Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2008 at 00:38 #613522
Einu sinni þurfti ég að fá upplýsingar um sendi vegna vinnunnar, og það var eins og ég væri að heimta aðgangsnúmer að eldflaugakerfi USA! Og sá var bara í miðbænum.
Þurfa menn ekki bara að punkta hjá sér þegar þeir sjá sendana og setja hér inn?
25.02.2008 at 10:43 #615034Ég held að hægt væri að gera GSM-sambandið að mun vænlegri kost ef Vodafone myndi virkja PTT-tækni í símunum sínum.
Þetta stendur fyrir Push-to-talk og virkar alveg eins og talstöð, þegar menn eru búnir að skilgreina hópinn sem þeir vilja tala við. Þar með er hægt að halda sumum hópum lokuðum, en aðrir hópar væru auglýstir opnir öllum.
Þetta er mjög vinsælt hjá kananum og er komið í flesta síma. Aðeins eftir að virkja þetta hjá símafyrirtækjunum hérna heima.
17.01.2008 at 13:54 #610510Ég lét pólýhúða felgur nú í vetur og var sagt að það yrði að heitgalvanisera.
Ef gat kemur á húðina, eins og við grjótkast, byrjar að ryðga undir húðinni og þá er stutt eftir af henni.
20.12.2007 at 11:00 #607162Ég var að vinna á svona bíl í tvö ár úti á landi, 2004 módel, 2,4 l. Í langkeyrslu (ca. 2-300 km á dag) var hann að eyða nákvæmlega 16,9/100 km. Þessar tölur voru reiknaðar út úr aksturdagbókinni á mánaðarfresti og alltaf kom sama talan. Best að taka það fram að í bílnum var kjaftakelling sem yfirmaðurinn fylgdist vel með, þannig að um hálöglegan akstur var að ræða!
Á sama tíma átti ég fjögurra lítra Grand Cherokee , og hann var að fara með þónokkuð minna á langkeyrslunni, þrátt fyrir að hafa ekki ND-kellingu. Svo fór líka svo miklu betur um mann þar.
11.12.2007 at 10:38 #604998Þetta kort hjá 112 er hreinasti hugarburður. Ég heyrði af því að á síðasta ári farið hefði fram mæling á Tetra á landsbyggðinni. Í ljós kom að það þarf ekkert að fara lengst upp á hálendi eða ofan í dýpsta dal til að tapa sambandinu, nóg er að fara upp í Borgarfjörð.
04.12.2007 at 16:54 #605254Þetta kallar maður góð svör. Mikið væri gaman ef þetta væri reglan, en ekki undantekningin, þegar maður hefur einhverja tækjaspurningu hér.
Eiríkur R
30.11.2007 at 13:07 #605142Ég mæli með belgingur.is. Þar er hægt að fá mjög ýtarlega veðurspá sem er sett fram sem spákort. Endalaust hægt að pæla þar.
Ég þekki nokkra sjómenn sem eru mjög hrifnir af theyr.net, en á þeim bænum er byrjað að rukka fyrir aðgang. Ég hef ekki hugmynd hvað það kostar.
Ekki má svo gleyma vedur.is, ríkisstofnunin hefur bætt heimasíðuna hjá sér mikið undanfarið.
26.11.2007 at 14:04 #604586Merkileg tilviljun! Ég sá þennan bíl bara í fyrradag, rúntandi um Bíldshöfðann. Þetta hlýtur að vera sami bílinn, get ekki ímyndað mér að þeir séu margir!
Var einmitt að hugsa hversu hrikalega gaman væri að eiga einn svona til að leika sér.
Bíllinn leit annars mjög vel út… miðað við 😀
Kv. Eiríkur R.
26.11.2007 at 13:56 #604582Þetta virkar þannig að lögregla hefur heimild til að boða bíla í skoðun ef meira en tveir mánuðir eru liðnir frá því að bílinn átti að fara í skoðun. Síðasti stafurinn í númerinu segir til um hvaða mánuð er miðað við.
Undantekning er þó á þessu, þeir sem búa langt frá næstu skoðunarstöð hafa fjögurra mánaða frest (held að miðað sé við 80 km).
Lögregla boðar svo bílinn í skoðun og gefur vikufrest til að færa hann í skoðun. Hægt er að boða alla bíla sem lögregla nær til, burtséð frá því hvort hann standi á einkalóð eða í almennu stæði. Einnig getur lögreglan stöðvað þig í umferð og boðað bílinn. Ég held þó að fæstir lögreglumenn boði bíla í skoðun sem standa fyrir utan verkstæði, það bendir til að eitthvað sé verið að vinna í málunum.
Jæja, vikan er liðinn og þú ert ekki enn búinn að drífa þig í skoðun. Þá ber lögreglu að fjarlægja númerin og skila þeim annað hvort til næstu skoðunarstöðvar eða til Umferðarstofu, en í staðinn líma þeir ‘Úr umferð’ miða á framrúðuna.
Ef svona langt er gengið þarf einnig að borga auka álag þegar farið er með bílinn loksins í skoðun. Áður fyrr var sekt við þessu, en nú borga menn aukagjald við skoðun.
Vona að þetta hafi eitthvað skýrt málið fyrir ykkur.
Kv. Eiríkur
26.04.2007 at 00:19 #58940816.02.2007 at 20:24 #580678Skítt með útlitið. Hvern langar ekki í jeppa með innbyggðum vínglösum og vasapela!!!
30.01.2007 at 14:38 #199537Er að pósta hér fyrir félaga minn.
Er ekki einhver sem getur tekið að sér að gera við örlitla bilun í túrbínunni á Patrolnum hjá honum. Samkvæmt tölvugreiningu er framhjáhlaupið að festast og hreyfist ekki nema helminginn af því sem það á að gera. Líklega er nóg taka túrbínuna úr og hreinsa hana.
Allir sem bjóða betur en þjónustuverkstæði IH koma til greina…
Talið beint við Sigga á sig.sig (hjá) lrh.is
-
AuthorReplies