Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.04.2006 at 16:30 #550344
Þetta er nú þokkalegur listi hjá ykkur! Ekki veit ég hverskonar bílum þið eruð að keyra á en samkvæmt listanum vantar ekkert nema auka boddy, þá er komin annar bíll með öllu. Ef ég þyrfti að fara á fjöll með allt þetta drasl og bjórlaus í þokkabót þá held að ég að ég héldi mig bara heima. Það er gott að hafa með sér nauðsynlegustu verkfæri og varahluti en þetta er nú aðeins of mikið. Mér sýnist að það sé búið að telja upp alla hluti sem prýða gott bílaverkstæði að lyftunni undanskilini.
Ég spyr bara í hreinskilni; er alltaf eitthvað að bila hjá ykkur?Kveðja:
Erlingur Harðar
19.04.2006 at 14:54 #549870Endemis bull og þvættingur. Toyota eru ágætis bílar en Patrol miklu betri og sterkari. Þegar gáð er að verðmuninum á þessum bílum sést best að Toyota er stórlega ofmetin dekurbíll með ónýtt drif.
Verðdæmi á gömlum bílum:
Toyota LC80 á 44" dekkjum árg. 1992 á 4.000þús
Patrol 2.8 á 44" dekkjum árg 1992 á 1.650þúsÞarna er nokkur munur eða hvað???
Það má kaupa nokkrar aukavélar fyrir mismuninn eða bara ferðast, eða hvað?Takið eftir að verið er að tala um 14 ára bíla!!!
Kveðja:
Erlingur Harðarson
Hamingjusamur Patrol eigandi
13.04.2006 at 20:56 #549442Vildi að ég kæmist með!!! Þarf þó líklega að renna í Mývatnssveitina á morgun og viðra fjölskylduna.
Er ekki einhver þar sem þarf að skreppa í Heilagsdal eða eitthavð… svona Píslarkeyrslu? Láki og þið Mývetningar er enginn hugur í ykkur?Kveðja:
Erlingur Harðar (píslarvottur)
11.04.2006 at 17:02 #549072Já við vorum á ferð þarna um á þorrablótinu okkar Eyfirðinga þegar við rákumst á þetta undur. Staðarhaldari á Hveravöllum hafði fest bílinn þarna nokkru áður og var hann illa frosinn niður. Búið að reyna að toga og spila en allt kom fyrir ekki og á endanum voru notaðir 4 eða 5 drullutjakkar, spil og annar bíll til að halda við. Þá fór vinurinn að síga upp en dró öll hjól. Það þurfti síðan að "þýða" bílinn með pústinu.
Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Textinn kemur, það hefur bara ekki unnist tími til að skrifa hann.
10.04.2006 at 23:14 #549060Já þetta er tvímælalaust versta hönnun sem sést hefur. Hver nennir að plokka eina og eina mynd inn í einu. Ég meina "comm onn". Það eru til milljón myndaalbúm sem eru betur gerð en þetta. Lýsi hér með algeru frati á þetta drasl. Ég geri fastlega ráð fyrir að klúbburinn hafi fengið álitlega upphæð greidda með þessarri hönnun.
En annars Tryggvi, hvað varstu að gera út fyrir veg þarna á laugardaginn. Varstu að elta rjúpu eða að tína ber?
Kveðja:
Erlingur Harðar
10.04.2006 at 22:53 #541590Svo að við erum þá á sama rólinu. Ég sá ekki þinn þráð fyrren eftir að ég sló á ENTER (í reiði minni)
Kveðja:
Ofur Royal
10.04.2006 at 22:52 #197731Sæl öll, ég er nú þokkalegur tölvukall. En hvernig í fjandanum er það með þetta bévítans myndasafn… hvernig setur maður upp nýtt myndaalbúm og myndir inn í það. Ég rek nokkur myndaalbúm en það sem hér er boðið upp á er eitthvert það fáráðnlegasta sem ég hef séð. Þessi síða er búin að vera í þróun frá örófi alda (kanski dálítið ýkt) en ég held að ég hafi séð all marga pósta með svipuðum titli sem segir okkur það að hönnunin er ekki að virka.
Með von um upplýsingar…
Myndakveðjur:
Erlingur Harðar
08.04.2006 at 00:28 #54866801.04.2006 at 22:00 #547860Jæja eru einhverjir sem ætla á móti Gunnari og hans föruneyti héðan frá Akureyri?
Kveðja Erlingur Harðar
30.03.2006 at 23:58 #547844Já við norðanmenn gerðum góða ferð yfir hálendið um síðustu helgi. Fórum suður um Bárðargötu og víðar en á bakaleiðinni fórum við á 15 bílum um Kerhólsöxl. Ég er ágætlega dekkjaður ennþá… og á háum bíl en það er skemmst frá því að segja að segja að Kerhólsöxl er bara hreinn fíflaskapur. Mæli eindregið gegn því að fara um hana nema í ýtrustu neyð. Ekki sökum þess að menn skorti kjark vegna hættu, síður en svo, þetta er bara grjót og getur stórskemmt bíla og dekk. Hvað ferðir okkar norðanmanna varðar þá hefðum við til dæmis orðið fljótari að fara um Bárðardalinn, auk þess sem það er mun skemmtilegra þó að langur sé.
Ti gamans þá eru [b:v9m6rkh1][url=http://www.ey4x4.is/myndir/erlingur/Bardargata/IMG_2638.JPG.html:v9m6rkh1]myndir hér af ferðum okkar.[/url:v9m6rkh1][/b:v9m6rkh1]Kveðja:
Erlingur Harðar
14.03.2006 at 08:54 #197537Er ekki rétt að fara að skrá sig í afmælisferðina okkar. Þetta verður auðvitað bara skemmtilegt og ættu eigendur vel búinna bíla Eyjafjarðardeildar að drífa sig í að skrá sig.
Kveðja:
Erlingur Harðar
26.02.2006 at 01:58 #544566Mér er orða vant, ég og fjölskylda mín viljum votta aðstandendum hins látna okkar dýpstu samúðarkveðjur og óska hinum slasaða skjótum bata og alls hins besta.
Kveðja:
Erlingur Harðar
08.02.2006 at 22:24 #541922Eiður minn, hvað ertu að pæla "kúturinn minn". Ég mundi bara halda mig við 4×4 frekar en 6×6. Þú verður í vandræðum með svona stórar tölur…
Ertu ekki á nógu stórum bíl? Veit ekki betur en að þú hafir komist mest af því sem hinir fara.Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Ætlarðu á þorrablótið?
30.01.2006 at 17:43 #540812Sæll Pétur. Við fórum nokkrir í Gæsavötn á föstudaginn. Færið þangað var fínt, nægur snjór og frost. Á laugardeginum var komin hiti og rigning. Við fórum samt austur og yfir Dyngjujökul. Skemmtilegt færi en nokkuð krefjandi á köflum. Við komum svo niður í Kverkfjöll þar sem er nánast snjólaust og ókum beina leið í Dreka þar sem er líka snjólaust. Á laugardagskvöldið fórum við á tveimur bílum niður í Herðubreiðarlindir og niður á þjóðveginn við Hrossaborg. Sú leið er örugglega öll í krapa og leiðindum. Þú getur séð myndir af þessu [HTML_END_DOCUMENT][b:20c6k4ot] [b]hér.[/b:20c6k4ot]
Kveðja:
Erlingur Harðar
[/b]
25.01.2006 at 23:25 #540336Ég sá svona í dag í Stillingu og síðan í bíl þeirra Stillingarmanna. Þetta mokvirkar!! Ljósin mín (90/100w) voru eins og kertaljós við hliðina á þessu, það er því vissulega mun meira ljós af þessu enda er ballast spennir með þessu. Veit bara ekki hvernig þetta verkar svona heilt yfir.
Kveðja:
Erlingur Harðar
25.01.2006 at 23:06 #197168Ég hef verið að skoða svona Xenon ljós sem hægt er að setja í framljósin. Þessu er hreinlega skipt út fyrir gömlu perurnar. Þetta er til í Stillingu og auðvitað á eBay. Eru einhverjir búnir að prófa þetta og veit einhver hvort þetta fær skoðun? Er þetta ekki bara hreinasta snilld að setja svona í bílinn!
Kveðja:
Erlingur Harðar
23.01.2006 at 21:26 #540016Þessi umræða er nú farin að lykta verulega af öfundsjúkum smábílaeigendum.
Hefur Moggi virkilega ekkert til málana að leggja?Kveðja:
Erlingur Harðar
23.01.2006 at 18:47 #540010Ég er sammála Halldóri félaga mínum. Hafi maður keypt vörubíl (sem ég var nú sjálfur að spá í) þá er ekki hægt að hafa áhyggjur af 3000 kalli í göngin.
Bíllinn kostar jú 4.3milljónir og breytingin um 2.5-3.0 hvað er þá 3000 kall á milli vina. Hef raunar sjálfur engar áhyggjur af því þar sem menn hafa jú ekkert að gera með að þvælast þarna suður í gegnum göngin. Svo eru það 80Km. Ég segi nú bara, hvern andsk. hefur maður að gera við Ford F350 sem yrði örugglega breyttur ef ætti að keyra hann á malbikinu? Þetta eru helstu rök þeirra sem ekki eiga svona bíl og öfunda þá sem eiga þá. Ég var þó ekki búinn að átta mig á því að ég mætti ekki fara á honum heim á kvöldin, góður punktur!Kveðja:
Erlingur Harðar
20.01.2006 at 16:40 #539628Þetta er líklega besta lausnin ef þú ætlar að hafa almennilega loftdælu. Ef þú ætlar bara að kaupa eitthverja litla dælu geturðu sett hana í innrabrettið vinstra megin og stútinn geturðu haft hjá olíulokinu. En það er ekki pláss þarna fyrir stóra dælu eins og t.d. Fini. Ég er með Fini í kassanum, það þarf bara að muna eftir að hafa kassann opinn þegar þú ert að dæla eða hafa loftventil á honum. Annars verður kassinn eins og samansoguð kókómjólkurhyrna…
Kveðja:
Erlingur Harðar
20.01.2006 at 15:02 #539624Festa Fini í kassann aftan á hurðinni. Snilld.
Kveðja:
Erlingur Harðar
-
AuthorReplies