Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.01.2004 at 12:44 #483456
Sælir
Ég hef notað flatreim, það er svona strigagúmmíreim eða borði, þrælsterkar og fást í metravís og mörgum breiddum.
Ég keypti þetta í Fossberg á sínum tíma. Sá svo svona reimaauglýsingu hjá Sturlaugi Jónssyni um daginn. Gæti líka fengist í Paulsen.Einnig hef ég heyrt að menn hafi notað gömul öryggisbelti í þetta.
Svo væri hægt að nota borða úr borðastrekkjara.Kveðja O.Ö.
05.01.2004 at 12:30 #483364Sælir
Eru ekki barkar frá skiptidótinu og niður í skiptingu ?
Kannski gæti verið frosið í barka þannig að allt standi á sér.Kveðja
O.Ö.
03.01.2004 at 00:21 #483138Sælir
Gæti verið möguleiki að það passaði undan Rocky.
Ég sá Rocky í Vöku um daginn sem var verið að rífa.Kveðja O.Ö.
29.12.2003 at 08:17 #482890Sælir
Ég er með svona dælu sem dælir 30 l/mín og er hún um 5 mínútur að dæla úr 4 pundum í 17 pund í hvert 35" dekk hjá mér.
Þetta er eins dæla og fæst í Stillingu nema hvað að ég keypti þessa á 6500kr í verkfæralagernum.
Kveðja O.Ö.
26.12.2003 at 12:56 #482796Sæll
Ég hef nú enga persónulega reynslu af galloper en held að kramið í þeim sé mmc ættað. Hef heyrt að þetta sé svipað kram (og boddý) og var í eldri gerðum af pæjeró og þar af leiðandi gætu verið gírkassavandamál.
En þetta eru frekar ódýrir bílar og rúmgóðir og ég mundi vera óhræddur við að halda svona bíl úti á 33"-35".
(allavegana miðað við að gera sjálfur við)Kveðja O.Ö.
10.12.2003 at 12:46 #482466Sæll
Þú gætir nú örugglega klippt úr brettum fyrir 31" dekk.
Eins og þú sagðir þá er þetta ódýr bíll og því kannski ekki mikið í húfi þótt útkoman verði ekki sem best svona í fyrsta skipti en æfinginn skapar meistarann.
Mundu bara að hafa nóg af límkítti við höndina.Nú er svo langt síðan ég hef kíkt undir Ferozu, er hún á grind ?
Ef hún er á grind gætir þú hækkað hana á boddíi, það er ekki svo flókin aðgerð.Kveðja O.Ö.
10.12.2003 at 12:39 #482470Sæll
Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað passar, en ég hugsa að þú gætir fengið þessar fjaðrir nýjar fyrir hóflegan pening. Annars er bara að taka mál af gömlu fjöðrunum og fara á næstu partasölu og gramsa og mæla.
Það gæti verið hægt að notast við fjaðrir undan súkku og hugsanlega Rocky en þær gætu þó verið of stífar.
Einnig væri möguleiki að finna blöð og bæta í gömlu fjaðrirnar og spennt hann þannig upp en þú gætir fengið of stífa og leiðinlega fjöðrun þannig.
Ég er með Rocky og keypti mér nýjar fjaðrir og dempara að aftan og það gerði bílnum mjög gott.
Kveðja O.Ö
23.11.2003 at 22:45 #481266Sæll
Það sem ég hef séð af 4-link sýnist mér að þar verði alltaf mikil þvingun við krossfjöðrun nema að það séu þeim mun meiri gúmmí í öllum augum eða rótendar.
Ég myndi í þínum sporum skoða uppbyggingu á fjöðrun undir Unimog. Þar er engin hætta á þvingun.
Stífu-uppbyggingu eins og er undir Unimog ætti að vera hægt smíða undir jeppa og myndi gefa mjög teigjanlega fjöðrun.
(Undir Unimog er reyndar drifskaftið hluti af stífu-kerfinu en það myndi maður ekki hafa í venjulegum jeppa)Kveðja O.Ö.
12.11.2003 at 12:44 #478668Sælir
Ég átti langan Land-Rover 109. Á þessum fjórum árum sem ég var með hann spólaði ég þrisvarsinnum rillunum innan úr flangs að aftan. Þannig að auka flangs var alltaf með í þeim bíl. (ásamt miklu fleiru)
Þessi bíll var árg. 1981 4CYL. bensin þannig að það bar lítið á afli í þeim mótor. En flangsarnir voru ódýrir og fljótlegt að skipta um.Kveðja O.Ö.
11.11.2003 at 08:42 #478636Sælir
Segið mér eitt, er sami drifbúnaður, hásingar og kassar í Land-Rover Defender 90, 110 og svo 130 ?
Kveðja O.Ö.
,,sem er farið að langa í Land-Rover"
07.11.2003 at 11:09 #478572Sælir
Mér finnst svolítið merkilegt að lesa um skoðanir manna á klöfum og hásingum. Einhvernveginn finnst mér að menn geti ekki séð fyrir sér klafa öðruvísi en í samhengi við tveggjatonna japanskan jeppa. Það ætti ekki að vera nokkurt mál að hafa klafabúnað næginlega sterkan fyrir hvaða dekk og aðstæður sem er enda er klafabúnaður til undir miklu þyngri bílum,vörubílum.
Þetta snýst um hönnunarforsendur, ef klafar væru hannaðir til að bera 44" dekk í 200.000km myndu þeir gera það, einnig ef hásing væri hönnuð til að bera 44" dekk í 200.000km myndi hún gera það.
Mér hefur nú sýnst að menn setji sverari hásingar undir jeppa hiklaust til að bera stærri dekk og af hverju er það gert..jú orginal hásingin var ekki nógi sterk. Þetta þykir ekki tiltöku mál og varla minnst á það enda ekki erfið aðgerð. Ef aðgangur að öflugri klafabúnaði væri jafn fjölbreyttur og aðgangur að hásingum hvað myndu menn gera þá ?
Ef hægt væri að fá sverari spyrnur með stærri spindilkúlum og svo framvegis.
En svo er það spursmál með þyngdina, ef hlutirnir eru orðnir nógu sterkir til að endast er líklegt að þeir væru orðnir það þungir að þeir virkuðu ekki í jeppa, hvort sem er klafar eða hásingar.Kveðja O.Ö.
Sem ekur á hásingum..fordómalaus í garð klafa.
05.11.2003 at 09:10 #479702Sæll
Þetta getur örugglega gengið.
Það þarf bara að passa upp á að stilla millikassann vel af svo að þú fáir ekki óþarfa víbring.
Er eða verður millikassinn á gúmmípúðum hjá þér ?
Ég var að spá í það upp á að ef það verður misjafn vindingur á millikassa – gírkassa og vél – og svo grind bílsins þá gæti komið svolítið mikið álag á hjörliðinn ef ekki er dragliður til að taka upp hreyfinguna.Sennilega er bara best að prófa.
Kveðja O.Ö.
30.10.2003 at 12:23 #479408Sæll
Lenti í svona blikk veseni, þá var vír nánast í sundur inni í skó, þar sem hann tengist við plúsinn á geyminum. Þetta var í lagi í kyrrstöðu en svo þegar ég keyrði í holur þá blikkaði allt sem blikkað gat.
Ég var drjúgt lengi að finna út úr þessu.Kveðja O.Ö.
19.10.2003 at 12:26 #478264Sæll
Ég er með Rocky langan bensín, sem ég breytti síðasta vor, að vísu bara fyrir 33" en ætla að koma honum á 35" nú með haustinu.
Þetta eru ágætis bílar, frekar léttir, einfaldir í viðhaldi og sæmilegt pláss í þeim. Ég er allavegana nokkuð ánægður með minn og búinn að ferðast töluvert á honum. Helsti vandinn er að geta ekki fengið lægri drifhlutföll í hásingar. Þessar sem undir eru sleppa svona fyrir 33" dekk en ég held að þar fyrir ofan fari þetta að vera vandamál.
Það er diskalæsing að aftan í sumum Rocky jeppum.
Menn hafa verið að setja Toyotahásingar undir þessa bíla hef ég séð.
Dísel bíllinn er ábyggilega skemmtilegur þvi að þetta er 2,8 lítar túrbó vél.kveðja O.Ö.
15.10.2003 at 21:06 #478174Sælir
Ég las einhversstaðar eða heyrði um könnun sem var gerð á norðurlöndunum, þar voru bornar saman tíðnir ýmisa bilana í bílum á milli landa. Meðal annars var þar borin saman tíðni á biluðum/lekum bremsudælum og þar sást víst mjög skýr munur á milli landa og eina skýringin að sumstaðar var því fylgt vel eftir að skipta um bremsuvökva reglulega en annarstaðar ekki.
Ég held reyndar að yfirleitt sé talað um að skipta um bremsuvökva reglulega í handbókum bíla… það er nefnilega oft nokkuð mikið vit í bókunum sem koma með bílunum okkar.kveða O.Ö.
14.10.2003 at 21:54 #477754Sælir
Skálinn sem þú kallar skæruliðaskálann er skálinn sem ég er með í huga.
Ég er samt ekki frá því að ég hafi séð hinn skálann sem Bolli talar um.
Það er allavegana komið ágætis tilefni fyrir næsta göngubíltúr, að gá hvort maður finni hann.Kveðja O.Ö.
12.10.2003 at 01:33 #477750Sæll
Ég hef rekist á þennan skála og held að einhvert skátafélag í Reykjavík eigi hann eða hafi átta hann.
Ég kom þarna fyrir 11 árum og aftur fyrir 2árum og það hafði orðið eitthvað lítil breyting á því tímabili.Kveðja O.Ö.
08.10.2003 at 18:19 #477576Sælir
Ég vil líka hæla Fróníus vélunum, ég hef soðið töluvert með Fróníus vél, bæði í stál og ál og hef aldrei prófað jafn jafna og skemmtilega suðu !
Annars er ég með Kempí transara og Telwin MIG suðu í skúrnum.
Þessi Telwin vél heitir 170/1 og fékkst í Ellingsen… þetta er heldur lítil vél, ágæt í blikk en þegar eitthvað þarf að gera í þykkara en 3mm er hún fljót að slá út.
Mundi frekar mæla með einhverri öflugari.Já, og það þarf að losna við þessa einokun hjá Ísaga !!!
Kveðja O.Ö.
01.10.2003 at 17:48 #477222Sæll
Gæti þetta verið of lítill spindilhalli ?
Bíllinn minn, sem reyndar er á fjöðrum, hagaði sér svona eftir að ég hækkaði hann, en það lagaðist þegar ég prófaði að auka spindilhallann, ég jók hann um 4 gráður með fleygum svona til að prófa en endanlega lausnin verður að snúa liðhúsunum.
kveðja O.Ö.
13.09.2003 at 13:28 #476286Sælir
Ég get ekki gert upp á milli klafa og hásinga (hef aldrei átt klafa bíl)
En ég var að velta því fyrir mér hvort ætli klafar eða hásing sé sterkari miðað við þyngd ?
Klafar geta verið ansi hraustleigir til dæmis undir Iveco að framan. (veit nú samt ekki hvernig þeir hafa komið út)
Kveðja
O.Ö.
-
AuthorReplies