Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.01.2009 at 20:32 #636902
Ég get nú ekki annað sagt en jahá. En ef Hálfdán segir að þetta virki, þá virkar þetta, því hann er maður sem veit hvað hann segir og hefur margra áratuga reynslu af bílagrúski. En gaman væri að vita meira um verð, td hvað einn brúsi mundi kosta og hvað maður getur þrifið mikið með einum brúsa.
06.01.2009 at 13:10 #636280Þú ert flottur karl Beni, og þú átt hjá mér kúplingu. Hafðu samband ef þú óskar eftir því að nálgast hana, mótorinn sem hún er á er kominn úr geymslu.
06.01.2009 at 13:05 #636382Mér finnst þið vera með soldið flottar tölur, alveg væri ég til í að gera þetta fyrir þessar tölur
Þetta kostar auðvitað krónur og aura, en frá mínum bæjardyrum séð er hægt að gera þetta mun ódýrara. Ég setti hásingu undir hiluxinn minn og kostaði það engan 800 þúsund kall, en ég notaði að vísu allt ‘gamalt og handónýtt drasl’ sem alltsaman er í 100% lagi í dag. Ég eignaðist 70 krúser til niðurrifs og notaði allt úr honum, rör, stífur, gorma og dempara, skar allt af krúser grindinni og sauð á mína grind. Það hefur algjörlega verið til friðs síðan þá. Ef menn geta gert þetta sjálfir og sætta sig við að vera með notað dót (enda bíllinn sem þetta fer undir notaður, ekki satt?) að þá þarf þetta ekki að vera svona dýrt. Varðandi hægri/vinstri millikassa þá er hægt að nota millikassa úr 4runner með því að nota öxulinn úr 4runner skiptingunni í lc skiptinguna, þá passar 4runner kassinn beint á. Þetta er næstumþví jafn einfalt og það hljómar. Með þetta á bakvið eyrað skiptir ekki máli hvoru megin kúlan er.
01.01.2009 at 19:21 #636034saab 9000 sætin eru einstaklega góð, 900 eru líka fín en mér finnst 9000 betri. Ég á meira að segja svoleiðins sem ég er hættur að nota, svart leður og líta alveg prýðilega vel út. Verð: tilboð
13.12.2008 at 22:00 #634484Það er bara einn í bílnum original og það er alveg nóg að hafa hann á öðru megin, svo framarlega vélin ‘er eins’ báðu megin, þe allir spíssar jafn mikið í lagi og svoleiðins. Oft gert.
23.11.2008 at 16:15 #633342Ég man nú ekki eftir því að hafa átt við hvorki egr eða þennan butterfly valve, og man ekki til þess að hvorugur þessi útbúnaður sé á minni vél….
23.11.2008 at 13:34 #633334Ég er búinn að keyra á grút núna í eitt og hálft ár eftir eftir mörg ár á bensíni og trukkurinn er að gera fínustu hluti blásandi 13psi og ‘reykjandi hæfilega’
Þetta er hellings vinna, en það er líka bara gaman. Mesta vesenið sem ég lenti í var að breyta pönnunni, ég fékk vél úr lc70 og þurfti verulega að endurhanna botninn á pönnunni svo hún aðlagaðist klafadrifinu…sem var í bílnum þá. Annars er þetta mestmegnis skrúfuvinna, maður lætur þetta allt passa saman. En athugaðu að allt sem er á bensínvélinni er hinumegin á díeslnum, við erum að tala um ALLT! Alternator, stýrisdælu, startara, soggrin og púst. Einfaldast fannst mér að færa restina af draslinu yfir líka, ég er bara með einn rafgeymi og færði hann yfir í vinstra brettið, lofthreinsarinn er kominn í hægra brettið þar sem geymirinn var, forðabúr fyrir stýri ásamt hráolíusíu setti ég í hægra brettið og færði rúðupiss í vinstra bretti (notaði 70 kútinn) og yfirfall fyrir kælivatn við hliðina á rúðupissinu. Stýringarnar fyrir glóðakertin eru í vinstra brettinu líka, ásamt aukarafkerfinu. Glóðakertistölvan er inní bíl farþegamegin þar sem EFI tölvan var, ég fjarlægði bensíndæluna úr tanknum og setti rör þar á milli, notaði síuna neðanaf bensíndælunni og brakketið sem hélt því saman. Glóðakertishitaljósið er gamla check engine ljósið sem EFI tölvan notaði, skiptir engu hvaða merki það er meðan maður veit hvað það gerir
Snúningshraðamælirinn er ennþá óvirkur, er bara að bíða eftir félaga mínum frá UK til að breyta honum, merkið sem olíuverkið sendir frá sér er alltöðruvísi heldur en úr kveikjunni, að mig minnir 32 (ekki viss samt) púlsar á hring á 0.5 voltum. Það er líka hægt að nálgast snúningsmæli úr dísel bíl, en mér skilst að það sé bara í xtra cap dísel bílum, og þeir eru ekkert rosalega algengir.
Ef það er eitthvað fleira sem þú vilt vita, sjálfsagt mál að hringja eða kíkja í kaffi í Borgarfjörðinn jafnvel.
Kv, ElliOfur
15.11.2008 at 10:44 #632892haha ég horfði tvisvar á flugbrautarvideoið, heví skills
04.11.2008 at 18:57 #632174Ari kom með draumasetupið
Algjörlega
29.10.2008 at 17:53 #631840Ég er á toy extracab og nota hann sem vinnubíl, verkfærin í pallhúsinu og mér leiðist voðalega að hafa kuldagalla og regngalla annaðhvort í skítnum á pallinum eða í kuðli afturí. Bíllinn er nýkominn úr sprautun og núna er ég að bæta ýmsu við, til dæmis ætla ég að setja miðstöð í pallhúsið til að hlýja bæði verkfærunum og hundinum. Spurning að setja líka eliment í álkassann ásamt loftgötum og jafnvel þunnum fölskum botni… bara spurning hvort það myndist ekki alveg örugglega alltaf lofttappi þegar maður fer með lagnir svona hátt. Þess má geta að bíllinn er í notkun alla daga, 1-2klst á dag.
Kannski væri sniðugra að setja bara barka úr pallmiðstöðinni og upp…. Hvað finnst ykkur?
29.10.2008 at 00:39 #631834Er það að virka að setja bara einangrun í hann? Maður þekkir það úr húsasmíðinni að td hálendisskálar eða hús sem eru ekki upphituð nema stundum að þau eru höfð óeinangruð einmitt svo það safnist ekki raki í þeim…
28.10.2008 at 00:17 #203125Sælir félagar.
Ég er að fara að skella álkassa uppá þak hjá mér, svona langur og mjór einsog margir eru með. Ég hef hugsað þetta ma undir fatnað, kuldagallann og regngallann og fleira þannig að mig vantar að halda þessu rakalausu. Hvernig hafa menn verið að loftræsta þetta svo virki best, án þess að það skafi inn eða sé forljótt?Svo annað, hvar fást bestu drullusokkarnir fyrir minnsta verðið?
Er á 35″.
23.10.2008 at 19:01 #631470Ulfr, frábær pistill! Aldrei nokkurntíman hef ég séð svona flottan jeppaveikispistil, ég hef engu við að bæta
23.10.2008 at 00:25 #631264En hvaða dempara eru menn að nota fyrir loftpúða? Ég veit um tvo sem höfðu þvílíka tröllatrú á koni en svo voru þeir bara stífir as hell þó þeir væri í mýkstu stillingum hjá báðum.
22.10.2008 at 21:09 #631536Ég nota bara rökhugsun þegar ég er að spóla svona í sundur, og hef gert það oftar en einusinni þar sem maður er alltaf í einhverju mixi, td þegar ég setti díselinn í luxinn (glóðakertistölvan) og meira að segja saab turbo bein innspýting í toy corolla, þetta er bara spurning um að skipuleggja sig vel, ef maður þarf að taka víra í sundur af einhverjum ástæðum þá hef ég sett teip á endann og númerað endana saman og jafnvel merkt það niður á blað, amk sett númerið á blað svo ég noti það ekki tvisvar. Skipulagning og rökhugsun eru mín tól og hafa virkað vel
Takk fyrir og sömuleiðins gangi þér vel
22.10.2008 at 19:52 #631532Þegar ég er að svona fiffi þá rek ég mig bara eftir leiðslunum og að heilunum, það eru heilar sem stjórna allavega samlæsingunum, minnir að það sé eitthvað stýrijúnit fyrir rúðurnar líka. Ég sker frá það sem augljóslega á ekki heima með því sem ég er að taka og restin virkar fínt. Ágætt að hafa það bakvið eyrað að mínus er hvít með að mig minnir dökkrauðri eða brúnni rönd.
Sjálfur er ég einmitt að setja samlæsingar í luxinn minn, búinn að setja mótorana í og set stýrijúnitið í næstu daga eða um helgina þegar ég klára að setja hann saman eftir heilmálun og ryðbætingar
26.07.2008 at 11:38 #626460Afhverju ætli ég hafi þá mætt treiler í gærkvöldi með ca 5 bílum á borgarfjarðarbrautinni í reykholtsdal? Mætti líka 2 bílum með röllurum á kerru í fyrradag á svipuðum slóðum.
24.07.2008 at 23:11 #202707Sælir félagar.
Félagi minn á pajero 2.5 og varð fyrir því óhappi að tímareim slitnaði, langt fyrir aldur fram. Heddið fór í köku, rockerarmar uppúr ventlalokinu og amk 1 stimpill skaðaður. Vitiði um einhverja svona vél, eða hvert væri best að leita til að fá bót meina sinna? Bíllinn er eitthvað í kringum 96-00 árgerð að mig minnir.
Takk.
16.07.2008 at 23:48 #626048Ég hef fullan áhuga á að vita meira um þetta ÁÐUR en ég slæ inn kortanúmerið. En þeir gefa manni litla putta og biðja svo um kortanúmerið, nema ég sé alveg staurblindur?
16.07.2008 at 16:31 #626094Ef það er ekki smurgat með tappa þá er fræðilegur möguleiki að bora og snitta (bara passa svarfið) en þegar ég setti turbo á volvoinn þá setti ég bara T á smurpunginn.
-
AuthorReplies