Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.03.2009 at 23:12 #644252
ég er einn af þeim sem var einmitt búinn að vera að velta þessu fyrir mér hvort þetta væri hægt en hvort vilja menn nota 3,3 eða 3,4 útgáfuna af þessu forriti…?
15.12.2008 at 23:55 #203369Kvöldið.
Hefur einhver hugmynd um hvar ég gæti fengið 38″ kanta á Ford Aerostar eða komist í mót af þeim, mágur minn á einn svona vel breyttan með 8cyl chevy og einhverju nammi en var bara svo óheppinn að setja hann á hliðina og nú vantar kanta á hægri hlið á tækið.
Endilega ausið úr skálum viskunar hér eða í síma eða á maili…Takk fyrir
20.09.2008 at 20:18 #629676Það er búið að snýta bílnum soldið, nýjar flækjur ofl smálegt. en búið að panta og kaupa helling af dóti sem fer í í vetur… bíllin er núna í gámi ásamt 2 öðrum á leið til Noregs til að taka þátt í keppni sem verður 4-5 okt…..
07.08.2008 at 23:42 #626922Ég veit til þess að ford 7,3 með olíuverki þolir ekki steinolíu og veit einnig um patrol 2,8 sem gekk ekki hægagang á henni, en ég veit líka um fullt af bílum sem keyra príðilega á þessu gutli með smá af 2stroke eða mótorolíu með. En allir eiga þeir það sameiginlegt að eyða um 10% meira og svo kostar líterinn af aukaolíunum eitthvað líka. Og einhverjir eru að blanda 50/50 svo hver er sparnaðurinn þegar upp er staðið.? Það er vitað að flestar gerðir diselvéla eru gerðar fyrir díselolíu og hennar smureiginleika en ekki steinolíu með annari olíu í bland. Hvað er þá verið að stytta líftíman á þessu drasli mikið…?
Kv hamingjusamur diselolíustórneytandi.
Ps það er ekkert ólöglegt við að keyra á steinolíu nema kannski helvítis fýlan af henni
22.05.2008 at 00:20 #623342sæll
Þú ert góður ef þú nærð svona bíl niður fyrir 20l í þjóðvegaakstri, 22-25l í blönduðum akstri. Heyrst hafa sögur alveg niður í 13l en því náði ég aldrei og ekki konan heldur reyndar. Það var töluverður sparnaður í eldsneyti á heimilinu þegar honum var skipt út fyrir 6,0l F250… þessi cruiser var að eyða mjög svipað og 7,3l Econoline á 46" sem ég ek á í dag. En þeir eru helv.. skemmtilegir þessir bílar, heyrist ekkert í þessu og fjöðrunin frábær. Ég komst aldrei svo langt en ég hef grun um að opið púst myndi hjálpa þessum bíl alveg helling bæði hvað varðar snerpu og eyðslu…
Kv Ford eigandi sem er alltaf með smá taugar til Toyota gamla….
Ps. Toyota á eitthvað af svona bílum, fáðu bara einn lánaðann einn dag til að prófa
13.04.2008 at 18:27 #620114LC100 árg 2000 D60 að framan einn með ÖLLU bullinu eig Maggi Skóg.
Rubicon 2007 4dyra 38" eig Guðmundur Gunnarsson.
Björgumarfélagið Eyvindur á Flúðum er með einn 46" Econoline útbúinn sem sjúkrabíl að innan.Svo á Svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu vettvangsstjórnarbíl sem er nýbúið að græja. Ford E450 32 feta húsbíll innréttaður sem stjórnstöð mjög flott græja í björgunarflokknum, gæti verið gaman að hafa hann með björgunartækjunum.
er ekki til einn hvítur LC90 á 46" veit ekki hver á hann.
á ekki Agnar sem var eða er hjá Fjallasport hvíta 49" ecoinn.
02.04.2008 at 22:36 #619072Fjallasport var með ágætis "spelku" sem er skrúfuð utan á spindilarmana til að styrkja þá, álitlegasti búnaðurinn sem var til allavega fyrir uþb ári síðan. Og svo var Arctic Trucks komnir með lengri samsláttarpúða sem draga úr högginu sem kemur þegar hann slær saman en það er einmitt það sem beygir armana.
Hef heyrt af mönnum sem hafa soðið utan á armana til að styrkja þá en þá brotna þeir frekar en að bogna sem er eiginlega verra..:)
Sjálfsagt hjálpar það líka að setja stífari gorma og aðra dempara, en svo er þetta líka alltaf spurning um skynsemi í akstri þegar menn vita af svona veikleikum, setja spilið aftan á bílinn og svoleiðis..
Kv fyrrverandi Toyota starfsmaður.
16.02.2008 at 23:09 #614452Ef þú ert að tala um skálana sem eru við Tjaldafell þá eru þeir allir í einkaeigu, en það er skáli sunnan við Skjaldbreið við Kerlingu sem er í eigu eða í það minnsta umsjón Bláskógabyggðar.
16.02.2008 at 22:56 #614394sæll
Ég verð að taka undir það með þér að forðast 6l disel Fordinn, aldurinn skiptir ekki öllu máli þar, frekar einstaklingurinn (eintakið). 7,3 disellinn hefur verið að koma mjög vel út varðandi eyðslu og endingu og reyndar vinnslu líka. Ég á eina svona rútu með 7,3 á 46" sem er mikið í kringum 24 lítrana, vinna og einkanot í bland. Bensínbíllinn kemur alltaf til með að eyða meira en disel en á móti kemur að hann er ódýrari og eitthvað léttari, veit reyndar ekki hversu mikið. Og ekki skulum við gleyma hljóðlátari…. Persónulega myndi ég velja Econoline í þetta hlutverk, hann býður uppá fleiri möguleika og er allur rýmri. Þyngd og eyðsla á Eco og Exc er svipað. Mín litla reynsla af V10 Ford er ekki nógu mikil vinnsla á móti eyðslu, V8 vélin er snarpari sérstaklega ef þú ferð í GM. Og fyrst við erum farnir að tala um GM þá er nú meira í hann lagt en Fordinn, sérstaklega að innan.Gangi þér vel
Kv hamingjusamur Ford eigandi…….
13.11.2007 at 00:08 #600996Sælir félagar.
Ég talaði við Heklu í dag og var þá sagt frá þessum díl þeirra og verðinu en ef ég þarf að vera á þessum lista er best að bæta úr því.
Einn gangur af 46"x16" MT
kv Þorvaldur Guðmundsson s 8966252
29.10.2007 at 23:04 #201066Sælir félagar.
Veit einhver hvort einhversstaðar er hægt að fá nýja 46″ hér á landi annarsstaðar en í Fjallasport. Það klikkaði eittthvað sendingin hjá þeim sem kom fyrir helgina og engin dekk fyrir 16″ felgur komu með. Min eru orðin fullnýtt, ekin uþb 65þkm, farið að snjóa og bifreiðin í atvinnurekstri. svo mig eiginlega bráðvantar svona hjólbarða…
gott væri að heyra ef menn hafa hugmyndir.
Kv Þorvaldur s: 8966252.
12.10.2007 at 22:48 #599678Það er víða býsna blautt. Ég fór í Skálpanes í dag og vegurinn þangað er vaðandi drullusvað að hluta og veit til þess að Kaldidalur er svipaður, mjög svipað og á vorin. Virðist hafa frosið þarna og efsta lagið svo snarþiðnað í rigningunni……..
10.09.2007 at 12:40 #596422Sæll
Það eru 45 km frá Gullfossi að skálanum í Skálpanesi og þaðan eru 1-2 km niður að jökli.
Kjalvegurinn er þokkalegur uppá Bláfellsháls en spottinn þaðan og innað jökli er frekar grófur. Tekur ca 35-40 min að keyra þetta.Kv jepplingur…
04.08.2007 at 14:54 #594384ég verð því miður að taka undir þetta, ég segi því miður því þetta þarf ekki að vera svona. En þetta er alveg rétt það er mjög erfitt að gera mörgum hestamönnum til geðs hvað þetta varðar, sem betur fer er það þó ekki öllum. Ég þvælist mikið á hálendis vegum t.d. Kili og Kaldadal og hef alloft lent á eftir stóðrekstri. Að sjálfsögðu sýnir maður tillitsemi og bíður rólegur meðan stóðið er rekið af veginum, já af akveginum sem er fyrir bíla en ekki hesta eftir því sem ég best veit. Sumir eru fljótir að bregðast við og færa sig strax eða gefa merki um að aka megi meðfram stóðinu. En öðrum stendur nokkuð á sama um akandi umferð á veginum og finnst hún bara geta beðið. Ég lenti á eftir rekstri á Kaldadal um daginn og eftir drjúga stund spurði ég aftasta mann hvort mér væri óhætt að læðast meðfram stóðinu, viðbrögðin: "hva ertu að flýta þér eitthvað". nei nei ég var svosem ekkert að flýta mér en var þó í vinnu og með tímaplan þurfti nokkurn vegin að standa, "þú getur bara verið rólegur við höfum fullan rétt á að vera hérna, andskotans frekja alltaf í ykkur". Mér var skapi næst að röra tíkina framúr öllu saman en vildi ekki búa til vandræði sérstaklega þar sem þarna voru börn ríðandi með stóðinu. Það liðu ca 10 mín þangað til ég komst framúr og sá sem fór fremstur fyrir stóðinu stoppaði mig og þakkaði tillitsemina, jákvætt en mér fannst samt frekjan liggja annarstaðar en hjá mér í þessu tilfelli þar sem þetta er jú akvegur. fólk er eins misjafnt og það er margt bæði hestamenn og aðrir….
Góða helgi.
18.07.2007 at 23:28 #593680sæll
var þar í gær, vegurinn er nokkuð góður norður að Blöndulóni allavega en mjög þurr og soldið þvottabretti á köflum, fínn á 10 pundum…….
15.07.2007 at 00:26 #593584já það væri gott að fá hnitin af þessu allavega, er þarna of oft á ferðinni og yfirleitt á sleða svo svona holur eru varasamar….
takk takk
14.07.2007 at 00:07 #593580sæll
var þarna í dag það er frekar blautt neðst í jöklinum og einhver snjór. síðan er klaki uppí ca 1000m og eftir það bara ágætis sumarfæri, aðeins óslétt en fínn snjór. það eru vatnsrásir þarna áleiðis upp og krapapollar en það sést vel svo það ætti ekki að vera til vandræða ef varlega er farið.. en láttu Geitlandið alveg í friði þar eru komnar ansi myndarlegar sprungur, annars er heildin bara alveg ágæt. vona að þetta segi þér eitthvað..
02.07.2007 at 22:28 #593080hilux v6 kom bara á sjálfstæðri fjöðrun að framan (sama og 4runner) og þar af leiðandi er grindin ekki eins og í hásingabíl, annars eins í bílum sem komu á flexum. þessi sjálfstæða fjöðrun er svotil alveg óbreytt þar til hann kom með 2,5 dísel sem var um 2000 eða 2001. Boddý breytist 89 en er það sama utan þess að í hurðunum á ameríkutýpum er lítil rúða fyrir framan hina og speglar öðruvísi, jú og eitthvað meir af krómi… Fjaðrinar að aftan í v6 eru lengri en í öðrum hiluxum, gæti reyndar verið að það sé þannig í öllum xcab. Kúplingshúsið er stærra í v6 en 4cyl en um millikassan veit ég ekkert….
kv. einn sem er búinn að eiga nokkra háluxusa.
20.06.2007 at 23:36 #579210Veit fyrir nokkuð víst að einn svona Rubicon 4 dyra með bensínvél er á leið til landsins. veit reyndar ekki hvenær hann kemur nákvæmlega en búið er að kaupa gripinn í ameríkuhreppi. sá bíll er með dana 44 einhverja nýja útfærslu að mér skilst með sterkari öxlum og eitthvað, læsingar í báðum drifum og gorma að framan og aftan. hann vigtar rétt um 2 tonn og samkvæmt breytingaaðila sem hefur skoðað myndir á að vera sáraeinfalt að setja hann á 38". ef ég man rétt kostaði sá bíll úti uþb 32000 dollara. verulega spennandi kostur…
06.05.2007 at 22:55 #590488sæll
ég er búinn að prufa bæði og finnst glussaspilið vera að virka mun betur, það tekur reyndar hægar á en miklu meira. það er tengt inná stýrið og það virðist vera allt í góðu, hitt var á beinsk bíl og ef maður aulaðist við að drepa á honum eftir mikil átök gat hann verið rafmagnslaus….
-
AuthorReplies