Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.07.2006 at 23:49 #556674
Sæll
Ég held að Iðntæknistofnun votti arma og gefi út vottorð og væntanlega leyfi til einhverra að smíða slíka gripi.
Þú gætir eflaust spurst fyrir hjá þeim hverjir hafi þessa einkennisstafi.
Eða í það minnsta fengið hann vottaðan hjá þeim aftur.Kveðja O.Ö.
25.07.2006 at 19:09 #556762Sælir
Ég var aðeins að þræða slóðir um helgina og sá þá för og byrjaði að blóta vélhjólamönnum.
Ég var á ferðinni á slóðini sem liggur frá fjallabaksleið syðri yfir á Landmannaleið, meðfram Vatnafjöllum og Heklu. Þegar ég kom norður af Mundafellshálsi sá ég för eftir nokkur mótorhjól, í óspilltum vikrinum, til austurs. Þarna fór ég náttúrulega að bölva hjólurunum í sand og ösku. Þegar ég kem að þeim stað þar sem förin komu inn á slóðina, sem ég var á, þá sé ég í gps tækinu hjá mér að þessi för passa nákvæmlega við tengivegin yfir á slóðina við Krakatind. Fullkomlega lögleg og kortlögð slóð. Þarna hafa regn og vindar máð út slóðina og sennilega verið mótorhjólamenn með GPS meðferðis og keyrt eftir því.
Þannig að í einhverjum tilfellum eru menn ábyggilega hafðir fyrir rangri sök um utanvega akstur.
Annars sá ég mjög lítið af förum út fyrir slóðir við Krakatind og Heklu.
Helst að það pirraði mig að sjá för meðfram slóð þar sem menn hafa ekki nennt að skakast í skemmtilegum hjólförum eða holum.Kveðja O.Ö.
11.07.2006 at 08:43 #556030Sælir
Ég held að það sé alltaf fæðidæla og alltaf slef til baka í tank.
Hef aldrei séð þetta öðruvísi.Kveðja O.Ö.
18.06.2006 at 23:31 #554702Sælir
Ég eignaðist Kia Sportage fyrir um þremur mánuðum síðan og er búinn að vera að fara svona aðeins í gegnum hann.
Bíllinn er að mörgu leiti góður, þæginlegur í umgengi, fínt að keyra hann og lúmskt mikið pláss í honum.
Fjöðrun er fín, gormar og hásing að aftan og klafar og gormar að framan.
Hægt er að koma 30" x 9,5" x 15" dekkjum undir þá án breytingar.
Hægt er að fá 4cm hækkunnar klossa undir gorma hjá málmsteypunni hellu. Tiltölulega fljótlegt er að setja þá í, tók mig um 9 tíma. Þurfti að síka dempara festingar að aftan (eða lengja dempara). Bíllinn varð töluvert reistari við þetta og aksturseiginleikar breytust ekkert. Með þessari aðgerð er hægt að koma 31" undir bílinn.
Það er gott að hafa það í huga að orginal felgurnar undir þessum bílum eru mjög innvíðar og best er að hafa aðrar felgur jafn innvíðar, það er 130 – 140mm innvíðar.
Mér sýnist að einfalt sé að hækka þessa bíla á grind og hægt er að fá á þá brettakannta.
Vélin er 2000cc 16ventla tveggja knastása og ættuð frá Mazda, 128 hestöfl. Þessi hestöfl skila sér ekki fyrr en uppúr 4000 snúningum, þá kemur fínt spark, en krafturinn er ekkert rosalegur á lágum snúning, þetta gæti háð bílnum svolítið í snjó.
Það helsta sem mér hefur ekki þótt nógu gott í bílnum er að flestar vakúmslöngur í kringum innspýtingu voru klofnar og láku. Einnig eru hjörliðskrossar í drifsköftum frekar litlir og jókarnir það þröngir að ekki er hægt að koma venjulegum stút á koppafeitisprautu á koppana á krossunum. Aftur á móti er frágangur á dragliðum góður.
Eyðslan er alveg þolanleg, fer niður í tæpa 11 í langkeyrslu en hefur farið í tæpa 14 innanbæjar í kulda.
En í heildina séð er ég ánægður með bílinn, fínir bílar á fínu verði.
Ég læt fylgja með link á töflu sem sýnir meðal annars drifhlutföll í Kia.
http://members.aol.com/solomiata/Drivetrain.htmlKveðja O.Ö.
04.06.2006 at 20:15 #553806Sæll
Þetta eru hörku bílar. Gormafjöðrunin er orginal. Einnig voru þessir bílar með 100% barkastýrðar driflæsingar að framan og aftan.
Ég held að það hafi verið ýmsar vélar í þeim. Í einhverjum af stuttu bílunum var 2,3L bensín. Svo var 3 L dísel án túrbó og einhverjir voru með túrbó.
Svo voru einhverjir með 2.8 lítar bensín held ég.
Ég hef séð þá bæði 4 og 5 gíra og svo sjálfskipta.
Svo er það verðið, ég hef séð þessa bíla á verðinu 0-10 miljónir á sölumEn þetta eru hörku bílar og ábyggilega fínir jeppar.
Kveðja O.Ö.
09.03.2006 at 16:29 #546012Sæll
Ágæt uppskrift að stuttri Súkku er orginal 1300cc vélin (kannski með flækjum), millikassi úr 410 bíl, 33" dekk, ekkert að hækka, bara klippa úr og skrúfa á hann kannta.
Svona færðu léttan, stöðugan og vel gíraðan jeppa sem kemmst fullt.
Kveðja O.Ö.
12.02.2006 at 18:10 #539014Sæll
Mig langar að forvitnast hvort þú hafir fengið varahlutina sem þér vantaði eða orðið einhvers vísari með hverjir útvega þá ?
Kveðja
Olgeir
16.01.2006 at 13:01 #539112Sæll
Gæti verið spindillega.
En er bíllinn á blaðfjöðrum eða gormum ?
Ef hann er á blaðfjöðrum gætu verið lausar fjaðraklemmur.
Kv. O.Ö.
14.01.2006 at 21:07 #539012Sæll
Það var og er ábyggilega einhvert verkstæði á Krókhálsinum (Reykjavík) sem útvegar í þessa bíla, held að þeir útvegi í Lödu líka.
Lengi vel stóð skilti við hornið á Krókháls og Hálsabraut sem auglýsti þetta.
Ég held að þetta verkstæði sé Krókhálsinum aðeins austar en Stuðlaháls og ofan við götuna.
Ber ekki mikið á þessu en held að það séu Lödu lík fyrir utan.Vona að þetta hjálpi.
Kv. O.Ö.
13.01.2006 at 08:11 #538768Sæll
Ég hef svolítið gaman af þessu með vélarstærðina. Mönnum finnst 2.5 yfirleitt of lítið í Cherokee sem þó er fisléttur bíll. En svo keyra menn um á 2.4 lítra Toyotu með bros á vör.
Kv. O.Ö.
16.12.2005 at 08:04 #536112Sælir
Hugsanlega er hægt að fá gul gleraugu í byssu- eða veiðibúðum.
Hef séð gul gleraugu frá Remington.K.v. O.Ö.
13.11.2005 at 21:23 #519742Sælir
Ég hef verið að sjá Willys cj-7 á unimog hásingum hérna á ferðinni í Grafarvoginum. Sá lítur út fyrir að vera töluvert öflugur.
Kveðja O.Ö.
03.11.2005 at 15:40 #196575Sælir
Ég þarf að leiðrétta hraðamælinn á Rockyinum hjá mér, væntanlega með einhverju millidrifi á hraðamælis barkann.
Vitið þið um einhverja aðra en VDO og Ökumæla á Viðarhöfðanum sem breyta hraðamælum ?
Ef einhver á svona notað breytidrif og vill selja það þá mætti hann gjarnan hafa samband. Sími 617-6483
Þetta er um það bil 18% breyting sem ég þarf. Veit ekki hvort að þetta geti hugsanlega passað úr Toyotu.
Kv. Olgeir
03.11.2005 at 14:51 #530858Sælir
Vonandi finnst hann sem fyrst heill á húfi.
Ég er búinn að hengja upp myndina af honum hérna í Orkuveitunni.
Svo verður maður með augun hjá sér.Kv. O.Ö.
26.09.2005 at 15:46 #527898Sælir
Eftir að hafa skoðað myndirnar þá grunar mig að þetta sé einhverstaðar í Breiðdalnum. Breiðdalurinn liggur samsíða (norðan við) Lönguhlíð og er slóði eftir honum frá Krýsuvíkurvegi (beygt í austur rétt sunnan við vatnsskarð) upp á Bláfjallaveg. Sá slóði er á kortum.
Þarna hef ég séð töluverð merki um utanvega akstur upp í brekkur út frá slóðanum og í þurrum tjarnarbotnum sem þarna eru.
Einhverntíman hef ég séð kana þarna að spóla þannig að þetta er þekkt svæði hjá þeim.kv O.Ö.
05.08.2005 at 21:12 #525372Sælir
Mér lýst mjög vel á að fara Gæsavatnaleið og mun reyna koma með ef af verður.
Hafði einmitt hugsað mér að fara hana um verslunarmanna helgina en vantaði samferðarfólk á jeppa.
Kveðja O.Ö.
21.06.2005 at 20:28 #524204Sælir
Best að byrja á því að minnast á að úrhleypibúnaðurinn kom fyrst í Rússneskum bílum, lengi var til einn Gas 66 með úrhleypibúnaði hér á landi en ég veit ekki hvar hann er. Úral trukkarnir eru að mig minnir með úrhleypibúnaði líka, jafnvel væri möguleiki á að kíkja á einhvern af þeim og sjá hvernig það er útfært.
Ég heyrði um Land-Róver sem þetta var útbúið í, held að það hafi verið gert einhversstaðar fyrir norðan, það fylgdi sögunni að það hefði virkað vel og verið til tölulega einfalt vegna efnismikilla nafa.
Svo var á ferðinni hérna Toyota hi-lux, gamall ljósblár með rosa vél og fjöðrun, sá er með úrhleypibúnað.
Aðrar upplýsingar hef ég ekki, munið bara að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi
kv O.Ö.
23.04.2005 at 22:31 #520938Sælir
Ég var að kíkja á síðuna motocross.is og þar sá ég að fulltrúar frá VÍK höfðu verið á kyningarfundi, hjá umhverfisráðneytinu, um drög að reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands. Það væri gaman að vita hvort þarna hafi verið fulltrúi frá f4x4 ?
Kveðja O.Ö.
26.03.2005 at 00:09 #519882Sælir
Getur ekki verið að Seglagerðin Ægir saumi blæjur ? Þeir gera allavegana við þær. Sakar ekki að spurja þar á bæ.
kv O.Ö.
24.03.2005 at 21:19 #519784Sæll Siggi
Ég er með Rocky á 35" sem er kominn í 210000km og gír og millikassi eru ennþá í fínu lagi.
Annars er ég með kassa úr rocky inn á gólfi hjá mér, hafðu bara samband ef þig langar að spökulera.
Kveðja Olgeir
-
AuthorReplies