Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.10.2011 at 23:17 #739281
Elli minn kæri. Stóð ekki til að Benz væða húddið á Pattanum svo að hann kæmist skammlaust upp gilið, þó ekki væri meira?
Bíll sem reykir er bara "Smokin hot" (nema Patrol og Toyota og Mússó og…)
Kveðja:
Erlingur Harðar
13.10.2011 at 22:22 #739275Sko… ég nefni ekki Musso því að ég VEIT að það video er ekki til.
Kveðja:
Erlingur Harðar
13.10.2011 at 22:21 #739273Jæja strákar… Hér er smá glaðningur fyrir ykkur http://www.youtube.com/watch?v=_S70oTnsucU
Komið með svona með Patrol eða Toyotu framanvið járnbrautarvagn ..Kveðja:
Erlingur Harðar
13.10.2011 at 18:35 #739267Halli, Toyotan og Patrolinn gleymdust um borð í áætlunar- fraktskipi í 15 ár… og voru dregnir restina!
Best regards (sko á amerísku):
Erlingur Harðar
12.10.2011 at 20:44 #739249Ég fer fram á það við vefstjóra að hann eyði þessum þræði þar sem hér fer fram einelti, áróður, skítkast, lygar, þvættingur, persónuníð, misnotkun og tvö önnur atriði sem ég man ekki. Það eru tvö atriði í heiminum sem ég tek alls ekki þátt í, annað vil ég ekkert tala um og hin tvö man ég ekki núna.
Það stefnir í spennandi kvöld, við mætum í vesti með hjálma (hljómsveitina sko…) og stuðara af Amerískum gæðafák…Best regards:
Erlingur HardarOg á Japönsku…
よろしく:
Yoroshiku
11.10.2011 at 20:55 #739231Nú, þá vitum við það, Musso gengur á bjór! Ekki að undra að hann er alltaf tómur hjá honum baukurinn, hellir því öllu á Musso-skrattann of samt drífur hann ekki neitt.
Kveðja:
Erlingur Harðar
10.10.2011 at 22:17 #739217Mæti, labbandi…
Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Ætlið þið nokkuð í Golf aftur? Þarf að hafa með sér hjálminn.
02.10.2011 at 01:24 #738567Hættu þessu Toyotu bulli, en ef þú endilega vilt þá… Dana 44+ Annars hafa menn verið að setja Toy afturdrif í framhásingu með tilheyrandi kostnaði. Þú kemst ekkert ódýrt frá þessu! Ljónarnir klikka auðvitað ekkert, þeir kunna þetta.
Kveðja:
Erlingur Harðar
28.09.2011 at 21:50 #737737[quote="Elías":kxmk10s5]Já ég læt þá í friði og vonandi verður það gagnkvæmt.
Vonandi verður skúffukakan með smartisinu búin þegar við komum úr stikuferðinni.
Annars er það merkilegt með formenn Ey 4×4 síðustu ára að þeir komast sjaldnast í aðlferðir ársins.
Þarf ekki að skoða hvaða ábyrgð formenn hafa í félagi sem þessu.Kveðja,
Elli.[/quote:kxmk10s5]Sko, ég þori ekki annað en að "vitna í…" þar sem póstar eiga það til að breytast já og alveg að hverfa fyrirvaralaust.
Annars veit ég ekkert hvað ég ætlaði að segja jú, annars… Þeir verða örugglega búnir að éta smartísinn áður en þeir komast uppeftir.
Annars finnst mér enn og einu sinni menn vera of uppteknir af "alvarlegheitum" hér.
Kveðja:
Erlingur Harðar
28.09.2011 at 21:23 #737733Þetta lítur ekki vel út… Eiga þeir belgir og tvíbbar afmæli á sama deginum? Aldrei hefði mér dottið í hug að tvíbbar ættu sama afmælisdag. Fá þeir sé kanski einn tvöfaldann. Ég er svoooo fyndinn!!!
Elli minn láttu krakkaskrattana í friði með sína veislu, það verður súkkulaðikaka með smartís og lakkrísbitum og okkur er ekki boðið.Kveðja:
Erlingur Harðar
Bara aðeins móðgaður…
24.09.2011 at 22:51 #737721Mæti ekki, enda bíllaus og mín börn orðin fullorðin.
Kveðja:
Erlingur Harðar
24.09.2011 at 22:48 #220514Veit einhver hver á þennann bíl. Endilega látið mig vita, vantar að vita meira um hann.
Kveðja:
Erlingur Harðar
erlingur@mannheimar.is
GSM: 864-8442
18.09.2011 at 20:54 #735623Með betri kynningu sem F4x4 hefur fengið. Það er nefninlega hlustað á heyrnarlausa svo kaldhæðnislegt sem það kann að hljóma. Flott mál.
Kveðja:
Erlingur Harðar
16.08.2011 at 00:38 #735177Já svona er þetta, mér fannst einhvernvegin að stikuferðin hefði verið um liðna helgi. Ég var sjálfur á ferðinni niður Bárðardalinn á laugardagskvöld og kallaði ítrekað í Torfuna á einhverja sem ég hélt að væru þar en ekkert svar, eðlilega… Fjandinn, hefði gist þar hefði ég vitað þetta. Gisti við Ísólfsvatn í 3 stiga hita.
Nei ég kemst ekki í ferðina, er búinn að fara í eina og það er nóg í bili enda ætla ég að vera á menningarnótt í Reykjavík um næstu helgi. En eins og líklega flestir vita þá er ég svo menningarlegur nú orðið!
Mér finnst undarlegt að hafa þessar ferðir og vinnu í ágúst sem er þó (eða ætti að vera) besti sumarleyfis mánuðurinn og margir skemmtilegir viðburðir. Til dæmis Versló, Fiskidagurinn, Menningarnótt í Rvk, Menningarnótt á Akureyri auk fjölda annarra viðburða. Í september er ekkert að gerast…Kveðja:
Erlingur Harðar
14.08.2011 at 14:49 #735171Já, mikil var hamingjan þegar lambalundirnar voru grillaðar í þoku og rigningu. Þökk sé SBA og HEJ já og rabbabarapæið maður lifandi…
Hvað varðar það að ég forspyrji einhvern hvað ég megi skrifa hér þá er það ekki þannig. Hafi ég eitthvað að segja þá bara geri ég það eins og hver annar. Vona bara að flestir viti hvernig mín skrif eru meint. Ef ég ætla að gagnrýna persónur þá hringi ég í viðkomandi svo framarlega að ég þekki þann aðila. En svona til áréttingar þá var þetta háð og tilvalinn brandari.Kveðja:
Erlingur Harðar
12.08.2011 at 21:53 #735129Já ég er alveg sammála þér Sveinbjörn. Gott framtak hjá þér í útvarpinu. Það sem ég undrast þó er að núverandi formaður eða stjórn klúbbsins skuli ekki segja orð á nokkrum vettvangi. Hafi hann eða fulltrúi hans gert það þá hef ég ekki séð það né heyrt af.
Klúbburinn þarf klárlega að eignast upplýsinga- eða kynningarfulltrúa. Sveinbjörn, þú ert kjörinn í það starf!Kveðja:
Erlingur Harðar
12.08.2011 at 21:42 #735159Er þetta orðið spurning um að byggja annan skála? Einn fyrir "okkur" og annan til að leigja út og verða ríkir af…
Það er nú munur að skálinn skuli standa undir sér.Kveðja:
Erlingur Harðar
11.08.2011 at 10:36 #220019Hvernig er það, ætlar stjórn klúbbsins ekkert að láta til sín taka vegna bíls tékknesku ferðaskrifstofunnar sem æddi hér um allt hálendi íslands. Mér finnst að formaður og stjórn f4x4 ætti að koma fram í fjölmiðlum, helst öllum, og lýsa alvarlega yfir áhyggjum sínum af þessu ódæði. Það er nokkuð klárt mál að „okkur“ verður kennt um þetta síðar. Svona bíla þurfum við að stoppa sjálfir því ekki mun löggjafinn gera það.
Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Hafi stjórn f4x4 þegar gert eitthvað þá er það gott en ég hef ekki haft tækifæri til að fylgjast almennilega með undanfarna daga.
19.07.2011 at 09:19 #733765Óskar, þetta er bara eins og bænirnar; þó að maður kunni þær þá fer maður með þær af og til…
Kveðja:
Erlingur Harðar
15.07.2011 at 22:57 #219761Bara að breiða út sannleikann og staðreyndir lífsins…
Toyotur eru eins og sumarið á Íslandi, virkar tvo daga á ári eða svo!Kveðja:
Erlingur Harðar
-
AuthorReplies