Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2013 at 16:06 #379288
Sælir
Hugmyndin er góð og full ástæða til að ræða þessi mál áður en þetta er slegið út af borðinu.
Klúbburinn á eitthvað af dóti sem tengist rekstrinum, t.d jeppakerru, varahluti í ljósavélar og fleira dót sem tengist rekstri skála. Hvar er þetta geymt, er þetta dreift í heimahús eða á Klúbburinn einhvern skúr undir dótið.
Á síðasta félagsfundi var talað um aukin umsvif í skálarekstri klúbbsins, sem hið best mál. Meiri umsvifum fylgir oftast meiri þörf fyrir geymslu og viðgerð á hinum ýmsu hlutum. Húsnæði með bílskúrshurð myndi alltaf nýtast F4x4. Þannig myndi skapast aðstaða þar sem menn geta hist fyrir og eftir stórar ferðir. Ásamt því að vinna sjálfir léttar viðgerðir.
Það er um að gera ræða þessi mál með opnum hug og meta kosti og galla.
kv
Kristján Finnur
17.04.2013 at 15:17 #765267Sælir
Ég er alveg sammála þessu, það er mjög pirrandi að þurfa að leita að þessum myndum og finna þær ekki undir liðnum nýjast í myndaalbúmi. Það ætti að vera auðvelt að tengja myndirnar sem eru á forsíðu við sitt albúm þannig að maður geti smellt á mynd sem er í random spilun og skoðað hana í sínu albúmi.
Einnig mætti hressa mikið upp á myndaalbúmið með því að það opnist beint á nýjar myndir í stað þess að maður færa alltaf upp sömu albúmin þegar myndaalbúm er opnað og þarf þar að velja nýjast. Þar ættu allar nýjar myndir að koma upp hvort sem þær voru setta í nýtt albúm eða ekki.
kv.
Kristján Finnur
07.04.2013 at 14:06 #764749Sælir
Hefur Ferðaklúbburinn skoðað hvaða áhrif innganga í ESB gæti haft á innflutning jeppadekkja fra USA. Eitthvað hefur maður heyrt af því að ESB sé að herða gæðakröfur á dekkjum og stefnt sé á kröfur sem stór jeppadekk geti ekki uppfyllt.
Jeppadekkin eru grunnforsenda fyrir þessu sporti okkar og því er sjálfhætt ef innflutningur yrði bannaður. Er einhver sem þekkir vel til þessara mála sem getur upplýst okkur hina um málið?
kv
Kristján Finnur
11.02.2013 at 23:11 #225555Sælir
Ég er að velta fyrir mér að fara yfir í loftpúðafjöðrun í LC 80. Hvaða Púða hafa menn verið að nota og hvaða Demparar hafa komið vel út á móti púðum.
Gott væri að heyra frá mönnum sem haf verið með gorma í sama bíl, hvort þetta sé ekki þess virði upp á betri fjöðrun.
kv
Kristján Finnur
11.02.2013 at 22:58 #763325Sælir
Hvernig finnst mönnum 42 Irok koma út í samanburði við DC 44. Klárlega meira flot í DC 44. En hvað með eyðslu, og drifgetu í misunandi færi.
kv
Kristján Finnur
23.10.2012 at 12:57 #758259Daginn
Ef þetta er rétt þá tel ég að Ferðaklúbburinn 4×4 þurfi að beita sér hart í þessu máli. Þessar blöðrur sem við erum að notast við og köllum jeppadekk, geta tæplega uppfyllt strangar gæðaprófanir. Það er bara vonandi að það reyni aldrei á þetta þ.e. að ESB aðild verði feld í þjóðaratkvæði. Það væri gaman að heyra frá mönnum sem hafa meiri þekkingu á gæðastöðlum jeppadekkja og reglugerðum tengdum þeim.
kv
Kristján Finnur
13.08.2009 at 15:25 #205766Hvaða efnisþykkt er mest notuð í ál tanka?
kv.
Finnur
02.03.2009 at 23:55 #642136Já olli, hásingarnar eru farnar undan lappanum okkur, það var skilyrði í kaupunum á sínum tíma. Djöfull hvað maður sér eftir þeim. En B30 vélin kassinn og millikassinn eru enn til, ég held að það sé eitthvað spil úttak út millikassanum. Við fengum það reyndar aldrei til að snúast, ekki með á hreinu hvernig það funkerar.
Lappa kv
Finnur
01.03.2009 at 22:55 #642126Kom sami millikassi í c202 og c303. En kom einhver tíma B30 í C202 bílunum, hun var 6 cyl lína.
kv.
Finnur
28.02.2009 at 16:06 #639564Ég heyrði í minni áðan þá voru þær á blussandi siglingu upp Vatnajökul, komnar i tæpa 1100 metra. Veðrið er víst alveg frábært.
kv.
Finnur
09.02.2009 at 16:12 #639432Við stöllurnar eru komnar í ofur gír fyrir okkar fyrstu kvennaferð og búnar að finna sleða í keppnina meira að segja;)
en ég er með 2 spurningar:
Í fyrsta lagi: hvenær verður næsti fundur fyrir ferðina??
Í annan stað: þurfum við að taka sundföt með okkur;)????kv. Dóra Guðlaug
08.02.2009 at 03:41 #640308Afturdrifin koma í tveimur gerðum, H233B og H260. H233B er með 33 rílu öxlum en H260 kemur með 37 rílum, sem verður að teljast nokkuð gott.
"The rear diffs in GQ and GU Patrols come as either the smaller H233B with 33T spline axles or the large H260 diff with 37T spline axles."
kv.
Finnur
26.01.2009 at 23:37 #203653Ég raks á þessa síðu og fannst þetta nokkuð merkilegt, ég hef ekki heyrt um þessi dekk áður, þó þau eigi að hafa verið þróuð hér á landi.
„Manufactured in the U.S.A. by Green Diamond Tires, the Green Diamond Icelander uses technology invented in the harsh conditions of Iceland to enhance an otherwise great performing offroad tire“
kannast eitthver við þessi dekk.kv.
Finnur
14.01.2009 at 19:28 #203559Ég átti að spyrja fyrir konuna hvort það væri eitthvað komið á hreint varðandi Kvennaferðina 2009?
Hvort hún yrði og hvenær þá.
29.08.2008 at 13:43 #202843Ég ætlaði að skoða gps ferlasöfnin en það er allt í steik. Ég fæ alltaf vírus viðvörun þegar ég fer inn á Gps skrána og ég get ekki opnað safnið.
Auk þess er klakkur ekki að gera neitt og vefsíðan verður bara hvít.Kann eitthver skýringu á þessu. Eða getur mælt með öðru Gps safni.
kv.
Finnur
04.06.2008 at 17:27 #623914Þessi tillaga er bara argasta bull frá byrjun til enda, hugmyndin er ágæt, en án mikilla breytinga verður þetta ekkert nema N1 skattlagningin á okkur. Ef þetta verður að frumvarpi má það ekki komst í gegn. Við verðum að benda á allt ruglið í þessu. Siggi þú verður að skrifa greina svipaða þessari hér á undan einhverstaðar þar sem hún nær til fleiri. Í blöðin eða eitthvað. Ég skora á þig.
kv. Finnur
02.06.2008 at 17:52 #62325402.06.2008 at 17:50 #623840Sælir
Ég er sjálfur búinn að skoða þetta og er enn spenntur fyrir þessu en þetta strandar allt á reglugerðum. Til þess að fá skoðun á þetta þarf að fá úttekt á öllu kerfinu og eins og málin standa í dag skilst mér að það sé enginn maður á íslandi sem megi taka þetta út. Þannig að eina leiðin er að fá erlenda vottun eða kaupa bíl með vottun. Þetta er alveg fáranlegt og ég skil ekki afhverju þetta þarf að vera svona flókið. Ég skoðaði þetta sértaklega með vetnið og held að þetta gildi líka yfir metanið.
kv. finnur
29.04.2008 at 16:26 #621588Ég las einhverstaðar umsögn um þessa fjöðrun, hún fékk mikið lof fyrir fjöðrunareiginleika. En það var skýrt tekið fram að þetta hentaði ekki fyrir neinn burð, í greininni var talað um max 1600 kg ökutæki.
Það getu samt vel verið að það séu til útfærslur fyrir þyngri bíla. Einnig var tala um að þetta gæti verið til vandræða í löngum törnum þar sem mikið gengur á því eins og demparar þá hitnar dótið þegar mikið mæðir á fjöðrun.
Þetta er samt mjög flott lausn að vera bara með allt í einu stykki. Ég held að þetta sé ætlað í kletta klifur eins og kaninn er svo mikið í, en þar snýst allt um að misfjaðra sem mest og komast sem hægast.
kv. Finnur
03.04.2008 at 00:09 #619016Ég mæli eindregið með summitracing, þeir eru með mjög gott úrval á öllu sem við kemur amerískum vélum og gott betur. Það er mjög einfalt og þægilegt að versla við þá. Þeir eru með mikinn fjölda merkja þar á meðal flex-a-lite, be cool og Griffin ál-vatnskassa.Þeir senda hingað og eru sanngjarnir í verði.
summitracing.com
kv.Finnur
-
AuthorReplies