Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.03.2005 at 16:36 #519568
Sælir
Því má ekki gleyma að fagmenn geta líka unnið heim í skúr og breytt fyrir sjálfan sig eða aðra og gert það vel.
Viðurkennt verkstæði, persónulega gef ég ekki mikið fyrir það, mér finnst miklu mikilvægar að maðurinn sem vinni verkið sé fagmaður (með sveinspróf og viti hvað hann er að gera) heldur en að verkstæðið sé viðurkennt. Maður hefur enga vissu fyrir því að þeir sem vinna verkið á viðurkennda verkstæðinu séu fagmenn. Ég hef séð suður sem ég myndi skammast mín fyrir í bílum sem hafa komið úr breytingu á viðurkenndu verkstæði.
Aðalatriðið held ég að sé að skoðunarmenn á skoðunarstöðvum skoði breytingarvinnuna mjög vel, alla þætti hennar svo sem suður og uppbyggingu styrkinga.
Það væri ansi mikið tekið af frelsinu ef maður mætti ekki breyta sjálfur sínum bílum.
kv. O.Ö
11.03.2005 at 13:30 #518624Sæll
Þú getur til dæmis lagt þann heiming, sem þú ert búinn að punkta breikkunina á, á slétt plan,( gott gólf, stálplata eða þykkur krossviður) lagt svo hinn felgukanntinn ofaná og tekið hann réttan með vinkli miðað við planið, þannig að neðri kannturinn og efri kannturinn nemi við lóðrétta hluta vinkilsins.
Einnig skaltu hafa málband við hendina, byrjaðu á að mæla frá efri kanntinum sem þú lagðir ofaná og niður á planið, þar sem þú færð lengsta málið þar setur þú fyrsta suðupunktinn. Það er líka málið sem þú þarft svo að halda allan hringinn, frá efri brún og niður í planið, sem sagt breidd felgunar.
Þar sem fyrsti punkturinn fór þar sem málið er stærst, getur þú rétt afganginn af hrignum af með að auka gapið sem þú sýður í, best er að útbúa sér lítinn fleig, t.d. með því að slá fram nagla, svo rekuri fleginn í gapið þar til þú færð rétt mál og setur suðu punkt við hliðina. Muna bara að passa að mæla með vinklinum líka.Úff, ég vona að þetta skiljist og komi að gagni.
Kv. O.Ö.
11.03.2005 at 13:30 #518622Sæll
Þú getur til dæmis lagt þann heiming, sem þú ert búinn að punkta breikkunina á, á slétt plan,( gott gólf, stálplata eða þykkur krossviður) lagt svo hinn felgukanntinn ofaná og tekið hann réttan með vinkli miðað við planið, þannig að neðri kannturinn og efri kannturinn nemi við lóðrétta hluta vinkilsins.
Einnig skaltu hafa málband við hendina, byrjaðu á að mæla frá efri kanntinum sem þú lagðir ofaná og niður á planið, þar sem þú færð lengsta málið þar setur þú fyrsta suðupunktinn. Það er líka málið sem þú þarft svo að halda allan hringinn, frá efri brún og niður í planið, sem sagt breidd felgunar.
Þar sem fyrsti punkturinn fór þar sem málið er stærst, getur þú rétt afganginn af hrignum af með að auka gapið sem þú sýður í, best er að útbúa sér lítinn fleig, t.d. með því að slá fram nagla, svo rekuri fleginn í gapið þar til þú færð rétt mál og setur suðu punkt við hliðina. Muna bara að passa að mæla með vinklinum líka.Úff, ég vona að þetta skiljist og komi að gagni.
Kv. O.Ö.
08.03.2005 at 08:00 #518372Sælir
Ég hef keyrt töluvert starex disel 4×4, sá er kominn í 115000km og ennþá hefur ekkert verið átt við gírkassa og ekki farið að heyrast neitt í kassanum.
Kv. O.Ö.
27.02.2005 at 23:19 #518030Sælir
Einu sinni heyrði ég að notaðar hefðu verið Subaru dælur með Suzuki diskum í svona mixi. Veit ekki hvort það hefur verið gert út af einhverju handbremsu dóti sem hefur þurft að vera með.
kv. O.Ö.
17.02.2005 at 12:49 #517218Sæll
Tveir, þrír, fjórir, eða fimm ventlar.
Sennilega er ráðandi þátturinn varðandi togið flatarmálið á ventlunum og líka varðandi kraft. Því meira flatarmál á ventlinum og opnun hans þá kemmst meira loft inn eða út. Væntanlega þarf svo opnunarflatarmálið að vera í einhverju samræmi við flatarmál sogganga og útblástursganga.
Ef þú ert með, til dæmis, tvo litla sogventla og svo einn stóran sogventil og samanlagt flatarmál litlu ventlana er það sama og á þeim stóra ætti að vera hægt að koma svipað miklu lofti framhjá þeim opnum. (er nátturulega háð opnun þeirra)
Litlir ventlar eru léttari og því ráða gormarnir betur við að loka þeim á miklum snúning, því er hægt að láta fjölventlavélar snúast hraðar án þess að fara að fljóta á ventlum. Geta lokað þeim hraðar.
Sennilega toga fjölventla vélar ekki betur lágum snúning, bara svipað, en virka betur á háum snúning.
kv. O.Ö.
17.01.2005 at 12:46 #513692Sælir
Það getur sparað mikið að huga að vatnskassa. Þeir geta oft verið farnir að þynnast ansi mikið þegar þeir eru orðin 10ára og búnir að fá flugur, ryk og möl á sig í 200.000km.
Voðin er vís ef það nær að sjóða, það getur verið ótrúlega fljótt að gerast í þungu færi eða góðri brekku með fellihýsi í eftirdragi.
kv. O.Ö.
16.01.2005 at 11:44 #513406Sælir
Er ekki möguleiki að það sé einhver rofi tengdur kúplinguna sem sé klikk. Pabbi lennti í svipuðu með Hounday Starex, þar er rofi tengdur við kúplingspedala arminn sem leyfir bílnum ekki að fara í lágadrifið nema það sé fríkúplað. Minnir að gormur sem fór í rofan hafi dottið úr sambadi þannig að hann skynjaði ekki þegar það var kúplað.
Kveðja O.Ö.
08.01.2005 at 22:41 #512632Komið þið sæl
Við þökkum fyrir fína ferð.
Kveðja Olgeir Og Ragga
07.01.2005 at 23:53 #512622Komið þið sæl
Við komum að öllum líkindum með í fyrramálið.
Erum á Daihatshu Rocky á 35"Kveðja Olgeir Og Ragga
22.12.2004 at 14:22 #511390Sæll
Hehe nei ekki er ég nú hugsanalesari.
En ég fyldist vel með heimasíðunni þinni þegar þú fórst evróputúrinn og hafði mjög gaman af því, þannig að þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá að þú varst að spá í svona safarífjöðrun.
Vonanadi fær maður að fylgjast með þessum undirbúningi hjá þér líkt og fyrir evróputúrinn því að það var mjög fróðlegt og gaman.
kv O.Ö.
22.12.2004 at 12:25 #511378Sæll
Það eru nú margir möguleikar.
En kannski væri best til að byrja með ef þú segðir okkur hvort þetta er langur eða stuttur pajero og hve gamall, því að það er nokkuð mismunandi hvað er undir þeim allavegana að aftan.
Ég veit ekki hvar þú getur nálgast efni beinlínis um pajero en miðað við lýsinguna hjá þér þá dettur manni helst í hug einhver svona safarí útgáfa einsog notað er í útlandinu.
Kannski væri ráð að spá í einhverjum síðum sem selja svona kitt í Land-Rover (örugglega nóg af þeim) og athuga hvort þar leynist tenglar inn á einhverja sem eru að spá í pajero.p.s.
Á að keyra Afríku endilanga núna ?kv. O.Ö.
02.12.2004 at 15:40 #510132Sælir
Hérna á forsíðunni á vefnum er tilboð frá JAK á mig/mag suðu, þar er talað um að 6kg kútur fylgi, það er spurning hvort þeir selji kútinn sér.
Kannski væri ráð að hringja í þá og spurjast fyrir.kv. O.Ö.
22.11.2004 at 08:49 #509126Sælir
Er þetta sama 2,3 lítra vélin og er í sang yong family jeppunum ?
Ég veit til þess að það var sett túrbína í einn svoleiðis bíl, virtist virka ágætlega. Veit samt ekki hvaða túrbína var notuð. Sá bara þennan bíl í akstri og á bílasölu fyrir tveimur til þremur árum.En ef þetta er ódýr og einfaldur kostur þá er um að gera að prófa.
kv O.Ö.
12.11.2004 at 08:23 #508542Sælir
Ég held að Daihatsu Terios sé ekki með háu og lágu drifi og því er nú varla heppilegt að reyna að breyta honum mikið, svo er hann líka svo fjandi mjór.
kv O.Ö.
06.09.2004 at 09:13 #505460Komið þið sæl !
Gaman að sjá að ferðin hefur heppnast vel. Ég vona að ég komist með næst.
Ég var að kíkja á myndirnar úr túrnum, þær sem eru á austurgötu.net, þar sá ég eina sem vakti athygli mína, það er mynd af rauðum jeppa sem stendur neðan við foss, vaðið virðist vera töluvert ofar og fólk að labba að jeppanum að kíkja. Staðsetningin er svolítið skrýtin á þessum bíl, það væri gaman að heyra betur af þessu.
Kveðja O.Ö.
02.09.2004 at 12:19 #505252Sælir
Ég myndi veðja á Spán, finna einhverjar síður hjá fyrirtækjum þar.
Ég eignaðist fyrir tveimur árum jeppablað sem var keypt á spáni og þar var aðalega fjallað um súkkur, menn voru að breyta súkkum í bak og fyrir. Sá meira sega að þeir voru að smíða svona torfæru grindur eins og hafa verið smíðaðar hér upp úr willis til að keppa á, allt var þetta smíðað upp úr súkkum.
Gaman að spá í þessu.Kveðja O.ö.
29.07.2004 at 08:16 #505162Sælir
Það fengust millikælar til að setja í Starex 2.5 TD hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum.
Gæti verið sterkur leikur hjá þér að fá að kíkja á einn hjá þeim og sjá hvernig hann er útbúinn.kv O.Ö.
26.07.2004 at 15:03 #504932Sælir
Hún fæst örugglega í Bílanaust.
Svo myndi ekki saka að athuga í þessum ódýru verkfærabúðum gæti verið eitthvað nothæft þar.
Svo fæst þetta örugglega í Fossberg, Ístækni, Ísól eða Paulsen.
Kv. O.Ö.
26.07.2004 at 08:41 #505016Sælir
Þeir eru orginal barka læstir allan hringinn og grindin er sver. Gormar og hásingar að aftan og framan.
Ég keyrði einn svona árgerð 1985, disel 4gíra, fínn bíll en hefði mátt vera aðeins kraftmeiri, hann var á 33" dekkjum.
kv. O.Ö.
-
AuthorReplies