Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.07.2004 at 08:20 #504928
Sælir
Það er nú ágætis fjárfesting að kaupa sérstaka þvingu fyrir ventlagorma, þetta eru svona universal þvinga sem passar fyrir flest hedd. Hlutur sem maður á alla ævi.
Þær eru sennilega ekkert mjög dýrar, frekar einfaldar.Svo gætir þú sennilega breytt stórri venjulegri þvingu í þetta, það er ef þú kemst í suðu. Soðið bara smá klof á fasta endan þá eru kominn með verkfærið.
kv O.Ö.
26.07.2004 at 08:08 #505042Sælir
Kunningi minn keypti um daginn stýrisdempara til að setja í Rocky, hann fékk ódýrasta demparann hjá BSA. Það er dempari fyrir Range Róver.
kv. O.Ö.
02.07.2004 at 12:12 #504394Sælir
Ég er með Daihatshu Rocky árgerð 1990, 2000cc bensín. Bíllinn er ekinn 202000km ég er búinn að vera með hann í tvö ár rúm og aka honum 40.000km. Ég hef ekkert gert við mótor né kassa. Ég hélt að vísu að bensídæla væri að fara um daginn og fjárfesti í nýrri til að hafa með en hef ekki þurft að skipta ennþá.
Ég hef þurft að skipta um aftur hjólalegur og spindillegur að framan.
Og nokkrum sinnum brotin fjaðarblöð að aftan.kveðja O.Ö.
29.06.2004 at 16:35 #504240Sælir
Eina sem ég hef heyrt um bensín bílana er að 2.3 lítra 4cyl bíllinn hafi komið mjög vel út í eyðslu… Sem er jákvætt.
Kveðja O.Ö.
18.06.2004 at 12:22 #503958Sælir
Ég var með langan Land-Rover á 32" ég keyrði hann yfirleitt á um 16-18 pundum á vegslóðum án vandræða.
Ég er núna með Rocky á 35" og hef verið að keyra á slóðum í 15 pundum en má örugglega fara neðar, ég er bara ekki búinn að prófa það.
Kveðja O.Ö.
08.06.2004 at 16:35 #503676Sælir
Þetta hljómar nú eins og það sé farin heddpakkning.
Ég lenti einusinni að vísu í því á fólksbíl sem ég eignaðist að hann ruddi öllu vatni af þennslukútnum og út um yfirfallið.
Þá höfðu víxlast slöngur í tappan á þennslukútnum þannig að slangan sem kom frá vatnskassa fór í stútinn á lokinu sem er yfirfallið og átti að bara að vera með opnum slöngu bút á en yfirfallsslangan kom í stútinn á lokinu sem átti að tengjast vatnskassa.
Stúturinn sem átti að tengjast vatnskassanum var með röri niður undir botn í þennslukútnum þannig að þegar bíllinn hitnaði og rúmmálið jókst þá þrýstist vatnið út um þann stút og út af kerfinu.Kveðja O.Ö.
08.06.2004 at 08:24 #503646Sælir
Ég held að 2.25 diselin hafi ekki verið nema rúm 60 hö.
Ég átti 2.25 bensín árgerð 1981 og hann var sagður 81 hö minnir mig. Svo stóð í bók sem ég átti úr eldri bíl að hann væri 77 hö.
kveðja O.Ö.
05.05.2004 at 16:13 #501539Sæll
Ekki veit ég nú svo sem hvernig þetta er hjá þér en væntanlega ertu með Dana 44 hásingu.
Ef það eru ónýtar legur hjá þér þá er nú sennileg einfaldast og öruggast að rífa þær bara úr, þrífa þær og fara með þær í næstu búð sem selur vélhluti og kaupa eins, einhverja búð sem væri sambærileg Fálkanum hér.Svo er nú möguleiki að það sé bara nóg að herða upp á þeim til að minnka slagið.
Þú skalt líka athuga hvort það er slag í spindillegum, legunum sem liðhúsin snúast um.
En með lýsingu hvernig á að gera þetta, sennilega væri nú öruggast fyrir þig að verða þér út um bók sem sýnir þetta.
Þetta er svo sem ekkert mál…það er helst að það sé erfitt að ná gömlu legunum af ef þú ert ekki sæmilega búinn af verkfærum.
Og svo í samsetningunni er nátturulega bara að passa að herða rétt á þeim.
Gangi þér vel.
Kveðja O.Ö.
27.04.2004 at 16:44 #500323Sælir
Ég átti nú endurohjól og hef þrætt alla þessa slóða hér í kring, en er á jeppa núna, þannig að ég skil vel enduro bakteríuna.
Þetta hefur breyst rosalega á síðustu 10 árum, mikið fleirri hjól og mikið fleirri jeppar.
Maður sér það á mörgum slóðum hérna í nágreni Reykjavíkur hvað umferðin hefur aukist, slóðar sem voru nettir eru farnir að fletjast út og verða meira áberandi þótt að þar sé menn í fullum rétti að keyra.
Samfara þessu eru svo svartir sauðir og þeim fjölgar væntanlega í sama hlutfalli og jeppum og hjólum.
Það þarf að uppræta svörtu sauðina.Ég hef nú eitt smá prinsipp þegar ég er að keyra á slóðum og það er að ef ég kem að polli í slóðanum þá keyri ég yfir hann en ekki framhjá honum… það mættu fleirri gera, það er oft svona för sem vaða slóðana út og gera þá áberandi og neikvæða fyrir okkur.
Kveðja O.Ö.
23.04.2004 at 12:19 #499841Sælir
Ég held að þetta sé stærri 5 gata deilingin og þá er það það sama og undir Willys (eldri bílum), Skát (eldri bílum), Súkku, Daihatshu, Rússa, Lödu Sport og örugglega einhverjum fleirri.
Kveðja O.Ö.
16.04.2004 at 12:44 #498354Sælir
Já, tek undir með eik.
Svona svo maður velti þessu áfram fyrir sér þá finnst mér oft ókostur við uppbyggðuvegina vera hraðinn, því að einhvera hluta vegna endarmaður alltaf í því að keyra á 80-90 og sjá ekki neitt af umhverfinu sem ökumaður.
Þá finnst mér oft skemmtilegar að þræða slóða á 30-40kmh sem eru heflaðir í melinn og sjá umhverfið um leið.
Við höfum ekkert við hraðan að gera inn í þórsmörk því finndist mér það skárra að veginum væri haldið í óbreyttu formi, það er hlikkjóttum og hálfniðurgröfnum þótt sett væru ræsi í læki svo að hægt yrði að dóla á fólksbílum inn að lóni. Ég hugsa að fólk fengi meira út úr ferðinni þannig og ekki yrði hallað á aðgengið. Nú segir kannski einhver að þá verði þetta ekki fært á veturnar af því að vegur inn er ekki uppbyggður, en er ekki fólksbíla umferð hverfandi þarna á veturnar hvort eð er.Kveðja O.Ö.
15.04.2004 at 21:01 #498309Sælir
Ég var aðeins að velta fyrir mér því sem Óli skrifaði hér á undan, hann talaði um almenning.
Við erum líka almenningur, þótt við keyrum stundum um á jeppum og það má ekki gleyma því að jeppi er farartæki sem almenningur getur notað til að komast um torfærar slóðir.
Hvað rökin varðar þá er þetta náttúrulega góður vetvangur til að þróa þau, reyndar finnst mér mörg þau rök sem komin eru hér ágæt þó einhverjir seti spurningamerki við þau.
Kveðja O.Ö.
15.04.2004 at 18:28 #194211Það er verið að fara að fjalla um hálendisvegi og veg inn í Þórsmörk í útvarpinu núna 1835, speglinum rás 2
15.04.2004 at 13:52 #498276Sælir
Einu hef ég oft furðað mig á en það er þetta með að þetta eigi að vera öllum fært og þá átt við fólksbílafært.
Nú er það svo að það er öllum frjálst að kaupa sér jeppa og öllum með bílpróf er frjálst að aka jeppa.
Út frá þessu er ekki verið að skerða frelsi eins eða neins.
Og auk þess er hægt að fá jeppa á fólksbílaverði o.s.frv.
Og svo fyrir þá sem ekki hafa bílpróf, en þeir meiga hvoki aka fólksbíl né jeppa er hægt að kaupa sér ferð með jeppa eða fjallarútu og komast hvert sem er…og kostar minna en að kaupa bíl.
Oft finnst mér þetta fremur haldlaus rök hjá þeim sem vilja þessa uppbyggðu fínu vegi.
Kveðja O.Ö.
15.04.2004 at 12:48 #498261Ég vil ekki sjá uppbyggðan veg inn í Mörk.
Og mér finnst missir af þessum sprænum sem búið er að setja ræsi í nú þegar.
Ég á það margar góðar minningar úr Mörkinni og Merkur ferðum að væri sorglegt að komandi kynslóðir gætu ekki upplifað þessa stemningu sem það hefur verið að fara inn í Mörk.
Kveðja Olgeir Örlygsson
(og ég hef ekki lengur tölu á því hvað ég hef farið oft inneftir…og alltaf jafn gaman)
15.04.2004 at 12:37 #498714Sælir
Ef það eru hjörliðskrossar í framöxlum þá myndast smá mishraði á snúning öxulstubbsins sem er fyrir utan hjörlið þegar beygt er. Þetta gerist vegna þess að hraði gegnum hjörlið breytist örlítið og eykst mismunurinn eftir því sem meira brot er á honum, þetta getur komið fram á malbiki.
Þetta kemur ekki fram í öxlum sem eru með fimmkúluliðum sem eru jafnhraða liðir.
Kveðja O.Ö.
10.04.2004 at 13:57 #497936Sælir
Kaldidalur var sagður opinn í gær, og fórum við hann frá Þingvöllum á 3 bílum á 31"-35" og upp á Langjökul og svo um Húsafell í bæinn.
Ég mæli nú varla með að Kaldidalur sé keyrður frá Þingvöllum, það var mikil drulla og í raun ekkert vit í að vera keyra hann en samt alveg fært.
Það var fínt færi frá Húsafelli og upp að Langjökli og ágætt færi á jöklinum fyrir utan smá skopp.
Kveðja O.Ö.
07.04.2004 at 15:26 #497804Sælir
Þetta eru spurningar.
Ég þurfti að kaupa mér dekk um daginn, var á 32" og hafði hugsað mér að fara í 33" en þar sem það munaði ekki nema 1000kr á stk af 33" og 35" fór ég í 35"
Maður kemst nú örugglega meira á 35" en það fyldi þessu annað og það er það að nú þyrfti ég lægri drifhlutföll en hefði sennilega sloppið við það á 33" (ég gerði mér svosem grein fyrir þessu en ákvað að prófa)
Ég er á Daihatsu Rocky þannig að ég verð að verða mér út um aðrar hásingar til að eiga val á hlutföllum.
Kveðja O.Ö.
05.04.2004 at 15:59 #495429Sælir
Ekki er gott þegar hlutirnir eru bannaðir.
Eitt fór ég að spá í. Nú eru margar af þeim lengri gönguferðum sem farnar eru um hálendið bundnar við trússbíl sem flytur nesti og farangur…ætli að það séu eitthvað heilagari jeppar en aðrir ?
Sennilega kæmi bann vélknúinna ökutækja jafn illa við gangandi ferðamenn og akandi.
Einnig finnst mér grundvallar munur á umhverfisverndarsinnum og umhverfisÖFGAverndarsinnum
Kveðja O.Ö.
05.04.2004 at 15:59 #502752Sælir
Ekki er gott þegar hlutirnir eru bannaðir.
Eitt fór ég að spá í. Nú eru margar af þeim lengri gönguferðum sem farnar eru um hálendið bundnar við trússbíl sem flytur nesti og farangur…ætli að það séu eitthvað heilagari jeppar en aðrir ?
Sennilega kæmi bann vélknúinna ökutækja jafn illa við gangandi ferðamenn og akandi.
Einnig finnst mér grundvallar munur á umhverfisverndarsinnum og umhverfisÖFGAverndarsinnum
Kveðja O.Ö.
-
AuthorReplies