Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.09.2011 at 09:46 #220305
Heil og sæl.
Þá er komið að Dyngjufjalladal að stika.
Farið verður frá Shell nesti v/Hörgárbraut kl 08:00 á Laugardagsmorgun þann 10. september og frá Garði í Myvatnssveit kl: 09:30.
Stikað verður frá Botna og suður að F 910 fram hjá Kattbekingi.Til að allt gangi upp þarf a.m.k 12 félaga í ferðina.
Þeir sem nú þegar hafa skráð sig eru.
Elías Þorsteinsson
Grétar Ingvarsson
Björn Jóhannsson
Björn Pálsson
Sveinbjörn SveinbjörnssonKlúbburinn býður í grill í Réttartorfu á laugardagskvöld og gistingu.
Skráið ykkur hér á spjallinu eða látið mig vita í síma 894 4722.
fh. Stikunefndar.
Elli.
10.08.2011 at 23:43 #220014Heil og sæl.
Nú þarf að hefja vinnu í húsnæði Súlna.
Elmar; er komin einhver vinnuáætlun?
Hvað þarf marga menn í verkið og hvenær er meiningin að hefjast handa?Gott væri að fá eitthvað plan yfir væntanlega vinnu sem allra fyrst.
Kveðja
Elli.
08.08.2011 at 21:45 #734987Þú verður að gefa upp meiri upplýsingar ef þú vilt fá einhverjar ca: tölur um verð.
Er bíllinn á orginal dekkjum?, 35", 38" eða 44" eða eitthvað þar á milli.
Ef bíllinn er orginal þá má greiða fyrir hann ca kr. 300.000.- ef kvillarnir í honum eru óskilgreindir.kv.
Elli.
08.08.2011 at 20:24 #735017Komdu sæll Magnús.
Ég ætla rétt að vona að þú sért að grínast.
Svona myndir eiga ekki heima á vefnum hvort sem um er að ræða félaga eða ekki félaga.Bestu kveðjur.
Elli.
A-830.
07.08.2011 at 00:51 #734409Heil og sæl.
Við félagar frá Eyjafjarðardeild F4x4 fórum í morgun frá Akureyri upp í Nýjadal. Þar tókum við 190 stikur frá Vatnajökulsþjóðgarði. Stikuðum leiðina frá brúnni yfir Skjálfandafljót að vestanverðu og upp að Gjallanda, þaðan að Hníflum og suður að Gjóstursklifi. Þetta var ákaflega skemmtileg ferð með góðum ferðafélugum. Það tók okkur aðeins 3 klst. að stika 18,7 km. Ferðin í heild tók hins vegar 15 klst Aey 2 Aey.
Vil þakka ferðafélögum fyrir frábæra ferð og góða skemmtun.
Bestu kveðjur,
Elli.
07.08.2011 at 00:33 #734751Komdu sæll Loftur.
Var að koma til Akureyrar fyrir ca 20 mínútum frá Nýjadal og vegurinn er bara mjög fínn. norðanmegin. Svolítil "þvottabretti" en á 38" ertu góður með loftþrýsting í dekkjum ca 10 psi.
Góða ferð,
Kveðja,
Elli.
05.08.2011 at 11:25 #734407Sælir félagar.
Nú er að styttast í stikuferðina og enn vantar félaga í hópinn.
Endilega að skrá ykkur ef þið hafið einhver tök á koma með.
Allir velkomnir úr hvaða deild sem er og trúi ég ekki að einhverjir úr móðurfélaginu sjái sér ekki fært að mæta.
Reiknum með að fara úr Nýjadal á bilinu 10:30 til 11:00 í fyrramálið en stikurnar eru þar.
Það væri frábært ef einhverjir kæmu úr borginni sem gæti þá tekið stauramellurnar suður aftur en við erum með 6 stk í láni frá móðurfélaginu.Bestu kveðjur,
Elli.
02.08.2011 at 23:14 #734405Sælir félagar.
Jón, ég vona að þú hafir heyrt rétt, það er pláss fyrir fullt af stikum á þeirri leið.
Einar, við þurfum ekki staurasleggjuna, Við Sveinbjörn yngri smíðuðum 4 stk nú í kvöld og erum þar með með 10 stk samtals.
Annars er það að frétta af norðangenginu að smábreytingar hafa orðið á þáttakendum.
Listinn er því eftirfarandi.1. Elías þorsteinsson (+1)
2. Vésteinn Finnsson
3. Erlingur Harðarson (+1)
4. Brynjólfur Eyjólfsson
5. Jón Gunnar Snorrason
6. Jóhann Hauksson
7. Björn Jóhannsson
8. Örlygur Arnljótsson -leggur til kerru ef vantar
9. Gunnar Rúnarsson (+1)
10. Jóhann Björgvinsson
11. Sigurbjörn ArngrímssonNú vantar bara 10 í viðbót til að halda áætlun.
Bestu kveðjur.
Elli.
01.08.2011 at 20:20 #734399Sælir félagar.
Nú eru bara 5 dagar þangað til að farið verður í stikuferðina.
Eftirtaldir eru skráðir í ferðina.1. Einar Ingi Hermannsson +1
2. Elías þorsteinsson (+1)
3. Vésteinn Finnsson
4. Erlingur Harðarson (+1)
5. Brynjólfur Eyjólfsson
6. Jón Gunnar Snorrason
7. Jóhann Hauksson
8. Björn Jóhannsson
9. Örlygur Arnljótsson (+1)Okkur vantar fleiri skráningar en öllum félögum í öðrum deildum er auðvitað velkomið að koma með, endilega að skrá sig (894 4722) og drífa sig með.
Það eru til 11 stauramellur og geta þess vegna 22 unnið í einu við stikun.Bestu kveðjur.
Elli.
29.06.2011 at 21:35 #732885Sælir félagar.
Það var mat okkar félaga sem starfað hafa í nefndum varðandi Vatnajökulsþjóðgarð að samþykkja þessa frestun, einfaldlega til að fá betri tíma til að ræða þessi mikilvægu mál. Reglugerðinni hefði aldrei verið breytt nú í sumar. Elín sem er okkar fulltrúi kemur okkar skoðunum á framfæri að miklum myndarskap, allavega trúi ég því 100%. Það er alltaf í samningamálum að ferlið tekur svolítinn tíma og við verðum einfaldlega að virða það.
Bestu kveðjur,
Elli.
30.05.2011 at 21:59 #664824Sælir félagar.
Bara til að vera viss.
Eruð þið búnir að taka lyfin ykkar.
Kv,
Elli.
23.05.2011 at 21:04 #730497Sælir félagar.
Verð aðeins að taka upp hanskann fyrir ráðherra, vegna vanþekkingar hennar. (Svandísar)
Vandamálið liggur í tillögum fyrri stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. (VJÞ) Með Önnu Krístínu sem formann. (mitt innskot, að mínu mati algjörlega óhæfur starfsmaður)
Sú stjórn var gjörsamlega óhæf í þeim tillögum sem fram komu og greinilega alltof margir göngumenn sem höfðu áhrif þar á.
Má þar nefna Einar Torfa Finnssson, Pál Asgeir Ásgeirsson og aðra göngugarpa.Svandís umhverfisráðherra hefur takmarkaða þekkingu á þessum hlutum. Hún tók mark á ákvörðun stjórnar VJÞ og samþykkir þeirra tillögur.
Ef menn vilja gét ég komið með ættartengsl, vini og viðskiptafélaga sem hagsmuna hafa að gæta.Við sem stöndum í því að verja ferðafrelsið og koma með réttmæt rök fyrir ferðafrelsi höfum einfaldlega orðið varir við dapurlegri ákvörðun ráðherra að samþykkja tillögur stjórnar VJÞ án þess að taka tillit til okkar athugasemda. Ég er á þeirri skoðun að ráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins. Hún (Svandís) er einfaldlega ekki nægjanlega fær um að valda þessu verkefni. Við félagar í F4x4 verðum að virða hennar skoðanir og ákvörðun en hinsvegar að snúa vörn í sókn.
Okkar sókn felst í því að kynna landsmönnum okkar málstað og þeirri ósk okkar að það megi stika og merkja slóðir sem ferðalangar aka um og merkja með stikum og vegvísum þar sem við á og veita aðilum kynningu leiðum um Ísland. Ég er þess fullviss að núverandi stjórn VJÞ með Kristveigu sem formann horfir öðruvísi á hlutina en fyrverandi stjórn og formaður.
Kveðja,
Elli.
02.05.2011 at 22:31 #729411Sæll.
Já það er hægt.
Kveðja,
Elli.
23.04.2011 at 21:05 #728193Sælir félagar.
Eins og þessi pistill snýst um þá er eitt af þeim málum sem þarf að vinna í eru ferðafrelsismálin.
Hvet alla félaga að skoða í sínum ranni og koma skilaboðum til stjórnar eða ferðafrelsisnefndarinnar hafi þeir vitneskju um óeðlilegar athafnir varðandi tildrög verndaráætlunar VJÞ. Þar á ég við tengsl manna og kvenna sem komu að stjórnunar og verndaráætlunar VJÞ.Bestu kveðjur,
Elli.
21.04.2011 at 18:35 #728189Sælir.
Fékk SMS skeyti í dag og sennilega er þessi maður Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Ef það er rétt þá er búið að aðstoða þennan mann og hans ferðafélöga á fjöllum af jeppamönnum svo um munar.
Páll Ásgeir ferðaðist hér á árum áður á jeppum og ég hef fulla vissu fyrir því að hann sem og aðrir á þeim tíma hafi búið til slóðir sem í dag eu kallaðar, óæskelegar slóðir, utanvegaakstur eða eitthvað í þeim dúr.
Nú er hinsvegar öldin önnur og við félagar í F4x4 stuðlum að stikun, skiltagerð og öðrum þeim aðgerðum sem hvetja ferðalanga til að keyra eftir vegum hálendisins án þess að aka utanvega. Eitt veit ég fyrir víst að Páll Ásgeir hefur ekki gefið sér tíma til að leiðbeina á fjallvegum og slóðum eins og félagar í F4x4.Bestu kveðjur,
Elli.
21.04.2011 at 00:02 #728187Komdu sæll Halldór.
Viltu segja mér hver þessi ferðafélagsmaður er.
Við sveitamennirnir erum svo afskaplega úti á þekju.
Bestu kveðjur,
Elli.
20.04.2011 at 22:16 #728183Sælir félagar
Sammála því að efla klúbbinn bæði móðurfélag og deildir.
Margir góðir punktar hjá Guðmundi og ég þakka þér Guðmundur fyrir mjög gott innlegg.
Ég tel að engin stjórn hafi haft betra samband við deildir en sú núverandi með Sveinbjörn í fararbroddi..
Held að það verði erfitt að toppa Sveinbjörn og hans stjórn.
Við í Ey4x4 höfum haldið málefnalega fundi, tekið þátt í ferðafrelsinu (sem er á landsvísu) og reynt að koma með vitrænar tillögur varðandi þau mál.
EN BETUR MÁ EF DUGA SKAL. Hvet alla sem hafa tíma til, að gefa sig fram í næstu stjórn og nefndarstörf. Nefndarstörf eru gríðarlega mikilvæg fyrir bæði rekstur og félagslíf klúbbsins. Þessi störf eru bæði gefandi og nokk skemmtileg.Bestu kveðjur
Elli.
16.04.2011 at 21:35 #218584Ágætu félagar.
Við fórum sex félagar í Eyjafjarðardeild í morgun á fund Norðurráðs Vatnajökulsþjóðgarðs sem haldinn var í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Þetta var opinn fundur þar sem rædd var ársskýrsla norðursvæðis fyrir árið 2010.
Kristveig formaður Vatnajökulsþjóðgarðs setti fundinn og ræddi um mikilvægi þess að hafa samráð við hagsmunaaðila.
Hjörleifur Finnsson sagði frá starfi þjóðgarðsvarðar o g Jóhanna Katrín hálendisfulltrúi sagði okkur frá starfi sínu sem var nokkuð fjölbreitt og ekki síst fyrir það að öskulag á Vatnajökli hafði þau áhrif að Jökulsá á Fjöllum óx langt yfir meðallag og yfir „flæðurnar“ sem þau urðu síðan að loka tímabundið sem og Herðubreiðarvegi vegna ágangs Jökulsárinnar.
Böðvar Pétursson stjórnarmaður hafði forsögu um starf stjórnar og tjáði sig í lokin um framtíðarhorfur þjóðgarðsins eftir hans sýn inn í framtíðina. Böðvar söng með breyttum texta,“ lagið sem er bannað“. Hann snéri textanum upp á Vatnajökulsþjóðgarðstjórn sem vakti mikla hrifningu fundarmanna.
Inn á milli framsögu voru leyfðar fyrirspurnir og síðasti klukkutíminn fór í fyrirspurnir og svör við þeim.
Ég skrifaði ekki allt niður (Félagi Björn Jóhanns ritari ferðafrelsisnefndar Ey4x4 var með okkur og hann skrifaði fundargerð sem birt verður síðar) en til að segja frá í stórum dráttum, þá fannst mér Kristveig, Hjörleifur, Katrín og aðrir sem starfa í þjóðgarðinum vera mjög jákvæð fyrir breytingum þeim sem við leggjum áherslu á. Stórfundurinn sem haldinn verður í byrjun maí finnst mér vera lykilatriði að fari vel og við að við náum góðri samstöðu með öðrum útivistafélögum og ekki síst Ferðafélagi Íslands (sem gekk úr Samút um daginn) Ef einhverjir ferðafélagsmenn lesa þennan þráð þá bjóðum við í f4x4 ykkur að ræða saman um lausn á ferðamálum félaganna.
Síðasti liður fundarins voru almennar fyrirspurnir og vöktum við athygli á lokun leiðar norðan Dyngjufjalla sem og í Vonarskarði. Snörpustu umræðurnar urðu um þennan lið. Eftir þær umræður tel ég að við í f4x4 ættum að ræða við hagsmunahópa og lenda niðurstöðu sem við gætum afhent Vatnajökulsþjóðgarðsnefnd.
Við ræddum í dag við fólk sem eru göngumenn og ég get fullvissað alla félagsmenn f4x4 um að hægt er að ná samkomulagi um leiðir og almennt um ferðafrelsi beggja aðila (göngumenn /jeppamenn) þá ræddi ég við skotveiðifólk, félaga í mótorsportfélagi og hestamenn og ég er sannfærður um að hægt er að brúa bil allra þessara aðila.
Við í ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 Eyjafjarðardeildar þökkum fyrir fundinn í dag og hlökkum til að bera saman bækur okkar að ári liðnu.
Bestu kveðjur.
Elli.
06.04.2011 at 22:31 #726023Sælir félagar.
Hvet alla fyrrverandi og núverandi félaga Eyjafjarðardeildar að mæta á afmælisfundinn föstudaginn 8. apríl að Golfskála Akureyrar. kl. 19:30.
Endilega að koma með gamlar myndir frá upphafsstarfsemi deildarinnar og sýna ungviðinu.
Frétti að stjórnarmenn móðurfélagsins kæmu og heiðruðu okkur, vona að sem flestir félagar mæti og kynnist móðurharðindunum.
Kvöldverður; og afmælisterta í boði Ingólfs (Musso) í Kexsmiðjunni.
Skemmtiatriði í boði Jóa Hauks, Hauks Stef og félaga. (þeir gefast aldrei upp)
Frétti að einhver eða eitthvað yrði boðinn/boðið upp. (takið með ykkur lausafé)
Úrslitakeppni eigenda brotna öxla og drifa; Síðasti þáttur, hvor aðili hefur 3 mínútur til umráða. (verða að vera a.m.k. 2 frummælendur innan tímans)
Atkvæðagreiðsla: Allir mættir félagar og fyrri félagar sem greiddu árgjöld sín á árunum 1991 til 2011 hafa atkvæðisrétt.
Minni á ungmennafélagsandann, EKKI gleyma honum heima.
Höldum góðan afmælisfagnað.Kveðja,
Elli.
05.04.2011 at 00:11 #725843MHN
Þú mátt ekki láta mann alveg fara á taugum.
Ég sem hélt eins og Jón og Dagur að Pattarnir væru orðnir hálf kraftlausir. (4,4 sek í hundraðið)
Sem betur fer var þetta Mayback.Kveðja
Elli.
-
AuthorReplies