Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.01.2005 at 21:44 #513452
Af óviðráðanlegum orsökum kemst ég því miður ekki með ykkur í þessa annars mjög svo álitlegu ferð. Það tekur mig þungt að viðurkenna að bíllinn minn er bara ekki í lagi svo að ég sit heima!!
Vona að það verði einhver sem tekur almennilegar myndir og setji á vefinn. Vanti viðkomandi vefsvæði fyrir myndir mun ég með glöðu geði hýsa myndir ú ferðinni á myndavefnum mínum.Kveðja E.Harðar
14.01.2005 at 15:44 #513428Nóg pláss hjá mér fyrir kóara ef einhver vill!!!
E.Harðar
13.01.2005 at 20:17 #513422Já er ekki rétt að smella sér með!
Erlingur á Patrol 44"
10.01.2005 at 15:00 #512920Ég verð að segja að ég er innilega sammála BÞV og fleirum, spjallið á að vera opið og fyrir alla sem hafa eitthvað til málana að leggja. Dekkjaverð er eitt af þeim málum. Hvað það varðar að hampa einni vöru fremur annarri þá gilda bara markaðslögmálin, þeir fiska sem róa. Það hljóta allir hér að hafa næga skynsemi til að velja og hafna eftir að hafa dregið ályktun af umræðuni. Ég trúi því ekki að hér þurfi að "vernda" notendur/neytendur fyrir auglýsingaskrumi.
Kveðja E.Harðar
PS: Dick Cepek er best!!!!
09.01.2005 at 18:52 #513118Kostar 750þús og fæst í Hagkaup! Hahaha
Það fer eftir því hverju þú ætlar að breyta og hve vönduð breytingin á að verða. Túristabreyting eða alvöru breyting með hlutföllum, læsingum, bremsubreytingu, loftdælu, dekkjum og felgum. Það er hægt að gera þetta í áföngum eins og annað og miða hvert stig við fjárhaginn. Getur verið mjög dýrt og auðvitað bara alls ekki svo dýrt. Sleppur þó ekki með minna en svo sem 400þús til að byrja með.Kveðja E.Harðar
09.01.2005 at 17:59 #513114Líst vel á þetta, verð sennilega með. Hverjir eru væntanlegir?
Kveðja E.Harðar
08.01.2005 at 22:35 #512886Nei endilega ekki láta vita af lækkuðu verði þar sem það storkar afsláttarkjörunum sem klúbburinn býður og hefur samið umm hehehe.
Hvað er eginlega að ykkur, mér finnst þetta vera hagsmunamál, dekk skipta miklu máli í jeppamennsku og Gvs gefur okkur hér færi á að rökræða verðið, gæðin og tegundir. Væri hann að bjóða sætaáklæði eða rúðufilmur eða þessháttar óþarfa skildi ég gagnrýnina en boy o boy… this is to much! Til hamingju Gvs, þetta er hið besta mál. Þeir sem hafa ekki áhuga á verðlækkunn á dekkjum ættu bara að sleppa því að lesa þennan þráð. Yfirskriftin er nokkuð lýsandi.44" Kveðjur, E.Harðar
08.01.2005 at 11:47 #512960Jú jú auðvitað getur CB verið til þæginda. Það hinsvegar ekki mikið á þær að treysta þar sem ferðafélagarnir gætu auðveldlega keyrt úr kallfæri á stuttri stund. Ég er með CB í bílnum mínum ásamt VHF, hef ekki notað CB síðan ég setti VHF í bílinn nema til að koma upplýsingum til þeirra sem eru ekki með VHF. Það eitt réttlætir CB í sjálfu sér en þá er líka tilgangurinn farinn að helga meðalið… VHF stöð er dýr en hefur umtalsverða yfirburði sem þarf líklega ekki að skýra fyrir ykkur. Já settu CB í bílinn, það er sennilega besta leiðin til að sjá hve nauðsynlegt það er að eignast VHF.
Kveðja E.Harðar
08.01.2005 at 11:33 #513006Það getur vel verið rétt hjá þér, minn bíll hefur þó ekki verið innkallaður sem er þó 2001. Það segir þó ekki alla söguna.
Kveðja E.Harðar
08.01.2005 at 00:36 #512948Að setja CB er ekki til neins… dregur ekki baun og því gagnslaust.
E.Harðar
08.01.2005 at 00:32 #513002Árgerð 2000 var innkallaður en ekki bílar eftir það. Veit það af egin reynslu!
Kveðja E.Harðar
03.01.2005 at 01:39 #512238Sælir piltar, norðanmenn takk fyrir daginn. Það er skemmst frá því að segja að Elli þurfti ekki að draga mig í dag enda sjálfur þokkalega vel búinn. Þessi Irok dekk virðast vera að virka ótrúlega vel hjá ykkur Benna! Hvað myndirnar varðar þá eru þær [url=http://enigma.network.is/myndir/brennuferd:265dzbk9]hér[/url:265dzbk9].
Kveðja E.Harðar
30.12.2004 at 12:52 #512014Ég er sammála þessu með spjallið. Þetta kom síðast fyrir í gærkveldi að ég komst ekki inn á spjallið né auglýsingar, man ekki eftir fleiri tenglum. Hélt kanski að þetta væri bara hjá mér en svo er greinilega ekki.
Kveðja E.Harðar
27.12.2004 at 11:17 #511762Já eftir þær hrakspár og sögur sem hafa dunið á okkur "skynsemdarmönnunum" þá þótti mér ekki veita af að fá allan þann stuðning sem unnt var að fá og leitaði til þess sem allt má og getur. Í góðmennsku minni óskaði ég meira að segja öllum öðrum góðrar ferðar. Gekk ekki allt vel? Mér hefur nú heyrst, að öðrum veitti ekki af liðveislu æðri máttarvalda á ferðalögunum hahaha.
Annars, hvernig gekk með "litla bensínbílinn", ætlarðu að hafa hann með til að draga þig upp í kvöld? Það væri nú ekki vitlaust að sýna okkur gripinn.Kveðja E.Harðar
26.12.2004 at 19:37 #511756Etthvað fór nú [url=http://enigma.network.is/myndir/falkafell2004:3mb0sjsx]linkurinn á myndirnar[/url:3mb0sjsx] illa.
Kveðja E.Harðar
26.12.2004 at 19:35 #511754Sælir félagar, ég er með á morgun. Sleppi ekki svona tækifæri þó að ég hafi verið aðeins of seinn að ná í fjölskylduna í dag eftir skottúrin þarna uppeftir. Verður vonandi fyrirgefið. Í dag fórum við þrír saman í Fálkafell sem er alltaf gaman. Ég tók nokkrar myndir sem eru hér bara svona til gamans.
Kveðja E.Harðar
25.12.2004 at 22:12 #511516Allt þurfa menn að sjá Benni minn. Hvert á að fara?
Kveðja E.Harðar
25.12.2004 at 17:42 #511512Jæja piltar og stúlkur, þá er snjórinn kominn til Akureyrar. Það var ekkert leiðinlegt að keyra um bæinn í dag. Sendi hér [url=http://enigma.network.is/myndir/joladagur2004:3nekp3qw]link á nokkrar[/url:3nekp3qw] myndir sem ég tók í dag svona til gamans.
Kveðja E.Harðar
24.12.2004 at 12:30 #511456Stebbi minn. Ekki hef ég nú kallað nokkurn fávita eða fífl. Hér norðanlands fyrtast menn ekki þó að þeir séu kallaðir hálfvitar eftir svona ummæli/misskilning. Ég treysti mér ekki til að dæma nokkurn mann svo grimmilega án frekari samskipta. Ég efast ekki um að þú ert prýðis maður og átt eflaust allt gott skilið sem og við hinir. Ég hélt satt að segja að hér létu menn alskyns ummæli falla sem ekki stæði til að taka alvarlega, a.m.k. var engin meining í orðbragði mínu. Væri mér alvara með einhverjum fúkyrðum hefði ég samband við þig sjálfan en væri ekki að flagga því hér, enda ekki vettvangur fyrir persónulegum ágreiningi.
Óska þér og öðrum hér gleðilegra jóla. Vonandi hittumst við einhverntíma á fjöllum. Hér á Akureyri er að verða hið besta jóla veður, allnokkur vindur, frost og úrkoma. Færð í bænum farin að þyngjast og allt að verða skemmtilegra.Jólakveðjur, Erlingur Harðarson
24.12.2004 at 00:15 #511550Takk fyrir athugasemdirnar Moggi og Hlynur, ég tek þig á orðinu með gufuna. Væri nú ekki leiðinlegt að skreppa þangað í vetur. Við finnum einhverja gistingu ef þarf 😀
Jólakveðja, E.Harðar
-
AuthorReplies