Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.01.2010 at 19:21 #674984
Í apríl á síðasta ári fékk ég endurskoðun á ’91 luxinn minn útaf smotterí, meðal annars ónýt fjaðragúmmí að aftan. Þá kom endanlega hvatningin sem ég þurfti til að drífa 4linkið og gormana undir og í þeirri smíði var hleðslujafnarinn fyrir mér. Hann var orðinn fastur og ég var aldrei með neitt sérstakar bremsur að aftan, þannig að ég sleit hann úr og setti í tunnuna. Svo fór ég með bílinn í skoðun strax eftir það og fékk endurskoðun aftur, þar var sett útá að ég hafi fjarlægt hleðslujafnarann nú og svo þurfti ég líka breytingaskoðun útaf breyttu fjöðrunarkerfi (peningaplokk!). Ég hringdi bálreiður í Karl að mig minnir Sigurðsson, yfirmann hjá Frumherja, átti við hann gott spjall og fékk grun minn staðfestan, skoðunarmaðurinn hafði gert mistök og í kjölfarið fékk ég leiðréttingu á því.
Þetta er svosem ekki alveg spurningin, en gott fyrir menn að vita ef þeir eru að hugsa um að fjarlægja.Á hinn bóginn byrjaði bíllinn að bremsa hjá mér að aftan! Næstumþví óþægilega mikið fyrst en það vandist og í dag er ég mjög sáttur. Á malarvegi nær hann þó að draga hjól að aftan ef ég nauðhemla. Bíllinn er búinn að fara 4 sinnum í gegnum bremsuprófun í skoðun síðan ég breytti þessu (á rúmlega 8 mánuðum sem orsakast af þrjósku í mér til að reyna að sleppa við breytingaskoðun og svo aftur til að fá 11 miða núna í fyrradag). Aldrei hefur verið gerð athugasemd við ójafna hemlunarkrafta.
07.01.2010 at 00:01 #674854Þessu tengt en samt ekki nákvæmlega subjectið, eru usb gps móttakararnir (eingöngu móttakari sem tölvan les frá) að gefa jafn góða og nákvæma staðsetningu einsog góð tæki, og hvar fást þeir á þokkalegu verði?
06.01.2010 at 23:57 #674952Þegar ég smúla salinn hjá mér þá læt ég vaða yfir allt gúmmelaðið af miklu trukki og hlífi engu. Er með green cone síu og er ekkert að hika við þetta og aldrei gert skaða.
02.01.2010 at 22:30 #670326Flott 35 tommu færi þó maður hafi farið í ansi fá pund. Allt uppí 100km hraða færi annarstaðar, mikið um öldur (braut þakið á pallhúsinu hjá mér með dóti á pallinum)
Varla hægt að segja að það sé snjór nema rétt í förum sumstaðar innað Hveravöllum frá Langjökli, Kjölur sunnan Hveravalla rétt grár en víða slatta snjór á veginum.
01.01.2010 at 12:33 #672036Ég veit nú ekki margt en þetta vissi ég þó
01.01.2010 at 12:26 #672260Þetta er nú nákvæmlega sama tækni (önnur tegund af ökutæki reyndar, Hägglund frá sænska hernum) eins og er til í nokkrum björgunarsveitum hér á landi. Það eru eitthvað um 6-10 tæki sem um ræðir, man ekki nákvæma tölu. Við í björgunarsveitinni Oki í Reykholti í Borgarfirði eigum tvö svona tæki af Hägglund gerð.
01.01.2010 at 03:08 #670322Einhverjir sem hafa farið þar um núna nýlega? Ég er niðrí Borgarfirði og hér hefur verið bullandi frost (einsog annarstaðar) og varla hægt að segja nokkur úrkoma, bara smá grámi í byggð. Hafði hugsað mér að kíkja á laugardaginn.
29.12.2009 at 00:17 #673202Við höfum smáauglýsingar fyrir svona þræði…
19.12.2009 at 23:21 #672416Haha þegar ég sá topicið þá datt mér í hug að þú hefðir brotið hliðarrúðu 😀
En að gríninu slepptu þá geturu notað flest límkítti í þetta verkefni, framrúðukítti væri sjálfsagt best. Undirbúningurinn er bara að hafa báða fleti hreina, lausa við yfirborðsryð og fitu (olíu).
17.12.2009 at 20:44 #671714Ég veit ekkert meira en svo að það var ssk í lc60 sem föðurbróðir minn átti, sennilega var hann 86 model og mig minnir að númerið á honum hafi verið SP-345 Hann var keyrður alveg haug og helling. Veit ekkert hvort hann var með óopnaða skiptingu eða ekki.
15.12.2009 at 13:40 #67170660 krúser kom líka með ssk og dísel
14.12.2009 at 19:56 #671226Helgi og Stefán, viljði gera það fyrir okkur sem nennum ekki óþroskðum sandkassaleik að fara á l2c eða álíka lágkúruleg spjöll og rífast einsog smábörn þar. Kaldhæðni skilar sér illa í gegnum skrifaðan texta ef það er málið.
Takk fyrir pent.
13.12.2009 at 00:28 #671128Fyrir alla muni aldrei nota silicon í bíla, sýrustigið er það hátt í siliconinu að það flýtir verulega fyrir ryðmyndum og við viljum það helst ekki. Silicon á bara heima á örfáum stöðum, til dæmis í hillunni í búðinni, í kringum vaska og baðkör á heimilinu, tja sumir segja líka í brjóstum kvenmanna en best er það geymt í ruslinu. Það er ástæða fyrir því að það er sérstakt límkítti til að festa framrúður, og ef maður þarf að líma eitthvað í bílum á að nota sérstakt rúðukítti í rúðuísetningar eða alhliða límkítti, td 40FC frá húsasmiðunni eða 14LM frá byko og svo eru fleiri merki sem ég þekki minna.
En ég notaði venjulegan glergúmmíborða, 4×10 til að festa mitt pallhús á og það lekur ekki dropi….með því allavegaÁ eftir að lauma rönd af svörtu límkítti með afturhleranum.
Ef menn eru að kítta þar sem á að sjást, td með gluggum á pallhúsi eða brettaköntum þá finnst mér best að eyða smá tíma í að teipa með málningarteipi til að afmarka það sem á að kítta, smyrja svo ríflega af kítti í, draga puttann eftir því til að fá ágætis áferð og rétt magn í fúguna, rífa svo teipið frá og græja svo sápuvatn, td 30% uppþvottalög á móti 70% af vatni og pensla svo í kíttið. Með því þá getur maður djöflast á kíttinu og tekið niður brúnir og gert mjög flott þar sem kíttið hefur enga viðloðun við þá fleti sem vættir eru í sápuvatninu.
Svoleiðins gerði ég á mínum lux þar sem ég kíttaði og kemur afskaplega vel út.
Vonandi er þessi einfalda lýsing ekki of flókin
06.12.2009 at 08:21 #670140Piff, hver þarf suðubeyjur þegar maður getur græjað miklu betri lausn alveg sjálfur. Ég saga mér búta með 15 gráðu skurði, þegar þeir leggjast saman þá eru komnar 30 gráður og ef maður hefur tvo rörenda og 2 búta, allt sagað í 15 gráður þá er maður með 90 gráðu beyju. Hundeinfalt og þá er maður með fullan sverleika alla leið. Ég græjaði þetta svona í luxinum hjá mér og hef gert þetta í allskonar mixi=bara virkar. Ennþá skil ég ekki þegar pústverkstæði selja manni 3" púst sem er síðan bara 2.5" þar sem að keðja er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og breyjuvélapúst er bara 2.5" í breyjunum.
Ég keypti rör í N1.
05.12.2009 at 14:22 #670158Lalli seigðu okkur bara hérna amk highlights
03.12.2009 at 18:38 #669716[b:1eiky687]Hóflega[/b:1eiky687] notað startgas gerir ekkert slæmt nema í versta falli að þurrka upp ventlafóðrningar. Þetta hef ég eftir Leo M
21.11.2009 at 08:26 #667518Er enginn með mynd af þessu? Ég hafði hugsað mér að smíða þetta sjálfur heima og þá væri gott að fá að sjá þetta alminnilega með útskýringum.
20.11.2009 at 09:42 #208438Sælir félagar.
Við vitum allir um eina veikleikann sem toyota gamla yfirsást, það er endingin á rafmagnsmótornum á afturlæsingunni
Hvernig hafa menn verið að útbúa lofttjakk í staðinn fyrir rafmagnsmótorinn?
Er ekki sniðugt að vera með gorm sem tekur úr læsingunni og svo einvirkan tjakk sem ýtir í læsinguna, svona svo maður þurfi nú ekki alltaf að vera með fullan þrýsting á loftkerfinu?
Myndir og ráðleggingar óskast, óþarfi að margir finni upp sama hjóliðKveðja, Elli
11.11.2009 at 18:42 #666104Atli ertu ekki sáttur með lc-lux blendinginn þinn?
08.11.2009 at 22:12 #665796Síðsumars kostaði truspeed boxið hjá samrás 13þús + vsk og það er frábært box ef þú ert með rafmagnshraðamæli. Getur stillt inn tvær dekkjastærðir og fínerí. Ef þú ert hinsvegar með gírdrif þá kostar þetta 30+þús
-
AuthorReplies