Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.09.2003 at 14:17 #475686
Sælir
Ég rakst á skilgreiningu á seigju fyrir mótor og gírolíur á olísvefnum, http://www.olis.is/ , læt það hér til fróðleiks.
Kveðja O.Ö.SAE kerfið
Kerfi þetta er eingöngu notað til flokkunar á mótor- og gírolíum eftir seigju þeirra við ákveðin hitastig. Olíur með mismunandi seigju við sama hitastig fá ákveðna SAE tölu sem gefur til kynna seigjusvið olíunnar. Nú eru notaðar 10 tölur fyrir mótorolíur, en 6 fyrir gírolíur.
Mótor- og gírolíur merktar með ?W" á eftir SAE tölu tákna að olían er vetrarolía (W=winter).
Mótorolíur: 0W, 5W, 10W, 15W, 20W, 25W, 20, 30, 40, 50.
Gírolíur: 75W, 80W, 85W, 90, 140, og 250.
Lægri SAE tala, þynnri olía; hærri SAE tala, þykkari olía. Olía með bókstafinn ?W" gefur til kynna að seigja olíunnar er mæld við -18°C en olía án bókstafs er seigja olíunnar mæld við 100°C. Þetta þýðir að fjölþykktarolía SAE 10W/30 hefur seigjuna við -18°C sem liggur á SAE 10W sviðinu en seigjan við 100°C liggur á SAE 30 sviðinu.SAE 10W/30 olía nær því yfir svið frá SAE 10W, 15W, 20W, 25W, 20, 30.
23.08.2003 at 00:11 #475680Sælir
10 – 40w , 15 – 40w
þetta eru seigju / þykktar merkingar, tvær tölur þyðir að þetta er fjölþykktar olía t.d. 15-40w er að olían er þynnst 15 en þykkust 40, fer eftir hitastigi minnir mig.
Oft brenna vélar aðeins minna á þykkari olíu.
1 líter á hverja 5000 km finnst mér nú ekki mikið.
Í notenda handbókum bíla eru oft töflur sem sýna hvaða olíu er best að nota miðað við umhverfis hitastig.
Maður getur notað þykkari olíu í hærri hita.Persónulega nota ég alltaf ódýrustu olína sem ég fæ (í réttri þykkt að sjálfsögðu) og skipti frekar oftar um.
Kveðja O.Ö.
14.08.2003 at 16:43 #475500Sælir
Já þetta er leiðinda vandamál, fyrir um mánuði síðan fór ég um Sprengisand og inn að Laugafelli, á þeirri leið virtist sem menn hefðu átt mjög erfitt með að fylgja slóðanum sem þó var mjög greinilegur.Einnig virtist sem einhverjir, ég giska á einhverjir mælingamenn því að það var spreyjaður gulur punktur við enda hjólfarana, hefðu verið ansi kræfir í að keyra út fyrir slóðann. Sennilega haldið að þeir þyrftu ekki að virða landið þar seim þeir væru í vinnunni.
Já og för eftir enduro-hjól eru orðinn ansi víða og er það mál sem þarf að fara að taka á með hörku.
Svo er annað sem mér finnst slæmt, en það er þegar er verið að reka hrossastóð um hálendið, oft er allt upptætt í kringum slóðana og næsta nágreni, oft frekar ljót sár.
Og svo virðist manni sem þessir blessaðir hestamenn haldi að þeir eigi hálendið og þurfi ekki að sína nokkrum manni tillitssemi, allra síst ökumönnum.En svona til að vera ekki of svartsýnn þá geta nú oft hjólför í sandi horfið í næstu stórrigningu og roki.
Kveðja
O.Ö.
25.04.2003 at 08:26 #472802Sælir
Mér hefur fundist ágæt viðmiðun , sem fer oft nokkuð nærri meðal eyðslunni, að reikna með 1 lítra af bensíni á hver 100kg í þyngd bíls. Til dæmis 1200kg bíll yrði þá sirka með 12 lítra á hverja 100 km.
En þetta er náttúrulega breytilegt, ég hef átt bíla sem hafa farið í minni og meiri eyðslu en samt ágætt viðmið.Kveðja O.Ö.
02.04.2003 at 13:52 #471944Sælir
Ég lenti í því í vetur að ljósin hjá mér slöknuðu en gáfu blikk þegar ég keyrði í holur, þá heyrði ég alltaf smelli í einhverju relyi og var nokkuð viss um að það væri eitthvað slíkt að og víxlaði relyum og prófaði mig áfram en fann ekkert.
Parkljósin loguð og voru í lagi.
Svo var ég eitthhvað að vesenast ofaní húddi og þá kom blikk á ljósin, eftir töluverða leit fann ég það út að ég hafði rekið mig í vír sem festur er beint á plúspólinn á geymi og er fyrir ljósin, þessi vír hafði farið í sundur inni í skó rétt eftir geyminn þannig að ekkert sást á honum en hann náði sambandi við hreyfingu. Það tók svo 5 mínótur að laga þetta þegar maður loksins fann hvað var að.
Þetta var á Daihatsu Rocky árg 1990.Kveðja O.Ö.
20.03.2003 at 08:08 #471160Sælir
Ég tel að dekkið fari styttri vegalengd þegar mikið er hleypt úr heldur en þegar dekkið er harðpumpað.
Jú, dekkið fer að virka eins og belti, virkur radíus minnkar við úrhleypingu, þ.e.a.s. töluverður hlutur af bana dekksins er samtímis á jörðu.
Ef menn skoða virkni beltafarartækja þá er það ummál drifhjólsins sem sem ræður færslu beltanna, ekki ummál beltanna.
Þetta er mín skoðun (ekki vísindalega prófað)
Kveðja O.Ö.
10.03.2003 at 08:08 #470244Sælir
Getur ekki verið að Dana 30 undan cj-5 sé mjórri en undan cj-7, þ.e. fyrir árgerð 1976, þá breytist að minnsta kosti afturhásingin og verður AMC 20.
Svo er nátturulega til Dana 27 undan villys (Jeep Kaiser cj-5) og hún er mjó, en það er nú orðið svolítið gamalt dót, var síðast í gangi um 1970.Kveðja O.Ö.
27.02.2003 at 13:16 #469348Sælir
Best að byrja á því að taka fram að ég hef farið um Kárahnjúkasvæðið nokkrum sinnum.
Það sem fer verst í mig í þessu máli er hvað þetta er keyrt í gegn með miklum ofsa, ekki hlustað á vísindamenn né þær stofnanir sem hafa með umhverfismál og -vernd að gera.
Eingöngu virðist vera farið eftir niðustöðum vísindamanna sem eru á vegum framkvæmda aðila þ.e. Landsvirkjunar og mér sem leikmanni finnst að það geti ekki komið hlutlaust mat út úr því.Það hefur sýnt sig að, t.d. með Norðlingaölduveitu, þar sem hæfilegur skammtur af mótmælum, góð umræða og rannsóknir gerðar af aðila sem ekki var tengdur Landsvirkjun, skilar ágætri niðurstöðu sem er í sátt við umhverfið og hagkvæm fyrir raforkuframleiðslu og þar með góð fyrir atvinnulífið.
Ég hef grun um að það mætti útfæra og skoða betur Kárahnjúkvirkjun og jafnvel finna lausn sem væri í sátt við menn og land. EN það gerist ekki af öll umræða fær ekki að fara fram um málið og ekki er hlustað á sjónarmið allra og málin skoðuð frá öllum hliðum af mismunandi aðilum.
(ef maður flýtir sér í prófi er ekki víst að maður fá góða einkunn)Það tapa flestir á Kárahnjúkavirkjun… eins og hún er hugsuð núna.
Kveðja
Olgeir Örlygsson
21.02.2003 at 08:18 #468950Sælir
Ég hef bjargað mér með því að hleypa úr dekkjum til að koma bíl inn í skúr, maður getur auðveldlega ná 100mm þar, en er náttúrulega svolítil fyrirhöfn.
Kveðja O.Ö.
07.02.2003 at 14:46 #468102Sælir
Ég mundi segja að besta útfærslan á fjöðrun, sem ég hef séð, sé undir Unimog.
Þar eru stífurnar jafn langar og drifskaftið og festast upp við gírkassa,(þar er enginn hjörliður við hásingu), bara við kassa. þessar stífur koma saman í einn punkt við gírkassann og festast svo út við hjól í hásingu,
06.02.2003 at 08:28 #467960Sæll
Lada Sport er fín til að byrja á. Ég og 3 félagar mínir byrjuðum allir á Lödum. Ég held að við höfum lært ansi mikið á því í mixi og viðgerðum, hlutir sem við búum lengi að.
Við ferðuðumst töluvert á Lödunum og það gekk ágætlega.
Sú lada sem fór á stærstu dekkin var á 33" með Fiat twin cam 2000 og virkaði rosalega. ( Reyndar var hún nú sett á 36" á endanum en það var nú lítil ending í því).
Svo með kraftinn í 1600cc vélinni, það er bara aðal málið að halda öllu í lagi, vera með allt kveikju dót nýtt svo að ekki fúski neitt og vel rakavarið, SVO ER BARA AÐ STANDA ÞETTA Í BOTNI OG HRÆRA NÓGU ROSALEGA Í GÍRUNUM ÞÁ ER ALVEG HÆGT AÐ KOMA ÞESSU ÁFRAM!Kveðja O.Ö.
31.01.2003 at 16:37 #467340Sæll
Ég heyrði um daginn að deilingin á náunum væri eitthvað óhefðbundin og því væri vesen að fá felgur á Dakota og Durango.
Það væri ráð að spurja einhverja fróða menn að þessu, því ég ábygist ekki heimildirnar.
En þetta eru þræl flottir bílar.Kveðja O.Ö.
31.01.2003 at 08:23 #467278Sælir
Ef spindilhallinn er of lítill verður bíllinn ansi vondur í stýri.
(Með spindilhallann réttan leitast bíllin við að rétta sig af þegar maður sleppir stýrinu og örugglega fleira)
(ef spindilhallinn er of mikill verður bíllinn ansi þungur í stýri, hef reynslu af því, en rosa góður á beinum vegi.)Kveðja O.Ö.
31.01.2003 at 08:12 #467360Sælir
Stál !
Hef séð dekkin leka af álfelgum við minnsta tilefni.
Stál skal það vera !
Kveðja O.Ö.
28.01.2003 at 16:33 #467028Sælir !
Ég gæti sagt þér margt um Land-Róvera sem eru framleiddir fyrir 1981 en lítið um þessa nýju.
Land-Rover 90 er eitthvað um 1750kg og gæti því eflaust virkað ágætlega á 36" Hann er allavegan með góða fjöðrun og frekar einfaldir í breytingu.
Það er hægt að fá fullt af upplýsingum um vélar og annan búnað í Land-Rover blöðum sm fást í búðum hér, þau heita Land Rover World og Land Rover owner International, þar eru endalausar upplýsingar um Rover, sennilega eru þessi blöð líka með vefsíður.
Svo geta þeir í BSA sagt þér allt um Róver.Ég átti Land-Rover 109 árg 1981 á 33" og ferðaðist mikið á honum en fékk á endanum algerlega nóg af Land-Rover og tilheyrandi fylgi kvillum.
Kveðja O.Ö.
24.01.2003 at 13:09 #466930Sælir
Ég held nú að mestu áhrifin verði vegna þennslunar þegar vatnið breytist í gufu (vegna hita í brunahólfi, en þetta gerist við mun meiri hita en 100°c vegna þrýstings í brunahólfi) enda 1700 faldar það rúmmál sitt þá og það hefur mikil áhrif á kraft vegna þrýstiaukningar ofaná stimpil.
Ég man eftir þessu þessu á subaru sem var að keppa hér í rally.
Svo hef ég heyrt að þetta var sett á Volvo B-20 sem var í willys sem keppti í torfærunni.
Einnig held ég að þetta hafi verið græjað á Fiat twin cam 2000.Kveðja O.Ö.
14.01.2003 at 12:53 #466418Sælir !
Ég hef heyrt af þessum kittum í Lödu 1600, þetta var knastás og eitthvað fleira.
Svo voru menn að setja weber blöndung á lödu 1600 og það bætti þá nú víst eitthvað.Kveðja O.Ö.
09.01.2003 at 14:03 #466194Sælir
Ég fór á laugardaginn inn á Dómadalsleið og svo að Krakatind. Við ætluðum svo niður á Rángárvellina en komumst ekki. Ég vará á Rocky á 31" Og þurfti nú að fá spottann nokkuð oft, aðrir bílar voru á 35" og hefðu nú sennilega komist þetta á endanum. Það voru leiðinda skaflar, inn á milli, með leiðinlegum púðursnjó sem ekki þjappaðist neitt né bar nokkuð uppi.
Kveðja O.Ö.
20.12.2002 at 13:28 #465768Sæll !
Ég hef lent í svona. Í annað skiptið var það á blöndungs bíl með handvirku innsogi, Þetta var um vetur og bíllinn bara keyrður stuttar vegalengdir, hitnaði aldrei almennilega þannig að það endaði með því að það kom bensín í olíuna og þar sem bíllin hitnaði aldrei nóg til að það gufaði úr olunni safnaðist það fyrir.
Svo eignaðis ég úrbræddan Willys, hann hafði verið með ónýtan blöndung þannig að bensínið rann inn á vél og þá missti olían smurhæfnina.
Kveðja O.Ö.
17.12.2002 at 08:02 #465418Sælir !
Ég á á ventil með slöngu, sem á að skrúfa í kertagat á bensínvél, til að pumpa í dekk. Þetta er einhvert gamalt dót sem ég fann, hef aldrei prófað að nota hann.
Það eina sem ég hef séð af gasinu er lyftari sem gengur á kósangasi. Hann er með Wolgsvagen bensin mótor sem er með sérstökum blöndung. (Linde lyftari). Virðist virka ágætlega,nema slappur í gang í frosti.
Kveðja O.Ö.
-
AuthorReplies