Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.11.2011 at 20:36 #741587
Skoðum það Hafþór.
Takk fyrir ábendinguna.
Kveðja,
Elli.
10.11.2011 at 22:27 #221203Heil og sæl félagar.
Hjólbörðum stolið.
23. eða 24. október var 4 stk. 33” Cooper dekkjum á 15” álfelgum stolið frá einstaklingi á Stóru Tjörnum í Þingeyjarsveit. Dekkin eru nánast óslitin.
Vinsamlegast hafið augu og eyru opin ef svona gangur fer í sölumeðferð.Fundarlaun.
Sími 863-1506 Vilhjálmur.Bestu kveðjur.
Elli á vaktinni.
Sími 894-4722
10.11.2011 at 22:21 #221202Sælir félagar.
Vil koma eftirfarandi á framfæri.Hjólbörðum stolið;
23. eða 24. október var 4 stk. 33” Cooper dekkjum á 15” álfelgum stolið frá einstaklingi á Stóru Tjörnum í Þingeyjarsveit. Dekkin eru nánast óslitin.
Vinsamlegast hafið augu og eyru opin ef svona gangur fer í sölumeðferð.Fundarlaun.
Sími 863-1506 Vilhjálmur.Bestu kveðjur,
Elli á vaktinni.
Sími 894-4722.
10.11.2011 at 00:21 #732997Fór þennan veg í byrjun míns jeppaferils, sumarið 1969. (Þegar ég ákvað það að betra væri að búa nærri miðbaug.)
Var á FORD herjeppa módel 1942. (Blue Bell)Þessari leið á auðvitað að halda betur við en gert er, bæði frábær landfræðilega og skemmtileg leið.
Sammála Óskari að "þetta" er leiðin að Þingvöllum og Þingvallavatni.Kveðja,
Elli.
07.11.2011 at 21:45 #741265Ekki ósennilegt;
Yanmar 4,2. Toyota gat ekki frekar en Nissan búið til almenninlegar vélar. Toyota hafði þó vitið, að kaupa vél frá almenninlegum vélarframleiðanda. Allt annað í LC er náttúrulega hvorki fugl eða fiskur.
Þá er bara spurningin um að fá sér Yanmar í Patrolinn og málið leyst.
Kveðja,
Elli.
04.11.2011 at 21:09 #741235Góð þarfagreining hjá þér.
Mér sýnist að Patrol uppfylli það sem þú ert að leita að.
Bestu kveðjur
Elli
03.11.2011 at 23:26 #740255Vel gert félagar.
Þið eigið heiður skilið fyrir vinnu ykkar um síðustu helgi.
Bestu kveðjur,
Elli.
30.10.2011 at 19:44 #739777Komdu sæll Agnar.
Nei, þessi leið er ekki fær yfir veturinn.
Heljardalsheiði er mjög brött og sikk sakk beyjur bæði upp og niður báðu megin. Snjór sest í slóðann og er þá nánst þverhníft stálið niður í árnar.
Við þurftum að moka með skóflum einhver tvö höft til að komast áfram, og ekki kominn vetur og mjög lítill snjór.
Heljardalsheiði er mjög skemmtileg leið að ferðast yfir og best að hafa nægan tíma og skoða sig um á utanverðum Tröllaskaga.
Mögnuð sumarleið.Ég tók ekki myndir en þið hinir sem tókuð myndir, endilega að setja þær inn.
Bestu kveðjur,
Elli.
23.10.2011 at 16:07 #740227Heil og sæl.
Reikna með að koma, Annars erum við Sveinbjörn Sr. að fara upp í Réttartorfu nú í kvöld í heitavatns-sýnatöku sem við framkvæmum í fyrramálið og sendum í rannsókn á morgun.
Bestu kveðjur,
Elli.P.S. Eru myndböndin kannski sýnishorn af skemmtiatriðum á n.k. þrettándugleði?
22.10.2011 at 19:53 #739771Heil og sæl.
Við Ellarnir þökkum fyrir frábæran dag. Það má ekki snjóa mikið meira til að heiðin verði ófær. (þurfti að moka aðeins til að rétta af hliðarhalla)
Við þökkum Gunna Júll. fyrir frábærar móttökur á Siglufirði. Á Siglfirsku merkir kaffi og aðeins með því, sauðhangikét, uppstúf, rófu og gulrófustappa, rauðbeðusalat og kartöflur, alíslenkt, enda eins og Gunni sagði hefur Heljardalsheiði tekið sennilega flest mannslíf á Íslandi og ber nafn með rentu. Á eftir matnum kom svo kaffi og konfekt, magnað eftir svona ferð.Bestu þakkir félagar, og Gunni! frábær heimsókn til ykkar.
Bestu kveðjur,
Ellarnir.
21.10.2011 at 19:49 #739765Heil og sæl.
Gunni Júll á Siglufirði er búinn að kanna Siglufjarðarskarð og er það ófært. Í sneiðingnum er snjór sem þarf þá að moka ef bílar eiga að komast þar um vegna hliðarhalla.
Nú er bara spurningin hvað margir verða með til að moka. Það hinsvegar vitum við ekki þar sem að skráning er frjáls.
Gunni bauð okkur að koma við hjá sér á Siglufirði í kaffi og eins og Gunna er einum lagið segir hann okkur frá einhverju skemmtilegu.Til að taka saman þá sem ætla að koma og eru e.t.v væntanlegir.
Koma:
Halldór Ak.
Halldór Hauganesi
Uni Unason
Siddi rakari
Björn Páls Jr.
Elli Harðar
Elli ÞorsteinsVæntanlegir ef þeir komast.
Hilmar Ingimars
Sindri Torlasíus
Hói Hauks.Þetta verður fín ferð en hvernig er með ferðanefndarmenn, ætla þeir ekki að koma, Halli Gulli og Eysteinn?
Vil svo minna menn á að lögboðið kaffi er kl 09:30. Hádegisverður kl 12:00. Kaffi hjá Gunna á Siglufirði kl 16:00.
Ef þið viljið breyta tímanum eitthvað örlítið þá vinsamlegast hafið samband við Erling Harðarson.Bestu kveðjur.
Elli.
20.10.2011 at 21:38 #739751Sælir félagar.
Eru einhverjar fréttir af Siglufjarðarskarði.
Hér áður fyrr, þá varð skarðið ófært vegna hliðarhalla í fyrstu snjóum.
Eru einhverjar upplýsingar varðandi úrkomu tiltækar fyrir ferðina.Kveðja,
Elli.
20.10.2011 at 19:58 #739749Sæll Jói minn.
Nærumst við ekki á hvorum öðrum?
Er ekki vinskapur þannig?Kveðja Elli.
19.10.2011 at 20:08 #739743Sælir.
Þetta dugar fínt.
Ég ætla til Hafnarfjarðar þessa helgi.
Góða ferð félagar.Kveðja,
Elli.P.S. Sé Jói minn að þú varst að svara í sömu andrá og formaðurinn.
Það er ekki nauðsynlegt fyrir ykkur að endurtaka fyrir mér það sem stendur á forsíðu f4x4.is
Ef það hinsvegar nærir ykkur á einhvern hátt þá er það í lagi mín vegna.
19.10.2011 at 17:56 #739737Sælir.
Uni Unason mætir.
Björn formaður. Hvernig væri að koma með ferðaáætlun. Þessi ferð var ekki skráð sem óvissuferð.Kveðja,
Elli.
19.10.2011 at 14:46 #739733Heil og sæl.
Hvenær ætlar ferðanefnd að koma með nánari tilhögun ferðarinnar, sem og brottför o.s.frv.
Kveðja,
Elli.
17.10.2011 at 23:38 #220846Sælir félagar.
Nú fer að styttast í næstu helgi og stefnt er að dagsferð yfir Heljardalsheiði n.k. laugardag og heim um Siglufjarðarskarð.
Veðurspá er góð n.k. helgi en spurning er um hve mikið snjóað hefur nú í hretinu sem gengur yfir. Ég „starta“ þessum þræði til að heyra í mönnum og einnig að við fylgjumst með spánni, uppfærum þráðinn og að menn séu í góðum tengslum við ferðina og spána.Þið ágætu félagar í öðrum deildum hefðuð gaman af að koma með.
„Skagfirðingar“ þið hefðuð eflaust gaman af að koma á móti okkur.Endilega að skrá sig hér á spjallinu, og áfram nú.
Bestu kveðjur,
Elli.
13.10.2011 at 22:31 #739277Erlingur minn.
Mér sýndist Fordinn gjörsamlega "skíta" á sig þarna í restina.
Patrol hefur aldrei "sótað" jafn hressilega og þessi vangefni Ford sem þú vitnar til.Hvernig er það með "barnanefndarnefnd", ætla þeir ekki svara spurningum vegna breyttra áherslna klúbbsins?
Kveðja,
Elli.
13.10.2011 at 21:20 #739269Erlingur minn.
Þú ert að ruglast á Flóða-Subaru frá Finnlandi sem þú áttir, og að sjálfsögðu seldir.
Nei, nú sést best hvað Halli Gulli hefur lítið vit á bílum, ryðga, hedd o.s.frv. þetta eru einkenni amerískra bíla sem m.a. hann átti sem hét að vísu Toyota Tacoma, enda búinn að selja. Við þessir ekta jeppamenn hlúum að okkar bílum, alltaf klárir í ferð og aldrei klikkar neitt. (7-9-13). Alltaf á sömu bílunum, þurfum ekki að skipta til að vera jafningjar í drifgetu og við höfum ánægju af jeppaferðum.Sannanir eru allt í kringum ykkur. Jói Hauks á Trooper, Vésteinn á Mússó, Elli Þorsteins á Patrol, Haukarnir báðir á Toyota, Halli á Hauganesi, formaðurinn, og Stebbi Stef á Land-Rover, Stórhríðargvendur, Óskar Jóns og Mási á Toyotu og enginn af þessum bílum er til sölu. —– Af hverju? Engin löngun í Amerískt, nennum ekki að gera við stanslaust. Ameriskt er bara Amerískt og ekkert sérstakt við það.
Að öðru. Má koma með 19 ára börn með sér, ef þau verða tvítug á árinu?
Kveðja,
Elli.
12.10.2011 at 22:18 #739259Hér kemur samantekt frá virtum bílablöðum sem við gætum aðeins rætt um?
Meðalending Stýrisenda í km:
Ford F 250-7,3 Toyota Landcruser-4,2 Dodge Ram 2500-5,9 Nissan Patrol-2,8 Silverado 2500-6,5
85.000————224.000—————-102.400—————-356.000————69.000Meðalending hjöruliðskrossa í drifsköftum í km:
Ford F 250 Toyota Landcruser Dodge Ram 2500 Nissan Patrol Silverado 2500
168.000—– 465.000———- 218.200———–586.100——–165.100Bilanir í rafkerfi meðaltal 100 bíla 1996 – 2002: (1 minnstar bilanir / 100 flestar bilanir)
Ford F 250 Toyota Landcruser Dodge Ram 2500 Nissan Patrol Silverado 2500
65…………56……………….52………………4……………….87
-
AuthorReplies