You are here: Home / Elmar Þór Hauksson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Þakka ykkur fyrir skjót svör, ég var búinn að hugsa þetta með að skipta út miðjunni í disknum. Hugsa að það sé einfaldast
Sæll Stefán, ég er með 5 gíra bens kassa, skilst að þessi kassi komi úr Benz 608. Ég hef ekkert átt við þetta, ég keypti mér vélarlausan willys með þessum kassa í. Búið er að smíða aftan á hann millikassa sem ég veit ekki heldur hver er, en hann er amersíkur þó. Ég hef ekki fundið neitt um hlutföllinn í þessum kassa, hef verið að prufa að googla hann en ekkert fundið, en fyrsti gír er sirka 7.25:1 sem ég tel nokkuð gott, annar gírinn er með töluvert hærri gírun og 5 er bara 1:1. Ég tel þetta vera mjög flottan jeppakassa en hann er enginn léttavara
. Ég get samt þér eitt að bróðir minn átti ford Econline með 6.2 dísel og svona kassa, og það var ekkert að því að skipta þessum kassa hjá honum, mér fannst þetta nokkuð gott, en bróðir mínum fannst þetta aftur á móti mjög leiðinlegur búnaður. Þetta er bara svona allt hvað mönnum fynnst
Þú getur alveg haft samband við mig ef þú villt eitthvað vita meira um þetta, get sent þér myndir eða þú séð þetta hjá mér, ekkert mál
Elmar Þór 9000@visir.is
Sælir, ég er með benz gírkassa sem búið er að breyta fyrir v8 small block chevy. Vandamálið er það að ég hef ekki hugmynd um það hvaða kúplingsdisk menn hafa verið að nota í þetta. Á kassanum mínum er benz öxulinn og hann er mun sverari heldur en nokkur chevy öxull. Þægilegast væri náttúrulega að breyta öxlinum þannig að hægt væri að nota allt chevy dótið. Vitið þið hvernig menn hafa verið að breyta þessu, og eða hverjir hafa verið að standa í þessu.
Kveðja Elmar