Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.11.2014 at 22:02 #773031
Ákveðið var á síðasta félagfundi að halda „desemberfundinn“ í Fjallaskarði og sameina þannig vinnuferð og gleði. Eins og margir vita hefur desemberfundurinn undanfarinn ár einkennt gleði og sprell og ætlum við ekki að breyta út af þeirri hefð.
Það er nauðsynlegt að sinna ákveðnum verkum í Skarðinu fyrir veturinn svo skálinn verði hæfur í leigu. Við ætlum að setja upp afgasrörið á ljósavélina. Tengja olíutankann og einnig tengja vatnsdælu við nýju vatnslindina okkar, en eins og menn vita erum við með það heilnæmasta og bragðbesta vatn sem finnt á Íslandi.
Við munum svo slá upp veislu á laugardagskvöldið og skemmta okkur.
09.09.2014 at 21:27 #771555Talsvert hefur verið unnið í Fjallaskarði á undanförnum vikum. ætlunin er að ljuka við helstu útivinnu fyrir mánaðarmót. Það sem gert hefur verið í sumar er vatnslögn lengd um 200 metra upp í fjall en mistókst að virkja lindina þar og þarf þvi að endurgera brunn þar. búið er að setja niður gám NA við gamlahúsið og setja þar inn ljósavélina en enn er eftir að smíða og tengja púströr og setja loftblasara upp. Einnig er eftir að grafa anker fyrir gáminn. þar er langt komið með að smíða pall þar sem ætlunin er að viðarkynntur heiturpottur verði og er hann upp frá og bíður samsetningar. Sett var upp mastur fyrir vindrafstöð og sólarsellur, eftir er að koma þaðan köplum að geymum sem verða staðsettir i vélarhusi. einnig er eftir aðgrafa fyrir ídráttarröri fyrir 12 volt í húsið. Búið er að fjárfesta í glæsilegri led lýsingu i husið en eftir að setja hana upp. Ætlunin er að helgina 26-28 sept verði farið inn eftir með vaska sveit og útivinna kláruð. Vonast ég til að sjá sem flesta þá helgi þar sem talsverður fyrirvari er og menn hafa tíma til að haga sínum málum til að komast. Einnig er sjálfsagt að menn sem langar að fara næstu tvær vikurnar og leggja hönd á plóg. Óska bara eftir að þeir meldi sig við undirritaðan áður.
með jeppakveðjum
Einar Birgir Kristjánsson
form.Austurlandsdeildar
30.06.2014 at 22:36 #769788Fylgist spenntur með þessu. Er ekki bara að smíða gruggaramma i bilinn án þes að eiga eitthvað við boddýið og setja lamir og læsingar og fá svo Samverk til að smíða rúðu í. Ég er allavega til í svona og örugglega fleiri. Klárlega amk 20 kaupendur strax af góðri hönnun.
19.03.2014 at 10:04 #454289Sælir Félagar.
Því miður þufti blessaður blaðamaðurinn að birta þessa ekkifrétt þrátt fyrir að ég hafi margbeðið hann um annað. En fréttin er það illa skrifuð að aumingja fréttamaðurinn gerði sig að athlægi.
Vonandi verður þetta atvik okkur víti til varnaðar og ég hvet menn til að horfa fram veginn en ekki staldra um of í spegli þessa máls
12.03.2014 at 18:26 #454087Það stóð á límmiðanum Skagafjörður-Kjölur þannig að við héldum að við ættum að klukka Hveravelli til að fá stig þegar komið var i mark.
12.03.2014 at 12:57 #454078Eiður. Þ+u þarft væntanlega að verða þer ut um sjálfskiptingu ur bensinrunner og nota millikassan ur henni við hina skiptinguna.
12.03.2014 at 10:13 #454070Frágengið. þeas við austanmenn, lögðum í hann á miðvikudagskvöld. Fórum upp hjá Brú á Jökuldal og strax þegar kom á Fiskidalshálsinn varð færið gríðarlega þungt. Þurfti að hleypa öllu lofti úr og lolo til að komast upp brekkuna. Síðan þegar komið var inn undir Þríhyrningsvatn hætti Hiluxinn hans Arnórs að hlaða og ákváðum við að ég myndi fylgja honum eftir varahlutum. Kóarinn minn hann Jónas hafði óljósa hugmyndir um Rafala á einu eyðibýlinu á efri-jöokuldal. fórum þar um með vasaljós og leituðum og viti menn, fundum einn með splunkunýjum kolum. Jónas svipti þeim í. Lögðum að stað aftur um 3 leytið um nóttina og hugðum gott til glóðarinnar að hafa slóð.Fórum leið sem sjaldan er farinn upp með Jökulsánni ofan við Svartá. Slóðin var öll orðinn full og lítið lettara að komast áfram. hópurinn sem helt áfram var kominn í skála um kl 7 en okkur gekk allt i haginn þangað til við áttum um 2 km eftir í skála um kl 9. þá hægði verulega a okkur og komumst loks um kl 11.ansi þreyttir og höfðum ekki hugsun a að setja gleðigöndulinn undir sem þó er staðalbúnaður í runnernum, lögðum okkur i 2 tima og svo var haldið í Gæsavötn í talsvert þungu færi. komum þangað um kl 7 með tilbuinn lambalæri a.la toyota afgashiti. Á Föstudeginum lögðum við af stað um kl 10 og við Skjálfanda brotnuðu allir pinnboltarnir i drifloku á 60 krusa Andra Fannars, skipt um þá í snarhasti. Léttist færið talsvert þegar komið var vestur fyrir fjórðungsöldu og hægt að auka talsvert ferðahraðan og kitla pinnann. Komum inn á leið sunnanmanna um 10 km austan við miðju og þar var jeppgengið. Fórum í humátt á eftir þeim og fram úr einu gengi sem var með fasta bíla. Hittum jepp menn á miðjunni í frábæru veðri. Fljótlega eftir að við lögðum af, eða eftir að hafa farið yfir Austari-Jökulsá stað brotnaði millikassi i gamla 60 krusanum. Var Gummi á 80 krusanum settur fyrir framan hann og spotti a milli í alveg þokkalegu færi amk fyrir einsamla bíla, í erfiðstu brekkunum var minn runner settur fyrir þá báða. komum hopur no 2 í Skiptabakka og heldum þaðan áfram og rett áður en við komum i brekkurnar a Goðdalafjallinu fór einn hópur fram úr okkur. Fórum á verkstæði KS og fengum þar inni a laugardeginum og skiptum um innvolsið í millikassanum og nafið á gamala 60 krusa. Á sunnudeginum for stærsti hluti hópsins austur og auðvitað all ófært á Háreksstaðaleið en þar slitnuðu allir felguboltar a h.afturhjóli a gamla krusa en til happs að nafið sem tekið var undan var i bilnum og hægt að nota boltana. Eg og Gummi fórum suður Kjöl í litlum snjó og vorum víst þeir einu sem kláruðu þessa stórferð. Flott ferð og merkilegt að sjá hvað lítil snjór er á hálendinu vestan við Vatnajökul.
26.02.2014 at 21:13 #453158Jæja strákar. væri ekki ónýtt að fá herna inn meldingar um hverjir ætla hvenær osv. koma svo
30.01.2014 at 20:14 #445464Dúddi, þetta er alveg voðalegt ástand annað hvort eru menn búnir að selja undan sér eða með allt niður um sig. Svakalegt ástand á þeim gömlu.
20.01.2014 at 08:41 #444409tek eina með mic
06.01.2014 at 20:54 #443779Komnaqr inn myndir af vel heppnaðri 13.gleði í frábærum skála í Fjallaskarði
02.01.2014 at 22:20 #443046Jæja. þá styttist í 13.ferðina og er þáttaka góð. Fyrstu menn ætla um miðjan dag á morgun föstudag, meginhópurinn um kl 20 frá shellskálanum á Egs. Takið eftir því að nú höfum við breytt um brottfararstað og munum hér eftir hefja ferðarnar þaðan, þar sem Shell er jú okkar aðalstyrktaraðili. einhverir fara á laugardag og m.a annars fara þeir Örn og Óskar um miðjan laugardag.
29.12.2013 at 23:12 #442649Það ættu allir að komast á 13. gleðina sem langar. Örugglega næg sæti. Held að það verði gaman fyrir flesta að koma og sjá og njóta Fjallaskarðs.
03.12.2013 at 20:21 #440706Meiri upplýsingar um Hátíðafund og Bjórkvöld.
Fundurinn verður í húsi Slysavarnarfélagsins á Héraði og hefst kl 1500
Hvetjum sem flesta til að mæta og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap. Gengið hefur verið frá ráðningu yfirmatreiðslumanns sem er vel þekktur fyrir að gera lambalæri hæf til áts, það er bara óskandi að trukkurinn hans verði kominn til byggða þar sem grillhanskarnir eru í honum. Einnig hefur verið ráðinn skemmtanastjóri sem ætlar að kanna kunnáttu okkar á ýmsum sviðum. Hann var þekktur á fyrri árum fyrir sprell og fíflalæti á efri-Jökuldal.
Það er mjög mikilvægt að félagar úr Fjarðabyggð fjölmenni þar sem Skjaldborgin um formanninn hefur oft verið ósýnileg í Refskákinni við Héraðsmenn. Einnig eru Vopnfirðingar hvattir til að bregða sér bæjarleið þennan dag og gleðja aðra með nærveru sinni.
01.12.2013 at 22:06 #440562Laugardaginn 7.des nk. verður hátíðarfundur 4×4 austurlandsdeildar kl 1600 á Egilsstöðum í tilefni af undirritun samnings um skálann í Fjallaskarði við Fljótsdalshrepp. Sveinbjörn Formaður og Friðrik gjaldkeri aðalklúbbsins mæta og halda framsögu og svara fyrirspurnum. Kaffiveitingar verða á staðnum. Kl 1800 verður tendrað á grillinu og baukar opnaðir. Við ætlum að hafa gaman og skemmta okkur fram eftir kvöldi. Makar eru velkomnir á samkomuna og hátíðafundinn. Nauðsynlegt er að skrá þáttöku í fagnaðinum með sms í síma 8446867. Fyrirhugað er ef Félagar úr Fjarðabyggð fjölmenna að hafa sætaferð á staðinn.
Staðsetning fagnaðarins og nánari upplýsingar verða settar hér inn á vefsíðuna í vikunni
27.11.2013 at 20:10 #440298Nú blásum við til vinnuferðar í Fjallaskarð um helgina. Brottför verður frá Söluskála N1 Egs á laugardaginn 30 nóv kl 0900. Við stefnum að að gera skálann kláran fyrir veturinn og 13. ferðina. Mikilvægt að menn sjái sér fært að mæta.
18.11.2013 at 18:07 #438711Komum skúrnum í Fjallaskarð við talsvert bras. Mun meiri snjór á Fljótsdalsheiði en undirritaður reiknaði með. Þurfti að ryðja nánast alla leið og sækja svo skúrinn. Síðan að ryðja sig til baka. Þarna hefðu stikur hjálpað mikið þarsem oft mátti litlu muna að hjólaskófla færi á hliðin í vegköntum
15.11.2013 at 08:46 #438601Jæja strákar. Við ætlum að reyna að koma skur yfir ljósavélina upp eftir á morgun laugardag 16. nóv. Það eru full not fyrir fleiri hendur. Þarf að þrífa gamla skálann ofl. Við reiknum með að fara frá söluskálanum um kl 10.
MBK
Formaður
21.10.2013 at 15:58 #379446Sæll ‘Oskar.
Þetta leit mjög vel út. Þetta er glænýtt og fínt. Kann því miður ekki að setja myndir inn á þennan vef en það lagast vonandi með nýja 4×4 vefnum sem við erum farnir að bíða eftir. Þú getur sé myndir á fb síðunni minni.
Reiknum með að þurfa í smá vinnuferð fljótlega.
16.10.2013 at 20:35 #379333Að sjálfsögðu á ekki að leggja línu þvert yfir hálendið. Það yrðu gríðarleg mistök að mínu mati. En ég vil hvetja menn til að vera málefnalega og ekki notast við upphrópanir. Það er vitað að rafmagn vantar á austurland og fátt hefur verið gert á Íslandi sem er meira umhverfisvænna en rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna á austurlandi. Einhvern vegin þarf að leysa það mál hvernig tryggja má raforkuöryggi á öllu landinu án þess að raska miðhálendinu. Varðandi að bera saman jarðstreng og sæstreng er það ekki rettmæt samlýking. Meginvandamálið við strengi með mikla spennu í jörðu er hitiþeas skortur á kælingu, það vandamál á ekki við um sæstrengi
-
AuthorReplies