Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.03.2009 at 21:21 #644530
Sælir
Ég er ekki frá því að ég hafi séð lítin brúsa, í N1 upp á Bíldshöfða, sem innihélt bætiefni fyrir olíu á tregðulæsingar.
Mér finnst í raun rangt að tala um að tregðulæsingar svíki. Þessar læsingar hafa einhvern ákveðin tregðukraft eða stífleika og gefa það hlutafall af krafti á hjólið sem spólar ekki þótt annað spóli og eru þar af leiðandi að gera gagn þótt þær virðist svíkja.
Kv. Olgeir Ö.
28.02.2009 at 10:39 #642120Svo eru líka Land-Rover kassar (einhverjar týpur) með niður gírun í háadrifinu.
Defender 1983-94 er með 1,67:1 í háa og 3,32:1 í lága
Defender 1997 -? er með 1,41:1 í háa og 3,32:1 í lága
Svo eru alls konar tölur gefnar upp fyrir gömlu bílana
1,148:1 og 2,89:1
1,148:1 og 2,35:1
1,53:1 og 3,27:1
1,33:1 og 3,32:1
og fleiri og fleiri.(heimild bókin: Land Rover Die ersten 50 jahre)
Kv. Olgeir Ö.
18.02.2009 at 18:37 #641346Sælir
Kannski ögn útfyrir umræðuna. En hafa menn spáð í rafmagnslykla í samanburði við loftlykla ?
Er einhver sem hefur reynslu af báðum ?
Kv. Olgeir
03.02.2009 at 15:36 #639888Sæll
Ef bíllinn þinn er nokkura ára og keyrður töluvert er ekki ólíklegegt að hann sé farinn að síga ögn niður.
Það væri sterkur leikur að kíkja undir nýlegan eða nýjan Terranó og sjá hvernig staðan er á klöfunum á honum og spenna svo örlítið meira.Kv Olgeir Ö.
04.12.2008 at 21:59 #634194Sælir
Þessi CJ-3B eða Ísraelsjeppi er á bæ rétt austan við Kirkjubæjarklaustur, held ég örugglega. Veit ekki nafnið á bænum.
Man eftir umfjöllun um hann eða viðtali við eigandan fyrir nokkurum árum, mjög gamall maður sem notaði hann til kaupstaðarferða.
Svo var örugglega mynd af þessum bíl utan á smurbókunum frá Essó eða einhverju oíufélaginu.Kv. Olgeir Ö.
30.10.2008 at 18:39 #631846Sælir
Flestir bílar loftræsta sig þannig að útöndunin er að aftanverðu og loftið sem fer inn kemur inn gegnum miðstöðina, við framrúðu.
Ætli einfaldasta loftræstingin á svona álkassa væri ekki að setja góða rist, sem vatn á ekki greiða leið um, aftaná kassan. Fyrir aftan kassan ætti að myndast örlítið vakúm á keyrslu sem ætti að næga til að draga loft út úr kassanum. Þá þarf að finna góða lausn á að fá þurt eða heitt loft inn í kassan að framanverðu. Það væri kannski hægt að leysa með að útbúa öndun milli kassans og pallhýsisins. Þá dregst örlítið heitt loft frá húsinu og í gegnum kassan á keyrslu. Þarna ættiru að fá einfalda og örugga loftræstingu.
Ef þú gerir þetta á þennan máta ættir þú ekki að þurfa viftu eða eliment.
Með einangrun er Armaflex sennilega best gegn slaga, svona svartar svampkenndar mottur, sama og oft er notað á kaldavatnsrör.
Kv. Olgeir Ö.
26.10.2008 at 16:31 #631718Sælir
Ég hef séð þennan búnað en aldrei í notkun, alltaf haft á tilfinningunni að þetta hafi tilhneigingu til bila þegar mest á reynir.
En það er annar búnaður sem ég hef séð í notkun á strætisvögnum hér í Tromsö og virðist virka ágætlega. Strætisvagnarnir eru með innbyggðann söndunar búnað og sanda fyrir framan afturhjólin þegar þeir fara að spóla í brekkunum hér.
Kv. Olgeir Ö.
07.09.2008 at 19:05 #629038Ekki vissi ég um að þeir hefðu komið með svona hásingum. Þetta er sennilega ansi merkilegt eintak af bíl, örugglega mjög fáir svona komið til Íslands.
Kv. Olgeir Ö.
07.09.2008 at 10:31 #629030heita þeir.
Þessir eru flottir. Pabbi átti einn svona þegar ég var lítill, sá var 1976 árgerð, þrusu bílar.
Mótorinn í þessum er nánast sá sami og í Volgu nema með öðru heddi eða knastás að ég held (þó ekki viss)
Volgan var nokkrum hestöflum öflugri.Þessar hásingar eru í það minnsta ekki orginal. Orginal hásingarnar eru af Timken gerð, boltaðar saman á flangs í miðjunni, og ekki niðurgíraðar út við hjól.
Ekki gott að segja hvaða hásingar þetta eru, örugglega ekki Unimog því að þá kæmust ekki þessar felgur undir. Kannski hásingar undan Volvo C303 eða einhverjum austurrískum.Gangi þér vel í uppgerðinni !
PS. Mæli með að fara með leitarorðið UAZ469B inn á YouTube, fullt af þessum bílum í átökum þar. Í löndum þar sem skilgreiningi á utanvegarakstri er aðeins önnur en hér
Kv. Olgeir Ö.
16.08.2008 at 10:56 #627502Sælir
Rétt að minnast á það að þegar maður loftæmir með slöngu og brúsa þá er ekki gott að nota aftur bremsuvökvan sem maður pumpar af. Hann getur verið fullur af örlitlum loftbólum.
Auk þess er alltaf gott að skipta um vökva til að losna við raka og skít sem tærir dælurnar.Kv. Olgeir Ö.
10.08.2008 at 19:44 #627106Sælir
Ég bý í Noregi og hér dauðöfunda menn okkur Íslendinga af því ferðafrelsi sem við höfum á ökutækjum.
En aftur á móti virðist það vera mjög útbreyddur misskilningur hér í Noregi að menn halda að það meigi keyra yfir og um allt á Íslandi óháð vegum. Þetta hef ég orðið ansi oft var við. Þannig að það veitir örugglega ekki af því að halda uppi öflugri fræðslu til útlendinga. Sérstaklega núna þegar það er hagstætt að koma til Íslands peningalega séð.Kv. Olgeir Ö.
09.08.2008 at 15:06 #627078Það er einn ókostur við handbremsu á drifskafti. Ég lenti í að Land-Roverinn, sem ég átti, lagði af stað niður brekku í hálku, þá spólaði annað hjólið áfram og hitt aftur á bak. Þannig að þetta er ekki skothelt, nema kannski með læstu drifi.
Skálahandbremsa getur virkað betur með minna átaki en diskabremsa þar sem það virka kraftar frá snúningi skálarinnar á að minnsta kosti annan borðan og dregur hann með sér.
Á gömlu Land-Róverunum, eins og 109 til dæmis, eru tvær einfaldar bremsudælur í hverri skál út við hjól. Þetta gerði það að verkum að á báða borða virkaði kraftur frá snúningi skálarinnar í akstur stefnu ÁFRAM og bremsurnar virkuðu mjög fínt. En aftur á móti var bíllinn nánast bremsulaus aftur á bak, það gat verið slæmt, ansi slæmt.
Ég mundi allavegana leggja á mig að halda í handbremsukerfi út við hjól, ef það er til staðar.
Kv Olgeir Ö.
31.07.2008 at 20:09 #626564Sælir
Eru ekki fjaðrirnar á Wrangler undir hásingunni orginal, hef grun um það.
Það er þannig séð ekkert mál að hækka á boddýi en það veltur ögn á því hvað þú getur gert sjálfur. Það er svo sem ekki mikið mál að lyfta boddýinu og útbúa klossa á milli, eða færa upp festingar. En það fylgir þessu alltaf svolítið mix sem getur tekið tíma t.d. lenging á stýrisstöng, lenging eða úrklipping úr gólfi við gírstöng, lengja hosur á vatnskassa eða færa hann, lengja stút á bensín áfyllingu. Svo uppgvötvarðu vafalaust eitthvað ryð sem þarf að laga þegar þú ferð að eiga við boddýfestingar, það fylgir oft.
Kannski er best fyrir þig að byrja á að útvega þér eitt gamal dekk og felgu og máta, þá sérðu hvað þú þarft að gera mikið. Hugsanlega gætir þú komið 32" undir með einhverjum úrklippingum. Það er að vísu ansi lítið pláss til klippinga að framan á Wrangler.
Annars er þetta bara að taka ákvörðun um að byrja og vaða svo bara í þetta.
Kv. Olgeir
31.07.2008 at 14:11 #626558Sæll
Það ætti nú ekkert að vera voðalegt mál að koma 32-33" dekkjum undir.
Þetta veltur aðeins á því hvaða árgerð af bíl þú ert með, það er er hann á gormum eða blaðfjöðrum ? Ef hann er á gormum er einfaldast að fá 3-5cm kubba til að setja undir gorma. Einföld og fljótleg aðgerð.
Ef hann er á blaðfjöðrum þá er einfaldast að hækka aðeins á boddýi.
Svona bíll með 2,5 (120hö) lítra vél og á 33" ætti að komast töluvert og vera léttur og skemmtilegur.Ef þú ferð í 35" eða stærra fer þetta fljótt að vinda upp á sig t.d. lægri drifhlutföll, stærri mótor, breytt fjöðrun og stýrissystem ofl. ofl. ofl. En þetta getur orðið skemmtilegt dæmi og ekki skemmir fyrir að það er til hellingur í þessa bíla, nýtt og notað, á viðráðanlegu verði.
Kveðja Olgeir Ö.
14.03.2008 at 20:58 #616934Sælir
Best að halda uppi smá vörnum fyrir eyðslu á Volvo vélum
Ég er með Volvo 240 sem er með B230A mótor, blöndungur og skilar 110 hestöflum. Bíllinn er um 1400kg í egin þyngd.
Ég skrapp á honum til Finnlands um daginn, bý í Tromsö í norður Noregi. Þetta var 320km túr, í -12°c, lint í dekkjunum og væn ballest í skottinu, töluvert um brekkur og hann eyddi ekki nema 10,6 lítrum á hundraðið. Mér finnst það bara ansi gott. Gæti spilað inn í að hann er með ný upptekinn blöndung. Ég viðurkenni hinsvegar fúslega að hann getur auðveldlega farið með tvöfalda þessa tölu innanbæjar.
Svo er rétt að geta þess að það er ágætt úrval af túrbó kittum til á Volvo B21 og B230, ef leitað er á norðurlöndunum.
Kveðja Olgeir
Sem átti aldrei súkku.
25.02.2008 at 21:46 #615240Sælir
Ég átti einu sinni Willys með svona öxlum. Þeir voru til friðs enda bara 33" dekk undir.
Ég tók þetta einhvern tímann sundur og þá sat þetta rosalega fast.Mér dettur í hug að vandræðin hjá þér séu til komin af sliti á kóninum. Að kónninn á öxlinum passi ekki alveg við kóninn í flangsinum. Spurning hvort þú fengir þetta til að vera til friðs ef þú settir bæði flangsinn og öxulinn upp í rennibekk og tækir kónana örugglega rétta. Og svo er náttúrulega betra að tékka að róin herði örugglega, það er skrúist ekki í botn, að brjóstinu.
Kveðja Olgeir
25.02.2008 at 21:33 #615302Sennilega er nú Suzuki Jimny með umhverfisvænni jeppum sem völ er á, lítill, léttur, eyðslugrannur
Kv. Olgeir
20.02.2008 at 20:15 #614708250000kr er ansi mikill peningur miðað við bensínvél.
En hvað er það sem hrjáir mótorinn, almennt slit eða eitthvað eitt sérstakt ?
Kannski ekki víst að það þurfi að skipta um ventla og kanstás og mögulega bara nóg að skipta um hringi.
Það er ágætt að hafa það í huga að ef það er keyptur notaður gamall mótor, þá er hann notaður og gamall og getur verið kominn krítskann punkt.
Ef þú gerir þetta sjálfur þá myndi ég nú rífa gamla mótorinn svona um leið og hann er tekinn úr og sjá hvað er að. Og ef þú gerir við þann gamla þá veistu hvað þú hefur í höndunum.Kveðja
Olgeir
12.02.2008 at 21:12 #613880Skemmtilegt að félagið sé að flytja á gamla vinnustaðinn minn.
Og gaman að minnast á það að bragginn sem er á hægri hönd við braggann sem bent er á á myndinni var íþróttahúsið Hálogaland og stóð ekki langt frá Mörkinni þar sem klúbburinn er eða var með aðstöðu. Hann var svo rifinn og fluttur upp eftir og breytt í verkstæði.
Kæmi feginn að hjálpa, en er í öðru landi.Kveðja
Olgeir
02.02.2008 at 20:04 #612580Ágætt að fara varlega í að beygja álið. Best að beygja það þvert á völsunarátt plötunnar og ekki með of kröppum radíus. Hætta á sprungum ef beygt er samsíða völsunarátt.
Svo minnir mig að togþolsstyrkur ál platna og prófíla komi að töluverðu leiti við völsunina í vinnslunni. Við suðu minnkar togþolið í kringum suðustaðinn töluvert mikið, gott að hafa það í huga. Það er meðal annars ástæðan fyrir að hnoðun og líming er töluvert notuð í álsmíði.Kv. Olgeir
-
AuthorReplies