Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.12.2005 at 18:36 #535886
Hvernig líst mönnum á að fara föstudaginn 7 jan á nýju ári eða jafnvel á laugardagsmorgun 8 jan. Þá virðast fleiri komast með og kerran þeirra Trukkana verður tilbúin. Þá er hægt að vera aðeins lengur og halda bara þrettándagleðina á laugardeginum.
Það er svo ekkert sem mælir á móti því að fara könnunarleiðangur í fljótið þann 29 og sjá hvort það er orðið helt. Að fara með stórar kerrur um hraunið er ekki auðvelt en allt er jú hægt.
Kveðja:
Erlingur Harðar
23.12.2005 at 17:58 #196916Jæja strákar, það virðist loða við jeppakalla hér norðanlands, að mér sýnist, að þeir nenna ekki að setja upp jólaseríur. Ég er engin undantekning frá þessu og hef beitt ÖLLUM mínum sannfæringarkrafti til að losna við þetta. Það er svo sem eitt að setja þetta upp, en að taka þetta niður… púff!!!
Spurningin er sem sagt;Hvað settirðu upp margar seríur utanhúss fyrir jólin og ertu „enn“ að?
Jólakveðja:
Erlingur Harðar
22.12.2005 at 19:20 #536420Af hverju var hann með júnimogg hásingar og svo Dana "undir lokin"… er hann horfinn af yfirborðinu?
Kveðja:
Erlingur Harðar
22.12.2005 at 19:07 #536416Ég verð nú að segja að mér finnst GAZ ekki flottur hversu "ruddalegur" sem hann kann að vera/verða. Ekki finnst mér þá heldur Hummer flottur en smekkur manna er sem betur fer misjafn, þess vegna er þetta keppni ekki satt.
Í dag á ég þenna Patrol sem mér finnst flottastur allra jeppa, gamalla eða nýrra og hana nú. [img:3shdmvfx]http://enigma.network.is/Myndasafn/leirdalsheidi200205/IMG_0069.sized.jpg[/img:3shdmvfx]Ég átti líka svona Bronco… hræðilegur bill:::
[img:3shdmvfx]http://enigma.network.is/Myndasafn/gamlir_bilar/Bronco_66_3.sized.jpg[/img:3shdmvfx]…og þennann Scout jeppa (átti hann 1978), ókeyrandi en kraftmikill.
[img:3shdmvfx]http://enigma.network.is/Myndasafn/gamlir_bilar/International_Scout_68.sized.jpg[/img:3shdmvfx]Annars er blái Willisinn hér ofar á þræðinum bara helv. flottur.
Kveðja:
Erlingur Harðar
13.12.2005 at 21:05 #535878Já ég er ánægður með ykkur. Dagsetningin er ekkert heilög held ég. Best væri ef allir kæmust þennan dag þar sem hann hefur verið skipulagður en ef flestir komast einhvern annan dag þá endilega látið vita. Kanski má fara tvær ferðir! Við fórum um helgina upp eftir og [b:1f5soc04][url=http://enigma.network.is/myndir/vinnuferd1205:1f5soc04]hér eru myndir úr þeirri ferð[/url:1f5soc04][/b:1f5soc04].
Kveðja [HTML_END_DOCUMENT][url=http://enigma.network.is/myndir:1f5soc04]Erlingur Harðar[url=][/url:1f5soc04][/url]
13.12.2005 at 10:39 #196856Sælir félagar norðan heiða. Ég er að kanna hug manna til ferðar í Réttartorfu með brennuefni fyrir Þrettándagleðina. Hugmyndin er að fara að morgni 29 des n.k. Eru einhverjir lausir þá?
Kveðja Erlingur Harðar
13.12.2005 at 10:29 #533568Ég er sammála flestum ef ekki öllum hér. Þetta er mikið afrek og sýnir vel hve langt við erum komnir í breytingasmíðinni. Ég vil óska Gunnari og þeim sem að þessu stóðu til hamingju með afrekið. Stórkostlegt framtak sem hefur alls ekki fengið verðskuldaða umfjöllun í fjölmiðlum.
Kveðja Erlingur Harðar
12.12.2005 at 22:40 #535726Ég er sammála Ella félaga mínum. Ég vil þó lýsa undrun minni á nýja skálanum í Drekagili. Þetta er mikill dýrðarskáli á flestan hátt en þó eru nokkur atriði sem verður að laga. Í fyrsta lagi er hann ókyndanlegur vegna stærðar skála á móti kyndingunni. Sólarrafhlaðan er efst á mæni hússins sem gerir það að stórmáli að hreinsa snjó af henni. Það er enginn sjálfvirkur útsláttur á 12 voltunum sé þá eitthvað á geymunum yfirleitt. Svo er hann læstur eins og margir aðrir skálar sem mér finnst hreinlega skelfilegt. Semsagt ómögulegur að vetri.
Annars væri gaman að spyrja; hver eru skilyrðin fyrir leyfisveitingu á skálabyggingu. Er ekki eitt þeirra að fjölga skjólum á hálendinu. Hver væri ábyrgur ef ferðalangur yrði úti við læstann skála sem hann kæmist ekki inn í? Hefur einhver velt þessu fyrir sér?
Kveðja Erlingur Harðar (félagi í FFA)
11.12.2005 at 23:56 #535664Munurinn á al-synthetiskum, hálf-synthetiskum og venjulegum sjálfskiptivökva er ekki svo ýkja mikill. Eftir því sem mig minnir er hann um 15-20 gráður og þegar allt kemur til alls breytir það ekki svo miklu. En breytir hins vegar miklu í veskinu. Mig minnir að skiptingin hjá mér taki um 17 lítra og hver líter er um 1þús dýrari svo að þetta telur fljótt. Þetta breytir auðvitað engu um hitaljósið, það kemur við ákveðið hitastig sé það að koma yfirleitt. Menn hafa þá einhvern tíma til að slaka á álaginu án þess að brenna skiptinguna. Sjálfur hef ég ekki séð þetta ljós enda með hitamæli!
Kveðja Erlingur Harðar
11.12.2005 at 21:55 #535656G = Ground (mínus), + tengist í "swissað" 12volt og T = Term eða bara Temp tengist á eina skautið á hitanemanum. Ljós í mælinn er alveg sér og kemur í perustæði aftan á mælinum og tengist á parkið!Þannig er þetta hjá mér og virkar fínt.
Annars á maður ekki að vera með svona mæli, hann eykur bara stress stuðulinn.Kveðja Erlingur Harðar
04.12.2005 at 12:42 #534968Var það ekki einhvernvegin svona!
Já þið megið öfunda okkur af heiðinni, núna er 2 stiga frost, dálítil úrkoma og logn. Það verður ekki betra, nema þá að sólin brjótist fram…Kveðja Erlingur Harðar
25.11.2005 at 20:12 #533952Það er helst að frétta af Benna kallinum að hann er núna stopp 58 km norðan við Nýjadal. Lega í framhjóli gaf sig jafnvel þó að sérstaklega hafi verið athugað með þær á verkstæði í vikunnin. Hann kom skilaboðum áleiðis í Nýjadal og þar fannst lega sem er á leiðinni til hans í fríðu föruneyti all nokkra bíla. Benna líður vel og er í góðu yfirlæti að leggja kapal og syngja fyrir sjálfan sig. Hans helstu áhyggjur eru að hann verði keyrður niður af "björgunarflotanum"… Strákar og stelpur, ekki keyra kallinn niður!!
Kveðja Erlingur Harðar
31.10.2005 at 10:53 #530434Já spil er nauðsynlegt til að spila með aðra… haha Nei ég fór ekkert um helgina annað en í gærkvöldi í smá reddingu og sá þá kosti spila, var með eitt slíkt á bílnum og það sýndi sig að þetta er nauðsynlegt.
Já er ekki vökvaspil málið? Hvað þarf maður af búnaði í það, dælu, tank og hvaðeina? Er það ekki þyngra en rafmagnsspil eða hvað?Kveðja Erlingur Harðar
31.10.2005 at 09:21 #196551Jæja, nú langar mig að vita hvar ég fæ spil á bílinn? Mig langar óskaplega í eitt slíkt. Eru einhverjir að flytja þetta inn og selja á skynsamlegu verði? Hvaða tegund hefur reynst best og hversu stórt spil þarf ég fyrir 44″ Patrol? Ég er með prófíl framan og aftan svo að spilið þarf að vera á grind með prófíltengi.
Fjandiin þetta fór inn í Fjarskiptamál…
Kveðja Erlingur Harðar
31.10.2005 at 09:21 #196550Jæja, nú langar mig að vita hvar ég fæ spil á bílinn? Mig langar óskaplega í eitt slíkt. Eru einhverjir að flytja þetta inn og selja á skynsamlegu verði? Hvaða tegund hefur reynst best og hversu stórt spil þarf ég fyrir 44″ Patrol? Ég er með prófíl framan og aftan svo að spilið þarf að vera á grind með prófíltengi.
Kveðja Erlingur Harðar
30.10.2005 at 22:15 #530150Heheheh hóst huh ertu vitlaus? Gera mig útlægann…
Jú það er velkomið mín vegna, sé ekki annað en að það væri þeim til framdráttar.
Kveðja Erlingur Harðar
30.10.2005 at 22:12 #530148Hmmm, þetta átti nú að vera Olíukælingin!!!
Það er rétt að olíukælingin var ekki næg. Það sem var gert í fyrstu og annarri kynslóð véla er meðal annars að pannan var stækkuð til að auka olíumagn á vélinni svo að hún næði að kólna. Það dugði ekki og vissu Nissan menn það, þetta var bara gálgafrestur og hugmyndin að bæta aftur þær vélar sem færu. Ég man ekki hvað var gert næst en í þriðju kynslóð véla er valkostur á tvennskonar túrbínu og blokkin er allt öðruvísi en sú gamla. Í "skipti-kitinu" koma allskonar brakket og dót sem sett er á vélina svo að eldri hlutir passi á hana svo sem vatnsdælan, olíuverkið og eitthvað fleira.
Hefur virkilega engum dottið í hug að spyrja verkstæðiskallana hjá IH "hvað gerðist?" þegar þeir fá nýja vél. Ella, hefur þú ekki einhverja sögu að segja um þetta mál sem ert á þriðju vélinni… er það ekki annars?Kveðja Erlingur Harðar
30.10.2005 at 22:04 #530144Þetta er alveg rétt hjá Mogga, (ótrúlega sammála honum núna) bilanir í Toyotabílum (nýrri bílum í ábyrgð) eru meðhöndlaðar sem leyndarmál. Ég hef vitað til þess að bílar hafa verið sóttir um allt land í grænum kvelli til að forðast neikvæða umræðu. Fjandinn hafi það, "bílar bila" okkar bílar líka…
Kveðja Erlingur Harðarson
30.10.2005 at 21:58 #530140Það sem gerðist hjá mér og að mér skilst mörgum öðrum er að það brennur gat á stimpil. Allir vita hvaða afleiðingar það hefur, en af hverju gerist það? Jú líklega vegna þess að bruninn í strokknum er ekki réttur, of heitur og staðbundinn sem skapast mest af rangri blöndu af lofti og eldsneyti og þá aðallega of litlu eldsneyti! Sumir segja að "tölvukubbur" geti aukið endingu vélanna þar sem hans hlutverk er að auka eldsneytið á "réttum tíma". Ég veit ekki mikið um það en ef þetta er rétt þá er það bara hið besta mál að setja tölvukubb í bílinn. Sjálfur sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu að setja kubb í bílinn þar sem mótorinn er hannaður að miklu leiti til að brenna sem minnstu eldsneyti, það gerði flestum ekkert til þó að bíllinn eyddi 1-2 lítrum meira á hundraðið ef það skilar sér í auknu afli.
Ég vil undirstrika fyrri ummæli mín að þessi umræða um hvað raunverulega gerist í hefur ekki farið fram og finnst mér það afar undarlegt.Kveðja Erlingur Harðar
30.10.2005 at 21:24 #530326Já það er e.t.v. rétt að Toyota hafi verið kosin besti jeppin af viðstöddum á árshátíðinni. Ég held nefninlega að allir Patrol bílarnir og eigendur þeirra hafi verið á fjöllum að skemmta sér, enn meira en árshátíðargestir. Veðurspáin ver nefninlega ekki svo góð að Toy eigendur þorðu ekki á fjöll en fóru á árshátíð í staðin. Enda hafa þeir aldrei verið hugaðir…
Kveðja Erlingur Harðar
-
AuthorReplies