You are here: Home / Olgeir Örlygsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir !
Ég er með netta vírtalíu með mér sem getur dregið 2 tonn og hún hefur bjargað mér ágætlega. Ódýr lausn sem getur reddað manni þegar maður er á léttum bíl.
Kveðja O.Ö.
Sælir !
Þessar 2.8 lítra diselvélar eru líka til túrbólausar úr eldri bílunum.
Svo voru og eru til Daihatsu Taft sem voru með held ég 2.5 lítra disel, það gæti verið að hún passaði á gírkassann, er þó ekki viss.
Það kæmi mér heldur ekki á óvart að einhverjar Toyota diselvélar passi í Rocky, 2.0 lítra bensínvélin í Rocky er einhver Toyotu mótor.
Svo held ég að bensín bílarnir hafi verið á lægri drifhlutföllum heldur en disel bílarnir.
Kveðja Olli
Sælir
Einhver var að velta fyrir sér vélum í Lada Sport, það hafa verið settar Fiat twin cam 2000 8 ventla í Lödur, þessi mótor passar vel og litlu þarf að breyta (nema að vesen var með startara minnir mig) Þessi mótor er eitthvað um 120 hestöfl og var í einhverjum stórum Fiat bílum á milli 1980 og 1985 sirka. Þessi mótor snýr 35" ágætlega undir Lödu.
Svo er hægt að taka drifhlutföll úr Lödu 1200 og setja í Sport þau voru aðeins lægri minnir mig, köggull úr aftur drifi passar í framdrifið líka. Sportinn er með 4,0:1 en lada 1200 er með 4,3:1 held ég.
Svo var einhver að spá í lengdina á Lödu Sport, mig minnir að hún sé 93" á milli hjóla sem er það sama og willys CJ-7, tveggja dyra Range Rover er 100" á milli hjóla þannig að það væri nú örugglega hægt að koma boddíinu fyrir á svoleiðis grind. En reyndar er eitt við það að setja Lödu boddí á Rover grind að þar er verið að setja sjálfberandi boddí á grind og þá eru menn komnir með auka óþarfa þyngd.
Kveðja Einfari