Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2007 at 19:02 #599450
Ég þekki ekki beinlínis til þessa hásinga þó ég eigi gamlan surba með þessum hásingum, en ég mundi tjakka bílinn upp sitthvorumegin með allt eins læst eins og hægt er og sjá hvoru megin vandamálið er, svo taka lokurnar af og sjá hvort öxlarnir séu ‘læstir’ eða fríir.
09.10.2007 at 18:55 #598778Pabbi var einhverntíman að stríða við leiðindar bank. Þá var forbrunahólf í heddinu lítillega laust. En það var reyndar í 84 módelinu…veit ekki hvort þetta sé ennþá þarna 9 árum síðar. En þetta er allavega hugmynd!
03.10.2007 at 23:48 #598414Já ég verð nú að svara aðeins fyrir þetta, allavega svo þið sem þetta lesið vitið um hvað málið snýst. Varðandi pajeroinn þá er hann í stöðugri vinnslu, því breytingin á honum var alveg heví djútí, mikil breikkun í gangi þannig að þau mót sem til voru voru bara fyrir pajero hjólabúnaðinn og 14" felgur, en það sem er komið undir núna er talsvert breiðara en það (patrol) og þessvegna þarf að breikka kantana ennþá meira. Einnig er hásingafærsla að spila inní, afturkantana þarf að skera í marga búta og púsla svo aftur saman eftir kúnstarinnar reglum eins og menn þekkja. Þetta er gífurlega mikil vinna og eigandinn er mikið að vinna í þessu og í fyrrakvöld vorum við að klára breikkunina og svo fer þetta að skríða saman úr því. Framkantarnir eru komnir á og nánast tilbúnir, en hann notar bílinn lítið, konan hans hefur skutlað honum í og úr vinnu undanfarið etc.
Myndir á http://www.123.is/elliofur og í myndaalbúminu.
Þess má geta að öll vinna er til fyrirmyndar og öll öryggisatriði í góðu lagi.
29.09.2007 at 22:51 #598058Breytingin kostar þetta mikið afþví að það er uþb 200 tíma vinna á bakvið þetta, síkka klafa, breyta afturfjöðrun, færa boddyfestingar og margt fleira. Tekur tíma og tími kostar peninga.
26.09.2007 at 20:51 #597286Ég er í sömu stöðu, er að fara að rörvæða hjá mér og er með allt klabbið úr 70 krúser. Ég var að spá í að nota bara maskínuna úr krúsernum og allt heila draslið, er eitthvað því til fyrirstöðu?
Kannski að ég fái að kíkja á úrfærslur hjá mönnum til að sjá eitthvað sniðugt ef ég mætti hringja í þá sem gáfu sig fram hér að ofan?
19.09.2007 at 23:03 #597410Ekkert olíubætiefni lækkar hitann sem á eftir að myndast þegar þú keyrir bílinn á svona ríkri blöndu.
Til að mótorinn gangi eðlilega þarf að vera hæfileg blanda eldsneytis og lofts. Ef við horfum bara á díselvélina, þá finnst henni gott að fá mikið af olíu, en meiri olía skapar líka hærri hita og þessvegna viljum við ekki hafa of mikið af henni. Ef þú ætlar að aftengja túrbínuna þá er vélin að fá miklu miklu minna loft heldur en hún er sett upp til að að brenna, þe. sama magn af olíu en minna loft. Þá hitnar í kolunum og eitt og annað getur skemmst.
Ráðið við þessu er að gefa honum minna að drekka, skrúfa olíuverkið niður. Það er fyrst og fremst það sem þú þarft að gera, auk vesenisins við að blinda olíulagnir fyrir túrbínuna og breyta loftinntakinu, en alltaf þarftu þó að þrífa loftinntakið hjá þér (intercoolerinn og lagnir) með hreinum olíuhreinsi, nudda vel þar sem þú nærð til eða setja slatta inní intercoolerinn og hrista hann til og frá og þvo svo út með heitu vatni.Ráðlegast er að leggja bílnum rétt á meðan þú ert að bíða eftir viðgerð í stað þess að hætta á að þú glóðasteikir hitt og þetta í vélasalnum.
17.09.2007 at 09:03 #597178Gaman að segja frá því að ég er með til sölu gírkassa og millikassa úr 70 krúser
8666443
20.08.2007 at 23:50 #595004Ég er með d44 undan scout í torfærugrindinni hjá mér og það dót er sko aldeilis búið að fá að finna fyrir því, sundursnúnir öxlar, drifsköft og krossar, en aldrei hafa rörin sjálf klikkað. Þegar ég breytti hásingunni (færði kúluna) þá man ég að rörið var all svakalega þykkt, man samt ekki nákvæmlega hversu þykkt, en þetta hefur þolað ófá alvöru stökk og að keyra á ca 60km hraða á ræsisrör sem snéri mér á hvolf ofaní skurð (var að keyra með fram vegi og steingleymdi einu helvítis ræsinu). Eina sem gerðist í þeirri byltu var að ég rústaði fjöðrunarkerfinu öðru megin að framan og kengbleyglaði rærisrörið
Ég mæli með d44 undan scout
06.08.2007 at 20:32 #594430Hvernig bíll er þetta og hvaða árgerð?
04.08.2007 at 13:06 #594404Ég er með gamlan bensínbíl (91) og setti 2L-T í hann úr landkrúser og bætti við intercooler. Eyðir 13, blæs 14 pundum og er hæfilega uppskrúfaður.
04.08.2007 at 13:04 #594354Minn tankur er nú bara úr þaki af gömlum saab! Ég skar þakið af í heilu lagi, beygði það í ferhyrnt rör eða prófíl lúkk og lokaði endonum svo með húddinu af sama saab
Svo skipti ég bara slöngunni á milli tanka.
Virkar fínt fyrir hráolíu
22.07.2007 at 20:02 #593762En Benedikt. Bein spurning á þig. Hver er sverleikinn á þreifaranum í þínum bíl?
22.07.2007 at 20:01 #593760Ég ætla ekki að ganga í ábyrgð fyrir einu eða neinu. Hinsvegar er þetta þumalputtareglan nema allt gumsið sé pakkað í einangrun eins og sumir race performace bílar eru útbúnir eða allt draslið kælt í döðlur. En það eru undantekningartilfelli sem aðrar reglur gilda um. En við erum að tala um íslenska jeppamenningu þar sem bílarnir eru líka notaðir við daglegar ferðavenjur og þá er þetta nokkurnvegin það hitatap sem við erum að hugsa um. Hættum að tala um öfgar í skipamótorum eða eitthvað rugl. Hér erum við að tala um jeppa.
22.07.2007 at 13:31 #593752Það skiptir engu máli hvoru megin við túrbínu afgashitamælirinn er. Maður veit að pústhitinn fellur á milli 80 og 140 gráður við að fara í gegnum túrbínuna og maður miðar bara sínar mælingar við það. Einnig er til í dæminu að þegar þreifararnir eru komnir til ára sinna að það brotni af þeim og við viljum ekki fá svoleiðins ósóma í túrbínurnar hjá okkur, við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hvurslags víbring svona uþb 3 mm nál sem oft nær mislangt ofaní púsgreinina og þreytist með árunum.
Ég er með minn þreifara á beyjunni niður, strax eftir túrbínu og miða mælingar mínar við þá staðsetningu.Þeir sem hafa áhuga á þessum mælum hjá mér hafi samband á elliofur@simnet.is
22.07.2007 at 01:23 #593744…svona mæla á boðstólum fyrir áhugasama. Er með svona mæli í luxinum hjá mér og ekkert nema ánægður. Hann er með innbyggðu releyi sem hægt er að láta kveikja á ljósi eða vælu eða hvað sem maður vill, allt stillanlegt að sjálfsögðu, hvenær hann kveikir og slekkur á alarmi (alarm ljós innbyggt á framhlið líka) og hann er það nákvæmur að ég hann segir mér útihitastigið líka ef bíllinn er orðinn nógu kaldur til.
Myndir á http://www.123.is/album/display.aspx?fn … aid=974885
Spurningar á elliofur@simnet.is
26.06.2007 at 23:16 #592902Það vill nú líka svo skemmtilega til að ég á sörba, minnir að hann sé 74 model, var einusinni sjúkrabíll og verður tæplega gerður upp úr þessu þar sem brúnáta er vandamál.
Ekki er ólíklegt að þetta sé eins, og ef svo er þá leiðir það af sér aðra spurningu…
Hvað vilja menn borga fyrir svona hásingu?
17.06.2007 at 16:24 #592476Afhverju ekki að vera frekar með pústhitamæli og fá þá líka upplýsingar um hvenær allt er orðið of heitt?
Fínt að drepa á þegar þetta er komið niður undir 200 gráður svo, þarf ekkert að eyða mörgum mín í óþarfa.
02.06.2007 at 15:37 #553882Mér finnst þetta nú hreint ekkert ljótt, enda er endanleg útfærsla ekki komin þar sem það vantar stigbrettin og stuðarana sem setja gífurlegan svip. Ég held að þetta verði bara þokkalega útlítandi bíll, ekki jafn fíngerður og nýrri gerðir heldur gamall og grófur, svona tough look. Einmitt eins og ég vill hafa það, algjör horbjóður þessi ljós sem ná hálfa leið uppá framrúðu og gera heildarsvipinn á nýjum bílum ekki nærri því jafn góðan eins og hann var hérna í gamla daga.
Ég styð gamalt, gróft og stórt!
31.05.2007 at 22:16 #200378Minni menn á að Pajeroinn sem er búinn að vera í heilmiklum undirvagnsbreytingum er að á loka metrunum breytingaskeiðisins.
Myndir og texti á elliofur.123.is
24.05.2007 at 18:17 #589804Hvað er 10° heitt loft að hitna upp í margar gráður þegar því er blásið, segjum uppí 15 psi?
-
AuthorReplies