Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.11.2009 at 20:35 #665774
Mér finnst vanta gírspilið í þessar pælingar… Hvað segja reynsluboltarnir um það? Ég er að hugsa um svoleiðins í doddann þar sem það er úttak fyrir það á millikassanum og frændi minn á eitt spil sem einusinni var á unimok sem ég gæti líklega fengið…
30.10.2009 at 19:26 #664324Ég er mikill volvo kall, og ég spyr, hvað er B20B ??
En í þessum bíl er sjálfstæður millikassi ef mig minnir rétt. sem gefur ýmsa möguleika.
Ég mæli með B230, léttir, endingargóðir og þriggja stafa hestafatala. Ég er með svoleiðins mótor í grindinni minni með súkku millikassa og ég er mjög ánægður með það!
Go volvo!
25.10.2009 at 15:05 #64190625.10.2009 at 12:34 #663598Ég var áður með 100w halogen í háa geislanum og varð fyrir pínu vonbrigðum hvað xenonið var svipað, það var búið að lýsa því fyrir mér hvað það væri mikið betra og allt frábært við það. En ég varð fyrir vonbrigðum með þetta xenon dót yfir höfuð, fljótlega dó annar spennirinn hjá mér, Benni brást vel við og sendi mér annan spenni fljótlega en svo dó önnur peran og þá átti hann ekki aðra handa mér, svo dó hin og nú er ég bara kominn með gamlar og góðar perur. Ég hefði kannski mátt gera meira í því að reyna að redda mér öðrum perum, en þetta átti bara að endast líftíma þessa bíls og jafnvel næsta líka.
Kv, Elli sem er þreyttur á xenon veseni
23.10.2009 at 21:42 #656550Ég notaði original box úr gömlum saab, þar er sökkull fyrir 10 öryggi og 6 relay, lítið, nett, hægt að slíta það í sundur og púsla því saman eins og maður vill (sem ég gerði) og virkar frábærlega
Svo inní bíl er ég bara með einfalda og flotta rofa sem ég asnaðist til að kaupa í bílanaust einusinni á offjár, skil ekki ennþá afhverju ég hugsaði ekki lengra og fór til Eyþórs í Íhlutum, miklu meira úrval af nettum stýrisstraumsrofum þar.
11.10.2009 at 16:21 #661336En afhverju mega vöruflutningabílar vera með 4 kastara í grilli og 6 á toppnum, flest tengd í háu ljósin? Hver er munurinn á vörubíl og vörubíl?
09.10.2009 at 21:38 #660620Þú getur fengið hús sem þú skrúfar í staðinn fyrir síuna og svo fara slöngur úr því og uppí síuhaldara/hús sem þú hefur einhverstaðar á góðum stað. Veit ekki hvar þú færð þetta en í versta falli er hægt að smíða svona.
09.10.2009 at 21:33 #661042Ég hef verið að hugsa um þetta líka, þá er ég að hugsa um volvo boddy á range rover grind, ég hafði hugsað mér að hafa bara hefðbundnar boddyfestingar á 4-8 stöðum og þá á þá staði í boddyinu þar sem hjólabúnaðurinn kemur í.
Á handa þér LC 70 grind með öllu sem þú þarft á sanngjarnt fé, þar ertu með gorma að framan og aftan. elliofur@vesturland.is
09.10.2009 at 21:28 #660320Pínu offtopic en afþví að síðasti ræðumaður talaði um að hringja í umboð og tékka á varahlutum, ég hringdi og spurði um hedd í 2L-T í toyota og það var á litar 380 þúsund
09.10.2009 at 21:22 #660724Já væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur skorið þau, við í BSV OK vorum að fá svona undir patroinn
07.10.2009 at 23:22 #207172Sælir drengir og sælar stúlkur.
Ég er að velta því fyrir mér hvort þið lumið ekki á vefslóðum á partasölur í stóra heiminum, helst sem næst okkur svo flutningur verði sem hagstæðastur, sem gæti átt 2L-T (2.4 turbo diesel toyota) til innflutnings. Svo virðist sem íslenski markaðurinn sé þurausinn, og bara afskaplega lítið af þessu dóti til. Ég er búinn að hringja marga tugi símtala og flestir af þeim hafa hringt amk 1 símtal hver til að spurja sína vini og kunningja útum allt land og enginn á mótor handa mér. Ég er búinn að finna einn mótor fyrir utan Jamil, og hann fæst á 200 þúsund, keyrður til tunglsins og til baka en þó nýlega upptekinn að hluta. Jamil á líka mótora en hann er bara of dýr líka með gamla mótora. Ég hef séð á ebay mótora á 250-350 þúsund með gír og öllum græjum með sem ekki er mjög mikið keyrt, allavega ekki mjög gamalt.
Nú eða ef þið vitið um mótor eða hedd á 2L-T ’88 úr LC70 handa mér á viðráðanlegu verði hér á skerinu þá væri það þægilegast, látið nú ljós ykkar skína
2L-T2 (nýrri útgáfan) af heddi passar ekki á mótorinn hjá mér. Olíugöngin bæði upp og niður eru öðruvísi.Mbk, ElliOfur
07.10.2009 at 07:28 #659866Prufaðu að spurja að þessu á torfæruspjallinu, þar eru menn mikið í sögugírnum. torfaera.is/spjall
29.09.2009 at 21:48 #658798Pabbi átti svona bíl, 2006 minnir mig og það þurfti stundum að kíkja á vaacum búnaðinn sem tengir öxlana í framdrifinu. Það ýmist fraus í þessu og þá möndlaði hann spíra og svo í annað skiptið minnir mig að einhvernvegin hafi komist einhver drulla í þetta. Allavega man ég eftir nokkrum skiptum sem hann var með þetta í höndunum. Honum fannst líka ókostur hvað hann er seinn í framdrifið, ekki hægt að smella í það einntveirogbingó til að redda sér ef bíllinn var eitthvað farinn að renna til í hálku, enda vanur að aka hilux
Einnig var þokuljósið að aftan á hræðilegum stað, en það var leyst þannig að það var bara undir rétt dagana í kringum skoðun.
Annars algjörlega frábær bíll í alla staði, draumur að keyra hann, kraftaði vel og mjög góður í umgengni.
25.09.2009 at 21:52 #658570Alveg frábært að fá svona lista. Þarna sýnist mér Rafgeymasalan og Stilling vera hvað ódýrastir. Þessir afslættir sem þú setur þarna fram, eru þetta bara staðgreiðsluafslættir eða einhverjir sérdílar í einhverjum tilvikum? 4×4 afslættir kannski einhverstaðar og staðgreiðsuafsættir annarstaðar? Núna snýst allt um afslætti
Ég þekki þessi merki ekki neitt til þess að tala um, en ég hef verið sodið hrifinn af þessum rauðu sem fást í Bílanaust, hvað heita þeir ekki Red Banner eða Red Bull eða eitthvað slíkt, allavega með pólum báðu megin og svona hlíf yfir pólana. Ég hef keypt tvo bíla sem hafa staðið einhvern tíma, báðir með nýlega svoleiðins geyma þegar þeim var lagt og alveg mesta furða hvað þeir eru seigir eftir endurhleðslu, jafnvel þó þeir hafi verið steindauðir og fengið að frjósa og allt. Mæli með þeim
24.09.2009 at 19:55 #65867424.09.2009 at 17:46 #658672Það er fullt af umræðum um þetta, bara nota leitina.
En einsog áður var sagt, þá notaru gúmmelaðið úr klafadótinu en þú þarft að láta renna fyrir þig speiser sem settur er á milli til að færa bremsudiskinn annaðhvort út, eða inn, man ekki alveg hvort. En það voru að mig minnir einhverjir 19 mm sem þurfti að færa hann. Með þessu móti færðu líka sömu sporvídd og að aftan, á IFS bílum er hásingarbreiddin 149cm og á hásingarbílnum er breiddin 144cm.
22.09.2009 at 07:31 #658360Ég fékk fín ljós í bílasmiðnum fyrir nokkrum vikum síðan, þau kostuðu eitthvað um 2800kr stykkið. Þú tengir þetta svo inná parkið
19.09.2009 at 20:12 #657784Mér finnst það líklegt að þess þurfi, en er samt engan veginn viss. Best er að prufa það náttúrulega og mæla með gps. Original er hiluxinn minn á hva, 29" dekkjum á 4:10 og er núna á 35" með 4:88 og skekkjan er um 7% sem mælirinn sýnir meira en gpsið. Þegar ég var á 33" með 4:88 hlutföllin þá var skekkjan um 16%. Þú getur hugsanlega reiknað eitthvað út miðað við þessar tölur.
En þarftu eitthvað að vera að velta þér uppúr hvort mælirinn sé nákvæmlega réttur, ertu kannski að fara í breytingaskoðun? Það er náttúrulega ekki tékkað á þessu í venjulegri skoðun, ég keyrði lengi á 33" með þessa 16% skekkju og mér var alveg sama, ég vissi bara af því og var með það innstillt í hausinn á mér og keyrði bara eftir því
19.09.2009 at 08:32 #657780http://www.speedcalibrator.com/joomla/i … &Itemid=35
Samrás er með truspeed hraðamælabreyti, kostar hvort það var 12 eða 13 þús + vsk fyrir 2 vikum síðan.
Prufaðu bara að sleppa boxinu úr línunni hjá þér og sjá hvort hraðamælirinn virki þá
13.09.2009 at 21:27 #652156Ég er með mótor úr 88 70 krúser, það er 2l-t. Á honum er þetta tekið úr olíuverkinu, það er skynjari hægra megin á verkinu (nær blokkinni) ofarlega á því og ca fyrir miðju verki. Úr því kemur ein snúra sem mig minnir að sé svört og merkið er einhverstaðar í kringum 30 púlsa (give or take, man ekki nákvæmlega) á 50mV fyrir hvern hring.
Eigum við ekki að gera ráð fyrir að þetta sé svipað hjá þér?
-
AuthorReplies