Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.12.2002 at 12:37 #465220
Sælir félagar
Hefur einhver séð/farið á Mýrdalsjökul eða eyjafjallajökul?
Eru þeir bara svell eða er óhætt að skella sér á þá næstu helgi?
Kveðja Fastur
10.12.2002 at 15:39 #465200Gaman að kíkja á Laka og laka gíga.
Kannski rúntur í lengra lagi en mjög skemmtilegur.
Með ám og smá svona stemmingu en ekki von á mikilli drullu eða grjóti sem eyðileggur dekk.
Einnig væri líka hægt að fara í Landmannalaugar og síðan að Fjallabaki.
Muna bara að láta bílana með loftinntakið við vinstra framljósið fara mjög rólega í ár. Flestar af þessum ám er hægt að fara eiginlega á þurru ef fær einstaklingur velur vaðið.
Kveðja Fastur
ps. Byðst velvirðingar á fyrri pósti í þessum þræði. Hann átti ekki heima hérna.
10.12.2002 at 13:10 #465124eða bara fyndið
Það virðist enginn þora að að vera ósammála þessu.
Ég hlýt þá að hafa hitt naglann á höfuðið.
Kveðja Fastur
10.12.2002 at 12:15 #465192Svona í tengslum við þetta.
Hefur einhver skellt sér á Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul nýlega?
Er hann sprunginn?
Er ekki bara klaki þeas enginn snjór?
Við félagarnir erum að fara í mörkina og langar að taka smá rúnnt þarna upp eftir..
Kveðja Fastur
09.12.2002 at 15:14 #464946Rúnar við getum hist á leikskólanum fyrir neðan hjá þér
og mokað smá .. ég á skóflu fötu og sigti.Við gætum jafnvel búið til kastala
Kveðja Fastur
09.12.2002 at 15:00 #465158Ég rakst einhvern tíman á fyrir löngu tölur um afl út í hjól fyrir ýmsa bíla.
Þær tölur litu töluvert öðrivísi út en þessar ágætu obinberu tölur frá framleiðindum.
Hefur einhver rekist á svoleiðis tölu?
09.12.2002 at 14:54 #465156Fann þessar offical tölur
Horsepower (EEC) 130 kW @ 4600 rpm
Torque (Nm) 290 @ 3600 rpmen hvað er hann á 1500 rpm ?
Kveðja Fastur
09.12.2002 at 14:50 #465154ég er með
orginal 4,0 hi output vél og hana vantar þarna í
Veistu hvar ég get fundið svona 3rd party tölur um hana?
Kveðja Fastur
09.12.2002 at 14:27 #465150Takk fyrir ábendinguna.
Er einhverstaðar hægt að finna línurit yfir afl/tog á netinu svo maður geti borið saman vélar?
Kveðja Fastur
ps. ég er ekki að fara að setja 500kg dísel vél í bíl sem er innan við 1700 kílo.
09.12.2002 at 13:21 #191881Sælir félagar
Hvort skiptir meira máli hestöfl eða tog?
Eða einhvert hlutfall á þessu sem er best svona eins og gullinsnið?
Ég hef spurt marga að þessarar spurningar og fengið ýmisleg svör sem eru oft í þversögn við það sem áður hefur komið framm.
Hef heyrt það þýðir ekkert að hafa endalaust tog ef þú hefur engin fá hestöfl á bakvið það.
og líka
Hestöfl skipta engu máli.. togið er það eina sem skiptir máli.
Þess vegna veit ég ekkert hvort hestöfl eða tog eru meira atriði.
Getið þið hjálpa mér að skilja þetta?
Kveðja Fastur
09.12.2002 at 11:36 #191879Sælir félagar
Ef patrol og toyota eru svona góðir bílar og miklu betri en allir aðrir afhverju endast menn þá ekki á sama eintakinu? Ég meina allir að tala um að kaupa nýju árgerðina, skipta um þetta, breyta hinu bla bla bla…
Er ekki málið að þegar menn eru með svona dýra fjárfestingu eins og patrol eða Landcruiser verða menn þá ekki að verja hana með því að segja að hún sé góð og aðrir eiga að gera eins?
Maður heyrir ekki að menn skipti jafn ört um aðra bíla. Sem hlýtur að vekja athygli hjá manni!
Hvað finnst ykkur?
Kveðja Fastur
23.11.2002 at 14:42 #464218Sælir félagar
Er þetta ekki spurningin um að hafa þetta 2 sérleiðir.
1. Þjófakrókar -> Hveravellir.
2. Hveravellir -> Setur
Því við félagsmenn ökum aldrei yfir leyfilegum hámarkshraða á þjóðvegum.
Kveðja Fastur
ps. Ég held ég fari strax að spara
18.11.2002 at 23:52 #464286Ein létt spurning.
Eruð þið bara ekki á of þungum bílum?
Hafið þið spáð í það?
Ég setti loftlæsingu í hjá mér að framan og hefur hún allt um það að segja hvernig bíllinn er í hliðar halla.
Þannig að þó bill á 15" breyðum felgum hafi staðið sig betur var þá ekki að einhverju öðru að gá?
Kveðja Fastur
31.10.2002 at 10:08 #463946Sælir
Eitt ráð ef þú lendir í því að affelga og dekkið vill ekki þéttast að er að vera með lítinn gas brennara og hita felguna þannig að snjórinn/ísinn sem er á milli bráðni.
Það er mjög leiðinlegt að vera í tómum vandræðum ef maður þarf að hafa alltof mikið í einu dekki því það vill ekki haldast þétt nema með miklum þrýstingi.
Einnig er reyndar sniðugt að hafa þetta ef einhver í hópnum er freðinn fastur (bremsur og ímislegt sem frýs eftir vatnasull) og þarf að þýða hann.
Kveðja Fastur
25.10.2002 at 15:53 #463800Sæll Þurs
Ég er með loftkælidæli í húddinu hjá mér ásamt 5 lítrakút undir bílnum. Þetta er búið að vera í 3 ár og ekkert vesend. Ef þú vilt kynna þér hvernig maður gengur frá svona er góð teikning uppi í Barka í Kópavogi. Þá ertu með olíu skilju á eftir loftkælunni og lætur það sem dropar af henni fara aftur inn í loftinntakið fyrir dæluna. Ef það er mikill raki í loftinu sest vatn í glasið sem hefði annars farið inn í dekkið.
Helsti kosturinn við þetta er að maður á nærri því endalaust lofti ef maður skemmit felgur dekk eða er duglegur við að affelga.
Ég er reyndar alltaf líka með kolsýrukút. Getur verið gott að hafa hann ef maður er gengur erfiðlega að fá dekk til að leggjast þétt að felgu. En reyndar er lausin á því frekar lítill brennari sem bræði snjóinn/klakann svo dekkið leggist almennilega að.
Menn segja síðan sögu af að það sé vont að fá loftkæli olíu og raka í dekkin. En menn segja líka að dekk skemmist vegna mikillar kolsýru notkunar. Ég hef hvorki reynslu né skoðun á þessum punktum en báðir hljóma ekki heimskulega.
Kveðja Fastur
24.10.2002 at 13:53 #459332Sælir
Wrangler 91
fullur af bensíni og á
38" dekkjum
og einhverju drasli innbyrgðis vegur 1680Cirka ferðbúinn með 2 farþegum og auka drasli
vegur hann 1900 kíló.mér finnst oft vanta að menn telji 2 fullorðna einstaklinga
með í för, meðal maður vegur 80 +/- 10 kg og hefur með sér 20 +/- 10 kg af farangri.. þannig að segja má að fullorðinn farðþegi vegi rúm 100 kíló.Um síðustu páska er ég viss um að hann hafi vegið hátt í tvö tonn með 120 lítrum af bensíni aukalega og mat í 6 daga.
Hef haft með mér vítöru á 33 tommu dekkjum og hún heldur vel í wrangler á 35" dekkjum í flestum tilfellum. Og oft keyrt í kringum okkur félagana á 38" dekkjum þegar við erum pikk fastir.
Kveðja Fastur
22.10.2002 at 17:47 #463580Sælir félagar
Ef GGI fer með satt mál að skálar hafi verið keyptir af Ferðafélaginu og seldir einka aðilum finnst mér þetta mál allt hið athyglisverðasta.
Fyrir utan að ekki hafi verið beðið eftir Svæðisskipulagi um hálendið finnst mér undarlegt að Svínavatnshreppur kaupi eignir og selji strax aftur líkt og um vinagreiða væri að ræða.
Eftir að hafa lesið í gegnum síðuna sem GGI benti á sýnist mér þeir gera lítið til að draga úr umferð og halda niðri komu fólks á fólksbílum. Með bættu aðgengi að hálendinu eykst umferð og álag á viðkvæmum svæðum. Staðir eins og Hveravellir og Landmannalaugar þola ekki mikið meiri ágang en nú er.
Gerð stíga og annara mannvirkja hjálpar en leysir ekki þessi mál. Með bætingu vega styttist tíminn sem tekur að komast á þessa staði og fleiri líta það sem góðann kost að kíkja við þó þeir muni ekki gista.
Einnig kemur mér á óvart að menn vilji sá í og búa til tún á þessum stöðum. Er það ekki hugmyndin með því að friðlýsa að láta náttúruna hafa eðlilega framvindu?
Kveðja Fastur
22.10.2002 at 11:47 #463626Sælir félagar
Ég skil mjög vel að félagi Emil hafi verið pirraður.
Það tekur mjög í mann að koma í skála sem hitnar ekki á skömmum tíma. Kom um páskana fyrir tveim árum í Jökulheima og gisti í stóra skálanum og þar var olíu laust. Sem var ekki mjög skemmtilegt eftir 16 tíma ferð í krapa og leiðindum með festum sem tóku allt að 4 tíma. Þar sem flestir voru orðnir verulega þreyttir og hrakktir.Þannig að ég spyr í einfeldni minni .. er ekki betra að hafa aðeins þrengra en hlýtt heldur en nóg pláss og kalt?
Kveðja Fastur
22.10.2002 at 11:23 #463574Sælir félagar
Mér liggur forvitni að vita hvort einhvað liggji einhver góð ástæða að bakið þessari ákvörðun eða hvort þetta sé bara í takt við aðrar hækkanir í þjóðfélaginu.
Nú þegar allt er búið að hækka vegna veikingu krónunnar hefur fátt lækkað í verði við styrkingu hennar.
Nú hef ég eigi tekið eftir því að verðhækkun hafi orðið á heituvatni á Hveravöllum og spyr hvort ég hafi misst af einhverju í því samhengi?
Setrið veit ég lítið um rekstrarlegann hlutann á en myndi ég þó halda að ef menn væru duglegri við að greiða skálagjöldin hefði ekki þurft að koma til hækkana.
Kveðja Fastur
02.10.2002 at 23:28 #463424Hæ
Þegar ég var að breyta mínum wrangler þá fann ég alskonar gorma kit til að breyta YJ 97 – 01 fyrir allt upp í 38".
Mæli með því að þú farir á http://www.google.com og sláir in í leitina
wrangler lift kit 35" 97
og þá færðu helling af linkum til að vinna þig út frá
Kantana færðu síðan hjá bátasmiðjunni í hafnafirði
Ég á símann hjá þeim einhverstaðar ef þig vantar hann.
Kveðja
Fastur
-
AuthorReplies