Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.09.2003 at 01:50 #476204
Ok við skulum reyna aftur.
Hver er munurinn á sendistyrk á 1/4 og 1/2 loftneti?
Hver er munurinn á móttökugæðum á 1/4 og 1/2 loftneti?
Ef ég er með rétta/góða standbylgju.
Kveðja Fastur
09.09.2003 at 13:33 #192854Sælir Félagar/Félögur
Ég er aðeins að velta fyrir mér með vhf loftnet.
Er til besta lengd x fyrir loftnet upp á að nota tíðnir f4x4?
Ef svo er græði ég einhvað á því að vera með lendina 2x á loftneti?
Græði ég sendistyrk?
Græði ég betri móttöku?
Græði ég enn betri móttöku með 2x loftnetinu en með x?Er einhver munur á lofnets tegundum? (þeas efniviðurinn sem þau eru gerð úr).
Kveðja Fastur
06.09.2003 at 20:01 #476106Sæll elli
Ég get sagt þér að ég hef ferðast helling með 33" vitöru og hún svín virkaði ..
Bílstjórinn var reyndar fínn.. En þetta var littli bíllin og ekki v6 heldur bara i4. Og hann var að virka eins og 35" wrangler oft á köflum og hélt alveg við okkur hina, 35" wrangler, 38" dc, 38" willy’s ..
En málið er að það eru færi sem hennta mis vel öllum bílum. Og hann átti stundum í engum vandræðum er 38" varð að berjast fyrir lífi sínu og öfugt.
En fyrir léttari vetrar ferðir er þetta miklu meira en nóg breyting á slíkum bíl.Þannig að ég held að þetta sé frekar spurningin um hvað ætlar þú að gera og hversu mikið ætlar þú að breyta .. ekki bara hvort að það sé einhvað vit í að breyta þessu.
KVeðja Fastur
29.08.2003 at 17:27 #475932Sælir félagar
Ég hef verið í bíl sem fór hring á ágætri ferð og lennti á toppnum á sæmilegri ferð(ca 70km/h). Bíllinn var með veltibúri/grind sem hélt mjög vel, skekktist einungis smá.
En flaska sem var lokuð í kæliboxi sem var vel hertri teygju flaug úr kæliboxinu og í höfuðið á einum farðþeganum. Sem betur fer varð ekki meira tjón af því en mar í andliti.
En ekki hefði ég viljað vera í bíl án veltibúrs/grindar því bíllinn var vel ökuhæfur með smá skemmt á bretti og þaki eftir hringferðina. Miðan við höggið og lætin í veltunni og það sem maður hefur séð veltigrindar lausa bíla gera myndi ég segja að þetta væri algjört öryggistæki og menn eiga ekki að vanmeta það.
Kveðja fastur
25.08.2003 at 15:38 #192820Sælir Félagar
Haldið þið að maður eigi að segja hvað manni finnst eða hvað maður vonar?
Kveðja Fastur
25.08.2003 at 13:57 #475684Sælir félagar
Ég geri eins og SkúliH og það svín virkar.
Og bílinn hjá mér hefur verið þýður í gang í 28° frosti. Og ekki til vandræða.En hafið velt fyrir ykkur hvort limited slip 90W olían sem er á tregðulæsingunum sé nálægt því að geta runnið. Því hún vart rennur við 5°.
Kveðja Fastur
20.08.2003 at 11:18 #475712Ég heiti fastur og bensínbrennari.
Hefur einhver prufað þetta í bensín bíl?
Á heimasíðu Hiclone félaga tala þeir um meiri aukningu á bensín bílum vs. díselbílum.Og þá hefur einhver prufað þetta á stærri vélum 4L og upp úr?
Og hvort kemst meira loft í brunahólfið eða betri blöndun í því?
Kveðja Fastur
ps. Miðað við hvað dísel á að eyða littlu hefði maður haldið að svoleiðis menn þyrtu þetta ekki út á eyðsluna en þeir þurfa þetta út á aflið. Nema teddi hann er með alvöru díselvél
20.08.2003 at 11:12 #192811Sælir félagar og vefstjóri
Hefur það mikið furðað mig hversu langann tíma tekur að fá viðbrögð í kannanir þær eru á forsíðunni. Ég er ekki neitt ægilegt vefgúru en þó veit ég það að flestir eru með það lélega upplausn á tölvunni hjá sér að þeir sjá ekki könnunina um leið og þeir koma inn á síðuna og smella á spjallþræðina.
Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort eigi ekki að færa skoðanakönnunina ofar á síðuna svo fólk sjái hana frekar.
Þá myndu fleiri taka þátt og hún verða marktækari.Kveðja Fastur
14.08.2003 at 19:07 #475584Sælir félagar
Pappasíur bólgna út og verða þéttar(minna lekar) ef mikill raki er í loftinu. En K&N síur eiga ekki að gera það og hef ég aldrei heyrt kvörtun undan því þar. Þannig að það er svolítið að græða á því að fá sér slíka síu.
Kveðja Fastur
14.08.2003 at 17:29 #475576Ég hef smá tilhneygingu við að vera sammála Rúnari.
Ég er með 4.0l high output wrangler með flækjum og verð að segja að hann varð sprækari.
En við svona vísindalegar mælingar (svona eins og tími í hundrað og tími í 60 upp bratta brekku). Var ekki jafn mikilll munur og af er látið.Ég mesti munur sem fékk út á þessu var rétt um 3-4% í tíma.
Þannig að ég held að þetta hafi meira að gera með andlegu hliðina.
Kveðja Fastur
ps. Ég er reyndar búinn að stækka loftinntaks opið á undan filternum hjá mér.
07.08.2003 at 11:35 #475334Ég hélt þú vissir allt!
Kveðja Fastur
31.07.2003 at 19:02 #475136Ég skipti um hlutföll í mínum bíl 91 wrangler 4.0L hi out og fór í 4,56.. Ég keypti þau beint af benna og þau kostuðu cirka 20 kall stykkið eða 40 í heildina.
Ég er mað dana 30 að framan og dana 35 að aftan og reyndar 38" dekk.
Benni getur flett því upp hvað á að passa í bílinn hjá þér.
Það geta einnig Stál og Stansar gert.Fáðu bara góðann aðila til að setja þau í svo þau eyðileggist ekki strax. Það er ekki aur sem þú vilt spara.
Kveðja Fastur
25.07.2003 at 11:34 #475046Sælir félagar
Það er til full af vörum líkt og þessari í henni ameríku. Flest allar prófanar hjá blöðum hafa sagt að þetta virki og maður finni muninn. En þetta er ekki galdratæki frekar en annað heldur einföld eðlisfræði og hagnaður af í setningu er háður öðrum breytingum því aðrar breytingar geta verið að reyna að ná framm sömu áhrifum(virkni). Annað dæmi um aðila sem framleiðir þetta er Airraid sem er með heimasíðuna
[url=http://airraid.com/spacers.asp:2bznsha7]http://airraid.com/spacers.asp[/url:2bznsha7]
sem ég hef lesið dóma um í mörgum blöðum að virki vel.
Skúli þú skrifaðir: "Eyðslusparnaðurinn er því hæpin rök fyrir kaupum."
Sem er alveg rétt en ég hef ekki orðið var við að flestar breytingar á vélum og jeppum yfirleitt séu til sparnaðar heldur frekar til að bæta (auka) skemmtanagildið við allt ferða bröltið.
En loksins eru menn farnir að flytja inn þessar vörur ég er búinn að bíða eftir því lengi.
Kveðja Fastur
11.07.2003 at 12:02 #474810Kæri Lúther
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar. Þá held ég reyni bara að bruna eins og druslan dregur þarna uppfrá.
Kveðja Fastur.
11.07.2003 at 10:28 #192713Sælir Félagar
Vitið þið einhvað að færð á Langjökli?
Mig langar til að skella mér upp á hann frá Þjófakrókum á morgun og var að velta fyrir mér hvort einhver hefði verið á ferðinni þarna nýlega.Kveðja Fastur
08.07.2003 at 18:24 #474722Kæri Lúther
En ég gleymdi alveg að spyrja að þvi .. fundust klippurnar?
Mér var líka boðið í leitirnar en var bara því miður bókaður annað. Alltaf gaman að leyta af klippum.
Kveðja Fastur
08.07.2003 at 17:01 #474718Kæri Lúther
Þú hlýtur að vita jafn vel og næsti maður að aðstæður í snjó og aðstæður að sumarlagi eiga oft ekkert sameiginlegt. Þó þú hafir orðið kvektur við að sjá hvernig var umhorfs þarna um helgina þýðir það ekkert að þetta hafi verið glæfralegt í vetur á snjó. Svo annað að auki. Ef þú varst með öll tækin með þér afhverju gerðir þú ekki athugasemd þegar þú varst á staðnum. Varstu kannski bara svona ánægður að fá "FAR" og spotta upp í Setur að þú slökktir á græjunum þínum?
Orða tiltækið að "fá far" hefur fengið nýja merkingu hérna þar sem maður fær stundum að vera í "farinu" eftir einhver til að létta sér aksturinn.
Kveðja Fastur
21.06.2003 at 10:41 #474376Þetta eru það svo sannarlega..
Því ég veit að ég elska mína framlæsingu og finnst það grundvallarmannréttindi að geta sett slíka í bílinn sinn.
Kveðja Fastur
09.06.2003 at 15:03 #474096Kæri Vefstjóri
Það virðist ekki vera hægt að eyða út albúmum né myndum?
Ég ætlaði að taka út einhver ófögnuð sem ég var með inni í albúminu mínu en ég get það ekki.Veistu hvað er til ráðs.
Kveðja Fastur
03.06.2003 at 14:52 #473974Ég heyrði því einhverstaðar fleygt framm að ekki mætti stækka dekkin nema ákveðið frá upphaflegri stærð. þeas hlutfallslega. Þess vegna væri enginn jeppi með 58" dekkin undir hjá sér eins og strákarnir í rússlandi eru búnir að gera við Lada sportinn.
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies