Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.09.2005 at 17:39 #528042
Efst til vinstri á aðalsíðu er hnappur sem nefnist "Nýskráning" þú smellir þar og fyllir út þær upplýsingar sem beðið er um.
Ef þú ert í Reykjavík þá eru fundir fyrsta mánudag í mánuði "sjá nánari fundarboð" ef þú ert staðsettur á öðrum stað en í Reykjavík þá smellir þú eftir nýskráningu á "klúbburinn" og "deildir" og aftur "deildina" og þá getur þú fundið upplýsingar um deildina sem er í þinni heimabyggð.
Kveðjur.
Elli.
26.09.2005 at 21:24 #527820Þú getur líka prófað Hiclone sjálfur.
Farðu í Framtak á Drangahrauninu í Hafnarfirði og fáðu þér Hiclone í bílinn og prófaðu sjálfur.
Þú getur skilað Hiclone aftur innan 30 daga og fengið fulla endurgreiðslu ef þér líkar ekki við það.
Kveðja.
Elli.
25.09.2005 at 17:35 #52781422.09.2005 at 22:22 #526276Aðeins að minna á vinnuferðina um helgina, 23-25 sept.
Látið mig vita um þáttöku á e-mail: elias@idnval.is eða í síma 894-4722
f.h. skálanefndar
Elli.
21.09.2005 at 19:41 #527282Sæll Kalli
Ég hef keyrt með nokkrum sem eru með 16" breiðar felgur og 44" DC án vandamála. Það er klárt að 16" reynir minna á framhjólalegur sem þarf að passa vel upp á í Patrol. (Það er dálítið stutt á milli leganna).
Öll breikkun á felgunni er að utanverðu ef þú ert með "orginal" Nissan felgur þannið að það breytir litlu með úrklippingar hvort þú verður með 16" eða 18" breiðar felgur.
Éf ég man rétt þá var Óli Hall með 18" undir sínum Patrol en hann lét síðan mjókka þær í 16 1/2" og að ég held er hann mjög sáttur við þá breidd.
Bestu kveðjur
Elli
20.09.2005 at 23:16 #527276Ég ákvað að hafa mínar felgur 17 1/2" miðað við utanmál á láshring og utanmál á felgubrún að innanverðu.
Dekkin krumpast vel þegar á þarf að halda og virðast koma ágætlega út við mismunandi loftþrýsting í dekki.
kveðja
Elli
20.09.2005 at 19:35 #526274Þakka þér Óskar fyrir leiðbeiningarnar. Eitthvað hefur verið að mér í gær en þá fann ég einfaldlega ekki "Aðgerðir" en nú eru myndir frá vinnuferð í sumar komnar í myndaalbúmið mitt sem sýna heita pottinn í fæðingu.
Kveðja
Elli
20.09.2005 at 00:11 #526270Ég er með myndir af lauginni góðu þegar við vorum að byrja að grafa fyrir heita pottinum en mér tekst engan vegin að koma þeim í myndasafnið.
Er eitthvað bilað eða er eitthvað að mér?
Kveðja
Elli
15.09.2005 at 21:41 #526254Jæja, það virðist að menn séu að taka aðeins við sér.
Hvet þá sem ætla sér að hafa gaman um helgina í Réttartorfu að senda mér boð um það á e-mail elias@idnval.is eða í síma 894-4722.Þess má geta að á laugardag verður farið að nýja heitapottinum okkar og gengið frá fyrir veturinn.
kveðjur Elli.
15.09.2005 at 19:53 #526890Sælir
Mæli með ennisljósunum frá Kliptrom.
3 mismunandi birtustig og höfuðfestingarnar mjög þægilegar.Kveðja
Elli
13.09.2005 at 18:03 #526248Ágætu félagar.
Er að minna á vinnuferðina næstu helgi. þeir sem ætla sér að mæta, vinsamlegast látið vita á e-mail: elias@idnval.is eða síma 894 4722.
Margar hendur vinna létt verk.
Bestu kveðjur frá skálanefnd.
04.09.2005 at 12:42 #196209Ágætu félagar.
Nú er viðbyggingin komin upp og lagnir og tankar komir í jörðu (sjá fréttir og tilvísanir á myndir á Eyjafjarðarsíðunni).
Eftir er að fara eina vinnuferð enn til að ganga frá fyrir veturinn. Stefnt er að því að fara helgina 17. – 18. september.
Tengja þarf vatnsdælur og koma vatninu inn í húsið og ganga frá viðbyggingu þannig að hún haldi örugglega vatni og vindum í vetur. Ef nógu margir koma mætti fara í að þilja og jafnvel byrja á innréttingunni.
Félagar góðir, mætum vel í þessa vinnuferð og líka á næsta ári, þegar lokið verður við frágang og bætt við pallinn!
Skálanefnd og stjórn.
03.09.2005 at 12:40 #526226Hefði ekki orðað þetta betur.
Bestu kveðjur.
Elli.
30.08.2005 at 20:11 #526114Flaug suður í hádeginu. Sá lítið niður en það sem ég sá af hálendinu var hvítt.
Keyrði norður seinnipartinn og snjólínan var ca 50 m ofar en vegarstæðið. Á Vatnsskarðinu var snjólínan við veg en á Öxnardalsheiði var allt hvítt og smá krapi að byrja á veginum. Gæti orðið hált í nótt en nú rétt fyrir kl 7 var hitastigið +2,5°C.
Kveðja
Elli
27.08.2005 at 17:21 #525900Sammála Agnari Ben
2,8L vélin er að grunni til ágætis vél. Hjálpartækin víð vélina eru hins vegar ekki alveg í lægi fyrir okkar notkun. Nissan framleiðir t.d. sömu vélina með stærri vatnsdælu og stærri vatnskassa fyrir UN og heitu löndin.
Snúningsvægið er ekki mikið á lágum snúning en hægt er að bæta svolítið úr því.
Skil þig með klafana, búinn að prófa svoleiðis.
Á von á því að þú fáir ekki hagkvæmari bíl en Patrol fyrir peninginn.
Kveðja Elli.
27.08.2005 at 16:34 #525920Sælir félagar og vefarar
Bara ein athugasemd þar sem þið eruð svona nálægt mér.
Á stjórnarfundi Eyjafjarðardeildar um daginn ræddum við um að nauðsynlegt væri að hver deild fyrir sig hefði hnapp á aðalsíðu eða að uppi á barnum t.d. á milli "Aðalsíða" og "Klúbburinn" kæmi hnappur "Deildir"
og þar undir hver deild fyrir sig í rúllugardínu.Vona að þið takið vel í þetta og sjáumst vonandi í kvöld.
Kveðja Elli.
14.07.2005 at 23:13 #524892Sælir félagar.
Það vita það allir sem vilja vita að hálendisvegur á milli Akureyrar og Reykjavíkur er mikilvægt byggðarmál og það ber að virða.
Að stytta veginn um ca: 40 km m.v. eins og nú er og fara yfir Kjöl er ekki réttlætanlegt gagnvart skattgreiðendum.
Ég tel að allar þessar umræður (Stórisandur, Kjölur) séu á villigötum og huga beri að því betri vegastæði finnist á milli Akureyrar og Reykjavíkur án þess að spilla hálendinu m.v. eins og nú er.
Við nokkrir 4×4 félagar úr Eyjafajarðardeild höfum aðra sýn á þessar framkvæmdir, en að ég best veit hafa engir þingmenn norðurlandskjördæmis haft samband við okkur varðandi þessi mál.
Það er e.t.v okkar að hafa frumkvæðið.
Kveðjur bestar
Elli
05.07.2005 at 18:05 #524758Já þetta er góður skáli. Viðbyggingin er ca 17 m2 að gólffleti og skiptist í vatnssalerni með handlaug og sturtu.
Norðan við vatnssalernið verður lítil geymsla.Gistrými verður það sama og áður.
Ég trúi nú ekki öðru en að við fáum góða mætingu núna
og endilega skorið á sem flesta að mæta.kveðja
Elli.
04.07.2005 at 22:18 #524752Sælir aftur.
Vinsamlegast látið vita um mætingu á e-mail elias@idnval.is eða hringja 894-4722.
Kveðja
Elli
04.07.2005 at 22:14 #196080Ágætu félagar.
5. og síðasta ferð í Réttartorfu í bili verður um næstu helgi. Föstudaginn 8 júlí verður farið frá Leiru kl. 20.00.
Klúbburinn skaffar á grillið og sér um að góða skapið verði með. Það vantar lítið upp á að klára viðbygginguna og vonar skálanefnd að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Bestu kveðjur
Elli
-
AuthorReplies