Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.03.2003 at 11:09 #470714
Góðar spurningar
Mín reynsla
Þá fer þetta eftir því hversu mikið þú ætlar að ferðast yfir há veturinn.
35" dekk bera bílinn allann fjandann. 35" og læsing bera hann enþá meira og hjálpar mjög þegar í vandræði er komið.
35" dekk eru mun skemmtilegri í keyrslu og í sumarferðir.
Ég hef einungis 3 sinnum lennt í því færi að 35" sé of lítil dekkja stærð undir bíl sem er ca 1800kg. Það liggur mun meira í bílstjóranum heldur en dekkjunum.
En á 38" með læsingu að framan hef ég farið helling og sjaldnast verið dragbýtur.
Meira drif og betra flot með 38" dekkjum fellst aðallega í lengri bana sem liggir á snjónum og ber þyngdina. Stundum er virkar 35" með fínu mynstri betur en 38" mudder. Þannig að mynstrið hefur sitt að segja.
38" dekk eru yfirleitt 2"-3" breiðari enn 35" dekk og út frá því einu færðu meira flot plús það að dekkin eru hærri og því lengist banin sem er aftur meira flot. Oft vill muna miklu um 0,5 pund í loftþrýstingi um hvort bíll fljóti eða nái gripi í snjó svo það hlýtur að skipta máli með aukið flatarmál.
Ég myndi byrja á því að fá mér góðann vanann aðstoðarbílstjóra til að kenna akstur í snjó áður en farið er út í miklar breytingar. Það er mun ódýrara og hvort sem þú endar á 38" dekkjum og harðlæstur eður ei nýtist sú þekkingin helling.
Kveðja Fastur
ps. f4x4 ætti að leigja aðstoðarbílstjóra til að kenna mönnum að keyra. Ég græddi helling á mínum.
pps. Ég hef ekki vit á því hvort bíllinn þinn beri stærri dekk eða ekki né hvað þarf að gera svo ég ætla ekkert að seigja til um það.
12.03.2003 at 16:11 #470576Daginn Luther
Ég myndi ekki þyngja bílinn um 200-300 kíló vegna einhverra draumóra um dísel eyðslu.
Dísel í wrangler/willys/cherooke er fjarstæða í litlum bílum eiga að vera léttar vélar.
Ég held að þú sért að hugsa um að fá þér dc eða l200 eða einhvern af þeim bílum en þorir ekki að viðurkenna það. Það er ekkert að því að vera á grútarbrennara en ef þú vilt vera á svoleiðis láttu hann líta rétt út.
En að öllu hjali slepptu vill ég spyrja hvað átti maðurinn í Þorrablóts ferðinni við þegar hann sagði við mig eftir að hafa tætt í gegnum skafla og fengið bílinn til að plana á snjónum þegar hann mælti:
"Það er líka gaman að vera á dísel"
Ég bara spyr
Kveðja Fastur
ps. Luther ég var farinn að sakna þín 😀
10.03.2003 at 16:15 #470168Félagar
Eruð þið þessir sem eyðið svona littlu á hundraði ekki bara með skekkju í hraðamæli?
Ég fór frá 35 yfir í 38 jókst eyðslan um 1 líter á hundraði sem er ekki mikið. En samkvæmt vottun sýnir kílómetrateljarinn hjá mér 4% of lítið eftir breytinguna. Sem segir mér að bílinn minn eyða ca 18 á hundraði innnan bæjar.. og sem segir mér það líka að ég hafi ekki haft hugmynd um það hvað hann var að eyða á hundraði áður ég fékk vottunina.
Og svo er líka eitt ef þú býrð í Grafarvogi og vinnur í Hafnafirði .. þá telst daglegur akstur þinn ekki innannbæjar keyrsla heldur utanbæjar keyrsla.
Við að flytja í 101 rvk veit ég að eyðslan fór alveg í rugl núna er ég stundum með 30 á hundraði og stundum með 18 alveg eftir því hversu oft ég yfirgef miðbæinn.
Þannig að mínar forsendur að eysðlu eru ekki þínar forsendur.
Þó ég eigi ekki LC 90 þá á þetta samt við um allar bifreiðar.
Kveðja Fastur
10.03.2003 at 10:18 #470256Ætli flippi dragi andann meðann hann skrifar þessar klausur sínar?
Kveðja Fastur
07.03.2003 at 15:14 #470098Er þetta ekki óþarfi að koma með málefnalega umræðu hérna.
En svona fyrst hún er farin í gang er hægt að stilla hvernig sjálfskiptingar koma inn?
Og hafið þið sjálfskiptingar kallar einhverjar reynslu sögur af mismunandi tog breyti (torq converter).
Rúnar ég líkt og þú hef verið að keyra í fyrsta í lága án þess að snerta eldsneytisgjöfina. Ég held það hjálpi með eyðsluna.
Kveðja Fastur
05.03.2003 at 19:49 #470022Umboð Amerískra bíla geta ekki verið með.
Það er ekki hagkvæmt. 2 dæmi
1. Ford bronco fullt af eldgömlum bílum í umferð.. engin ástæða til að endurnýja. Fullt af ódýrum varahlutum.
2. Willys fullt af bílum alveg niður í 45 og eldra enþá á götunum. Fullt af varahlutum á ódýru verði.
Bara svona til umhugsunar..
KVeðja Fastur
05.03.2003 at 11:05 #469864Hvar eru Luther og BÞV þegar svona skemmtilegar umræður eru í gangi.
Kveðja Fastur
04.03.2003 at 12:02 #469784Ekki skemmtilegt að lendi í þessu.
Enda var ábendingin ekki ásökun heldur bara tilmæli um að hafa það í huga.
Sjálfur hef ég undið bandið untan um hendina og sagt "action" þegar einn aðilinni benti mér á að ég var búinn að gera það sem ég skammaði manneskjuna sem fór á undan mér á slönguna að gera.
En mér fannst viðbrögðin hjá stelpunni að hringja í 112 rétt. Hún hafði engar frekari upplýsingar og þeir í 112 eiga að vera úrræða góðir í svona málefnum.
Kveðja Fastur
04.03.2003 at 11:25 #469778Sæll Eik
Ég vill bara lauma einu að.
Þegar er verið að draga ungna sem gamla á slöngum aftan í bíl skiftir miklu máli að lykjan sem "farþeginn" heldur í sé inni í lófanum fremur en utan um hendina.
Ef "farðþeginn" dettur af á hann ekki að hanga á hendinni heldur missa takið. það er betra að labba smá heldur en að vera með laskaða hendi.
Ég er ekki að skammast svona bara benda aðeins á.
Því maður vill að allt ferða fólk komi heilt heim.
Ferðakveðja
Fastur
03.03.2003 at 22:55 #469826Flippi
Ég hef komist af niðurstöðu.
PROSAC
Þú hlýtur að vera að taka prosac.
En á gamla 35" bílnum mínum fór ég allann fjandann svo mér finnst þetta alls ekki merkilegt.
Eins og þú segir þá fer maður helvíti langt á bílstjóranum.
Þú mátt endilega ef þú sérð mig einhverstaðar pikk fastann þá máttu endilega kippa í mig. Það er ekkert skammarlegt að þyggja spottan. Það er hluti af sportinu.
Kveðja Fastur
03.03.2003 at 16:24 #469946Sæll eik.. það á ekki að vera algengt
Helstu mistök manna eru að hafa ekki rauðspritt á kerfinu hjá sér.
Rauðsprittið kemur í veg fyrir að ef raki kemt í kerfið þá frjósi það.
Kveðja Fastur.
03.03.2003 at 13:57 #469810Fastur eða ekki fastur það er spurningin!
Ja sá sem hefur aldrei fests, þurft spottann eða mokað ferðast bara á malbiki að sumarlagi en ekki utan vega á vetri til eða er stórkostslega heppinn.
Ég er ferðast nú yfirleitt með hrísgrjónagrútarbrennurum. Svo ég er ekkert á móti þeim. Það er gaman að sjá þá minka í baksýnisspeyglinum.
En eins og ég sagði .. þá var ég bara að tala um skemmtanagildið. Ekki hvað þú dreifst. Ekki hvað þú komst langt. Ekki hversu lengi þú varst á leiðinni. Ekki útsýnið. Heldur fjörið í að tæta þangað upp eftir.
Kveðja Fastur
ps. Eða var það prosac sem ég var að hugsa um
03.03.2003 at 10:59 #469806Úff ..
toyota sem kemst lengra en toyota .. það er alveg skiljan legt.
það er ekki bara dekkja stærð .. það er líka mynstur heildar þungi bíls og bla bla bla..
Ég hefði allavegana aldrei nennt að fara á 2,4 disel þarna uppeftir. Nema að taka valium áður. Ég meina þetta eru nógu kraflitlir bílar með túrbínu og millikæli.
En eins og var sagt við mig í seinni þorrablótsferð f4x4: "Það er líka gaman að vera á Dísel!". En ég á bara eftir að skilja hvað það gaman er.
Kveðja Fastur
26.02.2003 at 14:24 #469510Já til er ég ..
Segðu bara hvenær þú losnar…
Kveðja Fastur
26.02.2003 at 13:54 #192244Félagar
Sjáið þið veðrið hérna í bænum. Ef þetta ekki drauma ferðveðrið. Ég verð bara að spyrja hvað í fjandanum er það að gera á virkum degi?
Mig langar út.
Kveðja Fastur
25.02.2003 at 15:31 #469370Staðir!!
Fullt af skemmtilegum stöðum til að fara á. Yfirleitt fljótlegt að fara í Landmannalaugar og lækurinn er yfirleitt betri á veturnar vegna minna grunnvatns.
Hveravellir eru líka skemmtilegir en samkvæmt lýsingum síðustu helgi ekki spennandi staður að fara á (tók 17 tíma að fara Langjökul).
Það er líka góður skáli í nálægð við laug á Fjallabak syðri. (man bara ekki hvað hann heitir)
En það borgar sig alltaf að bóka skálann. Þá hefur þú forgang í hann. Hefur oft komið fyrir að skálar séu fullir og fólk komist ekki fyrir. Einnig með því að athuga með skálann getur þú komist að því hvort hann sé í lagi og hvort þurfi að fara með gaskút í hann. Sem mun bara létta þérlífið þegar þú ert kominn á staðinn.
Vertu viss um tvennt nóg eldsneiti og að nóg kunnátta sé á leiðar tækjum (gps-tækjum,landakortum,áttavita) lærðu leiðina sem þú ætlar og settu viðkomandi rútur(route) inn í tækið áður en lagt er af stað. Lærðu að snúa þeim við og virkja. Það er alltof algeng að hitta fólk á fjöllum sem er hálf tínt því það veit hvar það er en ekki hvert það er að fara.
Kveðja Fastur
25.02.2003 at 15:12 #468884Sælir drengir
Það er frekar satt með þetta vimót innann klúbsins. Að dekk undir 38" séu ekki dekk. En ég held að flestir séu sammála töflunni frá frá útivist um dekkjastærð og erfiðleika stig í ferðir.
Það er stutt síðan ég kom á 38" dekk og líkar vel.
Ég var líka á lödu sport á 31 tommu dekkjum og fór alveg helling. Allar sumar ferðir á alla vondustaðina sem allir hini r montuðu sig á að hafa komist. Einnig keyrt framhjá 38" bíl sem var verið að draga upp úr á því hann kunni ekki að lesa vaðið. Dífði líka bílnum í á upp á miðja framrúðu og lifði hann það samt af á þess að stoppa.
Var síðan á 35" wrangler í félagi með 38" DC og 35" pajero og 33" stuttri vítöru. Þar sannaði sig að vitaran fór í 90-95% tilfella það sama og 38" dc og eins var með pajero-inn og wranglerinn.
Einungis einu sinni lennti ég í þeim aðstæðum að 38" dekk og afleysi voru betri en 35" og afl. Þetta var á leiðinni í algjörum púður snjó á leið á Grímsfjall páskana 2001. Heyrði um ferðir þessar helgi þar sem heila ferð var ekki hægt að taka fram úr öðrum því menn komust ekki úr sporinu.
En annars verða menn að sníða ferðir eftir farskjóta.
Það er mjög færi í skemmtilegar ferðir á Skjaldbreið og Langjökul síðari hluta vetrar. Menn verða bara að hafa vit á því að hætta við ef allt er í rugli(líkt og þegar fyrra blótið í ár var).
Þannig að þó margir hérna röfli um barbíe á 38" eða Datsún á 38" er alveg nóg rúm fyrir hina meðal okkar. Ökumaðurinn er oftast rúmlega 50% af drifgetu bílsins.
Kveðja Fastur
19.02.2003 at 10:10 #468772Suðurlands hetjur
Ég verð bara að taka undir með Birni það er frábært að fá myndirnar svona strax á netið. Minnar mann svolítið á páskaferðina 2001 sem var smá svona sulli’n’bull ferð. En þið eruð hetjur.
Endilega að fá fleiri myndir.
Kveðja Fastur
13.02.2003 at 14:30 #465732Kauptu það og þrýsting mæli í barka.
Stillir það með skrúfu og kosta ca 2000 kall með mælinum.
Kveðja Fastur
11.02.2003 at 21:35 #468210Ef ykkur langar til að sjá myndirnar frá þeim sem höfðu kjark í alvöru ferð á Þorrablótið þrátt fyrir ófarir fyrri tilraunar. Þá eru þær [url=http://birkir.nt.is/jsp/base.jsp?q=ferdalag/myndir/2003_02_thorrablot_02_taka_2/:2isln30u]hér[/url:2isln30u].
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies