Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.06.2007 at 23:48 #200434
Ágætu félagar.
Nú er kominn í ljós ákveðinn vilji um skiptingu vega þ.e.a.s. ferðamannavega og vega til almennrar notkunar.
Sjá fréttatilkynningu;
„Stöðva ber frekari gerð uppbyggðra vega á hálendinu og takmarka gerð annarra vega eins og kostur er að mati höfunda hálendisvegaskýrslu Landverndar.“
Mitt mat er að við klúbbfélagar eigum nú að láta í ljós skoðanir okkar um hálendisvegi.
Hvað finnst okkur um, t.d. Kjalveg sem Norðurvegur er að reyna að fá fram.
Í Vikudegi s.tb. (gefið út á Akureyri) segir Halldór nokkur frkvstj. Norðurvegar að Kjalvegur komi, spurningin sé bara hvenær.
Hvet félaga að ná málefnalegri niðursatöðu um þessi mál og að formenn deilda f4x4 um allt land taki þessi mál upp strax á haustfundum.
Hvet einnig félaga nú að tjá sig um þessi mál hér á spjallinu.
Sumarkveður.
Elli.
18.05.2007 at 23:03 #589778Yanmar og allir hinir mótorarnir sem eru með sjókældan intercooler eru með mótstreymiskæli sem gera ráð fyrir sjávarhita (við ísland frá -1°C til +9°C). Þessir kælar "geta "kælt loftið allt niður í 2°C. og neðar við lítið álag og það er gert ráð fyrir því í stærðarvali við mótorinn.
Við viljum hins vegar ekki kæla meira en það að miða við daggarútfellingu við það hitastig sem við erum að keyra nominal kaldast við að vetri til.
Vatnskældur vs. loftkældur millikælir er aðeins spurning um hönnun, báðir geta verið góðir og einnig ekki góðir, allt spurning um rétta stærð.
Kveðja
Elli
17.05.2007 at 22:48 #591200Þakka fyrir mig.
Kveðja
Elli.P.S. Það var nú alveg óþarfi að sýna sumar myndir oftar en einu sinni.
17.05.2007 at 22:37 #591004til ykkar varðandi svör.
og Hlynur takk fyrir að renna í Breyti.Hvað ætlar Breytir að gera ef björgunarsveitarbíll brýtur drif í fyrstu ferð? (leggja druslunni í 6 mánuði, ég bara spyr). Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn komast upp með að þjónusta.
Engin ábyrgð bara að selja og láta svo okkur ræflana sitja eftir með sárt ennið.Bananlýðveldið Ísland í sinni merkustu mynd.
Stopp kveðjur
Elli.
16.05.2007 at 01:24 #590930Það er ekki hægt að nota vatnskassa sem millikæli. (intercooler).
Kostir vatnskælds intercoolers er að þú getur ráðið milikælishitastiginu með stýringu á vatninu, sem er aftur á móti er dýrara með loftkælingu og ekki almennt notað í bílum.
Kveðja
Elli
16.05.2007 at 01:16 #590998Þetta ætlar að verða erfitt dæmi og ekki á færi okkar félaganna að redda þessu hlutfalli.
Breytir á þetta hlutfall til, en Birgir sem er þeirra forsvarsmaður segir mér að það sé ekki til.
Niðurstaða: Breytir VILL ekki selja mér þetta hlutfall.Jeppapartasalan á til "köggla" fram og aftur með þessum hlutföllum en vill fá mikla peninga fyrir allt klabbið framan og aftan sem ég hef ekkert að gera með og sem ekki passar fyrir minn bíl þar sem að ég er með ARB læsingar bæði aftan og framan.
Jú Benni það væri hægt að setja hærri hlutföll en það yrði bara vandræði fyrir 2,8. eins og þú veist.
kveðja
Elli.P.s. Er einhver sem getur fengið Breytismenn til að selja mér 5;42 hlutfall. (Hlynur nú er tækifærið að koma sér í mjúkin hjá norðanmönnum)
16.05.2007 at 00:58 #591182Sælir félagar.
Vona að sem flestir mæti með myndir frá síðasta starfsári klúbbsins. Alltaf gaman að skoða góðar myndir og augnablikið sem viðkomandi vildi gleyma, oft er það í góðum félagsskap að verstu stundir verða þær bestu þegar á allt er litið.
kveðja
Elli.
14.05.2007 at 09:42 #590918Megin reglan er að ekki verði óþarflegt þrýstifall í honum, þannig að betra er að hann sé "stuttur og þykkur". (t.d. fleiri raðir) passa þarf líka að hann sé ekki of stór, þannig að ekki falli út raki í honum.
Stútarnir mega ekki vera grennri en þeir eru orginal í Pajeró. (eru orginal fullgrannir)
Intercoolerar eru eins uppbyggðir fyrir bensín og díeselvélar.
Kveðja.
Elli.
14.05.2007 at 09:30 #590982að þræða þá staði sem mér dettur í hug þ.á.m. öll breytingaverkstæðin og Bílabúð Benna en ef ég fer rétt með þá létu þeir smíða þetta hlutfall á Spáni upphaflega og er því eingöngu til á Íslandi.
Hef trú á að þetta sé einhversstaðr til, bara að finna það.
Kveðja
Elli
13.05.2007 at 23:55 #200306Sælir félagar.
Nú er Patrolinn stopp hjá mér vegna brotinnar tannar í pinjón afturhásingar. Er búinn að auglýsa eftir 5;42 hlutfalli en enginn hefur svarað henni. Hef einnig hringt í helstu söluaðila en enginn á neitt og ekkert væntanlegt fyrr en í haust.
Ef einhver sem les þennan þráð veit um svona hlutfall þá endilega hafið samband. sími 894 4722 eða á e-mail elias@idnval.is
Gæti verið að einhver vissi af svona uppi í hillu einhversstaðar, voooooonandi.
Kveðja.
Elli.
05.04.2007 at 21:08 #587310Dabba páskaunga og óska félögum gleðilegra páska.
Er heima þessa daganna vegna hlýjinda, en býð eftir kulda og færis á fjöllum sem von er á um helgina.
Kveðja.
Elli.
16.03.2007 at 23:58 #584912Já það er hægt. Þú þarft að vinna svolítið í því en hafðu samband við fagaðila.
Kveðja
Elli.
16.03.2007 at 23:17 #584930Þú þarft 80 A öryggi fyrir Fini dæluna.
Settu aflestunarloka fyrir startið (3-5 sek)Landvélar eða Straumrás
Kveðja
Elli.
16.03.2007 at 23:02 #584820Láttu mig vita ef hvarfakútur er í Cummins bílnum þínum.
Kveðja
Elli
15.03.2007 at 19:42 #584560Í Sigurborginni SH er 1100 hestafla Caterpillar.
Nú er komin árs reynsla á Hiclone þar og olíueyðslan hefur minnkað um ca 500 lítra á viku. (Eru yfirleitt í viku túrum).
Annað sem vélstjórinn segir mér er að eftir að Hiclone var sett í vélina þurfa þeir ekki að starta ljósavél í brælum þar sem að Catan heldur stöðgri snúningshraða en áður. (betra tog).
Varðandi "smábílana" þá eru sumir starfsmenn Frumherja farnir að sjá í hvaða bílum er Hiclone vegna minni útblástursmengunar.
Kveðja.
Elli.
08.03.2007 at 00:24 #583650Ekki gera grín.
Ef BMWinn er á 31" þá skaltu vera heima
Ef þú vilt í spyrnu þá er ég til.
Kveðja
Elli
07.03.2007 at 23:47 #583412Ég veit að þú vilt keyra á 44" allt árið.
Gott og vel.Gefum öðrum tækifæri sem vilja eitthvað annað.
Fáðu þér Hiclone og slappaðu svo af.
Kveðja Elli.
07.03.2007 at 22:54 #581276Sæll Benni.
Verð með þér í pöntunar geiminu.
Kveðja
Elli.P.S. Ekki hlusta eða svara bullukollum.
07.03.2007 at 22:28 #583644Var að skrá mig hjá Skildi.
Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta í magnaða ferð.Kveðja Elli.
07.03.2007 at 21:56 #583406Komdu sæll Bragi.
Það er nú ef til vill smá reynsla af mismunandi dekkjum og um leið felgum.
Varðandi 38" og upp úr hef ég haft að lágmarki 2 mm kant á felgunum. (hæð á suðu)
N.B. Dekkjaverkstæðin hafa í flestum tilfellum verið andvíg þessu en látið bara reyna á.
Standið með ykkar ákvörðun. (affelgið ekki)
Kveðja
Elli
-
AuthorReplies