Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.11.2005 at 23:11 #532900
Komdu sæll Ási.
Fékk mér 39,5" Irok fyrir rúmu ári og er búinn að keyra þau ca: 12.000 km. Þau hafa reynst mér vel í þjóðvegaakstri, hljóðlát og ekkert hopp, skopp eða titringur, einnig mjög góð innanbæjar.
Í snjó fannst mér þau góð og standa 38" GH og Mudder heldur framar í floti og all miklu betur í gripi. Prófaði dekkin með allt niður í 0,5 psi og fannst mér þau fljóta betur eftir því sem þau eldust, reyndar fannst mér að lágmarksþrýstingur væri orðinn 1,5 psi en 2 psi þegar að þau voru alveg ný.
Er með dekkin á 14" breiðum felgum með soðnum köntum og heitgalvanhúðaðar. Alveg klárt mál að það þarf mikið til að þau affelgist á þannig felgum.
Eftir umræðuna á netinu um daginn sem Benni startaði skoðaði ég betur dekkin og eru sprungur að myndast við takkana sem ég tel að séu samsskonar og rætt var um í spjallinu.
Ég tel að forða megi dekkjunum frá frekari sprungum ef skorið verði í dekkin eitthvað á svipaðan hátt og "gummij" kom með á fyrri þræði.
Spurningin er því sú, ætlar GVS eða söluaðilar úti á landi að skera í dekkin okkur eigendum Irok 39,5" að kostnaðarlausu?
[b:2iedpu81][url=http://gallery.vma.is/elias/leirdalsheidi/:2iedpu81]Myndir úr einum 39,5" prufutúrnum[/url:2iedpu81][/b:2iedpu81]
Kveðja.
Elli
28.11.2005 at 22:19 #534148Patrol (eins og aðrir bílar) með lægri hlutföll eyða meiru hvort heldur innanbæjar eða utanbæjar miðað við sama hraða, þ.e.a.s. með "mekanískt" olíuverk eins og er allt fram til 1998.
Ástæðan er sú að hlutfall varmaafls v.s. afls í drifrás er hærra við meiri snúnig vélar m.v. sama veghraða.
M.v. sambærilega keyrslu (í byggð á löglegum hraða) eyðir minn heldur minna á 44" en á 38" vegna minni snúningshraða.
Kveðja.
Elli.
28.11.2005 at 14:03 #533452Hvernig gerum við hinir linkinn "bold" (hinn almenni félagsmaður) ef við vitnum í aðra linka á spjallinu?
Kveðja.
Elli.
27.11.2005 at 02:09 #533986yfir þessum sögum.
Það er þá í fyrsta sinn í sögunni sem LC 80 er fær um að draga eitthvað á eftir sér. Mér hefur nú sýnst í gegnum tíðina að þeir hafi nú bara nóg með sjálfa sig.
Ef þeir eru sjálfbíttaðir þá hitnar skiptingin, nú eða ef þeir eru hand bíttaðir þá er kúplingin í steik……. Í gegnum tíðina þá hefur það verið algengast að leitað sé á náðir Patrolmanna að draga þessar druslur til byggða.
Eða hvað……….
Kveðja
Elli.
27.11.2005 at 00:18 #534088Er alveg fullkomlega sammála þér.
Að sjálfsögðu ætti klúbburinn að standa undir myndaalbúmi, þar sem að við fengjum að setja myndir okkar inn án takmarkana. (þ.e.a.s. við myndir tengdum félagsskapnum)
Þetta er spurning um forgangsröðun fjármagns sem klúbburinn hefur.
Stjórn klúbbsins ætti að útskýra nánar af hverju, er svona takmarkað myndpláss á síðunni okkar fyrir hvern og einn félagsmann.
Kveðja.
Elli.
26.11.2005 at 22:18 #534084vegna þess að svæðið fyrir hvern notanda er það takmarkað á f4x4 síðunni að hver og einn verður að vista sínar myndir á annarri hýsingu.
Kveðja
Elli.
23.11.2005 at 22:37 #533794Í mínum var upphaflegur hámarksþrýstingur 0,55 bar eða tæp 8 psi.
Með því að setja ca 1,5 mm skífu á milli belgsins (sem stýrir wastegate ventlinum) og brakketsins þá fór þrýstingurinn í 0,9 bar eða tæp 13 psi.
Við að aftengja belginn (og þar með wastegate ventillinn) fór þrýstingurinn í tæp 20 psi. eða 1,4 bar, að vísu eftir aðrar aðgerðir líka.
Kveðja.
Elli.
23.11.2005 at 10:52 #532502Er einhver félaginn sem er með Eberspacher miðstöð í Patrol (91 – 98 boddy, 2,8L mótor) til í að tjá sig um staðsetningu á græjunni.
Væri fínt ef einhver á myndir af staðsetningu sem hægt yrði að skoða.
Allt vel þegið.
Kveðja.
Elli.
22.11.2005 at 20:21 #533728Þessi reynsla með Gísla Ólafs á 3,0L HiLux sem ég sagði frá fyrr á þræðinum var í snjó og á fjöllum, nánar tiltekið á NA-landi frá Hrossaborgum inn í Öskju.
Kveðja
Elli.
22.11.2005 at 18:52 #533724reynslu er best að fá verð í pakkann. (verð á 4 stk dekk, taka gömlu undan, umfelgun ef að það á við, setja dekkin á felguna, microskera ef það á við, negla með þeim fjölda nagla sem þú ákveður og setja dekkin undir bílinn.
ATH. þú sjálfur verður að herða felgurærnar samkvæmt uppgefinni herslu þannig að ekki sé hægt að saka hjólbarðaverkstæðið um að hjólið skoppi undan, (ef það gerist).
Kveðja,
Elli.
22.11.2005 at 18:16 #533718Er það málið að gúmmíið í AT sé á einhvern hátt eftirgefanlegra en í USA dekkjunum?
Kveðja
Elli.
22.11.2005 at 18:08 #533324Svona fór um sjóferð þá.
Jú þú ættir að fá þér "bínu" sem þú örugglega fullnýtir á þessum snúningshraða. Veit ekki hvaða rýmd í túrbínunni á að vera í afgashliðinni fyrir 318 vélina fyrir þetta snúningshraðasvið, en þú ættir að fá upplýsingar um það frá túrbínuframleiðendum eða söluaðilum.
Kveðja,
Elli.
22.11.2005 at 17:57 #533712M.V. verð sem ég fékk fyrir einn 38" eiganda þá er AT dekkið ca. 4800.- kr dýrara en GH. Mudder ca 2500 kr dýrara en GH.
Verðin eru e.t.v. ekki bestu verðin sem hægt er að fá.
Ættir að leita tilboða sjálfur. (það er eins og að verðin séu stundum "dagprísar")
Kveðja
Elli.
22.11.2005 at 17:40 #533710Fatta ekki alveg Freysi þegar að þú segir að stíga fastar í kantana. Getur þú útskýrt það betur?
Kveðja
Elli
22.11.2005 at 17:36 #532496Jæja Hlynur.
Nú varstu aðeins of seinn að koma með þetta innlegg því ég er búinn að fjárfesta í Eberspacher miðstöð með fjarstarti og öllum pakkanum.
Þú veist að eftir að við keyrðum í Ástralíulólónum þínum þá fékk ég mér sömu hlutföll og ég er farinn að treysta á þig í þessum málum.
Kveðja
Elli.
22.11.2005 at 17:21 #533704Sá á kvölina sem á völina.
Mín reynsla er sú að GH og MUD eru sambærileg dekk hvað varðar drifgetu og endingu. Allavega hefur GH reynst mér ekki síður í drifgetu en Mudder.
Hef verið í ferðum þar sem að báðar tegundir hafa hvellsprungið. Ástæða í öllum tilfellum viðgerð dekk.
Keyrði með Gísla Ólafs á nýja AT dekkinu um daginn og satt best að segja kom bíllinn verulega vel út á þessum nýju dekkjum. Gísli sagði okkur að drifgetan væri ekki síðri á þessum nýju dekkjum en "svolítið" slitnum Mudderum, þannig að hann átti von á betri virkni þegar á liði.
Ef ég væri í 38" "pælingum" engin spurning AT 405.
Kveðja.
Elli.
22.11.2005 at 16:39 #533320Í raun var ég ekki að grínast, bendi á þessa lausn sem möguleika. Auðvitað er þetta dæmi ca. helmingi dýrara en annað hvort "bína" eða "blower" en hvað gera menn ekki fyrir hestana sína.
Spurningin er einnig til Ásgeirs, á hvaða snúningi viltu að vélin skili hámarks hestöflum. Hestöflin eru í beinu margfeldi af snúningshraðanum og þar sem að þú (geri ég ráð fyrir) ert ekki að breyta drifhlutföllum eða lækka niðurgírun er ekki nein hætta á að oflesta drifbúnaðinn, (þ.e.a.s.) ef þú vilt fá fleiri hesta á lágum snúningi.
Kveðja,
Elli.
21.11.2005 at 18:36 #533310alla leið og settu túrbínu og á milli túrbínunnar og throttle body seturðu blásara.
Til að blásarinn vinni 100% á lágum snúningi er settur mótorloki sem tekur merki frá loftþrýstingi í aðgrein blásara og by passar lofti inn á blásarann.
þegar mótorinn fer upp á snúning og ákveðnum (stillanlegum sem þú ákveður) þrýstingi er náð frá túrbínu lokar mótorlokinn fyrir by pass lokann og vinna þá túrbínan og blásarinn samann. (eins og um seríutengingu væri að ræða).
Kveðja.
Elli.
21.11.2005 at 02:55 #533188Skoðaðu heimasíðuna betur.
Kveðja.
Elli.
21.11.2005 at 02:05 #533184að það komi málinu við.
Það er nefnilega málið. Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala og þess vegna bendi ég þér á að lesa þessar 4 síður betur og þá ættir þú að átt þig á að verið er að fjalla um aðra hluti líka.
Ég ætla ekki að hafa skoðun á þeim hér á þessum þræði. Ég segi hinsvegar að loftinntak vélarinnar og hönnun þess hefur allt að gera hvort t.d. Hiclone virkar við viðkomandi vél eða ekki og þar með ýtreka ég að þetta gúru sem P.M. er með í greininni hefur ekki sannað eða afsannað neitt sem segir til um virkni Hiclone.
Kveðja.
Elli.
-
AuthorReplies