Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2007 at 16:45 #600654
Ég átti nú einn Land-Rover 109 og segi eins og margi fleirri hér að heyrnarhlífar er það eina sem virkar. Ég var ávalt með heyrnarhlífar fyrir alla á fyrst farrými.
Eftir að hafa ekið Land-Rovernum í fjögur ár með heyrnarhlífar á langkeyrslu ákvað ég að reyna að hlóðeinangra hann. Ég setti steinull innan á hvalbakinn og undir húddið, tók öll hurðarspjóld úr og bræddi tjörumottur þar á, og límdi svo armaflex svamp þar á eftir. Bræddi tjörumottur í gólfið og margt fleirra. Þetta var heilmikil vinna. Það er skemmst frá því að segja að þetta virkaði ekki neitt á hljóð. Það eina jákvæða var að það hélst ögn heitar inn í honum.
En mín skoðun er sú að hljómurinn (hávaðinn) er hluti af stemningunni.
Kv. Olgeir
31.07.2007 at 19:25 #594126Sælir
Ég hef ekki hugmynd um þetta.
En kannski væri ráð að athuga hvaða hásingar hafa verið settar undir Pajero að framan.
Einstaka hlutir í Hyundai hafa nú verið keimlíkir ýmsu í Mitshubishi.Kveðja Olgeir
27.07.2007 at 23:01 #594032Sælir
Ég fór þetta í fyrra á Kia sportage á tæplega 30" dekkjum án vandræða.
Kveðja Olgeir
26.07.2007 at 21:27 #593932Sæll
Það er kannski ekki nauðsynlegt að fara út í gormavæðingu þó það sé eflaust besta fjörunin.
Ef ég væri með svona bíl í höndunum þá mundi ég til að byrja með spá aðeins í fjöðrum og dempurum.
Þetta er væntanlega um 15 ára gamall bíll hjá þér og jafnvel á orginal fjöðrum. Þá er ekki líklegt að fjaðrirna séu orðnar sligaðar og búnar að missa flesta fjöðrunar eiginleika sína.
Einfaldasta aðgerðin er að athuga með NÝJAR fjaðrir. Ekki gamlar partasölufjaðrir sem eru löngu ónýtar.Svo sakar ekki að athuga með demparana, kannski best að byrja á því. Það er mögulegt að það hafi verið settir alltof stífir demparar undir bílinn.
Kveðja Olgeir
19.07.2007 at 14:48 #593712Sæll
Mig minnir að það sé Danfoss búðin í Skútuvogi.
KV. Olgeir
11.07.2007 at 18:14 #593490Sæll
Þú segir að hljóðið hafi farið að koma eftir að þú fórst inn í Þórsmörk. Þá hefur þú væntanlega keyrt yfir ár.
Miðað við lýsinguna kemur hljóðið þegar þú kúplar saman.
Ég giska á að það hafi komist örlítið vatn inn í kúplingshúsið og breytt eiginleikum kúplingsdisksins um stundar sakir. Sennilega lagast þetta fljótlega af sjálfsdáðum.
Ég hef oft fengið skrýtin hljóð eða hnökr í kúplingu eftir mikinn vatnaakstur, þó ekki hafi verið kúpplað sundur í vatni. Þetta hefur alltaf lagast eftir svolitla notkun.Ég átti Land-Rover í nokkur ár og gafst fljótlega upp á að hafa tölu á öllum þeim skrýtnu hljóðum sem gátu myndast í honum. Bara númer eitt að vera duglegur að smyrja í koppa og passa olíur. Og svo bara ferðast og ferðast. Skemmtilegasti ferðabíll sem ég hef átt, svo mikill karakter og svo mikill fílingur að keyra hann.
Kveðja Olgeir
22.06.2007 at 16:16 #592730Sæll
Ef þú ert með stærri deilinguna, það er eins og var á Wyllis þá getur þú notað eftir farandi í það minnsta:
Wyllis, gamli Bronco, Skát,, Susuki Fox, Daihatshu Rocky og Rússajeppi. Einnig er Lada sport, og Kia Sportage með þessa deilingu en þeir eru á klöfum að framan svo ekki er eins gott að nota náin.
Sennilega er einfaldast að komast yfir framná úr Rocky eða Súkku. Það er ágætlega sterkt undan Rocky.Kv. Olgeir
12.04.2007 at 22:44 #587966Ég hef ekki séð þennan Patrol hér í vetur. Hann gæti þó leynst einhverstaðar.
Heyrði af bíl sem hafði verið hér á austurströndinni, tegund óþekkt. Sýslumaðurinn hafði víst ekki verið ánægður með ferðir hans og því eitthvað orðið lítið úr notkun hans.Kv. O.Ö.
12.04.2007 at 12:39 #200115Komið þið sæl.
Ég rakst á frétt í Svalbardposten þar sem Rauðikrossinn hér var að sækja slasaða manneskju á breyttum jeppa. Þetta þættu ekki mikil tíðindi á Íslandi en er nokkuð merkilegt hér á Svalbarða. Hér eru helst notaðir beltabílar, sleðar eða þyrlur í svona verk.
Mér hefur heyrst á tali manna að þeir hafi töluverða vantrú á að hægt sé að keyra á snjónum á jeppa og svo eru lög að þvælast fyrir þeim að ég held.
Hér eru að ég held einungis tveir bílar á 38″ dekkjum, Toyota DC í báðum tilfellum.
Snjórinn hérna er að mínu mati ágætlega til þess fallinn að keyra á, oftast harðskafinn og lag lausamjallar yfirleitt ekki mikið.
Hér væri gaman að sjá góðan 44″ jeppa með góðum bílstjóra. Þá mundi beltabílunum sennilega fækkaHér er slóðin á fréttina: http://www.svalbardposten.no/nyhet.cfm?nyhetid=752
Kveðja frá Svalbarða
Olgeir
03.04.2007 at 10:35 #586882Ég hef oft verið að velta fyrir mér hvort það sé heppilegt að bifvélavirkjar skoði og taki út breytingar á jeppum. Skoðunarmenn eru jú oftast bifvélavirkjar. Bifvélavirkjar eru að sjálfsögðu sérfræðingar í að finna út slitna og bilaða hluti hluti. En þeir hafa kannski minni reynslu í að meta uppbyggingu burðarvirkis, fjöðrunarkerfis og gæði suða og smíðavinnu. Það væri að mínu mati æskilegra ef að þeim þætti, smíða þættinum, kæmu vélsmiðir, stálvirkjasmiðir, véliðnfræðinagr eða tæknifræðingar með reynslu í suðu og smíði.
Ég hef séð margar suður í breyttum jeppum sem ættu ekki að sjást og eins með efnisval.Kveðja Olgeir
28.12.2006 at 14:42 #572752Sælir,
Hvernig kom fjórhjólið út í snjónum ?
Hleyptuð þið úr dekkjum á því ?
Kveðja Olgeir
22.11.2006 at 16:49 #569000Sælir
Við lenntum í svona blikk veseni á Hunday Starex, bíllinn fór ekki í lágadrifið og ljósið blikkaði. Í þessum bíl er reyndar skipt í 4×4 og lága með rafmagni.
Það sem var að í þessu tilfelli var að gormur sem er á milli kúplings-petala-armsins og rofa hafði farið úr sambandi. Þá skynjaði ekki skiptimótorinn að það væri búið að fríkúpla og skipti ekki í lága drifið.
Þetta var lítil bilun sem tók langan tíma að finna útúr.Kveðja
Olgeir
17.11.2006 at 11:45 #568400Sælir
Svona til að redda þér getur þú sett hann í hlutlausan á millikassanaum og ýtt honum í heitan skúr.
Einnig getur verið möguleiki að láta hann ganga í gír en hlutlausum á millikassa, þá kemur kannski smá ylur í þetta.
En svo verður nátturulega að þurkka og smyrja.
Einnig er nátturulega möguleiki að eitthvað annað sé að í gírkassa eða skiptidótinu.Kveðja O.Ö.
26.10.2006 at 15:41 #565294Sælir
Samkvæmt reynslu forfeðranna er hægt að keyra á blöndu af bensíni og steinolíu. En þetta kemur niður á krafti.
Versta aukaverkunin var sú að steinolían brann ekki öll nógu vel og seig því smátt og smátt niður með hringjum og safnaðist fyrir í sveifarhúsi. Og þar af leiðandi minka smurhæfileikar smurolíu og fleirri slæmir kvillar.Kv O.Ö.
13.09.2006 at 16:26 #198536Komið þið sæl
Mér datt í hug að minnast á þennan dóm sem var að falla í héraðsdómi austurlands. Þar með var hreindýraveiðileiðsögumönnum heimilað að ná í feld dýr á fjór- eða sexhjólum.
Mér finnst svolítið athugavert að ekki skuli vera minnst á utanvega akstur í þessu samhengi, allavegana ekki í fréttum, því að það er ólíklegat að hreindýr séu alltaf felld við hliðina á vegslóð.
Einnig hef ég heyrt að þeir sem fari á hreindýr þurfi nú ekkert að labba neitt svakalega mikið…. en vonandi er það mismunandi eftir leiðsögumönnum.
Kveðja O.Ö.
31.08.2006 at 07:55 #559016Sæll
Mér finnst eins og einhverjir hafi einhverntíman verið að tala um einhverja litla síu á lögn að olíuverki á pajero.
Þetta kom ábyggilega fram einhverntíman hér á spjallinu.
Vonandi man þetta einhver betur og getur bent á þetta.Kveðja O.Ö:
18.08.2006 at 22:43 #558120Sælir
Ég held að Rafver í skeifunni séu með einhverja skápa.
Kv O.Ö.
18.08.2006 at 22:36 #557908Sæll
Ég hef átt nokkra jeppa gegnum tíðina, þó engan af þeirri tegund sem þú nefnir.
En þar sem þú minnist á Land-Rover datt mér í hug að minnast á eitt.
Ég átti gamlan langan Land-róver í nokkur ár. Þetta er án vafa sá jeppi sem ég hef þurft að liggja mest í og skrúfa. En jafnframt er þetta sá bíll sem mér hefur þótt skemmtilegast að eiga og aka.
Það er alltaf ákveðinn fílingur að keyra Land-Rover og einhvernveginn gaman (finnst mér).
Og svo er það líka eitt sem mér finnst skemmtilegt við Land-Rover menninguna, maður getur fengið töluvert af tímaritum, í bókabúðum hér, sem fjalla eingöngu um Land-Rover og auk þess nóg af vefsíðum til að heimsækja, þannig að maður getur alltaf verið að spökulera og láta sér dreyma.. jafnvel þó að Landinn sé að hvíla sig inn í skúr.Kveðja O.Ö.
02.08.2006 at 17:30 #557186Sælir
Ég fór Gæsavatnaleið fyrir nokkrum árum á gömlum löngum Land-Rover, ég var á 32" dekkjum og átti ekki í nokkrum vandræðum með leiðina á honum.
Þá var ég með 80 lítara af bensíni með mér á brúsum og notað að mig minnir 40-50 lítra af því áður en ég komst á bensínstöð fyrir austan.Einu vandræðin sem upp komu í þessum túr voru á Blazer sem slóst í för með okkur frá Nýjadal. Hann var svo kraftmikill að hann hugsaði ekki um að setja í lágadrifið og það endaði með því að það sauð á sjálfskiptingunni á honum, svolítið áður en við komum að Drekagili. En þar er þungur sandur með köflum. Þessi Blazer þurfti að þyggja spotta til byggða.
Kv. O.Ö.
29.07.2006 at 23:51 #556958Sæll
Mér datt í hug að minnast á eitt.
Getur þú ekki sett þetta saman án þess að hafa öxulinn, það er ef þú færð legur og nástút en ekki öxul, svona til að bjarga þér til byggða.
Kveðja O.Ö.
-
AuthorReplies