Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.01.2013 at 18:44 #758225
Þetta er spennandi verkefni.
Hvaða mótor er svo til að snúa þessu öllu?
13.03.2010 at 09:12 #685254Þessu er ég nákvæmlega sammála.
Þessi lokun er fáránlegt ógæfuspor, lokar úti áhugasama verðandi meðlimi ferðaklúbbsins (eins og mig) og gerir þá afhuga klúbbnum, það er ekkert gaman að vera skilinn útundan! Er þessi klúbbur að verða einsog frímúrarareglan?Kv. Elli sem er hættur við að ganga í klúbbinn og virkur meðlimur á miklu mun meira virkara spjallsvæði, jeppaspjall.is ! (minna á að einusinni var f4x4.is svipað virkt)
09.02.2010 at 19:01 #682322Fyrir einu og hálfu ári þá málaði ég hiluxinn minn, það fóru uþb 300 tímar í hann með talsvert mikilli vinnu í ryðbætingar, gerði allt sjálfur nema að gluða yfir hann sem ég fékk félaga minn til að gera sem er málari, og kostnaðurinn við efni og aðkeypta vinnu var um 130 þúsund. Svo ef maður reiknar sér svona lala kaup, 2000 kall á tímann að þá er þetta dæmi uppá uþb 730þús hjá mér…….. Vá
En þetta fer lang mest eftir hvað það eru margar og erfiðar beyglur, ryðbólur eða göt. Suma bíla þarf bara að matta og mála, aðra þarf að vinna meira. Undirvinnan skiptir ÖLLU máli til að þetta verði flott.
08.02.2010 at 21:35 #682202Það er skömm frá því að segja að það sést í mig á þessu myndbandi frá 2. jan bruna frammúr fordinum. Við vorum þarna nokkrir félagarnir, mis sjóaðir í fjallaferðum og vorum þarna að fylgja förum eftir marga aðra jeppa og ég vissi ekki betur en að þetta væri öruggt svæði. Við fundum örlítið fyrir því að þarna voru sprungur, og þá færðum við okkur á það sem menn fróðari en ég vissu að væri ‘öruggt svæði’. Þegar við brunum frammúr, þá er enginn bíll ofaní en maður sá bára á myndbandinu hversu sprungið þetta svæði var. Við lentum ekki í neinu veseni sem betur fer í þessari ferð en við sáum þetta myndband örfáum dögum eftir að við komum heim, og hugsuðum með okkur, sjitt. Og svo síðar heyrum við þessar fréttir með konuna og drenginn og hugsuðum ennþá meira sjitt!
Mér finnst ekki spennandi að keyra á jöklum þegar grunnt er niður á sprungur, og ég ætla ekki aftur upp á jökul í leikferð fyrr en hefur snjóað umtalsvert, hvenær svosem það verður. Og ef ég þarf að fara með minni björgunarsveit, en ég er meðlimur í björgunarsveitinni Oki í Reykholti, þá verður farið að öllu með mikilli gát.
07.02.2010 at 17:59 #681116Ef menn eru að pæla svona þá á ég 2stk afturparta í heilu lagi úr 70 krúser sem falt fyrir lítið fé. myndir á http://elliofur.123.is/album/default.aspx?aid=170848
07.02.2010 at 00:55 #681762Svo er annað í þessu sem vert er að athuga. Ég persónulega mundi ALDREI setja upp lista um hvað nákvæmlega er í bílnum sem auðvelt er að stela. Flott og bæði gagnlegt og mjög gaman af myndum af breytingaferli, upplýsingar um hvað var gert og hvernig við hardware og annað slíkt, en ‘innkaupalisti fyrir þjófa’ finnst mér að menn þurfa að passa sig á. Það hefur gerst að óprúttnir aðilar nýti sér þetta, munið eftir patrol manninum sem púslaði draumabílnum sínum saman, var hann ekki í Hveragerði eða Selfossi?
Ekki hjálpa þessum mönnum, það er nóg að þeir þurfi að hafa fyrir því að sjá þetta sjálfir á götum úti.
Kv, Elli sem hefur lent í því að dóti var stolið úr bílnum sínum.
07.02.2010 at 00:49 #681100En afhverju ekki að finna miðjuna á kögglinum, mæla þannig að það sé á ‘venjulegum stað þar sem tekið er í sundur til að breyta spindilhalla" og mæla svo jafn langt í hina áttina, skera þar og víxla endum og öxlum? Þá þarftu ekkert að vesenast með að snúa kögglinum eða lokinu framná eða neitt vesen?
06.02.2010 at 22:14 #681094Ég snéri einusinni dana44 svona, þá mældi ég bara jafn langt frá miðjum kögglinum í báðar áttir, skar þar í sundur og víxlaði bæði rörum og öxlum. Virkaði flott.
06.02.2010 at 15:51 #681078Hvað ætlaru að gera með millikassann? Framúttakið á honum er vinstra megin en hægra megin á flestum öðrum toyotum og lc70 þar með talinn.
05.02.2010 at 07:48 #681074Lc 70 er 144cm en menn eru oft að breyta þeim uppí 149cm með því að nota nöf úr ifs og fá þá líka tvöfalda bremsudiska. Þetta á ég eftir að gera hjá mér, búinn að vera á leiðinni í það í langan tíma. Er með lc70 hásingu að framan á original IFS bíl.
04.02.2010 at 23:58 #681070Hásingarhilux er 144cm
IFS hilux er 149cm
28.01.2010 at 07:19 #664902Björn Ingi, áttu mynd af þessum loft-raflæsta köggli? Ég er með í höndunum gamlan rafmargnslæstan köggul þar sem allt er vægast sagt ónýtt utaná honum og ég á lofttjakk með 2" færlsu sem ég ætla að mixa á þetta. Í gær var ég að byrja að skoða þetta og gaman væri að sjá hvað menn eru búnir að gera og sjá hvað virkar.
Hvernig gengur þetta annars hjá þér, búinn að græja læsingu í rev köggulinn?
17.01.2010 at 21:55 #677442Ef þú ætlar að setja gorma undir og smíða 4link, þá kostar það sitt. Hægt er að fletta upp verðum fyrir gorma, dempara og smíðaefni til verkefnisins en það er örugglega nálægt 150 þúsund á hvorn ás. Svo er það vinnan, alltaf er erfitt að giska á það, en til hliðsjónar má hafa að ég var 52klst með öllu að breyta hiluxnum mínum. Inní því felst að rífa fjaðrirnar undan, setja 4link, gorma, dempara, samsláttarpúða, þverstífu, mála og ganga frá undir bílnum. Engin hásingafærsla var í því eða nein breyting í kringum brettakanta eða neitt slíkt. Efnið fékk ég lítið notað og í góðu standi, fullbúnar stífur, vasa fyrir framstífurnar og gormasæti. Skástífuturnana smíðaði ég, stytti skástífuna örlítið og smíðaði sjálfur burðarbita í grindina og efri demparafestingar. Þetta nefni ég til að menn átti sig á vinnuliðnum. Ef menn vilja skoða verkið nánar þá má skoða það hér [url:1wryl7uk]http://elliofur.123.is/album/default.aspx?aid=145510[/url:1wryl7uk]
Ef þú vilt þá get ég skoðað það að gera þetta fyrir þig með vorinu á hóflegu tímagjaldi, sendu mér póst ef þú hefur áhuga.Félagi minn er einmitt að spá í því sama, bæta fjöðrunina á sínum 60 krúser. Hann er að spekulera hvort það sé hægt að tína nokkur fjaðablöð úr og setja gorma/púða þar á milli. Hvað finnst mönnum um það?
15.01.2010 at 23:34 #677172Rancho 9000 og Rancho 9000 er nú ekki það sama, fjöldinn allur af týpunúmerum undir. Ég var aðeins að skoða þetta áðan og þetta er heill frumskógur. Mig langar líka í alminnilega dempara undir luxinn minn, þá allan hringinn þó afturendinn sé á forgangi. Ef menn eru að hugsa um að panta utan frá þá er ég tilbúinn að skoða það en auðvitað þarf að skoða búðirnar hérna heima líka. Hvað er Benni að selja þokkalega slaglanga utanvegadempara á?
14.01.2010 at 22:35 #677074Ég þekki ekki nákvæmlega original hilux mótor en í lc70 mótor sem er í mínum bíl þá er það framarlega á verkinu (olían uppá spíssa kemur út aftast til að forða miskilningi) og hægra megin á verkinu. Þar er tveggja víra skynjari. Merkið uppí mælinn er svo að mig minnir 32 púlsar á hring á 50mV
14.01.2010 at 11:49 #674616Ég keyri talsvert um á Trooper, notaður sem skólabíll, mikið til á malarvegi. Mjög fínn bíll í flesta staði, skemmtileg vinnsla og frábær fjöðrun. Meira að segja grær kúplingin meina sinna, þegar hann var keyptur í þetta verkefni fyrir rúmu ári síðan þá var kúplingin léleg og þurfti að passa sig, svo smá skánaði hún og núna er hún bara einsog meðalslitin og snuðar ekki neitt
En einn daginn fer hún svosem, það er vitað…
Gallarnir sem ég sé við hann eru tveir, sætin eru talsvert óþægileg, í fyrravetur var brjósklos að pirra mig og þá var enginn bíll verri til að sitja í heldur en trooperinn, til að geta setið bærilega í honum þá setti ég eldhúsrúllu við mjóhrygginn og þá rétt meikaði ég að sitja í honum. Hinn gallinn er síðan að hann er ferlega lengi í gang, þarf að starta í 3-5 sec og fer það eftir hita á mótornum. Lengra start á köldum mótor. Mér hefur verið sagt að hann þurfi að ná fullum smurþrýsting uppá knastás til að opna fyrir olíuna og þessvegna sé þetta svona. Frekar druslulegt, að þurfa að starta og starta til að koma druslunni í gang.
En annars mæli ég með þessum bílum, umrætt eintak er á 35" og mjög þægilegur, mjög góður beyjuradíus og allt.
11.01.2010 at 20:53 #675852Smá að misnota þráðinn… ég á 2stk lc 70 millikassa handa ykkur ef þið viljið
09.01.2010 at 08:50 #674488Eftir 2 daga eru slétt 2 ár síðan menn tóku sig saman og pöntuðu gám af dekkjum í samstarf við heklu og þá fegnu menn stykkið af 46baja á 50 þús. Þó það sé nú önnur staða á gengi í dag þá náðist samstaða um góðan díl. Spurning hvort það séu nægjanlega margir tilbúnir með cash í dekkjakaup til að ná samstöðu aftur. Mig dauðvantar dekk undir doddann minn en ég er ekkert alveg viss um að ég nái að nörla saman nægjanlega mörgum seðlum í svona. Gaman væri samt að leika sér með tölur, reikna þetta eins og gert var síðast en bara með nýjum tölum….
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … a+g%C3%A1m
07.01.2010 at 21:57 #674992Haha já augun mín komu ekki öllum skilaboðum á réttan stað, sorry
Kv, Elli
07.01.2010 at 20:48 #674988Sæll Óli, það liggja 2 rör afturí jafnarann, ég gelti annað þar sem það skrúfast í bakvið hægra framhjólið með því að klippa ca 5cm bút úr (öðru röri sem ég átti, vildi eiga þetta langa rör í bílnum til vara) og lokaði endanum á því með því að sjóða í það.
-
AuthorReplies