Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.03.2009 at 21:21 #642506
Það er mikið sem hægt er að fást um spindilhallann..
Þegar bíll á að vera góður miðar maður við Bens er það ekki…
Bens er með um 9° halla á fólksbílunum sínum.
En ég hef sett nokkra 38" bíla í 9° hallann og kemur það nokkuð vel út.En ef þú notar 70 eða 80 cr hásingar og stýrisgang þá ertu dálítið heftur með að snúa liðhúsunum þar sem millibilsstöngin lendir fljótlega í stífunum ef notaðar eru orginal stýfur úr þessum bílum….
En ég hef nú heyrt um 44" bíla í allt að 16° halla en á svoleiðis bíl er hægt að sleppa stýrinu á 100 km/h og bíllinn bara keyrir BEINT.
En þegar hallinn er orðinn mikill (>10°) er meiri hætta á skjálfta þar sem bíllinn situr mun þyngri á dekkjunum þannig að dekkin verða að vera góð, skástífan góð og stýrisdempari góður, en þá eru líka alllir sáttir
Vona að þetta svari einhverju.
kv
Einar B
01.01.2009 at 18:58 #203452Sæl öll sömul og Gleðilegt ár:)
ER að leita að sætum í Landcr 70 árg 2000.
Getið þið þarna úti bent mér á góð leðursætí,helst með dökku leðri, úr tveggja dyra bíl sem gætu hentað í þennan bíl. Öll ,,komment“ vel þegin:)
kv
Einar B
09.10.2008 at 12:58 #63079044" hilux er sniðugur bíll að mörgu leiti.
Kom að smíði á svona bíl árg 2001 í fyrravetur en máttleisið er náttúlega talsvert en drifgetan er líka nokkuð fín en það þýðir ekkert að reyna neitt nema vera bara í 1 pundi:)
05.03.2008 at 20:57 #616310Er maður með
06.01.2008 at 23:17 #609274Þetta eru allt spurningar. Ég hef farið nokkrum sinnum niður í Entu jökulinn bæði í snjó og snjóleysum, þ.e á ís. Þar eru helv. stórir gígar. Sléttjökull er sjálfsagt allt í lagi fór hann eittsinn í mælingarskini 2001 ca og þá voru settir niður mælar í Apríl,um páska og sóttir um sumarið, þar var snjórinn svei mér þá ca 4 m þykkur um páska og ís um miðjan júlí, Sandfellsjökull er sennilega fær í snjó en Kötlujökullinn er það varla, hann er svo fjandi grófur. Einnig hef ég farið í Goðaland og þangað held eg nú að enginn ætti að fara nema að vel athuguðu máli.
kv.
Einar B
23.10.2007 at 13:09 #597308Ég hef gert þessa breytingu með því að nota nánast komplett stýrisgang úr 60 cruiser, að bora orginal stýrisarminn í maskínunni er ekki varanleg lausn, það stykki vill gefa sig. það er hægt að fá arm á stýrismaskínuna hjá K2 á Akureyri og er sá armur ekki mjög dýr og er mjög veglegur. Varðandi hásingarbreikkun er líka hægt að fá spacer hjá K2 sem gefur 3 cm hvoru megin og gerir nákvæmlega sama gangn og að nota nánin úr klafabílnum og setja svo spacer fyrir bremsudiskinn, þ.e þyngdin sem situr á legunni í hjólinu er sú sama.
kv
Einar
03.08.2007 at 22:58 #594350Ég myndi nú bara tala við Kidda hjá K.E og láta hann smíða tankinn. Hann er einstaklega sanngjarn og ekki hægt annað en að mæla með honum. Hann smíðar þetta fyrir þig úr hverju sem þú villt
kv. Einar
13.04.2007 at 12:55 #587656Afturdrifið undir þessum bílum er ekki of veikt ef notaðir eru réttir hlutir og stillt rétt inn. Hitt er aftur annað að menn hafa verið að nota vittlaus hlutföll sem passa ekki í þessa bíla nema með mixi og þá gengur dæmið ekki upp. Menn voru til dæmis að nota 5:71 í 8" drifið í gamladaga við t.d V6 4runner og það brotnaði eins og kex en ég set 4:56 í hásingarnar sem ætti að vera meira en nógu sterkt. Ég skal allavega láta þig vita þegar það brotar:))
13.04.2007 at 12:51 #588226Var að ljúka við að setja hásingu undir Tacoma að framan og það var eins lítið mix ef svo má segja eins og hægt var að hafa það. Búnaður undir Tacoma og 120 bílnum að framan er sá sami. Uppskriftin er ekki flókin en ég vil helst ekki gefa hana upp að svo stöddu. Þú mátt hafa samband ef þú villt. Vandræðin eru ótrúlega lítil en á þó eftir að klára að leysa t.d ABS’ið
Kv
Einar Bárðarson.
11.04.2007 at 22:26 #200109Var að smella framhásingu undir Tacoma. Myndir í myndasafni fyrir áhugasama
en aðeins áhugasama:)
22.12.2006 at 23:23 #572284Það eru aldeilis góðar fréttir af Tacoma. Er með einn svona bíl í breytingu þessa dagana og er að smella undir hann röri að framan. Sú hásing er úr 80 crusier og er því bara 8" reyndar revers. En hvaða hlutfall er þetta sem þið eruð að brjóta??? er þetta 4:88 eða 4:56????. Það er kannski bara spurning fyrir mig að ná mér í rör úr 80 bílnum að aftan líka????
En annars segir víst einhversstaðar að það sé hægt að brjóta allt ef ekki er farið rétt með. Ég er nú búinn að eiga 80 cr í 6 ár og það eina sem ég óttaðiðst þegar ég keypti hann var þetta blessaða framdrif, en nú er svo komið að framdrifið er nánast eini hluturinn sem ég hef aldrei litið á í bílnum og er þó búinn að taka MJÖG mikið á honum:)))Jólakveðja
Einsi
06.12.2006 at 22:19 #570450Ég held að það sé að mörgu leiti lang sniðugast lausnin sem K.T verslun á Akureyri er með. kíkið á Kliptrom.is og farið í nýjungar. Þar er lausnin. Lofttjakkur og lúmm fyrir hann og er ekkert svo dýr pakki. Veit allavega að þetta passar í hilux og held að þetta passi þarmeð í 80 bílinn……….
29.10.2006 at 21:29 #565726Það er þósvolítið mál að breyta þessum bílum fyrir 35". En það er best að hækka boddýið um 60 mm og svo lyfta undirvagni aðeins ef þurfa þykir. (3-4cm) Svo þarf að klippa alveg heilan helllllling úr. Færa þarf afturhásingu eins mikið aftur og hægt er fyrir bensíntank, minnir 5 cm. Ef þú hefur fleiri spurningar hafðu samband
Kv.
Einar
s: 865 7349
14.06.2006 at 23:49 #554546Sæll.
Ég hef nokkrum sinnum heyrt lýsinga á svipuðu vandamáli og þínu. Málið er (a.m.k í patrol 91-97) að skástífugúmmíið að framan er alls ekki nægilega stíft. Svo þegar þú bremsar og eða ert að keyra bílinn upp í hrað og kannski er smá tirtingur í dekkjum eða einhverju þá magnast titringurinn alveg gríðarleg mikið upp og bíllinn leikur allur á reiði skjálfi. Þetta vandamál er hægt að leisa með því að setja nýtt patrolgúmmí í stífuna einu sinni á ári til að vera alveg viss. eða láta skipta um endana á stífunni og setja gúmmí úr framskástífu úr landcr 80. Gúmmíin kosta ca 2500 kall stykkið og svo er bara að láta smíða hólkana utan um gúmmíið og láta sjóða pakkann saman;)
og ef þú hefur einhverjar spurningar endilega láttu heyra í þér.
kv
Einsis: 865 7349
06.05.2006 at 15:24 #197911Hvernig var það fóru ekki Glanni og félagar til Kanada með tvo eða þrjá Ford pallbíla í einhverja ægilega ferð. Veit einhver hvað er að frétta af þeirri ferð og er hægt að fylgjast með ferðum þeirra á netinu eða eitthvað slíkt???
Kv.
Einar Bárðar
30.08.2005 at 21:33 #526102Ég hef sett framhásingu undir klafabíla og þá hef ég leyst þessi mál með orginal stýrisendum úr LC60. Þar kemur stýrisendi við vinstra hjólið með kónuðu gati í og togstangar stýrisendinn (endinn á stönginni frá maskínu og að hásingu) kemur í þetta kóníska gat. Þú kaupir þá í rauninni þrjá nýja stýrisenda hjá Toyota og færð með Þrjár stangir í þetta og þetta passar bara "bolt on" beinti við hilux hásinguna. Þetta kemur sér sérstaklega vel þar sem þú græðir ca 5 cm í samslátt vegna þess að þessi sérsmíðaði stýris armur er svo hár að hann getur rekist upp í grindina, amk á Toy Hilux. Sumir segja að maður fái verra stýri út úr því að gera þetta svona en ég hef ekki fengið kvörtun ennþá amk og ég held að Toyota myndi ekki framleiða þetta svona ef þetta væri alveg ómögulegt. En ef þú villt þá á ég líka svona sérsmíðaðan arm ef þú vill og þú getur fengið hann. Ég gat ekki notað hann sökum hæðarinnar og gat heldur ekki skilað honum þar sem um sérsmíði var að ræða:( Þú getur ná á mig í s: 865 7349 ef þú hefur áhuga og eins ef þig vantar upplýsingar.
KeðjaEinsi.
24.05.2005 at 19:45 #523160Það er ekki hægt að vera að bera saman bíl og bíl endalaust. ÉG á 80 cr og langar ekki að eiga neitt annað í bili. Margir eiga patrol og vilja ekki eiga neitt annað. Þetta er ótrúleg umræða og er alveg ótrúlega rugluð umræða. Það eru til einstaka bílar árgerð 92 sem er alveg þess virði að borga 3.2 millj fyrir. Það gleymist alltaf hjá mörgum að það kostar 300 þús að setja milligír í bíl, það kostar 100000 að setja aukatank í bíl, það kostar 50000 að kaupa sér kastara, það KOSTAR og það Kostar. Það verður bara hver að meta fyrir sig……………
01.02.2005 at 00:29 #514962Sælir félagar
Þessa lýsingu hef ég heyrt áður á olíunni á sjálfskiptingu. Þar var reyndar LC 90 á ferð og olían á skiptingunni var eins og leðja og var drullu brún á litinn þegar henni var tappað af. Orsökin í þessu til felli var sú að kælirinn sem var innbyggður í vatnskassa fór að leka (eða öfugt) vatnskassinn fór að leka vatni inn á sjálfskipti vökvann og þar með varð hann svona á litinn og var þar af leiðandi ónýtur. Þetta eyðilagði svo skiptinguna og allan pakkann….. dýrt dæmi þar. Fáðu einhvern kunnáttu mann til að kíkja á olíun og jafnvel geturðu látið greina olíuna, hvað er í henni osfrv. Það er hinsvegar greinilegur munur á lyktinni á nýjum sjálfskiptivökva og brunnum vökva. Vona að þetta komi að notum
Kveðja
Einsi
06.01.2005 at 21:19 #512466Kvöldið
Ég er sammála Smára, að vissu marki allavega:)
Ég er með svona LC 80 91 árgerð. Hann er á 38" og 14" breiðum felgum. Hann er um 2700 kg með slatta af olíu, verkfærum og varahlutum sem ég tek með mér á fjöll og spottanum og öllu því. Ég er búinn að taka gríðarlega á þessum bíl og notan hann eins og ég vil nota hann það er orginal hásing undir honum að framan en ég hef passað mig mjög mikið í afturábak átakinu og dreg ALDREI afturá bak. Ég færði afturhásinguna aftur um 25 cm í vor og er lítið búinn að prófa hann í snjó eftir það en það litla sem ég er búinn að prófa kemur bara nokkuð vel út. Ég er mikið búinn að hugsa um 44" og það kemur sjálfsagt að því að maður fer í svoleiðis pakka. Hjólalegur hafa ekki verið til vandræða en ég fylgist mjöööög grannt með þeim og kíki á þær amk einu sinni á ári og skipti þá um feiti á þeim ef ekki þarf að skipta um legurnar, nauðsynlegt að fylgjast með þeim en ekki endilega annað en það.Og svo er það eyðslan. Bíllinn er sjálfskiptur, 3"púst k&n síu og svo er búið að bæta við olíuverkið. Þrátt fyrir það er ég mjög sáttur við eyðsluna, hef að vísu ekki mælt hann nema tvisvar í þjóðvegaakstri, Reykjavík-Akureyri-Reykjvík með fullan bíl af fólki (7 manns) og allan farangur sem því fylgdi var hann með 12,6 lítra á hundraðið. Mjög sáttur við það. Innanbæjar eyðir hann að sjálfsögðu meira, en ekkert sem mér blöskrar.
Kveðja
Einsi
06.01.2005 at 21:07 #512464Kvöldið
-
AuthorReplies