Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.09.2002 at 15:21 #458696
Hæ
Ég er á 38" dekkjum og lýkar bara askolli vel.
Hann virðist bera það vel.
Kveðja Fastur
ps. það er fullt af myndum á http://ferdalag.nt.is/myndir.jsp
20.09.2002 at 13:05 #458064Sælir piltar
Mér finnst gaman að heyra sögur af viðhaldslitlum bílum.
Viðhaldslítill bíll ferðast bara í þéttbíli.
Ef þú notar bílinn þinn utanbæjar kemur upp viðhald.
Síðan er líka spurningin um hvort þú sért að þjösnast á honum. Getur spurt annað hvern mann sem braut einhvað hvað hann var að gera. 80% líkur á því að hann var einhvað að þjösnast.
Kveðja Fastur
ps. hef aldrei eiðilagt neitt í í 1000 snúningum 😀
20.09.2002 at 12:57 #458062Ég er á Wrangler 4.0 lítra
Hann eyðir 18 á hundraði innanbæjar.
Ég reyndar keyri svo stuttuar vegalengdir að vélin er aldrei heit innanbæjar.
En er askolli skemmtilegur bíll .. þetta er meira eins og fólksbíll við hliðina á svona rútu sem toyotan er 😀
Kveðja Birkir
11.07.2002 at 00:29 #462284Sæll
Ég er á wrangler 4.0 á 38" með fært loftinntak loftlæsingu að framan og tregðu að aftan.
Heldur þú að þetta sé einhvað mál?
Kveðja Fastur
09.07.2002 at 15:03 #191591Sælir drengir og stúlkur
Vitið þið hvernig er að fara frá Hveravöllum norður í Skagafjörð?
Þarf maður ekki einhverjar leiðbeiningar til að fara yfir blöndu. Eða er þetta allt mjög augljóst?
Kveðja Fastur
ps. hef einungis farið þessa leið í miklum snjó og allt vel frosið og brúað.
05.07.2002 at 21:01 #462184Fer allavegana á nesið.
Fer upp ef veður leyfir.
Verð á Ferðinni í kringum hádeigi.
Korando ..Ég bjalla í þig er ég legg af stað
Kveðja Fastur
ps. Þó maður kalli sig fast .. ætli fólk sé til í draga mann?
05.07.2002 at 11:10 #462180Fór þarna fyrir þremur vikum og þá var vegurinn fær upp að snjómörkum. Þannig að vegagerðin segir hann ekki opinn fyrr en snjór fer af veginum.
Þið jeppakallar Vitið þið hvort þið farið upp?
Kveðja Fastur
04.07.2002 at 02:16 #4621283" og 2,5"
Munar miklu þar á milli??
Er með 2,5" og flækjur og opinn kút
myndi það skipti mig einhverju máli þó pústið yrði 3"?Kveðja Fastur
ps. Hefur einhver farið á snæfellsjökul undanfarið?
12.06.2002 at 00:38 #461466Takk Theodor ..
þótt BÞV hafi ekki þorað að segja mér þá þessu ert þú nógu hugrakkur.
Jamm þær toga slatta segji ég nú bara ..
og ef bíllinn minn 50% þyngri þá myndi ég þurfa svona vél
en með 1680 kg bíl ætla ég að bíða um stund og eyða bensíniKveðja Fastur
og svo er bensín líka gott
11.06.2002 at 16:05 #461460he he
Ég tók alveg eftir því hjá BÞV .. ætlaði nú ekkert að hendur falla yfir því að hann sé farinn að kunna á copy paste. Og heldur ætla ég ekki að falla í þá grifju sem Snake er í .. á háa C-inu.
Helvíti flott vídeo
En hvar kemmst maður í svona mæli á klakanum? er hann til?
Ég hef nú lennt við hliðina á gámaflutningabíl og ætlað að skjóta mér framm fyrir hann .. en sá ekki að hann var gám laus og stakk mig af
Hef ekkert að segja í 500 hestafla dísel vél dauðans
(en var á lödu sport þá
)
Kveðja Fastur
ps. Stærri og þyngri vél .. ný fjörðun nýjar hásingar bla bla bla .. if it aint broken don’t fix it..
11.06.2002 at 15:19 #461456Fyrst meistari BÞV telur að þessi umræða, tölur og gröf séu argasta vitleysa sé ég mér ekki annað fært en að draga mig út úr þessari umræðu.
Þar sem ég hef ekki samanburð meira en svo að hafa keyrt hiluxa með TDI en ekki einhverjar 6,5 lítra dísel sleggjur tel ég mig ekki vera samræðu hæfann.
BÞV: Svona í forvitni: Hvaða vél í bílnum hjá þér?
Kveðja Fastur
Svo er bensín líka gott
11.06.2002 at 14:45 #461452Ég sendi nú bara myndina óbreytta
og hún er ekki saman burður frá minni hendi heldur en frá framleiðanda. Ég vildi ekki fara að setja saman tvö gröf með mismunandi vélinum og mismunandi kvarða.
BÞV: Það sem ég vildi bara benda á með þessu grafi er að togið minkar ekki svo mikið með lækkun á snúningi..
Ég vildi bara fá einhver slík gröf um dísel vélar til viðmiðunar en ekki til að taka sem heilagann sannleika.
Ég er ekki að reyna að svindla á neinum eða ota neinu fram sem ég tel vera ósannindi .. ég vill bara fá samanburð sem er ekki gerður á tilfinningum heldur með tækjum.
Hreinar tölur um kraft og kraftvægi(tog) segja síðan ekki alla söguna .. drifhlutföll og orku eyðsla í millikassa drifkassa og drifbúnaði dragast síðan frá og við fáum aðeins lítið hlutfall út í hjólin undir álagi hvort eð er.
Theodor: Takk fyrir síðuna ég ætla dunda mér við að líta yfir hana. Gaman að sjá þetta.
Kveðja Fastur
11.06.2002 at 11:00 #461444Sæll BÞV
þessi mynd sýnir aflið/togið fyrir vélina eins og ég er með án flækja og neinna breytinga. Enginn sérstakur munur yfir snúnings bilið.
http://ferdalag.nt.is/myndir/stakar/torqueChart.gif
Myndin er tekin af jeep.com sem er síða framleiðanda bílsins.
Mér finnst einhvað vanta í jöfnuna .. fyrst dísel bílar eiga að vera svona miklu betri vantar þá ekki einhverja aðra kennistærð?
Skoðið muninn á 2.4 bensín(vinstri) og 4.0(hægri) .. þetta er frekar mikill munur.
Ég hefði gaman að því að sjá svon gröf fyrir fleiri bílvélar.
Veit einhver fyrir víst hver breytingin við flækjur er ..
Er það jöfn auking í togi(Nm) og afli(hp) eða meira annað eða hitt?Kveðja Fastur
10.06.2002 at 16:22 #461770Gæti ekki verið að við gætum tekið okkur saman og borgað léngjöldin þeirra .. því síðast þegar ég vissi keyrði búnaðurinn þeirra bara áfram þó það væri búið loka sjoppunni.
Kveðja fastur
10.06.2002 at 15:49 #461436Sælir félagar
Í bandaríkjum norður Ameríku hefur dauðsföllum í umferð fækkað í réttu hlutfalli við aukna jeppa eign landans þar.
Mörg af þessum slysum sem eru að verða í umferðinni við árekstur á jeppa er þegar menn eru að röngum vegarhelmingi. Og þá yfir leitt fólksbíll sem er yfir á rangann vegar helming og lendir framan á jeppa. Í stað þess að allir láta lífið er það að gerast að einungis þeir sem í fólksbílnum eru að láta lífið. Jeppar og grindar bílar hafa oft bjargað fólki.
Mér finnst þessu umræða vera á röngum grundvelli. Dekkjastærð kemur því messt lítið við hversu vont er að lenda í árekstri við annann bíl. Ef bíllin þinn er ekki sterkur þá meiri líkur á að hann klessist ílla sama hver hinn bíllinn er.
En þetta með bensínið :
Ég er með 6 cyl 4L high output línu vél með flækjum og einhverjum æfingum held ég að ég teljist bensíndraugur.
En bíllin hjá mér er oft að eiða samam á hundraði og þessir olíu brennarar… Ég er alveg til í að borga meira fyrir meiri skemmtun, meiri spyrnu. vélin togar jafn mikið og 2.4 TDI þegar hún er óbreytt (240 NM). þannig að togið vantar ekki.. og hún svindlar líka.
Tölvustýrð innspíting er algjört svindl. Ef maður er í vandræðum má einfaldlega sleppa bensíngjöfinni og láta tölvuna rembast við að halda 700 snúningum .. sem hún gerir lista vel. Breytir blöndunni og leikur allskonar æfingar sem maður getur ekki gert með fótinn á bensíninu.
Kveðja Fastur (Bensín draugur)
05.06.2002 at 11:38 #461428Sælir drengir
Eitt með þessa umræðu um breytta bíla finnst mér asnalegt að tala bara um muninn á 35" og 38".
Sjálfur ek ég um á 38" wrangler 4.0L sem mér finnst auðvelt að keyra í bænum og finn ekki svo mikin mun á og þegar hann var á orginal dekkjum.
En að keyra hilux double cap er eins og að keyra rútu eða langferða bifreið. Hvort sem hann er á 33" 35" 36" eða 38" eru þetta alltaf langir og íll meðfærilegir bílar.Þegar maður er á smá bíl finnst manni náttúrlega verra ef maður lýtur til hliðar sér dekk og drifskaft en ekki aðra manneskju. ( Lennti sem farðþegi í fólksbíl við hliðina á wranglernum mínum).
Kveðja Fastur
ps. hvort sem það er strákur eða stelpa sem keyrir er áræðnin og aksturlagið einstaklings bundið.
pps. Hvaða eyðslu þarf maður að hafa á hundraði til að verða bensín draugur?
21.05.2002 at 14:51 #461180Er á Wrangler..
Loftinntakið er orginal við vinstra framljósið.
Færði það aftast í húddí með því að setja breyðann
plastbarka efst aftast í húddið. Einnig með barka
sem kemur því inn í húsið á bílnum. Hef oft skellt bílnum
á kaf uppfyrir húdd og ekkert vatn lekið inn og engin
gang vandræði.En vélarhljóðið inni í bílnum eykst aðeins við að opna
á milli.Hef heyrt um og séð mikið af jeppum stopp við littlar
ár eins og Landamannalaugum vegna þess að
vatn gusaðist í loftinntakið sem er ekkert annað en skammarlegt.Í mínum augum er að taka loftinntakið inn í húsi eins og að setja á sig gott dömubindi… Mikil öryggis tilfinning.
En grundvallaratriði að færa það aftur í húddið. Hitt er bara plús.
Hef hvorki heyrt góða né vonda hluti um snorkel.
Kveðja Fastur
13.05.2002 at 17:14 #461078Hérna eru myndirnar frá laugardeginum
http://birkir.nt.is/jsp/base.jsp?q=ferd … llsjokull/
http://eh-40.loftlina.is/ljosmyndir/200 … llsjokull/
Kveðja Fastur
12.05.2002 at 14:16 #461072Skondið veður.
Á leiðinni á Snæfellsnes mjög hvasst.
En er við komum á jökulinn var lítill vindur glampandi sól eins
og best verður á kosið. Drógum fólk á slöngum og stigasleða upp jökulinn.Gátum keyrt eiginlega alla leiðina upp og röltum síðan afganginn upp á topp. Þar var heiðskýrt og skyggni yfir á Vestfirði og víða um land.
Rendu menn sér niður frá toppi niður allan jökulinn á skíðun, nema greið bílstjórarni sem þurftu að koma bílinum niður.
Er niður var komið áttu skíðakapparnir það á orði að þetta væri mjólkursýru brekka og á sunnudaginn væri harðsperrudagurinn mikli.
Keyrðum síðan aftur heim í brjáluðu roki ánægðir með góðann dag.
Kveðja Fastur
10.05.2002 at 16:33 #461070Æltum að leggja af stað upp úr (cirka) átta um morguninn
til frá Select í árbæ …Skemmtilegra leggja af stað fyrr svo maður sé um daginn á jöklinum.
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies