Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.12.2004 at 22:03 #511546
Það á kanski við um þá bíla sem þú átt en við hinir setjum bara í gang og ökum af stað, sælir og glaðir. Þú veist það vonandi að ef maður snýr lyklinum sem fylgir bílnum þá fer hann í gang! Hann er vélknúinn! Þó þú komist ekkert áfram þarf það ekki að eiga við um alla aðra. Þessi þráður er settur af stað með með ferðalög í huga og til þess eru bílarnir okkar. Láttu þinn bíl bara standa úti á plani og horfðu á hann.
Kveðja E.Harðar
23.12.2004 at 18:59 #511448Já Valdur, þú hefur greinilega lesið þráðinn og veist líka að blá mjólk er fyrir alvöru karlmenn. Hvað skötuna varðar þé fékk ég nóg af henni í æsku (nokkuð langt síðan) fyrir vestan, fæ mér bara bita af þríreykta hangikjötslærinu sem hangir í bílskúrnum mínum… En allt getur nú gerst! Í miðjum dásemdum mínum um olíumiðstöðvar þá bara hætti mín að fara í gang %&%$#"$#. Þetta þorði ég náttúrulega ekki að segja við nokkurn mann í dag 😀 En svo lét hún að stjórn og hitar mig og bílinn sem aldrei fyrr enda 15 stiga frost hér nyrðra. Er einhver sem veit hvar ég get fengið handbók fyrir svona Webasto búnað.
23.12.2004 at 17:33 #511440Ég held að "Stebbi" ætti að fá "Lærum að lesa" í jólagjöf. Þvílíkur endemis hálfviti geturðu verið! Umræðan snerist um dieselmiðstöð. Þú veist greinilega ekki neitt um það svo að ég skal upplýsa þig svolítið. Díesel- eða bensín miðstöð (hér kallað miðstöð) er sett í all nokkra bíla. Í mínum bíl a.m.k. hefur hún hitun við gangsetningu (fjarstýrt), þegar hitinn er nægur fer vatnið að renna um vélarblokkina og á rafeindalegan hátt setur hún hina innbyggðu miðstöð í gang. Sem aftur er nú farin að fá heitt vatn inn á elementin svo að hún getur hitað upp farþegarými. Annað ENDILEGA bentu mér á loftkældann almennilegan jeppa. Ertu ekki bara á vitlausum stað? Umræðan hefur snúist um fjarstart fyrir beinskipta bíla og síðan olíumiðstöð… Vaknaðu maður og fáðu þér Korn flakes.
Kveðja E.Harðar
Hamingjusamur eigandi vatnskælds jeppa með dieselmiðstöð sem hitar mótorinn fyrir mig.
23.12.2004 at 11:54 #511542Nei Benni minn, EKKI í búðir… Ég eginlega veit það ekki hvað mig langar að gera. Er bara farinn að iða svolítið!
Kveðja E.Harðar
23.12.2004 at 10:16 #511538Já það væri eflaust skemmtilegt að fara á jökulinn, eflaust komin nægur snjór. Ég var þó að lýsa eftir styttri ferðum, en e.t.v. er ekkert mál að skreppa þarna vestur. Hafið þið frétt eitthvað af færi þaðan?
Kveðja E.Harðar
23.12.2004 at 10:12 #511426Já auðvitað er kælivatn vélarinnar hitað með olíumiðstöð, þegar það er orðið heitt fer miðstöðin í bílnum í gang til að hita farþegarými. Miðstöðin er þó fyrst og fremst til að hita mótorinn og þá auðvitað með kælivatninu sem er dælt um mótorinn. Ég get ekki séð að það hafi slæm áhrif á mótor að fara í gang 40-60 gráðu heitur frekar en að gangsetja í 15 stiga frosti eins og nú er á Akureyri!
Kveðja E.Harðar
23.12.2004 at 00:08 #195089Hvernig er það með okkur norðanmenn, ætlar einhver að fara eitthvað á milli jóla og nýárs?
Væri ekki rétt að skreppa eitthvað einn dag eða svo? Eru allir að vinna alla dagana? Þetta eru að vísu ferleg jól hvað frídaga varðar. Endilega látið vita af ykkur ef stefnan er tekin út úr bænum.Kveðja E.Harðar
23.12.2004 at 00:02 #511422Já en hvað þá um alla bílana sem er drepið á í stutta stund og eru um 80-90 gráðu heitir þegar drepið er á. Er þá ekki bara rétt að hafa þá í gangi til að auka endingu mótors. En hvað þá um mengunina? Drepum á til að minnka mengun, bílar sem eru ræstir kaldir slitna og valda mengun… Þetta er komið í hring, ekki satt. Flókið mál og eflaust hægt að hártoga það endalaust, allt eftir því hvort þú selur olíumiðstöð eða bíla!
Ekki veit það hvað er best en hitt er víst að olíumiðstöð er snilld á köldum degi.Kveðja E.Harðar
22.12.2004 at 23:56 #511532Ég seldi bílinn áður en ég fór í hlutföllin, ég man bara ekki hvaða hlutföll þetta voru sem hann var að bjóða mér. Hann veit þetta vel félagi okkar í Kliptrom svo að þú ættir að tala við hann. Það sem ég vildi þó helst segja er að breytingin þarf ekki að vera framkvæmd öll í einu. Efnahagur ræður því oft hvað er gert og sem dæmi ók ég lengi um á bílnum eftir að aðeins var búið að setja klossana undir. Svo síkkaði ég stífurnar seinna og enn seinna setti ég kantana á, allan tíman átti ég dekkin!
Kveðja E.Harðar
22.12.2004 at 23:19 #511416Sammála Izeman (enda að norðan), af hverju ætti fjarstart að menga meira??? Annars eru svona olíumiðstöðvar alger snilld. Í nýja Pattanum mínum er slíkur búnaður af Webasto gerð og er óspart notuð. Eina sem er að ég tef alltaf brottför um 15 – 30 mín svo að bíllinn sé orðin heitur, ótrúlega gott. Ég tel þetta vera hið besta mál, auka endingu og minnka slit á mótor, fyrir diesel bíla a.m.k. Það ætti enginn að sleppa þessu úr "standard" breytingapakkanum!
Jólakveðjur E.Harðar
22.12.2004 at 23:07 #511528Sorry ekki nafin heldur nöfin!
22.12.2004 at 23:06 #511526Gleymdi einu, felgurnar voru undan Toyota og voru miðjurnar ekki nógu stórar! Tók öxlana að aftan og nafin að framan og lét renna af þeim svo að "allar" felgur pössuðu undir bílinn. Það er mun betra heldur en að renna úr felgunum eins og sumir virðast gera. Felgan þolir illa ad það sé tekið innan úr henni þar sem ég tel hana veikjast mikið við það.
Kveðja E.Harðar
22.12.2004 at 23:02 #511524Geri ráð fyrir að þetta sé gamla boddíið hjá þér.
Ég breytti mínum sjálfur að miklu leiti, þ.e.a.s. upphækkunarklossar, stífusikkanir, færði framhásingu fram, breyting á demparafestingum, bremsuslöngum og þessháttar. Það sem ég keypti í það voru 10cm hækkunnarklossar hjá Bílanaust 12.000,-, stífusíkkannir (stærri gerð) hjá Bílabúð Benna á 8 eða 10þús. Kantarnir voru keyptir hjá Gunnari (http://www.brettakantar.is) og kosta 56.000,- með stuðarahornunum. Sá síðan 38" Ground Hawk dekk á felgum auglýst hér og fékk þau á 45.000,-. Kantarnir voru settir á hjá honum Helga vini mínum H.Guðmundsson plastviðgerðir í R.v.k. sem er sá mesti snillingur sem ég þekki
Ekk dýrt en vantaði auðvitað hlutföll en þau færðu hjá http://www.kliptrom.is á um 120.000,- í komin. Þetta var svona "túrista" breyting. Mynd af bílnum í albúmi (Patrol 97), á allar myndir af öllu ferlinu.
Þetta er ekki dýrt miðað við það sem menn eru að tala um í nýrri bílum.Kveðja E.Harðar
16.12.2004 at 18:12 #510336Þetta er auðvitað hið besta NMT loftnet sem virkar…
16.12.2004 at 18:11 #510334Ég á eitt svona kústskaft sem ég nota ekki neitt, ef einhvarn vantar! Sendið mér bara póst erlingur@unak.is eða hringið 8648442
Kveðja E.Harðar
16.12.2004 at 18:06 #511240Það er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að bjóða upp á almennilegt pláss fyrir myndaalbúm notenda. Diskapláss er ekki það dýrt í dag, (látið mig vita það kerfisstjórann), að það þurfi að vega svo þungt í þessu öllu saman. Sjálfur keyri ég myndaalbúm fyrir mig einan á eldgamalli tölvu og notast við hugbúnað sem kostar ekki krónu. Nóg diskapláss og var ódýrt…
Kveðja E.Harðar
11.12.2004 at 15:41 #510602Þetta lofar mjög góðu allt saman. Miðað við að verðin standist þá vil ég endilega skrá mig fyrir 4 stk.
Kveðja Erlingur
01.11.2004 at 00:22 #507524Já Pattinn minn er svona, ég hef ekki ennþá gefið mér tíma né peninga til að setja stýrisdempara í hann heldur hleypti ég bara úr. Á Groundhawk 38" míkróskornu og 12 pundum er hann fínn í hálkunni á rúmlega 50km hraða. Annars tel ég að jeppi, 33" eða stærri dekk og 50Km hraði eða meira eru ekki vinir. Ef þú vilt keyra á meira en 50km á malbiki þá fáðu þér fólksbíl…
Kveðja EHarðar
29.10.2004 at 16:36 #507268Kanski betra svona [url=http://langa.unak.is/gallery/view_album.php?set_albumName=4×4-haust-2004:muhbmh4w]Adam[/url:muhbmh4w] og hér eru mínar [url=http://enigma.network.is/myndir/4x4haust04:muhbmh4w]Erlingur[/url:muhbmh4w]
Vona að linkarnir komi rétt út…
Kveðja Erlingur
29.10.2004 at 16:28 #507266Sælir piltar, myndirnar hans Adams eru hér http://langa.unak.is/gallery/view_album … haust-2004 og svo eru mínar myndir hér http://enigma.network.is/myndir/4x4haust04
Kveðja Erlingur
-
AuthorReplies