Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.08.2007 at 09:51 #594416
Ég hef aðeins verið að skoða þetta og ég er ekki viss um að þetta henti vel í íslenska jeppa. Þeir tala um að þeir virki mjög vel í bílum undir 1500 kg en max burður sé 2000 kg og þá eingöngu í klettaklifur og ekki sem daglegan aksturs bíl. Einnig er talað um að bíllinn verði mjög svagur og því verði vað vera öflug ballansstöng. Svo er líka stór ókostur að þetta er ekki gert fyrir mikil læti eins og oft vill verða í góðu færi á jöklum, því þetta hitnar svo mikið. Hitinn kemur til vegna þess að það er bara verið að breyta hreyfiorku í hita, Þetta gæti þó vel gengið ef kælingin er næg. Þetta kerfi hefur hins vegar komið mjög vel út í torfærunni og þar verða nú oft mikil læti en það er sjaldan meira en 5 min í senn. Það sem myndi hent okkur betur væri coil-over með forðabúri líkt og er notað í eyðimerkur rally, þar getur þú leikið þér að því að stilla stífni fjöðrunarinnar með stilli ró. Þar er pælingin sú að 2 gormar eru utan um dempara, þeir eru mis stífir, annar mjúkur og hinn stífur. Þegar keyrt er í smá holu er bara þessi mjúki sem vinnur en þegar stór stökk eru tekinn fellur mjúki alveg saman og þessi stífi kemur inn. svo getur þú aukið eða minkað spennuna á hvorum fyrir sig. En þetta kostar sitt.
mynd
http://www.kingshocks.com/raceseries_coil1.html
14.04.2007 at 20:01 #588212Mér leikur forvitni á að vita hvers vegna þig eruð að skipta út 500+ hrossum. Er chevy vélin hrunin, þessar vélar frá Shafiroff eru ekki gefins 600 þús + flutningur og tollar. Það er helvíti mikið fyrir auka 95 hesta. En þetta er bara mín skoðun og ef menn hafa nóg af peningum þá er ekki spurning að splæsa í nýja. Ertu ekki annars að tala um þessa
http://www.ultrastreet.net/434_classic.asp
p.s Flottu bíll hjá ykkur.
Kv
Finnur
13.04.2007 at 17:41 #587866Eg er ekki sammála því sem siggi ás sagði, með endingu á vélum. Hann talar um að bensín vélin sé að endast betur en diesel. Hvernig stendur þá á því að það er til haugur af diesel bílum með vélar keyrðar yfir 400 þús en ekki ein bensín (sem ég veit um). Minn patrol er að skríða í 400 þús og ekki get ég kvartað yfir bilunum í vélinni, skipti um púst og soggreinarpakkningu fyrir 30 þús. Hann er ekki sprækasti bíllinn á svæðinu en hann skilar alltaf sínu og það er einmitt það sem maður ætlast til.
Ég vil meina að það megi flokka þetta í tvo flokka þeir sem ætla að skjótast á Lyngdalsheiði eftir vinnu í góðu veðri og spóla.
Svo eru það hinir sem leggja í 3-4 daga ferðir um hálendi með drekkhlaðinn bílinn.Fyrir fyrri hópinn tel ég að bensín sé málið, þú kemst hæðst í brekkuna og getur svo mætt beint á spjallið og lesið okkur pistilinn.
En svo er það hinn hópurinn, þar tel ég að diesel hafi vinningin aðalega sökum áreiðanleika. Ef maður ber saman tvær vélar frá t.d 1990 bensín og diesel þá þarf ekki að deila um það að diesel er gangvissari vél. Diesel vélin þarf loft og hráolíu, en bensín vélin þarf loft, bensín og rafmagn fyrir kveikjuna og það er oftast hún sem er að hrekkja menn. Bensín vélin er lika viðkvæmari fyrir breytingum á umhverfi, eins og hæð og raka. Diesillinn fer bara að reykja meira í mikilli hæð.
Ég er ekki að segja að Diesel vélinn bili ekki þær gera það eins og allt annað en þær hafa færri áhættu þætti en bensín hvað gang varðar.
Það að geta treyst á það að vélin komi manni heim þagar maður er staddur á miðjum Vatnajökli er mikið atriði, fyrir mig að minnsta kosti. Maður verður að hugga sig við að "kemst þótt hægt fari"Finnur
20.03.2007 at 23:33 #19996820.02.2007 at 12:59 #580998Það er oft sem mér dettur í hug málsháttur þegar ég les þræði herna.
Hæst glymur í tómri tunnu.
14.02.2007 at 18:22 #580328Það er mikið betra að reikna hvað hvert hross þarf að bera á bakinu
þyngd/ hp
t.d benni
4000kg/ 463 hp = 8,6 kg /hpannað dæmi
1600 kg / 250 hp = 6,4 kg / hp
13.02.2007 at 21:23 #57810206.02.2007 at 16:05 #579302ja öll öryggin í lagi en er annð öryggi við viðnámið sjálft.
06.02.2007 at 15:32 #199600Er einhver hér sem þekkir miðstöð í hilux vel. Málið er að hún gerir ekkert sama hvaða stillingu hun er á. Mótorinn var rifinn úr og beintengdur við geymi og hann svín virkar.
Á hann ekki að blása á hæðstu stillingu þó viðnámið sé farið?
05.02.2007 at 23:17 #578962Mig langar að benda mönnum á góða grein um þetta mál í Morgunblaðinu 5. Feb bls 22
Hálendið og vegaframkvæmdir
05.02.2007 at 15:47 #578942Þetta með samgöngu bætur má vel skoða, en það á að vera í höndum ríkissins.
Mér finnst fáranlegt að ríkir kallar geti keypt næstum allt hér á landi, hér er verið að tala um að selja nokkrum aðilum kjalveg. FRÁLEITT. Þeir munu væntanlega fá úthlutað landsvæði í kringum veginn eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og þegar þeir fá þetta í gegn er ekkert sem mælir gegn því að þeir byggi bensínstöðvar og Hótel til að græða á túristum.
Í viðtalinu segir KEA kallinn blákalt að þeir munu ekki skila veginum og þar af leiðandi geta þeir rukkað veggjald þarna um ókomna tíð. Það þarf enginn að segja mér að þessir kallar ætli ekki að græða á þessu. "Ágirnd vex með eyri hverjum".Svo er annað sem ég sé athugavert, Þarna eru stórir karlar í verslunarbransanum sem munu sjá um að rukka alla vörubíla um 8.000 kr, en haldiði að þeir muni rukka sína eigin bíla?
Ef þetta gengur eftir þá sé ég bara fyrir mér í framtíðinni hvernig auðmenn og fyrirtæki, jafn innlend sem erlend, munu keppast um að kaupa upp alla vegi hálendisins og allt það sem þeim fylgir.
Nú þarf menn á borð við Ómar til að skipuleggja hörð mótmæli gegn þessu. Það verður einhver að ríða á vaðið og þá held ég að flestir fylgi
kv Finnur
31.01.2007 at 18:55 #578094Er einhver sem veit hvort hægt sé að skipta út legustút af Scout fyrir Ford stút og allt sem því fylgjir. Er að með Dana 44 scout hásingu en á aðra undan gamla Bronco en hún er með skálabremsum
15.01.2007 at 17:52 #199386Hvað er að frétta af hópnum sem fór upp hjá slunk og ætlaði yfir jökul og inna hveravelli. Ég hitti þá við vatnið innan við slunka þar sem björgunaraðgerðir stóðu yfir á 44 patta sem fór niður um ís. Bílnum var bjargað upp að ég held heilum. En við vatns jaðarinn voru 60 cm af jafnföllnu púðri.
Þegar við skildum við þá voru þeir að leggja af stað áfram í átt að jökli.
Langaði bara að forvitnast um það hvernig hefði gengið hjá þeim.kv Finnur
12.01.2007 at 18:27 #573674Mér dettur í hug hvort ekki sé hægt að notast við púst-tjakkinn(blöðruna) í þessu tilfelli, að stinga henni undir miðjan bíl eins framalega og hægt er. Blása svo kvikindið upp. Þá ætti framendinn að koma nokkuð beint upp og álagið dreifist á nokkuð stóran flöt miðað við drullutjakk. Þetta væri hægt að gera í nokkrum skrefum, setja eitthvað undir bílinn á meðan blaðran er færð framar, þar til hún er kominn að framhásingu. Þá mætti blása hana upp og draga svo bílinn aftur á bak og blaðran myndi að öllum likindum renna með bílnum. Svipuð útfærsla og hjá Kílinu hér á undan en bara mikið minna af dóti sem þarf til. Gæti gengið
kv.
Finnur
08.01.2007 at 00:21 #574216Það er nú svolítil kaldhæðni, að um leið og menn lofsama þessa bíla og ógnarmátt og drifgetu þeirra þá þarf ekki nema eitt lítið öryggi að fara og jarðýtan er dáinn.
Þetta á reyndar við um alla þessa nýju bíla sem ekkert nema tölvunörd getur gert við.kv
Finnur
14.12.2006 at 18:43 #571514Einhverstaðar heyrði ég að þetta væri Land Rover Defender sem hefði oltið og subaru boddyi hefði verið hent á hann á staðinn. Sel það ekki dýrara…
Kveðja Finnur
06.12.2006 at 20:26 #570506Þessar subaru dælur sem notaðar eru, hvaða árgerðir koma til greina?
Er hægt að nota úr gamla 1800 bílnum?kveðja Finnur
06.12.2006 at 18:16 #199103Sælir ég sá mynd í albumi hjá Bjartmari þar sem búið er að setja subaru diskabremsur á 9″ ford.
Er einhver hér, já eða Bjartmar sjálfur sem getur gefið uppskriftina fyrir þessari breytingu.https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/4002/28432
Kveðja Finnur
31.10.2006 at 08:17 #565978já 3,5 + tonn segirðu, eru ekki 46+ það eina sem dugar svoleiðis hlussum. En hvernig hafa TSL komið út hjá Ýktum og svo eru allavega 2 patrolar sem ég hef séð á myndum herna með bæði með TSL og Trxus og nokkrir aðrir með þetta undir hjá sér. Eru þau svona stíf.
Hvernig ætli 42 Irok komi út undir 1800 kg bíl
30.10.2006 at 21:33 #198854Langaði að forvitnast með það hvernig 44″ Super Swamper bæði Trxus og TSL hafa komið út í snjó, í samanburði við 44″ Dick Cepek (sem er reyndar fyrir löngu búinn að sanna sig).
Hverjir eru helstu kostir og gallar.
Og jafnvel að heyra eitthvað af 42″ Irok líka.Finnur.
-
AuthorReplies