Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.10.2005 at 23:29 #529630
Er búið að gera björgunarsveitinni viðvart?
18.10.2005 at 22:22 #529584Óskar hvað áttu við með "verum í bandi"?
18.10.2005 at 20:34 #529576Strákar, strákar, þið eruð alveg úti á túni! Það er enginn að tala um Hummer! Ég er bara mest hissa á að þessi töffari hafi sett einkanúmerið sitt yfir á slyddarann.
Hef aðeins velt því fyrir mér hvort þessi skipti séu nokkuð tilkomin vegna "prufuaksturs" nokkurs síðasta vetur sem endaði með brothljóðum?
18.10.2005 at 19:57 #529556Get vottað að Davíð er drykkjumaður góður, enda búinn að vera í ströngum æfingarbúðum á Bifröst. Það er hætt við að Hlynur hafi ekkert í hann að gera.
18.10.2005 at 14:22 #196478Var að frétta það að einn ofurtöffarinn í klúbbnum væri búinn að selja jeppann og væri kominn á slyddubíl, ALVEG ÓBREYTTAN! Já hann verður sko lagður í einelti (að vanda 😉 á árshátíðinni.
kv.
Ella
12.10.2005 at 16:28 #196441Sælt veri fólkið.
Miðasalan á árshátíðina verður á opnu húsi næstu fimmtudagskvöld milli kl 20:30 og 22:00.
Þið sem eigið pantaða miða endilega komið við og greiðið fyrir miðana sem fyrst.
Nú eru yfir 200 manns búnir að skrá sig.
F.h. Skemmdarinnar
Ella
06.10.2005 at 20:59 #196410Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig fyrir miðum á árshátíðina er bent á að drífa sig í því! Nú eru 175 manns búnir að panta.
Skráning á e-mail elinr@bifrost.is eða í síma 898 7080
Kveðja
Skemmtinefnd
06.10.2005 at 19:02 #196409Minni ykkur á bjórkvöldið hjá R.Sigmundssyni á föstudagskvöldið.
Kveðja
Ella
06.10.2005 at 18:59 #528460Endilega komið saman og leitið að bílnum á laugardaginn en bjórkvöldið er samt á föstudagskvöldið en ekki laugardagskvöldið eins og Lúther minnti.
kv.
Ella
01.10.2005 at 21:11 #196368Bara að minna ykkur á að skrá ykkur á árshátíðina. Nú eru rúmlega 130 búnir að skrá sig og Einar Sól hleður inn glæsilegum happdrættisvinningum. Skráningar á e-maili elinr@bifrost.is eða í síma 898 7080.
kveðja
Skemmdin
23.09.2005 at 21:40 #527440Hæ hæ.
Er ekkert að frétta af basli? Ég og blái Pattinn erum til í björgunarleiðangurinn.
kv.
Ella
22.09.2005 at 14:50 #196293HALLÓ!
R.Sigmundsson býður okkur í heimsókn föstudaginn 7. okt. nk. milli kl 19-21. Léttar veitingar í boði. Mætum sem flest á fyrsta en ekki síðasta bjórkvöld vetrarins.
Kveðja
Skemmdin
18.09.2005 at 22:23 #526980Er ekki skemmtilegra að vita hvar og hvenær árshátíðin á að vera! Grand Hótel Reykjavík. 29. oktober. Nánari upplýsingar koma í Setrinu og hér á heimasíðunni á næstunni.
kv.
Skemmdin.PS verið er að vinna í því að fá forsvarsmenn Grand Hótel til að samþykkja að Lúther nokkur fái inngöngu, það er víst vinnuregla hjá þeim að þeir sem hafi verið með skandal áður fái ekki að koma aftur……..vonum það besta 😉
16.09.2005 at 13:26 #526934Já það er sko allt satt og rétt sem kemur hér að ofan! Miðasalan er nú þegar orðin meiri en síðustu tvö ár samanlagt!!! og vinningarnir í happdrættinu eru HRIKALEGIR!!! Aðalvinningurinn er helgarferð á hálendið með ónefndum jeppavini, sem boðið verður á hátíðina!
kv.
Ella
16.09.2005 at 10:12 #196263Það er hægt að skrá sig fyrir miðum á netfanginu elinr@bifrost.is Fyrstir skrá sig fyrstir fá. Ég er ekki að grínast með það en það verður uppselt í ár!
kv.
Ella
13.09.2005 at 17:55 #525918Hæ. Það vantar enn myndir og sögur af "afrekum" á árinu. Endilega hafið samband.
Kveðja
Ella
elinr@bifrost.is
GSM 898 7080
13.09.2005 at 17:53 #526718Hvernig væri að fá Lúther til að deila með okkur reynslu sinni? Hann er jú sá félagi sem hefur mesta reynslu í að láta bjarga sér 😉
09.09.2005 at 16:46 #526440Var að hlusta á þennan mann á rás 2. Meiri jeppamannahatarinn þessi blessaði illa upplýsti maður. Alger skandall að hann skuli vera í þeirri stöðu sem hann er í. Ekki seinna vænna fyrir stjórnendur þessa klúbbs að fara að berjast fyrir rétti okkar til þess að ferðast um hálendið. Það er greinilegt að við verðum að bregðast hart við. EIK getur þú ekki jarðað hann? Og Skúli nú duga engin vettlingatök!
26.08.2005 at 19:07 #196179Sælir félagar.
Árshátíðin okkar verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 29. okt n.k. takið því tímann frá!
Við í skemmtinefndinni erum farin að setja saman skemmtiefni og leitum nú til ykkar félaganna eftir skemmtilegum myndum, sögum og hugmyndum. Ef þið lumið á einhverju slíku endilega sendið efni á elinbr@simnet.is
Kær kveðja
Skemmdin.
07.07.2005 at 18:29 #196084Jæja Skúli minn, tímaskynið eitthvað að rugla þig þessa dagana? Er ekki júnímánuður liðinn? Ég hef nú orðið áhyggjur af þér, dælir bensíni á jeppann og hættur að fylgjast með tímanum 😉 Já þetta er svona þegar aldurinn færist yfir….
Kveðja af stóra skaflinum.
Ella
-
AuthorReplies