Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.06.2011 at 21:51 #731269
Sælir
Einu sinni var bensínlokið ekki nógu vel hert hjá mér og það var nóg til að ljósið kviknaði. Tacoma er viðkvæm fyrir þessu.
Hinsvegar er ekkert mál að slökkva "Check Engine" ljósið ef það er málið.
01.10.2010 at 12:51 #703922Sælir
Hvað er planið hjá ykkur á morgun? Fara frá Shell kl 7 og hvaða leið suður?kv, Elvar
05.05.2010 at 15:31 #690902Sælir
Þótt nokkuð langt sé um liðið langar mig að deila með ykkur reynslunni af þessu display vandamáli.
Eftir stutta leit á netinu fann ég hvernig ætti að taka þetta úr innréttingunni án þess að rífa hana í tætlur. Þá kemur þessi mælir úr og ekki er þetta merkilegt unit. Eitt kísilspjald og nokkrir þéttar
Samkvæmt góðri ráðleggingu af 4×4 síðunni fór ég með þetta í Nesradíó í Síðumúlanum. Þar var mér tekið mjög vel og sá sem þarna var leit á þetta með stækkunargleri og sá um hæl að nokkrar lóðningar voru farnar eða við það að fara. Hann lagaði þetta fyrir mig á staðnum og tók fyrir það 1.500 kall. Frábær þjónusta og þetta hefur verið til friðs síðan.
Ég verð að taka það fram að þeir í Toyota buðust til að panta fyrir mig nýtt display, þar sem að þeirra sögn var ekki hægt að gera við þetta – en það reyndist taka 5 mín í Nesradíó + 10 mín sem það tók mig að losa og setja aftur í.
Á Tacoma vefsíðunum var hinsvegar varað við því að kaupa nýtt þar sem verðið þykir nokkuð hátt og nýtt display er með jafn lélegar lóðningar. Ég sá ekki eftir að hafa farið í þetta sjálfur, sparaði mér þar nokkrar krónur, eða 100.000 kallinn sem Toyota bauð mér nýtt display á!!!
19.04.2010 at 15:23 #690898Sælir
Það sem þeir tala um í USA er að lóðningarnar séu bara lélegar og bráðni í hita eða gefi sig vegna titrings. Þessar síður sem ég fann um þetta segja allar það sama, að maður eigi að taka þetta úr og fá einhvern til að yfirfara lóðningar og betrumbæta. Að kaupa nýtt unit sé ávísun á að þetta gerist bara aftur.kv, E
18.04.2010 at 13:29 #690892Nú bregðast krosstré sem önnur tré.
Hélt að það myndi rigna inn tillögum hvernig má lagfæra svona.
Eftir örstutta leit á netinu fann ég út að þessi display bila oft í Tacomu og lærði líka hvernig á að ná þessu úr bílnum. Gerði það og um leið og ég fiktaði í þessu datt þetta inn í smá stund. Þá er þetta sambandsleysi trúi ég, léleg lóðning t.d.Veit ekki einhver um góðan rafeindavirkja sem getur yfirfarið viðnám og skipt um ef á þarf að halda?
kv, E
16.04.2010 at 15:10 #212153Góðan dag
Ég er með bilað display fyrir áttavita og hitamæli í Toyota Tacoma 2005.
Nýtt svona er ekki til hjá Toyota og því datt mér í hug hvort það væri hugsanlega einhver sem tæki að sér að gera við svonalagað. Ég þykist vita að þetta sé eitthvað sambandsleysi þar sem þetta var að detta út og inn áður en það fór alveg.
Allar hugmyndir vel þegnar.kv, Elvar Árni
12.08.2009 at 23:15 #653410Bestu þakkir fyrir þetta Skúli.
Við erum á 2 bílum og vel græjaðir. En það er gott að vita að þetta eru greinilega miklar ár þarna og ekki alltaf færar greinilega.kv, Elvar
10.08.2009 at 11:42 #653398Er enginn sem þekkir þessa leið vel og getur sagt mér betur frá færðinni þar að sumri til? Leiðin sem mig langar að fara liggur frá Kjalvegi, norður fyrir Hofsjökul og í Ingólfsskála, og þaðan inn á Skagafjarðarleið, sem liggur upp úr Skagafirði inn í Laugafell. Það væri afar vel þegið að fá einhverjar fréttir af þessari leið.
kv, Elvar
06.08.2009 at 10:55 #653396Það er sú leið sem ég er að hugsa um. Þeir sem hafa farið þarna um, hvaða leið er best frá Kjalvegi til að komast að Ingólfsskála – en þaðan liggur leið að Skagafjarðarleið (Skagafjörður-Lagafell)?
kv,E
06.08.2009 at 10:21 #653390Gott að heyra það. Til að vera viss, þá er ég að tala um leiðina frá Kjalvegi, norðan Höfsjökuls sem liggur að Ingólfsskála.
kv, Elvar
06.08.2009 at 00:09 #205605Er einhver hér sem hefur ekið Eyfirðingaveg nýlega? Hvernig er þessi leið, er t.d. mikið um bleytur og erfið/djúp vöð? Er á 35 breyttum bíl.
Ef einhver lumar á ferlum fyrir þessa leið væri það vel þegið ásamt smá tilsögn.kv, Elvar
15.09.2008 at 10:51 #629366Sæll
Veit ekki hversu umfangsmikið kerfi þú ert að tala um, en ég úbjó mér kerfi sem dekkar mínar þarfir alveg. Keypti í Bílasmiðnum uppi á Höfða, rofaborð með 8 rofum sem kostaði uþb 8 þús. Svo 2 stk af boxum sem geymir öryggi og relay f. 4 rofa hvort. Samtals kostaði þetta allt 15-20 þús, og var mjög einfalt að tengja. Er nú með rofa f. 3 kastarapör, loftdælu, loftlæsingu, hliðarkastara og vinnuljós að aftan. Á einn til góða t.d. í leitarljós. Þarf aldrei að hafa kveikt á öllu dótinu í einu þannig að orginal altanetor dugar. Vona að þetta komi að gagni.
kv, E
30.05.2008 at 18:50 #623752Sæll og takk fyrir ábendinguna.
Slóðin inn að Reykjavatni er hinsvegar önnur en sú sem farin er á hin vötnin á heiðinni. Þegar komið er að vaðinu yfir Norðlingafljót er ekki farið yfir heldur ekið inn í Hallmundarhraunið og farið eftir jaðri þess. Vegurinn að fljótinu er hinsvegar orðinn það góður að væntanlega er hann orðinn fær.
kv,
Elvar
30.05.2008 at 14:20 #202492Við erum að fara nokkrir félagar í næstu viku í Reykjavatnið syðst á Arnvarvatnsheiðinni. Veit einhver hvernig færðin þangað er núna og hvort vötnin þarna uppfrá séu ekki örugglega orðin íslaus?
Við vorum þarna um mánaðarmótin maí/júní í fyrra og þá var engan snjó að sjá og hvergi drulla eða bleyta.
kv,
Elvar
14.02.2008 at 14:37 #614138Jamm, ég er búinn að þessu öllusaman. Tölvan í bílnum er með uppsett N-Route og Mapsource og ég er búinn að aflæsa kortunum í henni, með þessari aðferð sem þið nefnið. Kortið í MS og NR er með Full Details og hægt að skoða allt í smáatriðum, þangað til að ég kveiki á GPS tækinu og læt N-Rote tengjast því. Þá detta öll þessi Details út og eins og kortið festist í lowest detail, og þetta ..Details locked..rugl birtist neðst á kortaskjánum.
Hvað er málið?kv, Elvar
14.02.2008 at 09:40 #614134Sælir, takk fyrir þetta.
Tækið er Garmin 60, sem er án korts.
Þetta er tengt með gömlu tegund af tölvutengi, ekki USB. Ég fæ tækið til að tala við tölvuna, þ.e. fæ staðsetninguna í N-route og ferlar downloadast í mapsource, en það er útlitið á kortinu í N-route sem er til vandræða. Það er eins og það sé stillt á minnstu upplausn og þetta ..details locked… næst ekki af.
kv, Elvar
13.02.2008 at 22:44 #201867Er að nota N-route í fyrsta skipti við Garmin tæki og fartölvu í bílnum hjá mér. Er búinn að hlaða inn Íslandskortinu og þegar ég skoða það með GPS simulator fæ ég Full Details og allt í besta lagi. Ef ég tengi hinsvegar tækið við tölvuna þá vandast málið, því þá kemur fram ..Map details locked….neðst í vinstra horninu.
Tek það fram að ég er búinn að aflæsa kortunum en tölvan sem ég hef í bílnum er ekki nettengd og því hef ég ekki skráð nortkun kortsins á netinu.
Er það vandamálið eða er þetta eitthvert stillingaratriði hjá mér? Búinn að reyna að breyta stillingunni í View og Show GPS Map Details, en það virkar ekki.
Er ekki einhver sem kann að laga þetta vandamál?Kveðja, Elvar Árni
08.02.2008 at 14:10 #613278Takk Oddur
RAM-mounting system virðast hafa lausnir við þessu, það er eitthvað til af dóti hjá Aukaraf í Kópavoginum, t.d. tvöfaldur kúluliður, ekkert til í augnablikinu hjá R.Sig.
Flott síða hjá RAM, en það væri gaman að sjá fleiri heimagerðar útfærslur. Það eru 5 manns búnir að biðja mig um að láta sig hafa myndir, ef ég skyldi fá eitthvað.[url=http://www.ram-mount.com/mobileelectronics.htm:2w9dvim1][b:2w9dvim1]RAM festingar[/b:2w9dvim1][/url:2w9dvim1]
08.02.2008 at 10:02 #613274Miðað við viðbrögðin sem ég er búinn að fá á e-mail til mín þá eru margir sem eru að spá í hvernig þetta er gert. Það hefur hinsvegar enginn sent myndir enn…koma svo, það eru greinilega margir sem vilja sjá hvernig fartölvu er komið fyrir sómasamlega í jeppa.
kv, Elvar
07.02.2008 at 22:05 #201820Er ekki einhver sem á myndir eða getur bent mér á myndir af því hvernig menn BÚA TIL og FESTA fartölvustand í bílinn hjá sér. Sjálfur er ég með Hilux, en það skiptir kanski ekki öllu máli hvaða bíltegund það er. Ég er búinn að leita hér undir spjallinu og þar er margt fróðlegt, en engar myndir samt.
Með von um góð viðbrögð,
Elvar
elvar@sea.is
-
AuthorReplies