Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.12.2007 at 20:19 #606892
Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir nokkrum staðreyndum um TETRA. Tetra er fjarskiptakerfi sem er hugsað fyrir marga ólíka viðbragðsaðila og er frábært sem slíkt.Það veitir möguleika á að vera með eitt fjarskiptakerfi sem ólíkir viðbragðsaðilar geta notað sem einkakerfi, en í stórum aðgerðum er hægt að tengja þá saman svo menn geti starfað sem ein heild.
Ég get ekki skilið hvað þetta þarf að vera svona mikið hitamál fyrir meðlimi 4×4, ég hélt að það væri ekki verið að neyða menn til að kaupa sér tetra heldur er verið að opna möguleika fyrir menn að bæta við sig græjum og fjölga fjarskiptamöguleikum.Það getur verið að það henti ekki fyrir alla að hafa tetra,sumir ferðast frekar á þeim svæðum sem samband er gott en aðrir ekki.En eitt er mikilvægt fyrir menn að gera sér grein fyrir er að vanti menn síma þá kaupa menn sér ekki tetra,frekar en vanti menn myndavél þá kaupi menn sér GSM með myndavél í,menn fá sér auðvitað bara myndavél.
Tetra er TALSTÖÐVAR kerfi með símamöguleika og er góð viðbót við þau fjarskiptakerfi sem fyrir eru en er ekki ætlað til að leysa neitt þeirra af hólmi.
Ps.Ég var reyndar frekar hissa á að tetra væri opnað með þessum hætti fyrir almenning því í tetra var mokað opinberu fé því þetta var og er hugsað fyrir viðbragðaðila en núna er þetta kerfi komið í óbeina samkeppni við einkarekin fyrirtæki.En það er nú bara mín skoðun (",)
10.12.2007 at 20:54 #605496Nú er ég hættur að skilja.Tryggvi þú talar um hér fyrir ofan að afslátturinn eftir áramót verði 7 krónur af hverjum líter í sjálfsafgreiðslu,en töluvert ofar í þessum spjallþræði þá sínir þú töflu frá skeljungi og þar kemur fram að í sjálfsafgreiðslu sé afslátturinn 12 krónur.Hvort er rétt eða er ég eitthvað að misskilja????
25.02.2007 at 18:42 #581188Þetta er frábært verð ef rétt er…
kemur ekkert bakslag í það ef tollurinn kemst í sendinguna eða er þetta með öllum gjöldum????
20.02.2007 at 23:03 #581156Nú spyr sá sem ekki veit.Ekki 8000k því ekki?
17.02.2007 at 21:43 #580770Ég mæli hiklaust með mapsource og nroute aðalega vegna þess að þessi forrit eru svo einföld að maður ryðgar ekkert í þeim þó svo það líði einhver stund á milli notkunnar.Og annar plús er það að það á ekki að þurfa að kosta þig nokkuð að fá þau upp sett í tölvuna þína.
-
AuthorReplies