Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.05.2007 at 09:29 #589768
Afhverju eru menn ekki með dælu og freon til að kæla? Aircondition júnitið er að kæla alveg svakalega það loft sem fer inní farþegarými, afhverju breyta menn því ekki og kæla loftið inná mótor? Hver þarf loftkælt farþegarými á Íslandi?
Erlendis hefur maður heyrt um keppnisbíla með einhverskonar intercooler sem notast við þurís, það er líka sniðugt, ef maður er í styttri ferðum
01.05.2007 at 00:38 #589668Það er hægt að setja keflablásara á hvaða vél sem er, eins og það er hægt að setja turbo á hvaða vél sem er.
Megasquirt til að stýra þessu og maður er helgóður. Reyndar ekki á færi hvers sem er að græja, en góðir menn leynast víða.
30.04.2007 at 20:01 #589660Hér á landi er nú til einn suzuki vitara turbo, 1600 bensínpúdda sem er verið að toga hátt í 200 hesta útúr, þannig að 4runner 3.0 er hægt að kreista uppí 300+ án þess að eiga bráðan dauðdaga.
10.04.2007 at 23:24 #587102Góð hugmynd!
Hægt að heimfæra það ennfrekar og gera flóknara með að snitta öfugt öðrumegin og fá passandi risaró 😀
Passa bara að hafa stoppró.
10.04.2007 at 21:07 #587096Sko.
Ég veit ekki hvað þú veist mikið um virkni þessa hluta túrbínunar, þe wategateið.
Pústið af sem kemur út af vélinni fer í gegnum pústgreinina og inní túrbínuhúsið. Þar eru tvær leiðir, önnur í gegnum túrbínuna og hin í gegnum wastegate. Wastegate er ventill sem opnast þegar fyrirfram ákveðinn þrýstingur hefur myndast í blásturshluta túrbínunar. Hann er venjulega lokaður, þannig að pústið fer allt í gegnum túrbínuna þangað til hún er búin að ná upp þeim þrýstingi sem æskilegur er. Þá er blaðka í pungnum lengst til hægri á neðri myndinni sem ýtir stöng/teinn sem liggur úr þeim pung og í arm sem stýrir ventlinum og hleypir umfram pústi beint útí púströrið.
Ég er ekki klár á því hvar menn hafa verið að setja þessar skinnur, þe hvort við viljum lengja eða stytta teininn, ég er bara ekki klár á því í hvora áttina hann fer þegar wategateið er opnað. Það er ekkert mál að sjá það ef þú opnar húddið með bílinn í gangi og gefur honum inn og fylgist með í hvora áttina armurinn fer.En sú aðferð sem ég hef notað þegar ég vill blása meiru, er að nota svona boost controller eins og ég sýndi hérna á link aðeins ofar, sem framleiðandinn kallar voodoo boost controller. Hann er einfaldlega settur á slönguna sem fer úr túrbínuhúsinu og í punginn. Hann er mjög einfaldur, samanstendur af hné, gorm, kúlu og stilliskrúfu og virkar þannig að stilliskrúfan ýtir ákveðið fast á gorminn og kúluna á endanum að það þarf ákveðið mörg pund til að opna lokann. Nú er hilux original að blása um 7 pund. Setjum upp dæmi, boost controllerinn er stilltur þannig að hann opni við 3 pund, og þá er stærðfræðin einföld, 7+3=10 pund sem túrbínan blæs. Þetta er síðan stillanlegt alveg eins og maður vill, og græjunni fylgir að sjálfsögðu stoppró til að stilliskrúfan fari ekki á flakk. Ég mæli eindregið með þessu apparati, kostar skitna 15 dollara + sendingarkostnað, enda keypti ég 3stk
Þetta væri alveg örugglega hægt að orða betur enda er ég hvorki skáld né pistlahöfundur, en ég vona að þetta verði að einhverju gagni.
10.04.2007 at 19:03 #587090eitthvað að sjá hér
Verst að ég kann ekki að láta myndina birtast, en hér er bein slóð á hana
http://www.123.is/elliofur/albums/-5735 … pg/050.jpg
09.04.2007 at 00:35 #515754Mér datt í hug hvort einhver ætti skýringamynd af þessu, svona svo maður átti sig betur á því.
Takk.
03.04.2007 at 23:57 #587172Bara að benda líka á að í diagnos tenginu í hægra brettinu við öryggjaboxið eru skemmtilegir tengimöguleikar, í lokinu er skýrimynd hvað hvaða tengi gerir og eitt er merkt FP sem stendur fyrir Fuel Pump og til að koma bensíndælunni af stað þá stinguru vír í FP tengið og á plús á rafgeymi (ágætt að hafa öryggi á milli) og þá fer bensindælan í gang. Þetta gerði ég til að tæma tankinn hjá mér einusinni.
En vandamálið sem þú lýsir er alveg það sama og ég lendi einusinni í á minni gömlu ’76 corollu, þá var þetta viðnám farið og bíllinn gekk fínt á starti. Ég skipti um viðnámið og vandamálið var úr sögunni. En það var nú á alltöðrum bíl samt
03.04.2007 at 23:38 #587086[b:2h0ghm0b][url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/Voodoo-III-MBC-Manual-Turbo-Boost-Controller-0-30-PSI_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ33742QQitemZ280099903884QQrdZ1QQsspagenameZWDVW:2h0ghm0b]Boost controller[/url:2h0ghm0b][/b:2h0ghm0b]
Ég mæli eindregið með þessari vöru, ég er með svona og er alveg hel-sáttur. Nákvæm stilling, ekkert 2-3psi við hverja skinnu. Auðvelt að tengja, wastegate slangan skorin í sundur og boost controllerinn settur á milli.
03.04.2007 at 07:02 #586952Ein kúbiktomma er umþaðbil 16.387cc, þannig að þá er einfalt að margfalda fyrir ykkur.
21.03.2007 at 23:19 #585410Úber fína rúmfatalagersboxið mitt kældi niður í 8 gráður (mælt með kvikasilfurshitamæli) að sumri til þó hitinn væri orðinn nokkrir tugir gráða inní bílnum þá var hitinn (kuldinn) alltaf svipaður í boxinu.
Svo er annað sem virkar svakalega vel, það er að vera með frauðplastkassa og vera með ísklumpa ofaní því, frystar mjólkurfernur eða 2L ísbox. En það er ekki gott að geyma brauð eða slíkt í því, bara bjór eða cokeFínn verslunarmannahelgarbúnaður.
Ef menn vilja hafa það ‘hnjaskhelt’ þá er hægt að smíða krossviðarkassa utanum frauðplastið, og það besta við það að það kælir á nóttunni líka
21.03.2007 at 19:52 #585406ég á svona box, reyndar bara ómerkilegt 5þús króna 24 lítra rúmfatalagersbox sem kælir bara niður í 8 gráður en það mökkeyðir rafmagni, klárar af geyminum hjá mér yfir nótt ef maður hefur það í gangi til að halda kókinu köldu á sumrin
11.03.2007 at 23:30 #468542Ég var að fletta í gegnum gamla þræði, mér til gagns og gamans. Jæja Kristján, hvað er að frétta af dyno mælingu?
08.03.2007 at 19:01 #583746Ég hef fullan áhuga á að fá að sjá þessar teikningar ef einhver vill vera svo vænn – elliofur@simnet.is –
Ég hef smíðað mín 4link bara eftir bestu vitneskju með ágætum árangri, en mjög gott er að skoða og sjá meira því það er víst búið að finna upp hjólið með góðum árangri
En svo er líka prýðileg síða um ýmis jeppamál hér http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/index.htm sem trúlega margir þekkja til en örugglega einhverjir sem hafa ekki séð þessa síðu áður.
04.03.2007 at 13:39 #583244http://cgi.ebay.com/ebaymotors/Twin-Tur … enameZWDVW
Svo er bara að fá sér blow thru blöndung eða innspýtingarkerfi, svosem MegaSquirt eða Autronic eða önnur sambærileg kerfi.
Einn af kostunum við innspýtingarkerfin er að það er hægt að keyra dags daglega á kannski 6-10 psi svona engine friendly, en vera svo með einn rofa í mælaborðinu og skjóta inná hann 20+ psi til að stinga hinar druslurnar af upp brekkur og svoleiðinsÞannig kerfi er ég kominn með í hendurnar og ætla að setja í ToySAABinn hjá mér.
27.02.2007 at 21:07 #582456Ég á tvo svona bíla sem hvorugur fær að halda sinni 2.4 bensínvél þar sem kjallararnir í báðum bílum eru farnir. Ég á eitt og annað til, hedd og dótarí ef einhver hefur áhuga, líka allt í kveikjuna.
elliofur@simnet.is
21.02.2007 at 22:58 #581834Það var grein um þetta í nýjasta Bílar&Sport, og samkvæmt því þá fékkst þetta vel bætt.
21.02.2007 at 21:13 #574110Menn eru voðalega mikið að velta þessu fyrir sér sé ég
Hérna er einn sem er í breytingu þessa dagana.
http://www.123.is/album/display.aspx?fn … -708126069
21.02.2007 at 20:48 #581138http://cgi.ebay.com/ebaymotors/Voodoo-I … enameZWDVW
Ég er með þetta til að stýra mínum túrbínum, snilldin ein
ATH. NOTIST MEÐ BOOST MÆLI
21.02.2007 at 20:09 #581670Frumherji á Athugun þó þeir séu í húsnæði ET.
-
AuthorReplies