verður notað í framtíðinni og er orðið ráðandi þegar í dag með frábæru framtaki Neyðarlínumanna og Sérstaklega Þórhalls sem hefur barist fyrir því að koma þessu á laggirnar. Kostirnir eru mjög margir, Bílstöð sem nær í sendi getur verið endurvarpi fyrir handstöðvar sem ekki ná í endurvarpa svo eitthvað sé nefnt. Auðveldara verður fyrir viðbragðsaðila að tala saman og miðlæg stjórnun kerfisins kemur í veg fyrir misnotkun. Ég skil á vissan hátt innkomu almennings í þetta kerfi á forsendum öryggis en satt best að segja þá sér maður að kerfið er ekki byggt fyrir þess háttar notkun stöðvarnar eru þess eðlis að þær eru greinilega ekki ætlaðar fyrir notkun almennings. Ný getur einhver leiðrétt mig en stutt leit mín á netinu gaf mér ekki nein dæmi um notkun almennings á TETRA.
Menn hafa talað mikið um misnotkun á VHF kerfi f4x4 menn eru að gjamma allan daginn á sumum rásum, jafnvel heilu kaflarnir þuldir upp úr Njálu af leiðsögumönnum á Njálu slóð, kostirnir við TETRA er að nú fá ekki bara þeir sem eru á dreifingarsvæði VHF endurvarpans að njóta heldur félagar f4x4 um allt land?, reyndar getur verið að þessum kosti hafi verið kastað fyrir bí ef einhver hefur ákveðið að vera með marga talhópa fyrir f4x4 auk þess er auðvelt að sjá í TETRA hver er að gjamma þar sem númer stöðvarinnar birtist á skjánum hjá þeim sem eru í sama talhóp.
Mín niðurstaða er semsé:
Fyrir almennan jeppamann VHF milli bíla,CDMA í staðin fyrir NMT
Fyrir viðbragðsaðila TETRA,CDMA VHF þangað til CDMA kemur.
Stjórn f4x4 hefur tekið ábyrga afstöðu í öryggismálum jeppamanna með því að gera þennan samning þar sem ég veit ekki til þess að annað verði í boði næstu ár. Rekstraraðilar CDMA ættu að vera duglegri við að kynna sín plön, aðilum eins og f4x4. Ég fer þó ekki ofan af því að TETRA hentar ekki fyrir almenning, og mun ekki ná almennri útbreiðslu meðal almennra jeppamanna, þegar og ef CDMA kemur á markaðinn verður það ódýrara, auðvelara í notkun og mun verða í fleiri bílum félagsmanna f4x4.
02.10.2007 at 23:06 #598466Mér finnst menn lýta frekar þröngt á það hverjir eru félagsmenn í 4×4. Það er gríðarlega mikil þekking í þessum félagsskap og hér eru vönustu jeppaferðamenn landsins saman komnir en einnig óvönustu jeppamennirnir og allt þar á milli. Hvernig á neyðarvörður að sjá hverjir eru vanir og hverjir eru það ekki ? Hvernig á hanna að sjá að þessi hópur getur farið inn á hættusvæði sprungins jökuls en aðrir ekki? Flestir mundu fara, vanir af því að þeir vita hvernig á að bregðast við, óvanir af því að þeir hafa ekki þekkinguna til að sjá að verkefnið er þeim ofviða. Ég viðurkenni þó fúslega að tótastuðullinn er hár, stöðvarnar temmilega flóknar til að það sé gaman að gramsa í þeim.
Eins spurning í viðbót svo skal ég ekki skipta mér af þessu meira, Er neyðarhnappurinn virkur ? Ef svo þá er gríðarlega mikilvægt að menn fái góða kynningu á því áður en stöðin er tekin í notkun hvar hann er og hvað hann gerir.
02.10.2007 at 21:49 #598454Á jákvæðari nótum þá virðist þessi dokka fyrir handstöðina vera góð lausn og þeir sem eru með handstöðvar eiga að skoða þær vel, þarna gerir þú stöðina þína handfrjálsa, það fylgir hnappur til að lykla inn og míkrafónn sem hægt er að koma á góðan stað, þetta gerir stöðina handfrjálsa. Dokkurnar eru reyndar ekki komnar í sölu og þeir hjá Hátækni vissu ekki hvenær það yrði eða hvað hún mundi kosta.
02.10.2007 at 21:42 #598452Ég skil ekki þetta með ferilvöktunina, hverjir eru hagsmunirnir í því að ferilvakta bíla félagsmanna ? Finnst mönnum það bara allt í lagi að það sé hægt að sjá, geyma og gramsa í gögnum úr bílunum. Hvað segir persónuvernd við því ? Er þetta val hvers og eins? Ef ég fæ mér stöð sem félagsmaður í dag, hætti svo á næsta ári verður þá slökkt á stöðinni (sem er hægt að gera frá 112)
Ég held að áhugi manna á ferilvöktun sé sprottin af því að vilja koma til hjálpar ef á þarf að halda, gott og vel göfugt markmið en þessu fylgir mikil ábyrgð og þetta er vandmeðfarið, ef menn gefa sig út fyrir þess háttar þjónustu þurfa menn að vera búnir undir það að koma til aðstoðar, ákveðin þekking þarf að vera til staðar hvar seta menn mörkin ? Ef félaga f4x4 er snúið á slysstað eða jafnvel bara til að draga upp bíl hann skemmir bílinn sinn í aðgerðunum, borgar þá Neyðarlínan ? Er verið að vinna í umboði hennar ? Ef við erum að keyra með fjölskyldu ykkar á þjóðveginum það verður alvarlegt slys, þú ert er nærri þó þú kemur ekki að slysinu verður kallað í félaga til að koma til aðstoðar? Þetta eru siðferðilegar spurningar sem maður á erfitt með að svara.
Nú ber að taka það fram að ég er björgunarsveitarmaður en ég lít ekki á þetta sem ógnun við starf björgunarsveita, nema síður sé, hinsvegar þá finnst mér þessi ferilvöktunar áformin kjánaleg ég skil ekki hver í einkaferð vill láta fylgjast með ferðum sínum upp á vegg í Skógarhlíðinni. Ef neyð eða slys er á hálendinu þá er það 112 sjálfsagt mál að kalla upp á uppkallsrás f4x4 hvort einhverjir séu nærri slysstað.
11.09.2007 at 23:11 #596470Ég held að kortið sé ekki fært í stílinn sem slíkt en þetta er reiknuð útbeiðsla ekki raunveruleg.
Annars er ég er búin að vera með handstöð í sumar og mjög ánægður með útbreiðslu kerfisins. Allt tal er kristaltært ef þú ert á annað borð inni í kerfinu. Mikill munur er þó á handstöð og bílstöð Bílstöðin er inni tildæmis allan Sprengisand og mest alla Gæsavatnaleið en Handstöðin datt út og inn. Fjallabak er ekki vel dekkað eins og er en vonandi verða bætur á því. Vel á annað hundrað stöðva eru komnar í eigu björgunarsveita og veit ég ekki betur en allri séu ánægði með kerfið. Stöðvarnar eru frekar flóknar í notkun, allavega miðað við VHF stöðvar.
Opnun kerfisins fyrir almenning.
Nú þegar það er verið að opna kerfið meira fyrir almenningi þá verður fróðlegt að sjá hvað kerfið ræður við, hver sendir er með fjórar rásir sem takmarkar allavega fleiri en tvö símtöl á hverjum sendi á sama tíma. Öryggi ferðamanna er gríðarlega mikilvægur þáttur en ef (sem ég er ekki viss um) kerfið rýrni sem fjarskiptakerfi biðbragðsaðila þá er ég mótfallinn opnun kerfisins fyrir almennin og þá finnst mér að þurfi að finna aðra lausn fyrir ferðafólk.Neyðarhnappurinn
Á þessum stöðvum sem ég hef séð er neyðarhnappur sem er als ekki nógu vel skilgreindur sem slíkur þegar litið er á stöðina, en þegar stutt er á hnappinn þá opnast samband við 112 og stöðin blokkar talhópinn þangað til það er slökkt á henni(ef ég man rétt). Ótrúlega margir ýta á hnappinn þegar þeir eru að reina að kveikja á stöðinni. Sem öryggistæki fyrir notendur eru þessir hnappar samt snild, en uppbygging stöðvanna segir mér samt að þær séu ekki hugsaðar fyrir almenning.Ferilvöktun
Varðandi ferilvöktunina þá finnst mér fásinna að gera hana virka í stöðvum fyrir almenning, til hvers mundu almennir notendur vilja láta 112 eða lögreglu eða einhverja aðra fylgjast með ferðum sínum eða almennt láta ferla ökutækis vera geymda í miðlægum grunni. En hvað sem þessum hugleiðingum líður þá verður að gefa þeim hjá Neyðarlínunni, Neyðarfjarskiptum eða TETRA fjarskiptum eða hvað þetta nú heitir gríðarlegt hrós fyrir þessa frábæru uppbyggingu sem hefur átt sér stað og fyrir okkur í björgunarsveitunum er þýðir þetta stórt stökk fram á við í fjarskiptum og ekki síður í stjórnun leitar og björgunaraðgerða.Nú er þessi pistill svolítið skitsó, ég er nefnilega á báðum áttum um ágæti þess að opna kerfið fyrir almenningi, á aðra höndina er þetta frábært öryggistæki, á hina þá er ég ekki viss um að kerfið sé hannað sem öryggistæki fyrir almenning og muni líða fyrir það.
27.08.2007 at 22:50 #595502Ég ákvað að fá mér svona fyrir sumarið því við nennum ekki að dröslast með fellihýsi eða tjaldvagn, þessu fylgir ákveðin útilegufílingur sem maður missir þegar maður ferðast með vagna. Ég er með þetta á 38 tommu LC 90 og þetta er snild, við erum búin að aka 2000 km á hálendinu með þetta á toppnum og ekki nein vandamál. Við erum reyndar með eldhús tjald með okkur sem við tjöldum ef á þarf að halda. Rok er ekki vandamál smá veltingur en venst strax. Þetta fæst í Útileigumanninum það var ekki mikið ódýrara að flytja þetta inn sjálfur, eitthvað þó. Ég þurfti að fá mér anna stiga þar sem sá sem fylgir með nær ekki þegar maður er á 38 tommu, ég fékk mér bara venjulegan málingastiga í BYKO og sagaði af honum hann passar fínt og er traustari en þessi orginal. Það eru til þrjár stærðir af þessum tjöldum við erum þrjú í medium, við hjónin og þriggja ára barn, ég er ekki sá minnsti en þetta er samt nógu stórt ég held að stærsta tjaldið færi ekki vel á venjulegum bílum. Þetta vegur ekki mikið ég man þó ekki töluna til að fara með hanna. Það eina sem ég hef út á tjaldið sem ég á að setja er það að það er of þétt og öndunin er ekki góð. Það þarf að hafa lofta út með því að hafa annan hvorn innganginn opin að einhverju leiti og það er ekki mögulegt alltaf hægt í slæmum veðrum þá er betra að geta verið með einhverja túðu. Ég skal reina að setja myndir í albúmið mitt og link sjáum hvernig til text. [url=http://http://farm2.static.flickr.com/1402/842126632_968a3655a8.jpg?v=0:3uubuo0s][b:3uubuo0s]Þaktjald[/b:3uubuo0s][/url:3uubuo0s]
17.06.2007 at 20:26 #592478Í bíl sem ég hef prófað þar var þetta um 1 mín eftir álagi. Minnst 40 sek.
17.06.2007 at 20:23 #592574Verðum öll komin í TETRA áður en árið er á enda. Annars er ekki sjaldan sem maður heyrir í 4×4 rásunum þar sem leiðsögumenn eru að lýsa því sem fyrir augu ber, sem væri fínnt ef maður væri á sömu slóðum 😉 Ég sá að Hátækni var með tilboð á TETRA stöðvum og veit ekki betur en útbreiðslan sé þegar komin í skottið á útbreiðslu f4x4 VHF kerfisins. Allur kjölur dekkaður, allavega vel norður í símasamband og Sprengisandur líka.
14.03.2007 at 00:14 #584398Ég er sammála mörgu að því sem hér hefur komið fram en get ekki verið sáttur við allt sem kom fram í Morgunblaðinu í morgun þó það hafi komið frá formanni vorum sem er að standa sig mjög vel. Mér vinnst að 4×4 eigi að standa fyrir ábyrgri ferðamennsku hvort sem það þýðir að skaða ekki náttúruna með utanvega akstri í viðkvæmu landi eða fara ekki til fjalla þegar hætta er á að þekking og búnaður viðkomandi ráða ekki við aðstæður. Í umræðu um þetta mál eigum við að koma fram og segja að ferðafólk á að taka mark á viðvörunum veðurstofu og haga ferðum eftir eigin þekkingu og búnaði, og ekki síst leita sér þekkingar. Þar eigum við aftur að koma inn með fræðslu til almennings. Mér fannst innihald fréttarinnar ATH þetta var frétt ekki pistill vera að 4×4 telur að veðurfréttir standist sjaldnast og því þarf ekki að fara eftir viðvörunum veðurstofu. Hvaða skilaboð eru það. Við erum að tala um frétt í mogganum ekki Setrinu. Þetta les almenningur ekki jeppamenn með áralanga reynslu af fjallaferðum. Annars er ég að berja höfðinu við steininn miðað við skoðanir manna á þessu tiltekna efni hér á vefnum
Varðandi ferðahóp á Langjökli þá var það nú þannig að ég best veit að eftirgrennslan hófst vegna þessa að ættingi bað um það og upplýsingar eins og símanúmer hjá hópnum og ferðaplan lá ekki fyrir, það eina sem hægt var að gera var að hefja eftirgrennslan sem þýðir ekki bara að senda hóp líklegar leiðir heldur einnig að hefja rannsókarvinnu til að ná sambandi við hópinn og staðfesta að allt sé í lagi. Ég held að það hafi orðið raunin um leið og sambandi var komið á fór það tæki sem sent var til aðsoðar hópnum að sinna öðru sem var leit að vélsleðahópnum. Ég held að hópurinn hafi verið með þann búnað sem þurfti en upplýsingar um það eru ekki alltaf til staðar hjá ættingjum (veit konan þín,eða maður hvað þú ert með í bílnum þínum?) þess vegna eru sveitir kallaðar til og lítið annað hægt aðgera en að fara af stað með einhverjar aðgerðir, hvort það er að kalla beint út sveit eða fara í rannsóknarvinnu sem meðal annars getur verið að fara hér á vefinn og sjá hvort hópurinn sé á vegum 4×4 eða einhver á þessum slóðum sem getur veitt upplýsingar.
Það sem vantar oft og gæti sparað fyrirhöfn er að það liggi fyrir ferðaáætlun og upplýsingar um búnað og fjarskipti, Þetta þarf að vera til hjá ættingjum og ekki bara einum heldur öllum. Dæmi er um það að kona hringi í lögreglu og biðji um leit maðurinn fór í dagstúr með félaga sínum en hún veit ekki hvað hann heitir eða á hvernig bíl hann er á hvað þá síma í bílnum eða hvaða aðrir bílar voru með. Hvað á löggan að gera ? hún fer að skoða málið en kallar jafnframt út björgunarsveit.
Tillaga. Af hverju er ekki hér á þessum vef leiðandi eyðublað sem hægt er að fylla út og vista með upplýsingum um einstaka ferðir skipulagðar sem óskipulagðar, þar sem kemur meðal annar fram fyrirhugðuð leið, upplýsingar um kontakta og síma jafnvel búnað hópsins. Þetta mundi allavega nýtast þeim sem eru að vinna að leit og björgun og yrði að sjálfsögðu án allrar ábyrgðar 4×4.
Kveðja
Friðfinnur Fr Guðm
13.03.2007 at 10:37 #584358Nú er ég tilbúin til þess að leggja orð í belg þar sem þetta er lokuð umræða. Ég verð að taka undir með Árna mér finnst orð þín Benni ansi stór sérstaklega varðandi veðurspár, það er eitt hvað veðurspár segja þér sem reyndum jeppamanni en að láta það frá sér á opinberum vettvangi að veðurspár standist nú sjaldan er óábyrgt. Einnig finnst mér óábyrgt að gefa það út að þú mundir frekar kalla til þína félaga ef þú værir í vanda frekar en björgunarsveit. Ég skil að það sé það sem þú mundir gera ef þú værir fastur eða eitthvað álíka en líklega ekki ef einhver væri slasaður. Svo skil ég ekki hvar það passar inn í umræðuna að einhverjir jeppar séu öflugir en aðrir, frekar ber að hafa í huga að ekki neitt einasta verkefni sem björgunarsveitir hafa tekið að sé er óleyst vegna þess að við komumst ekki á leiðarenda. Það er ekkert sem í þessari umræðu sem gefur tilefni til þess að bera saman björgunarsveita bíla almennt og jeppa í almannaeign. Það getur ekki veið annað en stefna þessa klúbbs að félagsmenn sem aðrir eigi að stunda ábyrga ferðamennsku, hlusta og fara eftir veðurspám og annað í þeim dúr. Ég veit að björgunarsveitirnar erfa það ekki við nokkurn mann að hafa verið kallaðar út til aðstoðar en við værum ekki að standa okkur sem Slysavarnafélag ef við kæmum ekki fram eftir aðgerðir sem þessar með varnaðarorð til ferðafólks fólk hefur jú orðið úti á fjöllum.
Þær aðstoðir sem voru framkvæmdar um helgina eru eðlileg afleiðing ferðalaga á fjöllum og meðan um leit og björgun er að stefna björgunarsveitanna að ferðafólk borgi ekki fyrir þær aðgerðir og hugmyndir þess efnis kom ekki þaðan.
Friðfinnur Fr Guðmundsson
Félagi í 4×4 og í Landsstjórn björgunarsveita.
12.02.2007 at 20:40 #199665Þarf maður að eiga eitthvað við stillingar í olíuverki, túrbínu eða öðru þegar intercooler er settur í LC 90
05.02.2007 at 18:36 #579198Kemur þessi fáránlega flotta farartæki upp [img:kxazi2kx]http://www.cwwcardesign.com/cars/pics/jeep_rescue.jpg[/img:kxazi2kx]
05.02.2007 at 18:20 #579194Ég sé ekki annað en þetta séu fínir kostir í markað sem vantar tilfinnanlega meira úrval. En hvaða kassi er þetta undir Rescue trukknum farþega megin sýnist mér, þessi með viftunni.
05.01.2007 at 00:20 #573730Gríðarlegt magn af þráðum sem ég fór í gegnum, fann þar nokkra sem millikæla og mun ath hvort þeir séu en að en hverjir er bestir til að láta setja þetta í og fikta í tölvunni sem mér skilst að þurfi
04.01.2007 at 23:11 #199290Hvar er hagstæðast að fá sér millikælir í LC 90? Þarf að eiga eitthvað við túrbínuna eða olíuverkið þegar þetta er sett í?
-
AuthorReplies