Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.03.2011 at 20:08 #724774
Sælir félagar.
Það var gaman að sjá ykkur svona marga fyrir norðan.
Þetta er það sem að klúbburinn stendur fyrir, ferðamennska og að hitta félaga og að hafa gaman af.
Vona að allir hafi komið sáttir heim.Kveðja,
Elli, Eyjafjarðardeild
A 830
24.03.2011 at 17:12 #719256Sælir.
Sömu kjör á eldsneyti verða á Akureyri, Shell Hörgárbraut eins og Shell við Vesturlandsveg nú um helgina.
Kveðja,
Elli.
23.03.2011 at 21:21 #719232Sælir félagar.
Vegna nokkurra fyrirspurna um leiðar niður í Eyjafjörð skal eftirfarandi tekið fram.
Eyjafjarðardalur er ófær. (snjóhengjur og hliðarhalli)
Vatnahjalli er ófær. (hliðarhalli)
Kerhólsöxl er ófær. (Klaki í brekkum og gilið ófært við Eyvindastaði)Sem sagt allar leiðir ÓFÆRAR niður í Eyjafjörð.
Kveðja,
Elli.
14.03.2011 at 20:41 #722928Gott og vel.
Það er ekkert að því að hlusta á rásir deilda, en…
bera skal virðingu fyrir notkunarrásum viðkomandi.
Deildum f4x4 hafa verið úthlutað rásum sem mönnum ber að virða varðandi notkun.kveðja,
Elli.
03.03.2011 at 00:22 #721594Sælir.
Mæli með fyrri aðferðinni.
Kveðja.
Elli.
02.03.2011 at 21:35 #721578Sælir félagar
Ofsi og Snorri góðir.
Kveðja,
Elli.
02.03.2011 at 00:40 #721572Sæll Sveinbjörn.
Ok. Við verðum búnir að rýna vel fyrir föstudag.
Sjáumst.
Kv; Elli.
01.03.2011 at 23:56 #721568Sælir.
Gott viðtal í kvöld. Sveinbjörn; eru þið með fjarfundabúnað þar sem þið verðið annað kvöld?
Við í Eyjafjarðardeild verðum á sama tíma með fund í ferðafrelsisnefnd, væri gaman að geta sameinað fundina í gegnum fjarfundabúnað.Kveðja
Elli.
17.02.2011 at 01:34 #719106Sæll kæri Úlfur.
Ég get tekið 2 í gistingu með góðu móti, þrjá ef menn eru sáttir við smá þrengsli.
Annars er allt til alls heima hjá mér. Bara að láta vita Stebbi minn.Kveðja,
Elli.
16.02.2011 at 23:23 #720016Komdu sæll og blessaður Jói.
Já ég er alveg hjartanlega sammála þér.
Hvað er í gangi hjá klúbbnum?
Eru ferðirnar ekki eftir höfði hvers og eins og þess vegna mæta menn ekki?
Eru ferðirnar ekki nógu spennandi?
Þarf ekki ferðanefnd sem gæti dregið félaga með sér og verið í fararbroddi ferða?
Eru menn að ferðast án þess að láta vita?
Er ekki klúbburinn til að menn komi saman og ferðist?
Hvernig eiga samtök sem þessi, Ey 4×4 að starfa ef menn fara út um víðan völl og taka ekki tillit til félagsskaparins?Á félagsfundum í vetur mæta menn fleiri en nokkru sinni fyrr, en þegar að ferðum kemur þá eru engir að ferðast, Hvað er í gangi?
Bestu kveðjur,
Elli.
08.02.2011 at 00:13 #717630Sælir.
Var að frétta í kvöld að boðið yrði upp á vínkynningu fyrir þorrablótsgesti og megináhersla yrði lögð á vín með þorramat.
Kveðja,
Elli.
20.01.2011 at 22:00 #716628Sælir félagar.
Við félagar í Eyjafjarðardeild vorum að klára okkar athugasaemdir í kvöld. Þær verða sendar til ráðuneytis og Umhverfisráðherra á morgun.
Eftir stuttan lestur gagna frá Óla þá virðist mér athugasemdir okkar vera í takt við þær sem Óli sendi.
Vona bara að fleiri sendi inn athugasaemdir.Bestu kveðjur,
Elli.
12.01.2011 at 22:35 #715182Sæll Stebbi.
Þú klárar Surburbaninn og kemur á fund á föstudagskvöldið.
Síðan fara menn up í Torfu. (eða á laugardagsmorgni)Kveðja,
Elli.
07.01.2011 at 00:22 #715164Elli minn.
Ég væri til í að að fara uppeftir á laugardeginum og við gætum þá kveikt í brennunni til að lýsa upp grillið sem við gerðum hérna um árið.
Kellingarnar geta svo þrifið upp eftir okkur í vor þegar Yarisarnir verða komnir með útgönguleyfi.
En að öllu gamni slepptu þá spyr ég: Er einhver munur á Yaris og 4runner þegar búið er að setja 44" undir þá?Kveðja
Elli.
06.01.2011 at 23:24 #715160Sælir félagar.
Nú er botninum náð. Ég einfaldlega trúi ekki að fresta eigi þrettándugleðinni.
Hvað er í veginum? Þarf að vera Yaris færi til að menn fari eða eru menn orðnir eitthvað, eitthvað, eitthvað,–ég skil ekki.kv,
Elli.
05.01.2011 at 22:23 #715142Sælir félagar.
Nú er um að gera að láta vita hvort menn ætla að fara eða ekki þó að ekki sé skráningarskylda.
Eins og þú veist Jói minn þá eru þessar þrettándugleðiferðir þær bestu sem klúbburinn býður upp á.
Stjórnarmenn móðurfélagsins, Sveinbjörn, Guðmundur, Logi o.fl. ætla að mæta. vona bara að þeir hafi þúsundkall með sér til að borga skálagjaldið sem er náttúrulega bara grínverð, og það með morgunmat. (verðið er dýrara í Vladivostock)Ég mæli með að stjórnarmenn (Sveinbj, Guðm, Logi og þeir sem ætla norður) skoði veðurspá og komi þá High way 1 norður á föstudegi og ef veðurspá er góð fyrir sunnudag þá fari þeir Vaðið og inn á Sprengisand og suður en ef veðrið verður vitlaust eða of tímafrekt fari þeir sömu leið til baka á sunnudegi.
Endilega að láta vita félagar.
Kveðja,
Elli.
25.11.2010 at 21:14 #711690Sæll.
Þú þarft að velja kerti eftir ráðleggingum framleiðanda vélsleðans. Kerti, þó svo að þau séu samkvæmt samanburðarlista "eins" þá eru þau ekki eins.
Mæli með að þú fáir uppgefið hjá umboði, hvaða gerðir eru nothæfar og síðan getur þú leitað að söluaðila. (íslenskum eða e-bay)Kveðja,
Elli.
25.11.2010 at 20:53 #711058Ágætu félagar.
Vil benda á frábæra konu sem er í framboði til stjórnlagaþins en hún heitir Freyja Haraldsdóttir. Freyja er númer 2303.
Freyja er mjög fötluð og í hennar mun að geta ferðast um Ísland á vélknúnum farartækjum.
Freyja hefur sagt sínar skoðanir á pressunni.is, endilega að skoða hennar áherslur.Bestu kveðjur,
Elli.
24.11.2010 at 20:43 #711054Sælir félagar.
Eins og margir aðrir hef ég skoðað frambjóðendur m.t.t. skoðana þeirra til ferðafrelsis og almennra ferða um Ísland.
Ég mæli með því að þið ágætu félagar veitið Ingu Jónu Þórisdóttir (nr. 3106) atkvæði ykkar í kosningunum.Inga Jóna er menntuð í ferðamálafræðum og er hlynnt almennu ferðafrelsi, bæði á vélknúnum farartækjum sem og gangandi.
Inga Jóna skilur á milli ferðahátta og veit að gönguleiðir eru ekki þær sömu og t.d. jeppaleiðir.Bestu kveðjur,
Elli.
23.11.2010 at 21:16 #711034Félagar munið!
Enga umhverfisfasista á stjórnlagaþing.
kveðja,
Elli.
-
AuthorReplies