Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.01.2010 at 20:39 #678682
Þetta er annars frábært skráningarkerfi, alveg magnað.
24.01.2010 at 21:59 #678668Jú Jói ég held að þú þurfir að vera félagi. Skoðaðu þetta
[url:bv4jtmwp]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=98&Itemid=104[/url:bv4jtmwp]
24.01.2010 at 13:25 #678644Ingi þú átt að vara komin með póst,endilega skoðaðu hann,
23.01.2010 at 20:47 #678636Óska hér með eftir ferðafélögum í ferðina "í hjólför aldamótanna" Viðkomandi ferðafélagar þurfa að vera vinalausir jeppamenn eins og undirritaður en þó ekki vegna þess að þeir eru búinir að berja af sér alla vini vegna leiðinda.
Í góðum anda og von um að eiga meiri möguleika á að fá ferðafélaga þá skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé á Patról Toyotu eða öðrum tegundum.
Áhugasamir geta sent mér póst á fridfinnur@landsbjorg.is eða einkaskilaboð hér í gegnum vefin.
23.01.2010 at 17:40 #678628Ferðin hljómar vel og leiðin er skemmtileg og getur verið krefjandi. Mér sýnist þó að skráningarreglurnar geri það að verkum að í þessa ferð raðast lokaðir ferðahópar, aðrir sem ekki tengjast slíkum hópum eiga ekki möguleika á að fara með.
01.11.2009 at 23:06 #664656[quote="steinn kari":7ujyyxv9]Veistu hvað handstöðin þín er mörg wött..?
Hvaða tegund af stöð ertu með.?
Takk innilega
kv
Steini[/quote:7ujyyxv9]Ég er með Motorola MTP 850,veit ekki hvað hún er er í sendistyrk.
01.11.2009 at 22:31 #664650Sæll, ég er með handstöð og er mjög ánægður með hana, hefði þó viljað setja hana í vöggu og á stærra loftnet. Útbeiðslan er orðin ótrúleg á þessu kerfi án þess að geta staðfest hvort það náist á flestum stöðum á fjöllum get ég allavega sagt að það hefur náðst samband á flestum stöðum þar sem ég hef prófað á mínum ferðum í sumar. Fyrir tveimur árum þá tók maður sérstaklega eftir því þegar stöðin datt inn en í dag þá er maður undrandi ef maður sér hana ekki í sambandi það er afar sjaldgæft. Ég veit að þetta kort er reiknað en gefur einhverja hugmynd.
http://www.112.is/media/tetra/Tetra_dekkun_juni09.jpg
14.06.2009 at 12:42 #649182Frábært framtak, ég veit af eigin raun að svona vinna getur tekið tíma og kostað mikla peninga.
Nokkur atriði mundi ég vilja að benda á ef það hjálpar.1. Ég mundi vilja fá meiri upplýsingar um notendur þegar ég ýti á notendanafnið í spjallinu.
2. Leturgerðir á síðunni eru of margar að mínu mati og leturstærðir eru margar.
3. Spássíðan hægra meigin mætti halda sér þegar farið er inni í spjallþráð, til að auðlelda manni að fylgjast með virkustu þráðunum án þess að þurfa að fara til baka á browsernum.
3. Auglýsingar virðast ekki passa eru of litlar.´
4. Mætti endurnýja myndirnar í hausnum og láta myndirnar feida alveg til hliðanna.
5. Líklegast er það ekki auðvelt en að hafa tvær leitir finnst mér ekki gott.Endurtek að þetta er gott framtak og þeir sem hafa unnið í þessu eiga heiður skilið.
02.06.2009 at 14:11 #648382Ég sá svona tjald á síðu Seglagerðarinnar um dagin
[url=http://www.seglagerdin.is/nseglagerdin/is/tjaldvagnaland/fortjold_a/bila/:3ikvgsh7][b:3ikvgsh7]Seglagerðin[/b:3ikvgsh7][/url:3ikvgsh7]
15.05.2009 at 21:38 #647702Seldu þær frekar,það er allavega einn að leita
15.05.2009 at 21:11 #647698Ég versla nú við allar,allt eftir þvi hvað ég er að kaupa.
Það er ekki neinn að nota legghlífar lengur hélt ég. En annars skiptir ekki máli hvaðan þær koma ég mundi þó hafa eftirfarandi í huga, ekki kaupa Goretex nema að þú ætlir að nota þær við göngu, það er óþarfi í jeppamennskuna. Fáðu þér legghlífar sem eru með vír undir sólann.
13.05.2009 at 12:28 #645580Hvaða þvælingur er á þér, á að fara langt eða Bara upp í Jökulheima ?
08.05.2009 at 15:41 #647302Ertu búin að prufa N1, þeir eru allavega með 38"
01.07.2008 at 00:27 #625192Öryggi mun aukast sannarlega og ég er ekki að gera lítið úr því alls,alls ekki en er ekki rómantíkin að fara úr ferðalögum um hálendið ef það eru sendar upp á öllum þúfum. Auðvitað er hægt að slökkva á símanum en það er líka hægt hér upp á Hólmseiði það er samt ekki það sama. Einangrunin verður ekki eins mikil ég fann það um daginn þegar ég var að veiða upp á Arnarvatnsheiði og stóð út í vatni í logni og fallegu veðri þegar það heyrist frá landi í GSM síma, nett þreytandi og eftir það þá fannst mér eins og eitthvað hafi breyst við staðinn þetta var ekki alveg eins spennandi. Þetta verður svona eins og þegar byrjað var að senda út sjónvarpsefni alla daga vikunnar maður mun sakna þess að hafa ekki einn sjónvarpslausan dag en auðvitað getur maður slökkt.
Varðandi NMT sendin á Slórfelli þá er það slæmt að ekki skuli vera hægt að halda honum úti frétti að varahlutaskortur væri málið en sel það ekki dýrar en ég keypti það. Ég veit ekki betur en það sé komið TETRA samband á þessu svæði og búið sé að gera ráðstafanir með að setja þann búnað í skálanna á svæðinu, Það hjálpar kannski ekki mörgum ferðamanninum sem líklegast er ekki með TETRA en það eru kannski fæstir með NMT, allavega ekki þeir sem mundu líklegast þurfa á aðstoð að halda. Ég held líka að það sé verið að gera ráðstafanir með að setja neyðarstöðvar í þessa skála fyrir næsta vetur.
Mikið er ég sammála því að birtingar reiknaðra útbreiðslukorta séu vafasamar og það ber þá að láta það koma berlega í ljós á þessum kortum að ekki sé um raundekkun að ræða.
Ég hef verið talsmaður TETRA og finnst það vera framtíðarkerfi viðbragðsaðila, Þegar ég hef verið að skoða ferilvöktunarkerfi björgunarsveitanna nú þegar sveitirnar eru að koma sér fyrir á hálendisvaktinni þá er gaman að skoða ferlanna og sjá hvað dekkunin er orðin mikil og gríðarlegur munur finnst mér vera norðan Vatnajökuls.
Annars vona ég að félagsmenn eigi gott ferðasumar.
01.06.2008 at 23:05 #623736Ekki er ég nógu sjóaður í starfi klúbbsins að ég geti metið hvort um færri þátttakendur er að ræða á dagskrárliði. Ekki gott ef rétt er, en allavega hefur umræðan hér verið með besta móti og margir fróðlegir þræðir verið stofnaðir og umræðuvefurinn eins og hann ætti að vera og því er ég ekki sammála því að ekki sé vert að kýkja hér inn. Nó komment á Júróvisjón samt.
10.05.2008 at 10:40 #622664Það eru en til trukkar björgunarsveitunum þó þeim hafi fækkað. FBS Hella á öruglega einn af öflugri Múkkum á l andinu og það er Man trukkur í Vík ekki ósvipaður þeim sem Ársæll átti. Svo er allavega einn Ural trukkur í góðri notkun á Héraði. Nýji Vörubíll HSSR telst nú til trukka og það er draumur einhverra að endurvekja trukkaútgerð sýna þannig að maður veit ekki hvað verður En ég er sammála það er gaman af þessum myndum það eru til nokkrar á skrifstofu SL ég kannski gref einhverjar upp og set hér inn.
02.05.2008 at 12:28 #622012Ég sé ekki hvað er svona flott í þessari frein. Afsakið ég er alveg til í að vera blindaður af jákvæðni en þetta er EKKI jákvæði grein.
Góður vittnisburður?
"Reykjavík’s 6,000-strong 4×4 Club has clout. It previously talked the government into letting its once-outlaw trucks pass inspections, despite supersized wheels with studs that rip up roads. Many of the trucks wouldn’t be street-legal elsewhere in Europe." Fyrir utan að vera ekki rétt lýsir þetta ekki því hverju F4x4 stendur fyrir eða hefur gert. Er ég að misskilja?Það þarf að merkja svona greinar með einhverju svo grunlausir lesendur sjá aðþetta er grín. Það eina sem er ekkert grín er eldsneytisverðið sem talað er um í greininni
29.04.2008 at 14:49 #616766Þú verður að ræsa trackið aftur eftir 24 tíma. Annars er ég sammála þér með að gott væri að sjá hvort sendingar hafi tekist en það þýðir að tækið hættir að vera þetta einfalda tæki og ódýra sem það er.
25.03.2008 at 01:16 #618382Ég mundi nú bara kaupa og láta skanna það kostar ekki mikið. Annars væri nú í lagi að boðið væri upp á LMÍ kortin í rafrænu formi í þannig formati að hægt væri að notað þetta í tld Ozi
07.03.2008 at 14:00 #616846Góð umræða um þetta
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/5434#38362:iwdtifxo][b:iwdtifxo]Umræða um fartölvur og loftpúða[/b:iwdtifxo][/url:iwdtifxo]
-
AuthorReplies