Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.10.2013 at 20:06 #226718
Farið verður í Fjallaskarð á laugardaginn. mæting við söluskálann á Egs kl 10 um morguninn.
Við kíkjum á staðinn og spáum og spekúlerum.
Hvetjum sem flesta til að mæta og koma og taka þátt frá byrjun í gera þennan stað að framtíðarskála og ferðamiðstöð okkar jeppamanna á austurlandi
11.10.2013 at 21:08 #379355Fyrir hönd Austurlandsdeildar vil ég óska ykkur innilega til hamingju með skálann
08.10.2013 at 07:09 #226675Félagar.
Minni á breyttan fundartíma oktoberfundar. Fundurinn verður þann 10 oktober í Bókakaffi og er mikilvægt að sem flestir mæti.
fundarefni m.a.
Nefnd um Skálamál kynnir niðurstöður sínar.
Dagskrá vetrarins kynnt.
Ályktanir landsfundar kynntar þar sem td er komið inn á þáttöku deilda í fyrirhuguðum rekstri Nýjadals.
Önnur mál.
Stjórnin
27.09.2013 at 16:58 #379086Það eru gallar á Dynema/dynex tógi.
1. engin teygja sem er aftur á móti talsverð í vír
2. á það til að festast inn á spilinu, þe grafa sig inn í innri vöfin við átök og getur verið bax að losa. Minni hætta á þessu með vír þó hún sé til staðar
3. Það er ekki auðvelt að meta hvenær dynexið er orðið ónýtt sem er auðvelt með vír þar sem hann verður einfaldlega lúsugur eða með þvi að mæla sverleikan.
4. verðkostir
1. léttleiki, þó á hann ekki við í bleytu, efnið drekkur í sig
2. ekki hætta á handarmeiðslum ein og á vír sem er að byrja að verða lúsugur.
3. flýturNiðurstaðan mín varð eftir að hafa metið ofangreint:
Vír á spilinu .
14.05.2013 at 10:27 #765685Sammála Júlíus. Flottur fundur með skemmtilegu fólki.
03.05.2013 at 04:58 #226032Sælir félagar.
Óska eftir sjálfboðaliðum i stutta vinnuferð í Urðir. Fara með olíu,laga leka á miðstöð og laga skrá á útidyrahurð.
áhugasamir hringi í undirritaðan í síma 8921208
01.05.2013 at 20:58 #226022Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í Laugafelli þann 11. maí nk kl 1600.
Venjuleg aðalfundarstörf,
Skálamál deildarinnar
Önnur mál.
Kvöldverður í boði klúbbsins og svo höfum við gaman fram á kvöld.
Makar eru að sjálfsögðu velkomnir og hvattir til að mæta.
Fyrir þá sem vilja gista getað pantað gistingu hjá staðarhaldara í síma 7733323.
í boði eru tveggjamann herbergi og stærri rými.
Vonast eftir góðri mætingu
Einar Birgir Kristjánsson
27.03.2013 at 21:57 #764351Austanmenn stefna á að vera þarna á laugardaginn og gista eins og eina nótt. Verðum ca 8 manns a 5 bílum 4 að austan og einn sem kemur að sunnan
17.03.2013 at 19:58 #225774Við í austulandsdeild þökkum fyrir frábærar móttöku úr stóruferðinni. Allt ykkar starf til fyrirmyndar ásamt þeim sem skipulögðu ferðina
17.03.2013 at 17:20 #225772Hópur á vegum austurlandsdeildar tók þátt í Stórferðinni suður yfir jökul. Á föstudagskvöldið var farið í Snæfell og gist þar. Farið að stað þaðan um kl 8 á laugardagsmorgun. Þegar upp á jökul kom minnkaði skyggnið til muna, þannig að ekkert markvert var að sjá. Var haldið suður yfir í 11 bíla halarófu. Þegar halla tók suður af jökli versanði veðrið til muna og skyggnið varð ekkert og færið þyngdist. Vorum við um 5 klst að fara síðustu 20 km og var brugið áþað ráð að festa drifminnsta bílinn aftan í reynsluboltana á Hrolli. Eftir það sóttist okkur ferðin sæmilega og vorum við komnir í Hótel Höfn um 5 leytið á jafnmörgum bílum og lagt var af stað á, á undan meirihluta ferðalangana. Þess má geta að um 12 stiga frost og mikil vindkæling var á jöklinum.
23.02.2013 at 22:44 #763465sæll Teodór og velkominn i austurlandsdeildina. Vertu velkominn a þorrablot sem haldið er um næ´stu helgi í Kverkfjollum. til að skra si þar að greiða 6500kr inn a reikn 0175-26-444444 kt 600103-3850. til þess að komast i samband vtil að verða samferða getur þu haft samband við mig ma eða fylgst með hvenær menn leggja af stað. verður liklega farið upp ur miðjum degi á föstudegi fra söluskalanum á Egilsstöðum. má lika reikna með að einhverjir fari á laugardag. Fylgsu með á facebook. f4x4 austurlandsdeild. Kær kverðja
Einar Birgir
05.02.2013 at 14:27 #759095Er ekki að vænta nánari lýsingar á stóruferðinni. verð og annað. Erum hópur að austan sem erum að spá í að fara í Snæfell og þaðan inn á jökul . Núna er 5 feb og skráning opnast kl 21 í kvöld
25.12.2012 at 21:37 #225230Hvernig er það. Eru menn ekkert farnir að spá í 13.ferðina Er hún ekki annars 4-6 jan
12.12.2012 at 23:32 #760949Helv. Var að kaupa einhverja Exide geyma frá Olis. Ætli þeir séu ekki góðir. Líkleg ekki enda framleiddir á Spáni og geta líklega ekker á köldum febrúarmorgni inn undir jökli. Jæja Hrollurinn dregur mig þá bara í gang. Það er´þó kosturinn við fótstingna gírstangarbíla
08.12.2012 at 23:08 #225124Minni á að taka næsta föstudagskvöld frá fyrir aðventukvöldið. Alveg á tæru að enginn fer hvorki svangur eða þyrstur heim. Valdi er búinn að vera í einangrun upp á Einarsstöðum í bústaðnum sínum að semja skemmtiatriði. Gæti líka verið að við félagarnir misnotum okkur aðstöðuna til að neyða menn til að dást að Hrossa og Tandra. Bara að muna strákar að taka með ykkur birtuna í hjarta ykkar niður í dimman skurðinn svo sjáist til við át og drykkju
08.12.2012 at 20:21 #760943Glæsilegt Þórir. Ég er loksins að hrökkva í gang. búinn að rífa stífurnrar úr að framan og er með þá ímyndunarveiki að gúmmíin séu slitin. Kominn nýr stýrisdempari í hús og svo er að finna einhversstaðar ódrepandi geyma sem þola allt skammhlaupið sem óneytanlega verður þegar ég fæ hina svokölluðu skipstjoraveiki og fer að hringla í þeim.
08.11.2012 at 22:32 #755263Ég á einn 96 árg á 33tommu dekkjum. ekinn 90.þús. Hann er alltaf með average eyðslu 13-14 litrar. skiptir engu um hvortúm er að ræða innanbæjarsnatt,fellihýsið aftan í eða á langkeyrslu. Hefur þó farið umm í 17 litra td. á Þórsmerkurvegi með fellihýsi aftan í.
08.11.2012 at 22:18 #759685Milner offroad.co.uk minnir mig. hef keypt fullt af toyotavarhlutum þar sem eru ódýrir og er komið heim 2ö3 dögum eftir pöntun
08.11.2012 at 22:10 #760369Þessi samningur gefur von um frábæran stað miðsvæðis á Íslandi þar sem Jeppamenn af öllu landinu eiga efalaust eftir að hittast. Líst mjög vel á þetta.
04.03.2012 at 14:43 #751045Til Hamingju með afmælið Skagfirðingar og takk fyrir afbotin að skálanum á Skiptabakka fyrr í vikunni. Aldeilis frábær skáli sem þið eigið
-
AuthorReplies