Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.05.2005 at 17:48 #523336
Sammála ykkur í einu og öllu og mótmæli þar með.
Verðum á einhvern hátt að koma vitinu fyrir þessa ágætu menn sem semja svona lagað. Er ekki með orðalagslausn í núinu en aðalatriðið er að spora ekki út landið.
Væri ekki ráð að pæla í einhverskonar orðalagsstúfi sem allir gætu sætt sig við.
Vetrarkveðjur.
Elli A-830 Kt. 160852-4459
20.05.2005 at 21:40 #522900Góð fyrirsæta í Bláfjöllum.
Er Pajeroinn að safna kröftum?
Kv. Elli
20.05.2005 at 19:02 #522896Vals. Þú þarft nú fyrst að komast upp.
Kv.Elli
20.05.2005 at 17:17 #523066Takk fyrir góðar uppskriftir.
Hinsvegar er spurningin sú hvort þið eruð full snemma á ferð með slúttið, það er nefninlega farið að snjóa hér fyrir norðan og hver veit nema að snórinn nái til ykkar þarna fyrir sunnan.
Munið nagladekkin.
Vetrarkveðja.
Elli
19.05.2005 at 15:23 #195956Sælir félagar.
Nú fer að koma að stækkun skálans á Réttartorfu.
Vil ég biðja félaga í Eyjafjarðardeild að senda mér póst elias@idnval.is eða að hringja 894-4722 og tilkynna mætingu í ferðirnar þann 27.mai og 3.júní. (að sjálfsögðu eru aðrir félagar einnig velkomnir)
Planið er einhvernvegin svona í stórum dráttum.Laugardagur 21. mai.
Lagt af stað frá Leiru kl 8:00.
Undirbúningur vegna framkvæmda. Skálanefnd fer í Réttartorfu, skoðaðar aðstæður og lagt á ráðin varðandi næstu tvær helgar. (allir velkomnir með)
Heimferð seinnipartinn eða um kvöldið eða fyrir þá sem vilja á sunnudag.Föstudagur 27. mai.
Lagt af stað frá Leiru kl 19:00.
1) Farið með allt efni á vagni (Sigurbjörn Höskuldsson)
2) Félagar hafi með sér viðeigandi verkfæri og búnað.
Laugardagur 28. mai.
1) Hópur 1. Unnið að niðursetningu rotþróar, lagna og staura fyrir VS og pall.
2) Hópur 2. Unnið að vatnsmálum.
Sunnudagur 29. mai.
1) Hópur 1. Unnið að niðursetningu rotþróar, lagna og staura fyrir VS og pall.
2) Hópur 2. Unnið að vatnsmálum.
Heimferð seinnipart dagsins eða eftir aðstæðum.Föstudagur 3. júní
Lagt af stað frá Leiru kl 19:00.
1) Farið með allt efni sem á vantar (dreifist á bíla)
2) Félagar hafi með sér viðeigandi verkfæri og búnað.
Laugardagur 4. júní
1) Unnið við smíði á VS
Sunnudagur 5. júní
1) Unnið við smíði á VS
Heimferð seinnipart dagsins eða eftir aðstæðum.Hvet alla félaga að mæta aðra eða báðar helgar því það verður hörkufjör í Réttartorfu á meðan að framkvæmdir standa yfir.
Bestu kveðjur frá skálanefnd.
Elli.
10.05.2005 at 21:01 #522462Sælir félagar.
Skúli, þú varst klúbbnum okkar til sóma og hafðu bestu þakkir fyrir.
Ég hélt á tímabili að Runólfur væri starfsmaður ráðuneytisins og spurningin er hvort þessi maður sé réttur talsmaður FÍB bíleigenda.
Eftir því sem ég fæ best séð er virðisaukaskatturinn að þvælast fyrir þessum ágætis mönnum. (ekki nema von þar sem að meirihluti frumvarpa bera ekki VSK)Höldum áfram baráttunni.
Bestu kveðjur úr sveitinniElli
A-830
26.04.2005 at 18:51 #521454Margar reglugerðir fara í gegn sem stangast á við eðlilegan raunveruleikann.
Mitt mat er að nú þurfi verulega að vinna í að faglegir aðilar komi að þessum málum, t.d. við sem og e.t.v. fleiri.
Hvaða leið er fær veit ég ekki nú, en held að umhverfisnefnd sé fær um að koma málum til skila ef við sameiginlega vinnum í því.Varðandi olíugjaldið ættum við í hverri deild fyrir sig að álykta og stjórn að tilkynna þær ályktanir sem verða ásamt raunverulegum útreikningum á rekstrarkostnaði bíla bensín v.s. díesel.
Innkaupsverð eru aðgengileg hjá innflytjendum
Sundurliðun verða á bensín og diesel er aðgengilegt hjá FÍB.Elli.
A-830
23.04.2005 at 19:01 #521678veit ekki hver fjandin hljóp í kallinn (Ella) nú um helgina en ég sá mér ekki annað fært en að fara og taka af honum tölvuna.
Þess má geta að kalinn er ný búinn að versla nánast nýja vél hjá IH og eru þetta væntanlega eftirköstin…
Þeim verður ekki bjargað þessum Patrol köllum…Þetta með "draumabílin" þvílikt bull og vittleisa, það er bara til einn ríkisdraumajeppi og það er Toyota með sér smíðaða klafa úr ofurstáli.
Kv.
Benni
Akureyri
23.04.2005 at 18:53 #521676Er þá málið afgreitt þannig að:
Boddy af Dodge Durango
Vél úr GMC Sierra eða Chevy Silver. (Duramax)
Drif og undirvagn úr Ford F350
sé það sem við jeppakarlar þurfum.
Kveðjur bestar
Elli.
22.04.2005 at 21:46 #521662Skúli .
Þú sem formaður ættir að sjá til þess að svona uppákoma ætti að vera á helgi.
Allar leiðir lokaðar nema malbikið og tilvalið væri fyrir okkur sveitafólkið að fara í borgarferð um helgi.
Mæli með að þið borgarbörn mótmæltuð okurstefnu aulanna hjá IH og að þeir tækju sambærileg umboð sér til fyrirmyndar.
Er að hugsa um nýjan bíl og hef afskrifað IH vegna okurstefnu í varahlutaverði.
Kv Elli
A 830.
22.04.2005 at 20:54 #521640Mæli með að menn kaupi frekar Toyotu, varahlutaverðsins vegna.
kv.Elli.
A-830
19.04.2005 at 23:10 #521126Rökleysa ráðherra er algjör og ótrúlegt að þessi maður sé fjármálaráðherra en sannar kannski að í bananalýðveldum lýðst svona framkoma við almúgann.
-Elli.
19.04.2005 at 22:42 #521120að ein af ástæðum þess að dieselverð yrði hærra en bensínverð væri að taka þyrfti gjald af einkabílnum til að standa undir niðurgreiðslu dieselolíu á flutningabílum.
kveðja Elli
15.04.2005 at 19:39 #195840Af hverju má spjallið ekki heita SPJALL frekar en virkar umræður?
Af hverju meiga ekki auglýsingarnar heita: TIL SÖLU eða bara eins og áður AUGLÝSINGAR?
Hvað eru smááuglýsingar? Hvað má auglýsa stórt í smáauglýsingum?
Kveðja Elli.
15.04.2005 at 12:08 #521176Sæll.
Mér var ráðlagt á sínum tíma að skipta compl út fyrir nýja. Vinna og varahlutir væru mun dýrara dæmi.
Kveðja Elli
13.04.2005 at 21:57 #195832Hef ekki getað fengið upp e-mail adressu viðkomandi þegar ýtt er á adressuna í upplýsingum um viðkomandi.
Vona að þetta verði lagfært.
kveðja. Elli
09.04.2005 at 17:13 #195810Ágætu félagar nær og fjær.
Árlegur fjölskyldudagur Eyjafjarðardeildar 4×4 verður Laugardaginn 16.apríl n.k.
Farið verður á Lágheiði upp af Ólafsfirði þar sem börn og fulloðnir geta rennt sér í frábærum brekkum bæði á brettum, þotum og skíðum.
Jeppaferðir verða í boði bæði fyrir mikið breytta jeppa svo og fyrir lítið eða óbreytta jeppa.Öllum verður boðið upp á grillaðar fjallapylsur að hætti jeppamanna.
Farið verður frá Leirunesti kl 10:00.
Allir 4×4 félagar og fjölskyldur þeirra eru velkomnir með.
Þeir félagar sem ekki eru í Eyjafjarðardeild eru beðnir að tilkynna þáttöku ásamt fjölda á e-mail: elias@idnval.is í síðasta lagi n.k. fimmtudagskvöld þann 14.
Sponsörar ferðarinnar eru:
Tölvutækni
KT jeppa og útivistarverslun
OLÍS
http://www.hiclone.isAth. Það er nægur og góður snjór á Lágheiði.
Kveðja Elli.
06.04.2005 at 17:51 #520524Tek undir með þeim sem vilja hagræða í útgáfustarfseminni.
Með því að gefa blaðið sjaldnar út má e.t.v. vinna að betri greinum t.d. varðandi tæknimál, ferðaupplýsingar, sögur o.s.frv.
Færri en stærri blöð með ahugaverðara efni fengi auglýsendur frekar til að auglýsa í blaðinu okkar og þar með að standa betur undir kostnaði.
Varðandi tilkynningar til félagsmanna, þá mætti koma þeim á framfæri á vefnum.
Hef trú á að það megi gera gott blað betra og tek undir þakklæti til þeirra sem unnið hafa að útgáfumálum fyrir fórnfúst starf.
Kveðja Elli.
30.03.2005 at 22:16 #520090Segðu okkur meira um þetta.
Hver var loftþrýstingurinn í dekkinu?
Hver var hraðinn?
Var dekkið nýtt, lítið slitið, hálfslitið eða nánast ónýtt?
Var búið að gera við dekkið? t.d. að sjóða í það (og þá bilaði viðgerðin) eða var það óskemmt.Bestu kveðjur,
Elli.
28.03.2005 at 22:30 #519910Sælir.
Aðeins að benda á að kolsýrlíngur hefur ekki gróðurhúsaáhrif en koltvísýringur (CO2) hefur áhrif á skýmyndun, og þannig lokar af hita á yfirborði jarðar.
Hvarfakúturinn er ekki ósvipaður býflugnabúi þar sem að útblátursreykurinn þarf að fara lengri vegalengd. Við það að fara í gegnum hvarfakútinn verður efnahvarf sem minnkar koltvísíringsmengunina.
Efnahvarfið á sér ekki stað fyrr en eftir talsverðan akstur eða þar til hvarfakúturin er orðinn vel heitur.
Til að minnka mengun frá kolefnisbrennandi mótorum er aðalmálið að brenna eldsneytinu sem best og þar kemur HICLONE til sögunnar.
HICLONE hvirflar loftinu þannig að eldsneytið hefur lengri tíma til að brenna og lengri bruni gerir það að ýmis snefilefni brenna upp í stað þess að mynda sótagnir sem fara út með pústinu eða sem sót í smurolíu.
Til að koma á móts við mengunarmælingu eftir að hafa tekið hvarfakútinn í burtu þá sér HICLONE um að ekki verði meiri mengun en áður.Kveðja Elli.
-
AuthorReplies