Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.02.2003 at 15:31 #468128
Drengir drengir
Diskhraði og Diskahraði er ekki það sama
IDE virkar fínnt í einmenningstölvu og vélar án álags.
IDE svínvirkar fyrir klippar á vídeoi og annað slíkt séu diskar strípaðir saman.
SCSII svín virkar í fjölnotendaumhverfi þar sem að eftir farandi á við
margir diskalestrar eru gerðir samtímis.
diskalestrar eru úrröð(out of order).
Til eru í dag ide diskstýringar sem styðja sumt af þessu og gera það misvel. Ég keyri margar vélar með vefþjónum og póstþjónum og vefselum vítt og dreyft um bæinn. Og það skal enginn segja mér að IDE diskar séu jafn hraðvirkir í slíka vinnslu. Meðal sóknartími fyrir marga littla skráarbúta er yfir leit umtalsvert hærri hjá IDE diskastæðum því SCSII controlerar eru yfirleitt munhraðvirari með meira skyndiminni og betri reikniritum sem ákveða hvaða gögn eru sótt í hvaða röð.
IDE diskar eru orðnir hraðvirkari og hagkvæmnari
en
IDE diskstýringar eru verri í all flestum tilfellum.Kveðja Fastur
07.02.2003 at 18:29 #468048Þið sem eruð í bænum og fylgist með þá vildum við gjarna fá fréttir af gangi mála og allt er í óefni.
Arnór er í hópnum hjá okkur og er með símann: 8532016
Ferðatilhögun:
Við Förum í kvöld á Hveravelli um Kjöl.
Gista þar og leggja síðan árla morguns í Setur um Kerlingafjöll.
Ef færi er vont þá munum við snúa við af Kyli og fara sóleyjarhöfðavaðið ásamt allri hersingunni.
Kveðja Fastur
07.02.2003 at 17:57 #468046Eru allir í f4x4 búnir að setja skottið á milli lappanna ..
Ég held að þið teljist ragir allir sem ein heild.
Ég ætla allavegana ásamt ferðafélögum mína að reyna við Hveravelli og fara síðan Kerlingfjallaleiðina.
Ég hringdi í Hveravallabóndann og hann sagði mér að það hefði ringt og fryst aftur .. þannig að það væri hart með púðri í sköflum. Mesti snjór vetrarins væri mættur þar.
Við leggjum af stað fyrir 8 og vonumst til þessa að hitta einhverjar hetjur á þessari leið.
Kveðja Fastur
ps. endilega takið þetta til ykkar … og ég sendi ykkur mnt símann hjá mér á eftir
06.02.2003 at 23:23 #468042Hvernig er það
Þorir enginn að reyna við Kerlingafjallaleiðina?
Og fer bara einn bíll á laugardeginum upp eftir?
Ég er enþá að velja leið og dag.
Kveðja Fastur
05.02.2003 at 14:21 #467872Ég held að ég geti látið flytja bílinn minn með þyrlu all oft á flesta áfangastaði miðað við verðið á þessum bílum sem þið flestir þykist vera á.
60 þúsund tímmin.. og delta í verða 4-6 milljónir gera í mínum augum slatta margar ferðir sem ég get látið skutla mér. 😀
Kveðja Fastur
ps. mig langar nú samt alveg í einhvað að þessu mega gizmo 2000 með sjálvirku dóti og afl hræringu
04.02.2003 at 17:47 #467866Smá
Ég held að þetta með nýjungarnar sé oft bara spurningin um á hverju er þörf og hvað hentar hverjum bíl fyrir sig. Og í hvað bíllinn er hannaður.
Þannig að gormar/fjaðrir/loftpúðar
rafmagn í rúðum / loftþrýsting stýrt innan úr bíl / bla bla bla
pró tæki 2000 með sjálvirkni mælibreytingar jöfnunar hækkunar kitti ..
Og flestir hérna eru á DC grútarbrennara með rör að framan .. Vælandi um að þeim langi í forþjöppu og millikæli.
Já margt er nýtt og gott svín virkar en engin raunveruleg þörf á því. Ég veit ekki betur en Wrangler komi í dag í útgáfu sem er fulllæst með skriðgír og einhverju svona gismo 2000 en lítur eins út að utan.
Og ekki má gleyma öllum þessum sem eru með GPS tæki .. kunna ekki að lesa á það. Hvað þá heldur að setja inn route og snúa henni við til að komast til baka.
Það er alltaf gott að hafa nýjann flottan búnað en maður verður að læra á hann og kunna að nota hann. Annars er þetta bara listi af flottum orðum og skammstöfunum.
Kveðja Fastur
04.02.2003 at 15:00 #467838Sælir smá svona pæling
Mér finnst að það eigi koma nmt/iridium símaskrá allra þeirra hópa sem ætla á blótið á netið fyrir hádeigi á föstudag.
Þót klúbburinn standi ekki fyrir ferðunum heldur bara samkomuma finnst mér í lagi að hann sé með smá forræðis hyggju og láti menn sem eru ákveðnir eru í að fara og telja sig virðulega ferðalanga eiga að skilja eftir síma svo hægt sé að fylgjast með þeim og svo þeir geti einnig orðið sér út um hjálp hjá nálægum bílum ef einhvað kemur upp á. Því við erum nú allir að fara að hittast og skemmta okkur. Þá er alveg í lagi að við hjálpum aðeins að ef einhver þarf á því að halda.
Kveðja Fastur
03.02.2003 at 13:58 #467566Á réttri viku hef ég heyrt af 2 bílum með manual lokum sem hafa gefið sig.
Og af allnokkrum fyrir það. Litli bróðir minn skipti um manual lokur á bílnum sínum. Ég held bara að þú hafir lítið heyrt um það. Það er öllu jafna talað meira um þegar þetta vacum drasl er að klikka á þessum sem eru með þannig lokur. Ef þú brýtur manual lokurnar eru þær gallaðar en hinar bila.
Ég er með svona automatic lokur sem veldur því að mér finnst ekkert mál að setja í og taka úr fjórhjóladrifinu. Og þess heldur lendi ég ekki í því að komast ekki neitt af því að ég tók aðra lokuna af og setti hina á.
Kveðja Fastur
03.02.2003 at 12:27 #467504Erhm það sást svo lítið að ég held ég hafi einungis tekið 3-4 myndir úr ferðinni.
Ég meina afhverju að taka mynd þegar maður sér ekki fram af húddinu og keyrir eftir gps?
En þessar fáu myndir koma inn undir albúminu mínu eftir 20 mín.
Kveðja Fastur
03.02.2003 at 00:10 #467490Smá svona saga.
Við lögðum af stað rétt eftir 17:00 á föstudegi.
Við félagarnir fórum á 3 bílum í átt að Langjökli.
Vorum hefðbundinn tíma í Húsafell.Byrjuðum á því að hleypa úr þar sem Kaldadals afleggjarinn er. Það gékk síðan ágætlega að komast upp þar sem maður beygir af veginum um Kaldadal að Langjökli. Eftir að við vorum komnir yfir brúnna þar gerði svo blint að við sáum ekkert og reyndum að keyra eftir gps. Það gékk ekki betur en svo að undirskrifaður keyrði á hraun og settist með kúluna á aftur hásingunni á hraun. Urðum að tjakka upp bílinn og keyra hann út af klettinum tjökkuðum upp.
Fyrst þetta gékk svona ílla fengum við sjálfboðaliða úr hópnum til þess að ganga á undan bílunum. En veðrið og færðin var þannig að eftir 20 metra var göngugarpurinn kominn í snjó upp að mitti og byrjaður að kala í framan. Þá var ákveðið að bíða aðeins og halda áfram með hlé var að skafrenningnum. Sú aðferð var notuð upp að skála. En þegar við vorum komnir þar sem gps-punkturinn fyrir skálann var urðum við að bíða í rúmar 10 mínútur þangað til skyggnið var 10 metrar og við sáum skálann. Við ákváðum þá að bíða af okkur veðrið og leggja okkur í bílunum. Þá höfðum við verið rúma 5 tíma frá brúnna á kaldadal inn að Skála.Eftir klukkutíma svefn eða rétt um 3 um nóttina byrjuðum við að herja á jökulinn. Gékk ágætlega fyrstu metrana. Síðan verr. Hleypt úr í 3 pund. Komumst aðeins lengra. Hleypt úr í 2 pund. Keyrt upp lengra. Hleypt úr í 1,5 pund. Tekið áfram 0,5 til 4 bíll lengdir hálfa aftur á bak. Eftir að hafa gert þetta í 3 tíma og rétt komist 1/3 að næsta punkti eftir skála. Var snúið við og komið sér í bændagistinu.
Laugardagur klukkan 14:00 (eftir svefn)
Hringt á Hveravelli fengnar fréttir af fólki. Heyrðist að einhverjir hefðu farið klukkan 3 af stað og komið klukkan 8. Svo við hugsuðum okkur hey hey hey. Keyrum bara kjöl. Skutumst suður fyrir jökul og komum klukkan 18 að Geysi í Haukadal. Skutumst síðan upp eftir hva mið myndum verða komnir svona á milli tíu og tvö um nóttina upp eftir. Því það væru ekki nema 5 tímar alla leið á Hveravelli. Því það hlytu nú að vera för sem við gætum elt.Einmitt ekki. Rétt eftir Hvítárvatn datt aftur drifskaftið unda Cherokee sem var með í för. Boltarnir sem halda krossinum á jókanum slitnuðu í burtu. Þó allir varahlutir væru með í för gátum við ekki losað brotin úr jókanum. Svo við skildum bílinn eftir og fórum áfram tví bíla.
Þegar klukkan var rétt um miðnætti vorum við að koma að Kerlingafjöllum hittum við mann á bíl á 44" dekkjum sem sagði okkur að það væri ekki fært með góðu móti inn í Setur en það væri fólk í Kerlingafjöllum og við gætum gist þar. Þar Hittum við á fólkið var(að við héldum) 5 tíma inn á Hveravelli og fengum að vita að þeir voru 14 tíma á Hveravelli. Svo við fengum skála að láni og grilluðum og skelltum okkur í rúmið( vel þeginn svefn).Sunnudagur (í dag)
Fórum samferða á 8 bílum í blind bil til byggða suður Kjöl. Ferðin gékk ágætlega tók rétta 6 tíma. Keyrt eftir gps mestann hluta leiðarinnar. Tókum Cherokee-inn hans ferðamassa og bundum hann aftan í mig(fast). Síðan var hann dreginn til byggða með. Bjargaði ótrúlega að hann var með drif að framan. Er komið var niður að gullfossi fór einhvað að ganga erfiðar að draga. Þá hafði sjálfskiptingin einhvað gefið sig og vildi ekki skipta úr 1 gír. Svo bíllinn var dreginn 60 – 80 km hraða í þessari blíðu niður undir Ingólfsfjall. Þar keyrði hann í fyrsta gír meðan bætt var á bensínið á dráttarbílnum(ég er viss um að hafa eytt ca. 40 á hundraði við að draga hann í rokinu). En þá vor svo vont veður undir Ingólfsfjalli og á Hellisheiði niður fyrir littlu kaffistofuna að á þeirri leið var 40 km hraði sem cherokee-inn komst á umferðarhraði.Svo nú er búið að taka allt dótið úr bílnum og ekkert annað að gera en að skella sér í háttinn.
Hvernig er það .. telst þetta þorrablót hafa farið framm?
Ég myndi eiginlega segja að þetta væri Þorra og Káramót/blót þvílíkur vindur sem var í þessari ferð úff.Kveðja Fastur
ps. Þetta er skrifað með fyrirvara vegna þreytu og svefnleysis.
30.01.2003 at 17:46 #467262Við erum einmitt búnir að ákveða að verða á svipuðum tíma ..
fara upp úr 2
Kveðja Birkir
30.01.2003 at 12:49 #467258Sæll Lilli
Hvenær er stemmt að því að leggja af stað úr bænum?
Við ætlum af stað einhverntímann milli 6 og 8.
Kveðja Fastur
30.01.2003 at 12:12 #467254Ég vildi bara láta vita ef einhvern langar að verða samferða norður langjökul á morgun (föstudag) og gista á Hveravöllum á föstudagsnóttina. Og taka síðann lokasprettinn inn í Setur á laugardag með viðkomu ( ef veður leyfir) á Hofsjökli.
Veit einhver við hvern maður á að tala til að panta gistingu á Hveravöllum í dag?
Kveðja Fastur
27.01.2003 at 20:58 #467144Sælir
Ég hef notað hin ýmsu Garmin tæki og verið ánægður með þau öll . Einnig hef ég alltaf fengið topp þjónustu í R. Sigmundsson.
Varðandi hvaða eiginleikum tækið sjálft á að vera búið fer eftir því hvernig þú ætlar að nota það.
1. Ætlarðu að labba með tækið?
2. Ertu með tölvu í bílnum?
og svo framvegis.
Þeir í R. Sigmundsson munu ráðleggja þér vel og segja þér alla kosti og ókosti hvers tækis. Einnig eiga þeir allt sem þú þarft til að festa tækið í bílinn.
Einnig er kostur að margir af þeim sem þú hittir á fjöllum eru með Garmin tæki og geta leiðbeint þér ef þú ert í einhverjum vandræðum.
Kveðja Fastur
27.01.2003 at 17:51 #467078ja.. sko ég vill að minnsta kosta borga minna fyrir minni skemmtun.
Það væri eðlilegra að það kostaði minna á lélegar myndir í bíó eins og það er ódýrara að vera á grútarbrennara.
Kveðja Fastur
26.01.2003 at 22:03 #466996Er einhver reynsla af þeim sem 38"?
Kveðja Fastur
ps. bara að spá fyrir næsta vetur
25.01.2003 at 01:11 #466944Smá svona innskot.
Bruni er þegar efni oxast eins og þegar bensín brennur og líka þegar járn ryðgar eða ál tærist. Ál duft sem kemst í snertingu við súrefni springur(ef það myndaðist í loftfyrðu umhverfi) en gengur snöggt í samband við súrefni á þess að þú sjáir það þegur þú sverfur það með þjöl.
Sprenging eru þegar einhvað þennst mikið út á stuttum tíma. Til dæmis verður gufusprenging ef þú hitar vatn með fljótandi málmi.
Í stuttu máli:
Bruni = oxun
Sprenging = Snögg þennsla efnis
Kveðja Fastur
ps. Við að hafa vatnið í sprengihólfinu eykst þrýstingurinn en hitinn minnkar. Við viljum meiri óreyðu(þrýsting) í brunahólfið.
23.01.2003 at 13:19 #466680..
Mér sýndist það stefna í kafsund á myndinni.
Þessa lýsingu ættir þú að setja með myndunum.
Menn eru alltof gjarnir í að vaða beint út í vatn á þess að spá í hvað sé best að gera.
Kveðja Fastur
20.01.2003 at 10:38 #466750Já Rúnar
Það er alveg sitt hvor hluturinn ef menn eru með flækjur eða ekki. En annað sem kemur ekki framm fjá flestum er að ef þú ert búinn að koma loftinu á hreyfingu verður undir þrýstingur er opnun á sér stað og það léttir róðurinn fyrir turbínulausar vélar. Ef þú ert með túrbínu er hún með pressað loft fyrir framan sig og þar af leiðandi ekkert ganga í lofti sem er á hreyfingu fyrir aftan hana(skiptir ekki megin máli).
Samkvæmt þessari speki ætti sverara púst að gefa meira á túrbínu bílum. Ef menn eru með flækjur og slíkar æfingar þá þarf sverleiki pústsins að vera þannig að skriðþungi útblásturssins nýtist við að tæma cylinderinn.
En svo er það spurning hvað vélin þarf að vera rúmtaks mikil til að þessi auka tomma skipti verulegu máli.
Kveðja Fastur
18.01.2003 at 02:01 #192011Sæll Bazzi
Værir þú ekki til í að segja hvernig fór fyrir bílnum í krossá í myndaalbúminu þínu. Þetta lýtur mjög spennandi út. Kannski skella smá texta við hverja mynd.
Kveðja Fastur
ps. oft gott að fara undan straumi í ár eins og Krossá
-
AuthorReplies